Dagblaðið - 30.04.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979.
9
Israelskt skip
um Suezskurð
í fyrsta skipti
ísraelska skipið Ashdoud kom til
Suezborgar í gær og mun í dag verða
fyrsta þarlenda skipið til að fara um
skurðinn. Var þetta tilkynnt af yfir-
stjórn Suezskurðar i gær. ísraelska
skipið, sem er fjögur þúsund og fimm
hundruð tonna flutningaskip mun
verða í hópi þrjátíu og fimm annarra
skipa sem fara munu áleiðis í gegnum
skurðinn og halda hópinn undir yfir-
stjórn egypzks leiðsögumanns þar til
komið verðurtil Port Said.
Israelska skipið fer nú í gegnum
Suezskurð í samræmi við ákvæði
nýgerðra friðarsamninga ísraels-
manna og Egypta. Mun þar verða
síðast í röðinni hinna þrjátíu og fimm
skipa. Verður sérstakur varðbátur
sem fylgir því til öryggis. Óttazt er að
reynt verði að hindra siglingu hins
israelska skips um skurðinn.
Er Ashdoud hið ísraelska skip
kemur út á Miðjarðarhafið er ferð-
inni heitið til Haifa i fsrael.
Haft er eftir egypzkum yfirvöldum
Suezskurðarins að hið ísraelska skip
muni hljóta alla þá sömu meðferð og
þjónustu og önnur skip, sem um
skurðinn fara.
: '
: : :: • • : : ': .' i ■ ■
:
.
f:.
’Xvf .'‘X'fXv
- i
' ■ '■.
XvXvXvtvA;:
NÝ
EVRÓPU-
HÖLL?
Þessi sérkennilega bygging á ad hýsa hið nýja Evrópuþing, sem kosið verður í
júni næstkomandi. Situr það í Strasborg i Frakklandi. 1 kosningunum munu
óbreyttir borgarar hinna niu ríkja, sem i Efnahagsbandalagi Evrópu eru i
fyrsta skipti hafa bein áhrif á val þingfulltrúa. Er þvi mikill viðbúnaður fyrír
kosningarnar og margt stórmenna í framboði. Leggja stjórnmálaflokkar I
löndunum niu mikla áherzlu á að tryggja sinum mönnum sæti á Evrópuþing-
inu i Strasborg. Einnig hefur þess töluvert gætt að flokkar eins og jatnaðar-
menn hyggist hafa samvinnu sfn á milli þó fuiltrúar þeirra séu frá hinum mis-
munandi löndum.
Washington - Moskva:
SKIPTIÁ NJÓSNURUM
0G FLUGRÆNINGJUM
MINNINGAR
ÚR STRÍÐINU
Margar sprengjur féllu á London i siðari heimsstyrjöldinni en þær sprungu ekki allar
af ýmsum ástæðum. Á myndinni sést sprengjusérfræðingur standa við cina slíka í
Eppingskógi nærri London. Er þetta nærri fimmhundruð kilógramma sprengja, sem
sleppt var úr þýzkri sprengjuflugvél — Junker 88 áður en hún nauðlcnti i síðarí heim-
styrjöldinni. Voru það áhugamenn um gamlar minjar, sem fundu sprengjuna, er þeir
leituðu flaks vélarinnar í Eppingskógi.
Kanada:
Mikil vorfíóð
í Winnipeg
Nærri fimm þúsund manns hafa
orðið að flýja heimili sín vegna
mikilla flóða í Kanada undanfarna
daga. Hefur Manitoba orðið einna
verst úti í flóðum þessum sem stafa af
vorleysingum og miklum rigningum
en áhrifa þeirra gætir i fjórum
fylkjum Kanada. Hefur á einum stað
myndast nýtt vatn sem er eitt
hundrað kílómetra langt og fjörutiu
kílómetra breitt.
Fylkisstjórinn í Manitoba skipaði
íbúum á stóru svæði að yfirgefa
heimili sín vegna flóðanna, þegar í
fyrri viku en ekki hafa allir hlýtt
þeirri skipun. Mikil flóð eru i Rauðá
sem hefur einnig valdið miklum
skaða í Norður Dakota fylki i Banda-
ríkjunum. Fregnir hafa borizt af þvi,
að áin hafi farið hærra en árið 1950
en þá urðu þarna mestu flóð, sem
vitaðer unt.
Búizt er við að flóðið nái ekki
hámarki sínu fyrr en i fyrsta lagi á
morgun. Vitað er um að ein mann-
eskja hafi farizt vegna Dóðanna
hingað til en engum gctum hcfur
verið leitt að þvi, hve mikið fjárhags-
legt tjón hefur orðið af völdum
þeirra.
Sviss:
Felldu kosningarétt kvenna
Tveim sovézkum gyðingum, sem
sleppt var úr haldi í skiptum fyrir tvo
sovézka menn sem sátu í fangelsi i
Bandaríkjunum, var fagnað sem
hetjum við komu þeirra til New York.
Gyðingarnir, sem hlutu dauðadóma
fyrir tilraun til að ræna sovézkri flugvél
árið 1970 ætluðu að fljúga henni til
ísrael. Á miklum fjöldafundi með
gyðingum í New York sagði annar
þeirra að vegna mikilla mótmæla frá
gyðingum í Bandaríkjunum hefði tekizt
að koma i veg fyrir að dómunum væri
fullnægt.
Sovétmennirnir, sem sluppu úr fang-
elsi í Bandaríkjunum voru dæmdir þar
í tandi fyrir njósnir. Eru þeir þegar
komnir til Sovétríkjanna. Þrem öðrum
andófsmönnum var sleppt úr haldi
fyrir njósnarana tvo.
Annar þeirra gyðinga, sem sleppt var
úr haldi hvatti bandariska gyðinga til
að hætta ekki baráttu sinni fyrir
sovézka meðbræður sína fyrr en í það
minnsta þeim fimmtán félögum þeirra,
sem sætu i fangabúðum vegna
skoðanna sinna, hefði verið sleppt.
Enn einu sinni felldu karlar í
Appenzell kantónu í Sviss að veita
konum þar almennan kosningarétt. Er
kantónan, þar sem almennir þingfundir
eru enn haldnir úti undir beru lofti eín
hinna siðustu af fylkjum i Sviss að lála
þennan rétt afhendi viðkonur.
of\€L Nýkomnir HÖGGDEYFAR
mSm 1 ettirtaldar bitreiðin BR0NC0, BLAZER, CHEROKEE, L. ROVER, RANGE ROVER, HUNTER, CORTINA, MINI, MOSKVITCH, MAZDA, ESCORT, AVENGER, TAUNUS 17M, COMET, CHEVROLET, VOLGA, V0LV0, VW, VIVA, FIAT RAMBLER, DODGE, M. BENZ O.FL.
Xpil mw Gli Sb varahiutir Armúlð24—Sími36510 Póstsendum