Dagblaðið - 30.04.1979, Page 6

Dagblaðið - 30.04.1979, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. „Ljóst er að gallar hafa komið í ljós á Austurlínu og Sveinbjörn Guð- mundsson, fulltrúi Rafmagnseftirlits ríkisins á Egilsstöðum, bendir rétti- lega á það,” sagði Guðjón Guð- mundsson, rekstrarstjóri Rafmagns- veitna ríkisins. ,,En ég sé ekki annað en þetta sé nokkuð orðum aukið hjá Sveinbirni um andvaraleysi Raf- magnsveitnanna. Mönnum var ekki Ijóst í haust að bilunin væri svo alvarleg, sem raun hefur borið vitni. Við höfum fengið stórgallaða vöru, þar sem splittin losna úr, en það eiga þau alls ekki að ENDURBÆTUR í SUMAR — fengum stórgallaða vöru segir rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríkisins — ekki Ijóst í haust hve gallarnir voru alvarlegir er línan var tengd gera. En alvarlegastar eru ekki truflan- irnar sem orðið hafa vegna þessara gölluðu splitta, heldur það mikla verk sem vinna þarf til endurbóta. Hin mikla vinna sem liggur fyrir er ástæða þess að ekki var hafizt handa í skammdeginu. Það er nær ógerlegt að gera þetta á þeim tíma. Það hefur alltaf staðið til að fara í endurbætur á Austurlínunni, t.d. setja á hana dempara, og verður það gert í sumar, þegar nægileg önnur orka er fyrir hendi. Þá verða gerðar endurbáttur á splittunum um leið. Þannig hefur þetta verið áætlað, til þess að viðgerðin yrði sem hagkvæm- ust, því kostnaðurinn verður ekki til- finnanlegur ef þetta er gert samtímis. Okkur var geysimikið kappsmál að tengja línuna sl. haust. Með því höfum við sparað hundruð milljóna i olíukostnaði, sem annars hefðu farið til keyrslu disilvéla. Truflanirnar tvær sem orðið hafa vegna bilana á línunni eru ekki miklar miðað við þá kosti sem tenging línunnar hefur fyrir okkur. Á þessu stigi vil ég ekki tjá mig um aðvaranir Rafmagnseftirlitsins vegna þessa galla. Á það má þó benda að eftirlitið veitti tengingarheimild á lín- una, gallinn var ekki talinn það alvar- legur. Rafmagnsveiturnar hafa tilkynnt framleiðanda splittanna um galla þeirra. Hann hefur viðurkennt að þau voru ekki í lagi og býðst til að leggja fram ný splitti. En það bætir þó aldrei nema brot af kostnaðinum. Þessi splitti eru gölluð víðar en á lín- unni frá Kröflu og að Skriðdal. Byrjað verður á endurbótum á þeim á línunni frá Brennimel í Hvalfirði og farið norður um í áföngum. í ágúst er síðan fyrirhugað að byrja á slíkum endurbótum á línunni frá Kröflu.” „Það er erfitt að segja til um kostnað vegna viðgerða á splittun- um,” s^gði Kristján Jónsson raf- magnsvtéitustjóri. Gert verður við splittin um leið og settir verða demp- arar á línuna og þá þarf að fara upp í hvern staur. Aukakostnaður vegna splittanna ætti því ekki að verða mik- ill. Heildarkostnaður við demparana á alla línuna er áætlaður um 80 milljónir króna, en 23 milljónir á Austurlínu eina.” -JH BJÖRNINN Smurbrauðstofan NjóUgötu 49 — Sími 15105 Sætaáklæði i bíla Allar geröir. Einföld, ódýr. Fástá bensínstöóvum Shell Oliufélagiö Skeljungur hf Smávörudeild, Laugavegi 180. oneil simi 81722. L HEILDSÖLUBIRGÐIR llastiM hr Sími 82655 M EINS AUÐVELT ■ OG VATN ÚRKRANA Ungir félagar i Gerplu við undirbúninginn að útimarkaðnum, sem haldinn verður á morgun. Útimarkaður í Kópavogi Það stendur til að lífga svolítið upp á þæjarbraginn í Kópavogi á morgun, 1. mai. Félagar í Íþróttafélaginu Gerplu gangast þá fyrir útimarkaði á litla torg- inu fyrir framan verzlanir í Hamraborg 1. Útimarkaðurinn býður upp á alls kyns muni, sem seldir verða við ótrú- lega hagstæðu verði. Þarna verður að finna alls konar kökur og meðlæti, blóm, bækur og sitthvað sem til gagns oggamansmáverða. Trúlega verður hægt að prútta eitt- hvað við sölufólkið úr Gerplu, rétt eins og á mörkuðum sunnar I álfunni, en Gerplurnar spá suðurlandaveðri 1. maí og búast við miklum og fjörugum við- skiptum. Undanfarna mánuði hefur Gerpla lagt í hvert stórvirkið