Dagblaðið - 30.04.1979, Síða 5

Dagblaðið - 30.04.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. 5 „Fagnaði því að fá andstæðing'’ sagði Einar S. Einarsson, forseti — Forseti FIDE af henti þrjú meistarabréf og flutti ávarp ,,Ég er alveg sérstaklega ánægður með að hafa ekki verið kosinn út úr neyð og fagnaði þvi að fá andstæð- ing,” sagði Einar S. Einarsson, for- seti Skáksambands íslands, í viðtali við DB. Einar var kosinn formaður Skáksambandsins í fjórða sinn síðastliðinn laugardag. Hlaut hann 45 atkvæði en Bragi Halldórsson, kennari og kunnur skákmaður, hlaut 31 atkvæði. 2 seðlar voru auðir. Sjötíu og átta fulltrúar voru mættir á aðalfundi Skáksambands íslands, sem haldinn var á laugardaginn. Tvö ný félög gengu í sambandið: Skák- félag heyrnarlausra og Skáksamband Vesturlands. ,,Það er von mín að eftir þennan aðalfund, þar sem fráfarandi stjórn skilaði framboðsmálinu, sem öðrum málum, af sér, megi að nýju skapast full eining innan skákhreyfingarinn- ar,” sagðsi Einar S. Einarsson, ,,og að nýju megi takast gott samstarf við forseta FIDE, sem mótazt geti af góðum anda og samstarfsvilja beggja aðila. Ég vil bæta því við,” sagði Einar, ,,að nú snúi menn bökum saman í áframhaldandi starfi til eflingar is- lenzkum skákmálum og til að auka veg og virðingu íslands í skákheimin- um.” Friðrik flutti ávarp og afhenti meistara- bréf FIDE Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, páði boð Skáksambandsins um að vera viðstaddur setningu fundarins. Flutti Friðrik ávarp við það tækifæri 3g afhenti þrem ungum afreksmönn- jm meistarabréf FIDE. Þessir menn :ru Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson, sem nú eru formlega prðnir alþjóðlegir skákmeistarar, og Jón L. Árnason, sem er fyrsti FIDE- meistari heims. Helgi gat ekki verið viðstaddur, en Stefán Bjömsson, for- maður Taflfélags Reykjavikur, tók við meistarabréfinu fyrir hann. Það kom fram í orðum Einars og Friðriks, sem og annarra fundar- manna, að enda þótt eitthvað hafi farið á milli sem menn gætu kannski aldrei orðið fyllilega sammála um, bæri að láta hag skákhreyfingarinnar sitja i fyrirrúmi og leggja öll leið og mannskemmandi deilumál til hliðar. Allir, bæði innan skákhreyfingar- innar sem utan, væru orðnir þreyttir á þessum væringum. Nú bæri að snúa sér að uppbyggilegri málum. Guðmundur Ágústsson hylltur heiðursfélagi Guðmundur Ágústsson var i einu hljóði gerður að heiðursfélaga Skák- sambands íslands. Var hann hylltur fyrir virka þálttöku í islenzku skáklífi i yfir 40 ár. Sambandið samþykkti að ráða skákerindreka til starfa, a.m.k. i nokkra mánuði á ári, til eflingar skákstarfinu i félögum og svæðasam- böndum og vinna að skólaskák. Flutt var og fram lögð skýrsla stjórnar og reikningar og ýmsar sér- skýrslur. - BS Júgóslavíusöfnun Rauða krossins framlengd til 12. maí: Mikið uppbygging- arstarf f ramundan Samkvæmt þeim fregnum sem Rauði kross íslands fékk frá Alþjóðasam- bandi Rauða krossins er hjálparstarf á jarðskjálftasvæðunum i Júgóslaviu vel á veg komið og búið að leysa vanda þeirra sem urðu hart úti vegna jarð- skjálftanna, til bráðabirgða. Vittani, fulltrúi Rauða krossins sem kom frá Júgóslavíu til aðalstöðvanna i Genf í gær, sagði aðdáanlegt hversu hjálparaðgerðir Júgóslava hefðu farið fljótt og vel í gang. Stærsta hjálparaðgerðin undanfarið hefur verið að koma upp neyzluvatns- dreifingu, en fólk á svæðinu er farið að snúa aftur til síns heima. Einnig er unnið að því að koma upp heilsugæzlu- aðstöðu og úrlausn félagslegra mála. í fyrradag var lokið við að koma upp 210 rúma spítala í Kodor sem þýzki rauði krossinn sendi og verið að koma upp öðru slíku í Bar. Vegna umfangs hjálparaðgerða í Júgóslavíu hefur Rauði kross íslands talið nauðsynlegt að styðja uppbygg- ingarstarfið frekar en gert hefur verið og því ákveðið að framlengja söfnun- ina til 12. mai. Enn sem fyrr er tekið á móti framlögum á giróreikning 90000 í öllum pósthúsum og peningastofnun- um auk þess sem deildir félagsins taka við framlögum. Er þess vænzt að landsmenn bregðist við af rausn og minnist þess að hér er um að ræða nátt- úruhamfarir sem eru áþekkar því sem gerzt gæti hér á landi. Við höfum lent í örðugleikum vegna náttúruhamfara og þá