Dagblaðið - 21.04.1979, Side 10

Dagblaðið - 21.04.1979, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979. fmmuunÐ hjákt.áhið daghlað íltgafandi: DagblaMtif. Framkvaamdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RKstjómarfultrúi: Haukur Halgason. Skrtfstofustjóri ritstjóman Jóhannas RaykdaL iþróttir HaMur Sknonarson. Aöstoðarfréttastjórar AtH Stoinarsson og ómar Valdi- marsson. Menningarm&l: Aðalsteinn IngóHsson. Handrit: Ásgrimur Péisson. Biaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaMur HaMsson, Helgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Óiafur Geirsson, ólafur Jónsson. Htfnnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Htfrður VHhjáimsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaidkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Svalnsson. Drsifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Rftstjóm Stðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeiid, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoM 11. Aðalslmi blaðsins ar 27022 (10 Ifnur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. i lausastfki 150 kr. alntakið. Satning og umbrot Dagblaðlö hf. Siðumúla 12. Mynda- og pltftugarð: HHmir hf. Siöumúla 12. Prantun: Árvakur hf. Skoifunni 10. Rangt friðunarkerfi Enginn skyldi láta glepjast, þótt ýmsir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi reki nú upp ramakvein vegna friðunar- aðgerða. Sannleikurinn er sá, að að- gerðir sjávarútvegsráðherra eru alltof veikar en ekki of sterkar. Fyrst og fremst er þó rangt að þeim staðið. Fólk á vertíðarsvæðinu gagnrýnir, að aðgerðirnar nú bitna á því. Þegar gengið er út frá, að hámarksafli af þorski eigi að vera 280—290 þúsund tonn á árinu, leiðir bann á einum tíma til þess, að meira kemur í hlut annarra, sem veiða fremur á öðrum tímum. Kunnugir fullyrða um þessar mundir, að þorskaflinn muni verða yfir 300 þúsund tonn í ár þrátt fyrir stefnuyfírlýsingu sjávarútvegsráðherra. Það yrði meira en 50 þúsund tonnum umfram það magn, sem fiskifræðingar telja ráðlegt, að veitt verði. Af þessu sést, að afstaða ráð- herra er stórkostlega ámælisverð, vegna þess að veitt verður langt umfram hættumörk. Þess munum við gjalda síðar. í fljótu bragði mætti ætla, að stefna sjávarútvegs- ráðherra væri markviss. Með takmörkun á þorskveið- um togaranna á næsta sumri á að vernda ókynþroska fiskinn. Hinn kynþroska á að vernda með netaveiði- banninu frá fyrsta maí á svæðinu frá Eystra Horni að Horni. Vertíðaraflinn hefur orðið miklu meiri en við var búizt, en það segir okkur ekki, að meira sé af þorski en fiskifræðingar gera ráð fyrir. Aflinn á vafa- laust rætur í tíðarfari og notkun blýteins. Þessar veiðar varð að stöðva. Þorskaflinn á árinu verður engu að síður alltof mikill. Takmarkanir á þorskveiðum hljóta að valda ákveðn- um sárindum hjá þeim hagsmunaaðilum, sem þær bitna á hverju sinni. Eins og í pottinn er búið, leiða þær til kryts milli byggðarlaga og útgerðaraðila eftir gerð skipa. Margir biðja um kvótakerfi, þar sem ,,kvótum” yrði úthlutað milli byggðarlaga og skipa. Slíkt kerfi er háskalegt. Það leiðir til verri nýtingar framleiðslutækja og hallarekstrar. Of margir yrðu að gutla við of lítið. Kvótakerfi á svo mikilvægu