Dagblaðið - 30.04.1979, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979.
SUMARBÚSTAÐUR
TIL SÖLU
Til sölu er ca 28 ferm bústaður í flekum,
tilbúinn til uppsetningar. Upplýsingar í
síma 53255 á daginn og 50135 á
kvöldin.
KONl höggdeyfa
undir bílinn fyrir sumarið.
Talið við okkur sem fyrst,
ef til vill þarf að sérpanta.
Sími 84450.
Smyrill h/f — Armúla 7
Auglýsing
Utanrikisráðuneytið óskar að ráða nú þegar ritara til starfa i
utanríkisþjónustunni.
Umsækjendur verða að hafa góða kunnáttu og þjálfun í ensku og
a.m.k. einu öðru tungumáli. Fullkomin vélritunarkunnátta áskilin.
Eftir þjálfun i utanrikisráðuneytinu má gera ráð fyrir að rit-
arinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis, þegar
störf losna þar.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf verða að hafa borist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötú
115 Reykjavík, fyrir 10. maí 1979.
Utanríkisráðuneytið.
/*
SVIKIN UM
LAUNIN SÍN
Hvers vegna hefur allur þessi fjöldi
fylkt liði undir kröfum Rauðrar
verkalýðseiningar á hverjum 1. maí
allt frá 1972? Baráttusinnað verka-
fólk, róttækir kvenfrelsissinnar,
námsfólk, herstöðva- og Natoand-
stæðingar.
Hvers vegna skilur þessi fjöldi sig
frá göngu fulltrúaráðsins á mótum
Bankastrætis og Lækjargötu til að
halda eigin útifund við Miðbæjar-
skólann?
Það er vegna þess að hann hafnar
undanslætti verkalýðsforystunnar
gagnvart ásókn atvinnurekenda og
ríkisvalds þeirra. Það er vegna þess
að hann vill bera fram til sigurs
kröfur sem verkalýðsforystan annað-
hvort er feimin við að bera fram eða
hreinlega á móti.
En eru þessir forystumenn verka-
lýðsins ekki alltaf öðru hvoru að
rífast við fulltrúa atvinnurekenda í
sjónvarpinu? Það nægir bara ekki að
gera sig breiða þar til að sannfæra
okkur. Látum verkin tala.
Samningarnir sem náðust eftir
verkföllin 77 voru rofnir af fyrrver-
andi' ríkisstjórn 1. mars í fyrra (5—
6%) og aftur 1. des sl. (4—6%). Og
nú er búið að setja ný kjara-
skerðingarlög (6%)frá l.júnínk.
, Allir flokkar á þingi eru orðnir
uppvisir að því að svíkja fólk um
launin sín. Verkalýðsflokkarnir svo-
kallaðir, Abl. og Alþfl., voru alltaf
að hamra á þvt að vissulega gætu
verkalýðssamtökin knúið fram hærri
laun en til að vernda gerðá samninga
yrði að kjósa þá sjálfa á þing. Sér er
nú hver verndin. Þessir foringjar
hafa ekki sannað neitt annað en það
Til hvers eru
spariskírteini?
í DB 2. þ.m. birtist löng grein eftir
Jón frá Pálmholti þar sem hann
ræðir enn um húsaleigumál, án þess
að birta útreikninga sína á húsaleigu,
þrátt fyrir áskoranir minar. í grein
Jóns er mikill fjöldi rangfærslna sem
mér þykir leitt að Jón skuli bera á
borð fyrir lesendur. Eftirfarandi at-
riði tel ég rétt að benda á:
a) Jón talar um „reiknikúnstir” í
útreikningum minum. Hverjar eru
„kúnstirnar”, Jón? Mega lesendur
ekki fáað vita, hjá Jóni, hvernig rétt-
ir útreikningar hans eru, án kúnsta?
Er það feimnismál hvað sé sanngjörn
leiga? Hvað borgar Jón sjálfur?
b) Ég hef aldrei sagt að leigjendur
almennt lifi lúxuslífi þótt slíkir fyrir-
finnist. Húsnæðisvandi er líka til, því
miður, það vita fleiri en Jón.
c) Ég tel að leiga ætti að vera frá-
dráttarbær til skatts, hjá leigjanda,
og að lækka beri skatta á leiguhús-
næði til samræmis við séreignarhús-
næði en þar vantar mikið á að jöfn-
uður sé. Framangreind atriði myndu
lækka greiðslubyrði leigjandans
verulega, hvort fyrir sig. Leigjendur
ættu að stuðla að þessu. Leigjendur
gætu stofnað byggingarfélög þar sem
gjöldum er safnað saman í vísitölu-
tryggða sjóði í mörg ár, t.d. með þvi
að kaupa hin margnefndu spariskír-
teini ríkissjóðs sem gefa 3,5% í árs-
vexti, allt skattfrítt og verðtryggt.
