Dagblaðið - 30.04.1979, Page 4

Dagblaðið - 30.04.1979, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. DB á ne ytendamarkaði Vorið er komið fyrir alvöru i stofugluggana. Þeir, sem ekki eru búnir að stífa ofan af vetrar- renglunum verða að gera það sem allra fyrst. Reyndar ættu bæði Hawairós og forlagajurt að vera komnar með blómhnappa, hafi þær verið stífðar á réttum tíma, eða um mánaðamótin janúar-febrúar. En margar jurtir má enn laga til. Það er lítið varið í stofublóm sem eru á ógnarlöngum, blaðlausum stilk. Flestar blaðplöntur eru líka Það getur verið bæði fallegt og skemmtilegt að planta fleiri en einni tegund I hvem pott. Þá er heppilegast að planta saman há- og lágvöxnum jurtum. Helzt má ekki vera nema ein blómstrandi planta í hverjum potti. VAL h/f auglýsir: Höfum á söluskrá fjölda vörubíla og vinnu- tækja, m.a.: hjólaskóflur, Leyland árg. 1970, Massey Ferguson 70 árg. ’74, Terlx 7251 árg. 1973 og 1974, Michigan 75B árg. 1972, nýinnflutt og yfirfarin af framleiðanda. Enn- fremur seljum við Benz 306, 18 manna. Mjög góður bíll. Okkur vantar á söluskrá jaröýtur og vörubíla. Vinsamlega hafið samband við okkur sem fyrst og látið skrá tækin. VAGNHÖFÐA 3 REYKJAVIK SÍMI 85265. VINNUVELA- & VÖRUBIFREIÐASALA. skemmtilegri ef þær eru bústnar og greinóttar. Nú á líka áburðargjöf að vera hafin, búið á að vera að skipta um mold og láta sumar plöntur í stærri potta. Það má fara að sá til sumar- blóma. Gætið þess að hafa smáplönturnar í góðri birtu eftir að þær eru farnar að spíra. Væntanlega er óþarfi að minnast á, að sjálfsagt er að nota kröftugustu afklippurnar af stofuplöntunum sem græðlinga. Ef maður getur ekki notið þeirra sjálfur, er hægt að miðla til vina og kunningja. Margir flytja einmitt í nýtt húsnæði á þessum tíma og vantar þá blóm í stofu eða glugga. Flestum þykir þægilegast að koma græðlingum til í vatni en gætið þess að laufblöðin nái ekki ofan í vatnið. Það getur orðið til þess að vatnið fúni og græðlingarnir rotni. Heppilegt er að hafa afleggjarana í eldhúsglugganum, þar sem auðvelt er að fylgjast með þeim. Það þarf oft að bæta vatni í ílátið, þannig að græðlingarnir þorni ekki upp og visni. Látið heldur ekki ræturnar verða of langar áður en afleggjararnir eru settir í mold. H.L./abj. GAGNLEGAR UPPLYSINGAR FYRIR SÓLARLANDAFARA Um það bil 18 þúsund íslendingar, eða rúmlega 8%, tóku þátt í sólarlandaferðum árið 1978. Ferðirnar eru skipulagðar af ferða- skrifstofum, sem bjóða upp á ótal möguleika fyrir tiltölulegt lágt verð. Á þennan hátt er einnig þeim, sem ekki tilheyra hinni „efnahagslegu yfirstétt” gert kleift að fara til út- landa. Þessar upplýsingar er að finna í grein í nýútkomnu Neytendablaði. í greininni má lesa mjög gagnlegar upplýsingar fyrir sólarlandafara og þar bent á hvað mönnum beri að kynna sér áður en lagt er af stað — raunar áður en ferðin er svo mikið sem pöntuð. Þekkingarleysi getur oft valdið óánægju ferðalanga, en í greininni er drepið á alla hugsanlega þætti sólar- landaferðarinnar, vegabréfsáritarnir, bólusetningu, gjaldeyri, fatnað, hvað leyfilegt er að verzla fyrir í fríhöfn, þjórfé, o. fl. o. fl. Þess er einnig getið í greininni að Neytendasamtökin aðstoði fólk ef kvartanir til fararstjóra eða ferða- skrifstofu bera ekki árangur. ,,Sem betur fer takast hópferðir yfirleitt vel og ferðafólk verður þeirrar þjónustu aðnjótandi, sem vonir stóðu til. Líkurnar fyrir þessu aukast þó til muna, ef fyrirfram er spurt réttra spurninga. Á þann hátt verður helzt komizt hjá marghátt- uðum misskilningi og vonbrigðum,” segir í lok greinarinnar. -A.Bj. Verzlunarfólk Suðurnesjum Orlofshús Þeir sem hafa hug á að leigja orlofshús Verzlunarmannafélags Suðurnesja í Ölfus- borgum og Svignaskarði snúi sér til skrifstofu félagsins að Hafnargötu 16, Keflavík, sími 2570. Vikuleiga, 15 þúsund, greiðist fyrirfram. Verzlunarmannafélag Suðurnesja. SKYNDMHYNMR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. barna&fjölskyldu- Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Hvernig á að nota litlu laukana?: T. D. SULTAÐA MEÐ STEIK! Bústnar blaöplöntur Við kvörtuðum um daginn undan þvi að lesendur væru orðnir latir við að senda okkur eigin uppskriftir. Þetta hefur borið nokkurn árangur. Hér kemur uppskrift af sultuðum lauk, sem Guðrún Böðvarsdóttir sagðist hafa prófað með góðum árangri. Guðrún sagðist vita til þess að margir veltu því fyrir sér hvernig matreiða ætti litlu charlotte-laukana eða perlulauka, eins og þeir eru víst kallaðir á íslenzku. Sultaði laukurinn hennar Guðrúnar er tilvalinn til að nota með hvers konar steik, sem vera skal. Ekki er okkur grunlaust um að hann ætti einnig vel við steiktar fisk- bollur. langfallegastar 1 kg lítill charlotte-laukur eða perlulaukur 1 liter edik 1 msk. salt 300 g sykur 1 bréf af niðurrifinni piparrót 5 stk. negulnaglar 2 stk. heill englfer Byrjið á því að hella sjóðandi vatni yfir laukinn og takið utan af honum. Þá er soðinn lögur af ediki og krydd- inu og látinn sjóða aðeins smástund. Þá er afhýddur laukurinn látinn út í og soðið áfram i um það bil 5 mínútur. Laukunum er þá hellt ásamt Charlettelaukur fæst að jafnaði I verzlunum. Hann má nota vlð ýmiss konar matargerð, auk þess að sulta hanna, t.d. heilsteika hann með steiktu eða gill- uðu kjöti og hann er alveg tilvalinn á grilltein" með kjötbitum, bitum af lifur og fleira góðgæti. DB-mynd Ragnar Th. leginum á hrein glös, sem lokað er strax. Laukurinn var keyptur í Blómavali og kostaði 1492 kr. kg., engiferinn fæst í glösum m.a. í Hagkaupi og kostar glasið 269 kr. (ekki þarf að nota nema hluta af innihaldinu) og piparrótina má fá m.a. í Breiðholts- kjöri og kostar „bréfið” 103 kr. Þannig kostar hráefnið í uppskriftina mjög nálægt 2000 kr. A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.