sviði mundi draga úr afrakstri þjóðarbúsins og leiða til rýrari tekna þjóðarinnar. Okkur þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og gleyma, að við rekum alltof stóran flota miðað við fyrirkomulag veiða og áherzlu á fiskstofna. Skömmtun kvóta mundi aðeins gera illt verra og viðhalda feikilegu illa dulbúnu atvinnuleysi við rýr kjör. Fiskvernd ætti þess í stað að byggjast á uppboði veiðileyfa. Nauðsynlegur rekstrargrundvöllur þeirrar útgerðar, sem fískstofnarnir geta borið, yrði tryggður með því að skrá gengi krónunnar rétt í samræmi við hann. Síðan yrðu veiðileyfí seld á uppboði. Við það kerfí mundi þjóðarbúinu farnast bezt. Útgerð þeirra, sem geta spjarað sig við eðlilegar aðstæður, mundi dafna, en skussarnir heltast úr lestinni. Slíkt er nauðsynlegt á öllum sviðum atvinnulífs, ef þjóðarbúið á að bera uppi viðunandi lífskjör. Ella munum við sífellt dragast aftur úr öðrum þjóðum. Við slíkt kerfi mundi verða veitt það magn af þorski, sem réttlætanlegt verður á hverjum tíma. Þá mundum við ekki dragnast með gífurlegan hallarekstur alltof stórs skipastóls, sem þjóðin sem heild ber að lokum við núverandi kerfi. Þá þýddi ekki fyrir útgerðarmenn í hinum ýmsu landshlutum að reka upp kvein, vegna þess að aðrir landshlutar fengju of stóra „kvóta”. Útgerð mundi ganga með eðlilegum hætti í eðlilegri samkeppni, sem byggðist á raunhæfum rekstrargundvelli. Aðaltöffari kvikmyndanna 80ára —þeir áttu ekki völ á neinum sem þekkti glæpaheiminn betur en ég segir James Cagney Hann er lágvaxinn, hvíthærður aldraður maður, áttræður að aldri. Hann eyðir ævikvöldinu á býli sínu í norðurhluta New York fylkis þar sem hann hefur ákveðið að dvelja síðustu árin eftir viðburðaríka ævi. Mörgum finnst ótrúlegt að kvikmyndaleikar- inn James Cagney, sá sem fyrir nokkrum áratugum lék töffara og glæpaforingja í Hollywoodkvik- myndum þeirra tíma við góðan orð- stír, sé orðinn áttræður, en það er nú samt staðreynd. Sjálfum finnst honum það ótrúlegt en hann hefur líka gaman af að minn- ast liðins tíma. Líklega minnast hans flestir sem glæpaleiðtoga en í slíkum hlutverkum varð hann sannkallaður sérfræðingur á sinni tíð. En James Cagney var ekki við eina fjölina felldur á leiklistarsviðinu og áður en yfir lauk var hann orðinn viðurkenndur gamanleikari og skap- gerðarhlutverk þóttu einnig farast honum vel úr hendi. Árið 1942 hlaut hann óskarsverðlaunin fyrir leik sinn sem George M. Cohan í Yankee Doddle Dandy. Cagney virtist fátt ómögulegt á kvikmyndatjaldinu. Honum finnst mjög eðlilegt að hann hafi valizt í glæpamannahlut- verkin. Hann er fæddur og uppalinn í einu alræmdasta hverfi New York og ólst upp í skjóli móður sinnar, sem kom upp fjórum sonum, sem allir voru heldur ódælir í æsku. Draumur Cagneys var að verða atvinnuhnefa- leikamaður en hann varð að láta af þeirri ætlan vegna andstöðu móður sinnar. Hún sagði að ef hann ætlaði FER AÐ R0FA TIL í RYKINU? í hinni öru tækniþróun, sem orðið hefur hérlendis síðustu áratugi, hefur margt verið vel gert, sumt ágætlega. Ein er sú undantekning, sem blasir við innlendum sem erlendum ferða- löngum. Það eru blessaðir vegirnir okkar. Hið auma ástand þeirra er þeim mun ömurlegra, þegar þess er gætt, að ástand og gerð vega er oft