mátt reiða okkur á aðstoð ann- arra. Samtals höfðu safnazt á hádegi í gær liðlega 1,3 milljónir og má þess geta að Ólafsfjarðardeild Rauða krossins sendi strax 100.000 kr. en áður var búið að senda tvær milljónir til Júgóslavíu vegna jarðskjálftanna. - JR Athugun Vinnuveitendasambandsins: Skipstjórar fara f ram á milljón króna kauphækkun — ef frídagar eru reiknaðir með Á vegum Vinnuveitendasambandsins hefur verið gerð athugun á algengustu launum ýfirmanna á farskipum eins og þau eru nú og hver þau yrðu ef gengið yrði að kröfum þeim sem fram hafa verið settar i yfirstandandi kjaradeilu. Í niðurstöðum athugunar þessarar kemur framað hæsti taxti skipstjóra er nú 692.267 kr. á mánuði, þegar frí- dagar hafa verið reiknaðir með, en yrði ef gengið yrði að kröfum FFSÍ 1.722.853 kr. Eftir því að dæma fara skipstjórar þar fram á einnar milljón króna hækkun. Skv. sömu athugun eru laun yfirvélstjóra að fridögum með- töldum 701.132 kr. en yrðu 1.413.656 kr. ef gengið yrði að kröfum þeirra, og hæstu laun I. stýrimanns eru nú 638.273 kr. en yrðu 1.225.963 kr. ef gengið yrði að kröfum þeirra. Þar er mismunur 587.690 kr. í athugun þessari er gengið út frá grunnlaunum yfirmanna eins og þau eru í dag skv. kaupgjaldsskrá VSÍ frá 1. marz sl. Fyrir hvern laugardag, sunnu- dag og tyllidag utan heimahafnar eða unninn í heimahöfn vinnur hver yfir- maður sér inn einn frídag. Fridagar þessir teljast vera 114,48 á ári, eða að meðaltali 9,54 i mánuði. FFSÍ hefurekki mótmælt túlkun VSÍ á kröfunum. -GAJ Mikil ölvun í miðborginni um helgina: Bytturnar skriðu úr bólunum Að sögn lögreglumanna í miðborgar- lögreglustöðinni bar óvenju mikið á ölvun i miðborginni um helgina, þótt ekki hafi hlotizt slys af. Viða urðu nokkur óþægindi af þessu. Kunnu lögreglumenn ekki aðra skýr- ingu á þessu en góðviðrið á föstudags- kvöldið og laugardaginn hafi lokkað menn út úr húsum venju fremur og því hafi meira borið á ölvuninni. - GS Bflþjófar gripnir með fulla vasa af bfllyklum Aðfaranótt laugardagsins brutust tveir þekktir bílaþjófar inn á bilasölu við Grettisgötu og fylltu þar vasa sína af bíllyklum er gengu að bilum sem þar eru til sölu. Völdu þeir sér einn bíl og þeystu úr hlaðt með fullmiklu kappi þvi örstutt ökuferðin endaði á grindverki. Þar skildu þeir bílinn eftir og brutust inn í annan bil á bílastæði við Iðnskól- ann og voru að koma honum af stað þegar lögreglan kom að þeim og hand- tók þá. Reyndust þeir þá með fulla vasa af bíllyklum af bilasölunni. Báðir voru þeir að auki ölvaðir. - GS Gildir bolar íHrísey: 17 mánaða gamall vegur hálft tonn Hann heitir Jörundur, er aðeins 17 mánaða gamall en vegur samt rúmt hálft tonn — nákvæmlega 557 kíló. Jörundur er bolakálfur, fæddur i einangrunarstöðinni í Hrísey, einn sjö kálfa sem þar hafa orðið til. Nautin frá í hittifyrra eru öll hin digrustu, aðeins eitt undir 400 kílóum, hin ábilinu489—557 kíló. í fréttabréfi Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins segir að mikill munur sé á byggingarlagi þeirra kálfa sem fæðzt hafa í Hrisey, eftir því hvort mæðurnar eru Galloway-blendingar eða venjulegar islenzkar kýr. Kálf- arnir undan blendingunum eru mun gildari. Sæðið sem nú er notað i Hrisey er úr nautinu Grange Convenanter, en eig- andi þess er sagður þekktur fyrir frá- bæran árangur í kynbótum á Gallo- way. Fyrir skömmu seldi hann naut — náfrænda þess sem sæðið i Hrísey er fengið úr — og fékk jalnvirði 2.3 millj- ón króna íslenzkra fyrir. Á næstunni verður tekið sæði úr nautunum í Hrísey og verður það l'ryst. Ef ckkcri óvænt kemur upp vcrður það sæði selt bændum um allt land næsta haus. Gripirnir i Hrísey eru hrauslir og hafa engir sjúkdómar komið þar upp. -ÓV Mánudagskvöld - frídagur 1. maí PQPAKIA »/»// hingó og brjálað fjör í Þórscafé Oþið til 1 Karon samtökin með nýjustu bað- og strandfatatískuna Baldur Brjánsson „galdrakarP* Bulgarian Brothers með spánska tónlist del Sol kynning Bingó - utanlandsferðir í vinninga Ásadans - ferðavinningar fyrir tvo fyrir sigurvegarana Ludó og Stefán leika fyrir dansi. Réttir kvöldsins: Súpa andalouise Kjúklingar Espagnole Verð aðeins kr. 4.000 Hittumst á spánska kvöldinu íÞórscafé

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.