Dagblaðið - 30.04.1979, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979.
17
Hann heitir Robert „DJ”
Guttadaro.
Hann er lyjjafrœðingur að mennt og
plötusnúður að atvinnu.
Hann er leiðandi maður á sviði
diskótónlistar í Bandaríkjunum og
hefur á undanfiirnum árum haft mót-
andi áhrif á störf plötusnúða um allan
heim.
Hann valdi tónlistina I kvikmyndina
Thank God It’s Friday og valdi
flytjendurað nokkrum laganna....
....og síðast en ekki slzt: Hann er hálf-
ur Islendingur.
Robert Guttadaro er búinn að
starfa sem plötusnúður í Banda-
ríkjunum i um það bil tíu ár. Eitt
sinn er hann var á þriðja ári i lyfja-
fræðinámi sínu, rakst hann inn á
skemmtistað að nafni Zodiac, komst í
kynni við plötusnúðinn þar og var
síðar ráðinn til að leysa hann af
nokkur kvöld. Robert eða Bobby, eins
og hann er yfirleitt kallaður, ilentist á
Zodiac í hálft annað ár.
Þetta voru þó ekki fyrstu afskipti
Bobbys af tónlist.
„Ég hef sennilega vinyl í æðunum,”
segir hann. „Ég hef alltaf haft mjög
gaman af tónlist. Á myndum af mér
frá því að ég var lítill er ég til dæmis
yfirleitt meðplötu i höndunum.”
Risastórt plötusafn Bobbys varð
lika til þess að hann fékk starf á
diskótekinu lce Palace á eyjunni Fire
Island. í fyrsta skipti sem hann steig
þangað inn fyrir dyr stóð einmitt yfir
heiftúðgugt rifrildi milli plötusnúðsins
og eiganda staðarins. Plötusnúðurinn
var rekinn og Bobby fékk starfið hans.
Siðan þá hefur hann leikið á mörgum
helztu diskótekum New York borgar,
svo sem Infinity, Le Jardiss, New
York New York og fleirum. Nú er
hann að mestu leyti hættur að leika
fyrir dansi á diskótekum. Annars
konar störf hafa tekið við, svo sem
vinna hans við Thank God It’s Friday,
sjónvarpsþáttur hjá CBS sjónvarps-
stöðinni klukkan hálfátta á hverju
laugardagskvöldi, og margt fleira. Þá
starfar hann jafnframt fyrir aðra
plötusnúða, útbýr fyrir þá kassettur
með diskótónlist, svo að þeir geti tekið
sérsmáhlé í vinnunni.
Fyrir störf sín hefur Bobby „DJ"
Guttadaro hlotið þrjár gullplötur (DJ-
i nafni hans stendur fyrir Disk
Jockey eða plötusnúður). Hann er
Robert Guttadaro er einn af virtustu plötusnúðum Bandaríkjanna:
Hann valdi tónlistina í
Thank God It's Friday
og hann er af íslenzkum ættum
Biðum nú við. — Sagði ekki ein-
hvers staðar hér að framan að Bobby
DJ Guttadaro væri hálfur
Íslendingur? Jú, alveg rétt. Móðir
hans heitir Svava Simonardóttir. Hún
hefur búið i Bandarikjunum i um 33 ár
þar sem hún giftist ítölskum
Ameríkana. Bobby hefur komið
nokkrum sinnum hingað til lands,
síðast fyrir einum tíu árum. Eftir það
hefur hann verið svo önnum kafinn
við plötusnúðsstarfið að hann hefur
ekki mátt vera að þvi að koma hingað.
Úr PENTHOUSE, DISCO FEVER og víðar.
Last Dance sem vann Óskars-
verðlaunin i ár. Hann hljóðblandaði
einnig lagið I Feel Love með Donnu
Summer og titillag kvikmyndarinnar
The Deep, sem Stjörnubíó sýndi á
sínum tima.
„Það er ekki hægt að starfa sem
plötusnúður alla ævina," segir Bobby
DJ. „Þaðer ungra manna starf. Ég hef
enn ákaflega gaman af diskótekum og
diskótónlist, en einhvern tíma tekur
allt enda. Þá hef . g lyfjafræðina sem
tryggingu fyrir þvi að ég verði ekki at-
vinnulaus þegar ég hætti.”
ROBERT
„DJ”GUTT-
ADAROað
störfum. Hann
hefur hlotið
þrjár gullplöt-
ur á rúmlega
áratugs ferli
sinum og var
al' Billhoard-
tímaritinu val-
inn plötusnúð-
ur ársins 1977.
„Lyfjafræðin
er trygging
min,” segir
Bobby DJ.
Hér er hann I
peysu frá
Brooklyn Coll-
ege þar sem
haon stundaði
'yfjafræðinair
á sínum tím.i^r
fyrsti plötusnúðurinn sem sæmdur er
gullplötu.
Það var sumarið 1973, er Bobby DJ
vann enn hjá Ice Palace, að kunningi
hans hjá Twentieth Century Fox gaf
honum prufuplötu með nýjasta lagi
söngvarans Barry White, Love’s
Theme. Bobby prófaði að spila lagið
jvó að það væri ekki nákvæmlega í
þeim dúr sem vinsælastur var á Ice
Palace. Fyrst í stað fékk hann nokkur
skrýtin augnatillit en brátt fór fólki að
líka platan. Síðar, þegar platan kom
út, rokseldist hún. Barry White hlaut
gullplötu fyrir söluna en útgefendurnir
mundu einnig eftir plötusnúðnum,
sem fyrstur spilaði plötuna og átti
stóran þátt i vinsældum hennar. Hann
fékk því einnig gullplötu.
Þessi atburður hafði meiri áhrif en
aðeins þau að plötúsnúðar væru
verðlaunaðir fyrir sitt framlag til
plötusölu. Útgefendur tóku nú aðgera
sér grein fyrir þýðingu plötusnúða.
Fram til þessa dags höfðu þeir orðið
að kaupa allar sínar plötur sjálfir en
nú tóku útgáfufyrirtækin aðgefa þeim
eintök eins og gagnrýnendum.
Eftir að diskótónlistin tók að verða
vinsæl færðist það I aukana að plötu-
snúðar fengju atvinnu hjá upptöku-
fyrirtækjum við að hljóðblanda diskó-
plötur. Bobby DJ Guttadaro hefur
blandað nokkur þekkt lög, til dæmis
SFISHER
FISHER hljómtæki og myndsegulbönd eru talin þau fullkomnustu og
bestu í heimi. Viö bjóöum möguleika fyrir alla í FISHER hljómtækjum.
Hátalarar Plötuspilari Kassettu segulbandstæki
50-125 RMS wött Seguldrifinn (Direct Linear) 2og3hausa
w'-ff
Samstæða
Tölvuklukka meö minni fyrir
afspilun
Útvarpsmóttakari (Tuner)
Kraftmagnari 2x 50
RMS wött
Kontrolmagnari
Kassettu segulbandstæki
Magnarar
CA-2110 = 2x55 RMS wött
CA-2310 = 2x70 RMS wött
Utvarpsmagnarar
2 x 40 — 2 x180 RMS wött
Myndsegulbandstæki
Betacord sama kerfi og
Sony, Toshiba, Sanyo o.fl.
SJONVARPSBUDIN
BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099