Fyrir uppsafnað fé mætti svo byggja
hagkvæmar íbúðir sem yrðu síðan
eign félagsmanna. Ef leigjandi getur
sparað, í skírteinum, sem svarar 2
sígarettupökkum á dag, í 20 ár, þá á
hann kr. 14 milljónir á verðgildi 1.7.
1979, þ.e. góða ibúð. En það er ekki
nóg að Jón tali bara. Þessu ætti að
hrinda í framkvæmd. Ríkið og
sveitarfélögin ættu einnig að byggja
meira leiguhúsnæði og leigja það á
kostnaðarleigu.
Hver vinnur kauplaust?
d) Jón segir visvitandi ósatt þegar
hann segir að ég hafi staðfest við
hann, í símtali, ,,að þarna séu á ferð
menn (væntanlega ég) sem græði á
leigjendum”. Af hverju vill Jón ekki
skýra lesendum frá leigukjörum leigj-
enda minna, fjögurra, sem hann
hefur áreiðanlega kynnt sér hjá
þeim? Hve mikilli leigu er stungið
undan? Eða er sannleikurinn ekki i
samræmi við dylgjur Jóns? Ég hef
hins vegar álitið að leigusali ætti ekki
að vinna hússtjórnarstörfin kaup-
laust, fremur en aðrar starfsstéttir.
Kaupið er væntanlega sá gróði sem
Jón á við, ef það er þá nokkuð.
Vinnur Jón kauplaust? Ég veit ekki
betur en talað sé um „kostnað við
hússtjórn” í nýja húsaleigulagafrum-
varpinu, 42. gr„ og kostnað af um-
boðsmanni, í 52. gr. Skattyfirvöld
áætla leigusala laun sem nema 10%
af leigunni er þau reikna út sérstakan
skatt skv. 10. gr. Þessi laun eru
dregin frá nettótekjunum og fyrning-
ar lagðar við áður en skatturinn er
lagður á. Ef Jón á jafnvirði íbúðar-
innar, sem hann býr í, í margnefnd-
um spariskirteinum fær hann skatt-
frítt í tekjur um 2/3 af húsaleigunni
sem hann greiðir, ef hann greiðir
meðalleigu, og höfuðstól skirtein-
anna verðtryggðan og skattfrían fyrir
að gera ekkcrt. Hvor skyldi vera
meiri gróðapungur, hann eða leigu-
salinn, sem fær miklu minna fyrir þó
töluverða vinnu við hússtjórnina
ásarht öllu sem henni fylgir?
e) Um það hvernig fjármagn
nýtist sem bezt til íbúðabygginga ætti
Jón að ræða við byggingamenn sem
eru sérfræðingar á þessu sviði.
f) Jón skrifar enn gegn betri vit-
und þegar hann heldur því fram að ég
sé að reikna út hvernig ég, sem millj-
ónaerfingi, „geti ávaxtað arf minn
þannig að ég hagnist sjálfur sem mest
á arfinum”. Það er ljótt að skrökva,
Jón, og enn verra að endurtaka lyg-
ina. Ég skýrði frá því í grein minni í
DB 19. marz sl. að ég hefði birt út-
reikningana til að reyna að útskýra
húsnæðisskortinn. Skirteinin drægju
til sin fé. Auðvitað mættu vextimir
vera lægri en 3,5%. Ég er einmitt að
fæða um hvernig megi minnka hús-
næðisvandann og lækka leiguna, sbr.
lið c hér að framan. Má enginn ræða
slíkt nema Jón einn?
g) Jón talar um fjármagnskostnað
í sambandi við lánsfé, til íbúða. Vill
Jón nú hækka kostnaðinn og þar
með leiguna? Hann segir þó sjálfur
réttilega í DB 9. marz: „Lánið er þá
að hluta gjöf.” Það er þá allur kostn-
aðurinn. í stað þess að borga kostnað
fær lántakandinn gjöf, þ.e. ef hann
fær þá nokkurt lán.
h) Þekking Jóns á því hvernig
raða megi spariskirteinunum þétt
saman bendir til þess, sbr. grein hans
9. marz, að hann hafi safnað þeim í
röðum gegnum árin í stað þess að
kaupa sér íbúð. Það er líka mjög
skynsamlegt. Það þarf ekki miklar
„reikningskúnstir” til að sjá það.