notað sem mælikvarði á þróunarstig þjóðar eða lands. Skortur á heildarstefnu Það sem fyrst og fremst hefur skort á í þróun vegamála okkar, er mörkun framtíðarstefnu um upp- byggingu vegakerfisins í heild, þannig að þær framkvæmdir, sem ákveðnar eru á vegalögum á hverju ári, séu innan einhvers heildar- ramma. Þá mundi hin sífellda tog- streita milli einstakra þingmanna, héraða eða sjónarmiða síður standa í vegi fyrir eðlilegri þróun mála og hægt væri að fullgera vegi kerfis- bundið með hæfilegum burðar- og slitlögum. Stefna mörkuð Til að mæta þessu sjónarmiði hafa 8 þingmenn Sjálfstæðisflokksins lagt fram á Alþingi viðamikla tillögu til þingsáiyktunar um varanlega vega- gerð. Þingmenn þessir eru úr öllum 8 kjördæmum landsins. Þingsályktunartillaga þessi gerir ráð fyrir, að felld sé að nýrri vega- áætlun sérstök 15 ára áætlun um lagningu hringvegar og vega til allra þéttbýlisstaða á landinu með bundnu slitlagi, auk fjölförnustu dreifbýlis- vega. Þá eru einnig talin til ýmis sér- verkefni, auk þess sem áhersla er lögð á að „byggja upp úr snjó” snjóþunga- kafla. Gert er ráð fyrir sérstakri fjár- mögnun utan núverandi vegalaga, 5 milijarða kr. á ári, fært upp til verð- lags hvers árs. Þá er lögð á það áherzla að framkvæmdatímabil yrði stytt úr 15 i lOár, ef þess væri kostur. Alþingi hefur áhuga Eins og að líkum lætur, liggur mikil vinna að baki þessarar tillögu, enda sameinuðust þingmenn úr öllum kjördæmunum um að bera hana fram. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og þess vegna all- sendis óvíst um samþykkt Alþingis á h'enni í óbreyttu formi, þá er ljóst, að mikill áhugi er fyrir því að takast á við þetta mál hjá meirihluta þing- manna. Hinn 29. marz síðastliðinn var 1. umræða um þingsályktunartillöguna á Alþingi. Þar fluttu Sverrir Hermannsson, 5. þingmaður Austurlands, og Eggert Haukdal, 1. þingmaður Suðurlands, framsöguræður um tillöguna. Ræðu Sverris hefur Morgunblaðið þegar gert góð skil, en ég mun hér á eftir styðjast við hluta af málflutn- ingi Eggerts, þar sem hann gerir grein fyrir athugunum, sem hann beitti sér fyrir, að sérfræðingar gerðu á tillög- unni, áður en hún var endanlega lögð fram. Áætlun þessi um lagningu bundins slitlags sem felld yrði að nýrri veg- áætlun er hugsuð sem átak til að koma vegakern iandsins af því vanrækslustigi, sem það er á nú, upp í forsvaraniegt ástand. Haft er í huga, að allir landsmenn geti sem fyrst notið góðs af þeim árangri, sem henni er ætlað að ná. Sér fjáröf lun Þá er lögð áherzla á að sú nýbygg- ing sem nú er í gangi, að tengja lands- hluta og einstaka staði betri og hærri vegum, ,,byggja upp úr snjó,” ásamt brúargerð, haldi áfram á ótruflaðan eðlilegan hátt, þannig að hin tvö sjónarmið um vegasamband annars vegar og varanlega vegi hins vegar séu samræmd til eflingar hvort öðru, en togistekki á. Þetta er gert með því að standa að sér fjáröflun fyrir slitlagsáætlunina og skerða í engu, frá því sem nú er, fjármagn til annarra nauðsynlegra þátta uppbyggingar vegakerfisins. Auk þess losnar smám saman um mikið fé, sem sparast vegna miklu Q „Hér er ekki um neina óskhyggju eða draumsýn að ræða heldur vel viðráðan- legt verkefni...”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.