af öðru. Reist íþróttasal að Skemmuvegi 6, ráðið til sín sovézkan fimleikasérfræðing og margfaldað alla starfsemi sína. Árangurinn hefur líka ekki látið á sér standa, því Gerplustúlkurnar unnu megnið af verðlaununum á siðasta íslandsmóti í fimleikum. Útimarkaðurinn hefst kl. 2, en kl. 5 verður kvikmyndasýning fyrir börn i Hamraborg 1. Myndin er tekin á æfingu Passiukórsins á Akureyri á óratoríunni Árstfðirnar eftir Joseph Haydn. Passíukórinn með tónleika í Háteigs- kirkju á morgun í gær lauk Tónlistardögum á Akureyri með flutningi Passíukórsins á óratoríunni „Árstíðirnar” eftir Josep Haydn, og mun tónlistargagn- rýnandi DB skrifa um tónleikana í miðvikudagsblaðið. En á morgun mun Passíukórinn á Akureyri leggja land undir fó og leyfa Sunnlendingum að hlýða á Árstíðirnar í Háteigskirkju. Stjórn- Plai.Sl.OS lll* PLASTPOKAR O 82655 andi kórsins er Roar Kvam, en einsöngvarar með kórnum verða þau Ólöf K. Harðardóttir, Jón Þorsteins- son og Halldór Vilhelmsson, en undirleik annast félagar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Háteigskirkju á morgun I. maí og hefjast kl. 17. Árstíðirnar eru án efa erfiðasta verk sem Passíukórinn hefur ráðizt í hingað til, en tónlistin er afar skentmtileg og hrífur við fyrstu hlutun. Textinn er sunginn á þýzku en Magnús Kristinsson menntaskóla- kennari hefur gert íslenzka þýðingu, semerí efnisskrá. -KIE. Tíð og al- varleg raf- magnsslys Vörubifreiðarstjóri á Egilsstöðum lézt á sunnudag, er bíll með áföstum krana rak kranann upp í háspennu- línu, eins og DB greindi frá á mánu- dag. Sveinbjörn Guðmundsson, fulltrúi Rafmagnseftirlits ríkisins á Egils- stöðum, sagði að i þessu tilfelli hefði ekki verið um að kenna ólöglegum búnaði, hvorki á linu néöðru. Hitt væri, að eftirlitsmenn fengju sorglega litlu áorkað i fræðslumálum og hefðu lítið samband við almenn- ing um öryggismál og þá hættu sem stafar af rafmagni, ef rangt er að staðið. Þá eru fjölmiðlar að sögn Sveinbjöms fálátir um þessi efni. „Við höfum litillega farið hér í skóla og á vinnustaði með fræðslu- efni og myndir, en þar mætti vinna mikið starf ef vel ætti að vera. Við erum nánast eins og sofandi þörn. Almenningur veit nánast ekk- ert um þessa hluti og ekki er leitað eftir upplýsingum. Rafmagnsslys eru oft á tíðum mjög alvarleg og miklu tiðari, bæði utan húss og innan, en almennt er vitað um. Þá er ekki minnzt á eldsvoðana sem beint má rekja til lélegra raflagna ogbúnaðar. Hér má enginn liggja á liði sinu til varnar og úrbóta. Öll störf á sviði öryggismála hljóta að höfða til hug- sjóna og samvizkusemi hvers manns. Þeir sem leita fanga við öryggismála- störf bara til að eiga náðuga daga og fá þokkalegt kaup eru ekki á réttri hillu í þessu iifi.” -JH Svölurnar í Súlnasal: Má bjóða þérkaffi á morgun? — Hafa nýlega veitt 4,2 millj. kr. vegna þroskaheftra og fatlaðra barna Svölurnar, félag núverandi og fyrr- verandi flugfreyja, hafa á undanförn- um árum verið ötular við fjársöfnun sem þær hafa varið til liknarmála. Fjárins afla þær m.a. með kaffisölu og eru löngu rómaðar þær kræsingar sem bornar eru á borð fyrir gesti. Borgar- búar, Svölurnar bjóða borgarbúum upp á kaffiveitingar í Súlnasal Hótel Sögu á morgun, 1. mai. Þessar ötulu flugfreyjur hafa nýlega úthlutað styrkjum sínum. Snæfríður Egilsson hlaut 500 þúsund, Þorsteinn Sigurðsson 200 þús. og Guðrún S. Norðfjörð 150 þúsund til þess að sér- mennta sig til iðjuþjálfunar og sér- kennslu þroskaheftra barna. Ferða- sjóður nemenda við Þroskaþjálfaskóla íslands hlaut 350 þús., blindradeild Laugarnesskólans 500 þús. kr. og barnadeiidir Kópavogshælis fengu 2,5 ntillj. kr. til að kaupa þroskaleikföng og þjálfunartæki fyrir fjölfötluð börn. Formaður Svalanna er Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Formaður fjáröflunar- nefndar er Kolbrún Björnsdóttir. A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.