Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 3

Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. 3 Glöggt er gests augað —grein um ísland í dönsku blaði ífllle (og hvem gider det? sagde min sagkyndige hjemmels- • mand). Svavar Gestsson. der er kendt som en af landets videre ,(fra Fremskridts- partiet), under hvem spiritus- ' lovgivningen horer. »Det er Jfinansministerens private ini- ttiativ«, siger han til mig. F»Spargsmálet har aldrig været 'droftet i regeringen«. Over for nflationen-er^det^ Björn S. Lárusson skrifar frá Kaup- mannahöfn: í helgarblaðinu „Weekendavisen Berlingske aften” þ. 23. marz birtist mjög athyglisverð grein um ísland og íslendinga. Greinarhöfundur hefur dvalið 3 vikur á íslandi og kynnt sér land og lýð, m.a. farið norður til Akureyrar og til Patreksfjarðar. Eins og við íslendingar þekkjum af sögunni eru greinar og bækur sem ritaðar hafa verið af erlendum mönnum um land og lýð ekki alltaf sem nákvæmastar, svo ekki sé meira sagt. Hér er hins vegar lögð þó nokkur vinna í greinina og vel á pennanum haldið. Þó eru nokkur at- riði sem kitla mjög hláturtaugarnar hjá okkur mörlöndum búsettum erlendis sem mig langar að gera að umtalsefni. „ Það reddast allt" Höfundur gerir nokkuð úr undan- haldi dönskunnar og danskra áhrifa fyrir enskri menningu og enskri tungu en segir íslendinga þó geta lesið Andrés Önd og merkingar uian á umbúðum — ennþá. íslendingar skilji semsé dönsku en vilji ógjarnan tala hana. Hins vegar séum við einna ákafastir talsmenn norrænnar samvinnu. Raddir lesenda Að gefnu tilefni skal þeim sem senda Dagblaðinu les- endabréf bent á að þau eru ekki birt nema nafn og heimilisfang ásamt nafn- númeri sendanda fylgi með. Hringið í síma 27022 millikl. 13 og 15, eða skrifið Heimilis- iæknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" i sima 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Höfundur segir það vera ein- kennandi í fari íslendinga að þeir hafi „Það reddast hugsun” (det ordner sig) í þessu sambandi minnist hann á Hallgrímskirkju með rakettu- myndaðan turn og óklárað kirkjuskip sem hefur verið í byggingu síðan 1945. En það gerir ekki svo mikið til því íslendingar séu löngu búnir að gera sér í hugarlund hvernig hún muni líta út fullkláruð. Með samspili þessarar hugsunar, verðbólgu og rýrnandi virðingu fyrir gildi peninga, kasta íslendingar sér út i húsbygging- ar og borga 50% út, mest með lánum, og flytja svo inn i húsið nakið að innan, að öðru leyti en því að úti- dyr séu komnar og kannski klósetthurð. Þegar svo mesta skulda- súpan hefur verið greidd niður eru tekin ný lán til þess að klára kofann. Þegar svo þær skuldir eru greiddar byrjar allt á nýjan leik nema hvað nú er það stærri kofi sem gildir. Eplavínið hans Svavars Er það nema von að Danir furði sig á þessu þar sem hér er útborgun 5 — 10% og svo endist þeim varla ævin til þess að greiða af- borganirnar, svo litlar eru þær. En það sem teygir brosið út að eyrum eru skrif höfundar um heima- brugg íslendinga.í búðum er hægt að kaupa öll efni til gerjunar öls en hins vegar eru utan á pökkunum við- vörunarorð um það að ekki megi gera það sterkt. Þegar umbúðirnir eru svo opnaðar eru í þeim leiðbeiningar á dönsku um það hernig eigi að gera það sterkt (það er eins gott að týna ekki niður dönskunni, landar góðir). Til að koma í veg fyrir heimilis- iðnaðinn lagði fjármálaráðherra það til við viðskiptaráðherra að hann tæki ger út af frílista en orðrétt segir í greininni: „Svavar Gestsson sem er þekktur sem einn af duglegustu epla- vínframleiðendum landsins svaraði ekki bréfinu en sendi það áfram til dómsmálaráðherra.” Það er varla von að ráðherrann vildi stofnað iðnaði sínum í hættu með slíkri á- kvörðun því hver veit nema hann með tíð og tíma geti farið að flytja út eplavín til þess að rétta við slæman vöruskiptajöfnuð. Ekki veit ég hversu mikill fótur er fyrir þessu með eplavínið en sá grunur læðist að manni að einhver sem ekki er alveg sáttur við stefnu ráðherrans hafi lætt þessu að sak- lausum blaðamanninum, en gaman væri að fá að vita um sannleiksgiIdi fréttarinnar. Það væri hálfneyðar- legt ef t.d. danski kollegi Svavars kæmi í heimsókn til íslands fullur til- hlökkunar að smakka á einkafram- leiðslu hans og færi með þurrar kverkar heim vegna þess að einhver var aðsprella i Svavari. Mega brugga eins og þá lystir Höfundur talar í fullri alvöru um málið, enda ekki nema von þar sem hér i( Danmörku leyfist hverjum að brugga þaðsun honuin sýnist. Þess ber þó að getu að bíinnað cr að eima vín, aðallega sökunt sprengihættu. Eins og sést á þe ,um stutta út- drætti í langri og annars ágætri grein þá er gests augað glöggt — stundum of glöggt. Greinarhöfundur gerir sér að sjálfsögðu mestan mat úr þeim hlutum sem skilja að okkur og Dani og hluti sem honum koma á óvart eins og gefur að skilja. Við höfum gott af því að lesa í bókum og grein- um sem þessari um okkur því alltaf leynist einhver gagnrýni sem við getum lært af. Dönum kemur það t.d. mjög á óvart þegar maður hefur orð á því að það geti varla aukið framleiðni þeirra að þamba allt upp í 10 bjóra á dag i vinnunni. Þeir benda bara hróðugir á tölur um framleiðni á mann í hinum ýmsu löndum og þá kemur í Ijós að Danir eru með þvi hæsta sem gerist. m m GIRMOTORAR RAFMÓTORAR EIGUM JAFNAN TIL GÍRMÓTORA: Ýmsir snúningshraðar lns fasa: 3/4 - 1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö RAFMÓTORA: 1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö Útvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir. FÁLKINN* SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Spurning Horfir þú á stund- ina okkar? Þórarinn Þórarinsson, 7 ára: Já. Mér finnst hún stundum skemmtileg og stundum leiðinleg. Kata og Kobbi eru skemmtilegust. Ásgeir Örn Ásgeirsson, 8 ára: Ég geri það sjaldan Mér finnst hún frekar leiðinleg. Björn Friðbjörnsson, 8 ára: Ég gerí það stundum. Mér finnst hún frekar leiðin- leg. Magnús Ingi Eggertsson, 8 ára: Éggeri það stundum. Það er allt jafnleiðinlegt i henni. Hún var mikið skemmtilegri í fyrra. Sveinbjörn Helgason, 8 ára: Já, ég gerí það alltaf. Mér finnst allt jafnskemmti- legt. Berta Traustadóttir, 8 ára: Já. Það er allt jafnskemmtilegt í henni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.