Reksturskostnaður séreignaríbúðar
er nefnilega kr. 522.100 á ári á verð-
gildi 1.7. 1979 með sömu forsendum
og margnefnd 14 millj. leiguíbúð. Ef
Jón á jafnvirði ibúðarinnar í skírtein-
um og borgar 780.000 í leigu á ári
þarf hann aðeins að borga 780.000 —
490.000 = 290.000 á ári af kaupi
sínu. Ef Jón ætti íbúðina væru út-
gjöldin 522.100 eða nærri tvöfalt
hærri. Spyrjum svo hver' það er sem
hirðir hagnaðinn sinn. Það er ekki
von að hann kæri sig um að eiga íbúð
yfirleitt. Síðan stofna menn samtök
til að fá leiguna lækkaða enn meir.
Þá geta hin verðtryggðu, skattfrjálsu
skírteini þeirra borgað mestalla eða
alla leiguna fyrir þá og leigusala af-
ætulýðurinn borgar tapið.
i) Sjálfsagt er að reisa húsnæði á
félagslegan hátt en það breytir ekki
þeirri staðreynd að húsnæði kostar
peninga sem einhver verður að borga.
j) Jón talar um tekjur sem ríkis-
sjóður fái fyrir spariskírteinin. En nú
eru þau verðtryggð og gefa þar að
auki hagnaðinn til Jóns og allt skatt-
frítt. Til langs tíma litið eru þau því
baggi á ríkissjóði sem almenningur
verður látinn borga síðar, með skött-
um, svo að Jón fái arðinn sinn.
k) Jón skrifar mikið um það að ég
hafi hlotið arf eftir foreldra mína.
Ekki vantar öfundsýkina. Var Jón
gerður arflaus eða ætlar hann að gefa
Pétri eða Páli eigur sínar eftir sinn
dag en láta börnin sín ekkert fá? Það
verður lítill hagnaðurinn barnanna,
jafnvel ekki neikvæður hagnaður eða
kauplaus vinna við hússtjórn, a.m.k.
ekki við stjórn á öllum skírteinunum.
15,5% tekna í leigu
en ekki þriðjungur
l) Ég sagði ekki að leiga væri
65.000 á mánuði fyrir „litla” íbúð.
Ég sagði að i 40% verðbólgu væri
þetta líklega leigan 1.7. 1979 fyrir
ibúð sem þá kostar 14 millj. í stað-
greiðslu. Leigan væri 45.000 ca árið
áður. Það gæti nú verið sæmileg 3
herbergja íbúð. Kr. 180.000 1.7. 1979
jafngilda kr. 128.600 1.7. 1978. Hver
hafði aðeins kr. 128.600 í laun á
miðju ári 1978? Þeir eru víst fáir. Þar
að auki búa einhleypingar oftast í
minni íbúðum og ódýrari. Hjón hafa
varla haft undir 300.000 á mánuði á
miðju ári. 1978 eða 420.000 ári síðar
en kr. 65.000 eru aðeins 15,5% af
því. Margir hafa mun hærri laun.
Það kom skýrt fram í grein minni að
töurnar eru miðaðar við 1.7. 1979 og
40% verðbólgu. Sé verðbólgan minni
verða bæði leigan og kaupið minni, í
krónutölu, í sömu hlutföllum. Dæmi
Jóns er því ekki raunhæft.
m) Jón talar um að ekki komi
fram hvernig kaupverð íbúðarinnar
sé „tilkomið”. En nokkrum línum
ofar talar hann um milljónaarfinn
minn. Ekki veit ég hvort gleymska
þessi er kölkun eða andlegt jafn-
vægisleysi yfir því að ég skyldi voga
mér að birta útreikninga sem erfitt er
að hrekja, enda þorir Jón ekk' að
birta sína útreikninga, ennþá.
n) Jón telur 280.000 of hátt í við-
haldskostnað 1979. í 40% verðbólgu
jafngildir þetta 200.000 árið 1978 en
þá tölu hélt ég að Jón hefði samþykkt
í grein sinni 21.10. 1978, hann segir
um þessa upphæð: „en látum svo
vera,” o.s.frv. Þá var þó aðeins um 2
herbergja íbúð að ræða en ekki 3.
• „Leigjendur gætu stofnað byggingar-
félög, þar sem gjöldum er safnað saman
í vísitölutryggða sjóði í mörg ár, til dæmis
með því að kaupa hin margnefndu spariskír-
teini ríkissjóðs.”