Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 16

Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 16
Til sölu Range Rover árg. 1976 með öllu. Litur grá-drapp. Tilsýnis hjá Bílasölu Guðfinns, Hallarmúla 2, sími 81588. Atvinna - Atvinna Reglusamur ábyggilegur starfskraftur óskast í sérverzlun sem verzlar með kvenvörur. Sölumennskuhæfileikar og góð reynsla æskileg, aldur ekki yngri en 30 ára. Tilboð merkt „Möguleiki” sendist Dagblaðinu fyrir 2. maí. # Húsnæðismálastofnun ríkisins Laugavegi77 Útboö Tilboð óskast í byggingu 6 íbúða raðhúss sem reist verður á Hólmavík. Verkið er boðið út sem ein heild. Útboðsgögn verða til afhendingar á skrifstofu sveitarstjóra Hólmavík og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins gegn kr. 30.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömú aðila eigi síðar en föstudaginn 11. maí 1979 kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og sölufbúða Hólmavik, Halldór Sigurjónsson, sveitarstjóri. Ti/sölu: Renault 4 Van F4 árg. '78 Renault 4 Van F6 árg. '77 Renault 4 Van árg. '75 Renault 4TL árg. '75 Renault 4TL árg. '71 Renault 5TL árg. '74 Renault 12TL árg. '77 Renault 12TL árg. '75 Renault 12 station árg. '75 Renault 12TL árg. '71 BMW 318 árg. '78 BMW 320 árg. '77 ]a kl. 2-6. Guðnason 20 - Sími 86633. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. HAVAMÁL INDÍALANDS mikla sagnabálki „Mahabharanta” og er stundum kölluð fjallræða hindúismans. í kvæðinu er sagt frá samræðum stríðsmannsins Arjúana og ekUsins Krishna (sem reynist vera einn guðanna í dularbúningi) fyrir bardaga en Arjúna er gripinn hugarvíli þegar hann sér margt vina sinna og ættingja í liði andstæðing- anna. Kristhna segir honum að leggja ótrauður til orrustu, það sé skylda hans og skyldu sinni megi menn ekki bregðast, hverjar svo sem afleiðing- arnar verði. Ekki spiUi fyrir að allir eigi endurholdgun í vændum og séu því eiginlega ódauðlegir! Krishna leiðir svo Arjúna í allan sannleikann um eðU alheimsins og virðist boða algyðistrú þar sem hann (Krishna) spannar allt og er í öllu. Þetta horf ku vera kjarninn í heims- sýn hindúismans. Með réttri breytni, sem m.a. felur í sér bæUngu allra girnda og langana, frelsist menn frá „hjóli endurfæðing- anna” og sameinist guðdómnum í nirvana(algleymi?). Þess skal getið að menn greinir mjög á um rétta túlkun „Bhagavad- Bók Stefán Snævarr Ghita” og virðist stór hluti ind- verskrar heimspeki neðanmálsgreinar við þetta litla kver. Sigurður Kristófer Þýðing sú sem nú kemur fyrir al- menningssjónir í annað sinn var gerð af Sigurði Kristófer Pétursyni (1882—1925) en annar íslendingur, Sören Sörensen, þýddi kvæðið úr sanskrít skömmu fyrir stríð. Sigurður Kristófer sýktist ungur af holdsveiki og dvaldi það sem eftir var ævinnar á holdsveikraspítala. Ef til vill var heilsuleysið honum lán í óláni, annars hefði hann sjálfsagt endað sem hver annar erfiðismaður, án tíma til andlegra iðkana. Sigurður Kristófer var sílesandi og skrifandi og eftir hann liggja ýmis rit, þ.á.m. þykkur doðrantur um „Hrynjandi íslenskrar tungu”. Þýðing Sigurður Kristófers er á fallegu og tæru máli, aldamóta- íslenska eins og hún gerist best. Hversu nálægt frumtextanum Sig- urður Kristófer kemst veit ég ekki en hann þýddi kvæðið úr vestrænum málum og það mun óhemju erfitt að þýða indversk trúfræði á önnur mál. Þýðingu Sigurðar Kristófers fylgir formáli eftir hann sjálfan og eftir- málar um ævi hans og starf eftir Jakob Kritinsson og Sigfús Daðason. Og eins og sungið var í minni menntaskólatíð: „Hare Krishna, Hare Kristhna, Ari Kristins, Kristinn Ara. . .” S.S. V /"M Indvcrskur farandsöngvari kyrjar óð til Krishna. Hávamál Indíalands. Þýð. Sigurður Kristófer Pétursson. Stafell 1978, 163 bls. Halldór Laxness segir einhvers staðar að eiginlega hafi íslendingar aldrei verið kristnir heldur séu þeir einhvers konar húmanískir heiðingjar. Ég held að þessi fuUyrðing Laxness sé ekki alls kostar rétt, stór hluti íslendinga aðhyllist dultrú þar sem saman fléttast þjóðleg draugatrú og austræn dulspeki. Margir Klakabúar virðast þó standa nær frumstæðum andatrúar- mönnum í hugsunarhætti en ind- verskum vitringum, fslendingar eru fremur hjátrúaðir en trúaðir. Og kannski er, þegar allt kemur til alls, trú á stokka og steinsteypu hin einu sönnu íslensku trúarbrögð! Hvað sem þessum vangaveltum líður er ekki einleikið hversu sólgnir íslendingar eru í austræna speki og hlýtur því endurútgáfan á Háva- málum Indíalands, sjálfri „Bhagavad-Ghitu”, að vera hvalreki á fjörur margra íslendinga. Bhagavad- Ghita Bhagavad-Ghita er hluti af hinum GLEÐILEGT SUMAR! Eru línurnar ekkiílagi? Við/eysum vandann. Ný 4ra vikna námskeið hefjast 2. maí. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráð. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. innrítun og upplýsingar aiia virka daga kl 13-22 ísíma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd. Júdódeiid Ármanns Ármúia 32

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.