Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 20

Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. iþróttir Ásdis Alfreðsdóttir. DB-mynd Þorri. Ásdísvann fyrir Utsýn „Þetta var ánægjulegur sigur en auð- vitað er þreytan farin að segja til sín eftir allar þessar ferðir,” sagði Ásdis Alfreðsdóttir sigurvegari Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur. Hún keppti fyrír Ferðaskrifstofuna Útsýn. Alls voru 162 fyrirtæki skráð til keppni. Keppt er i tveim samsíða brautum og er hverjum keppanda gefin forgjöf eftir getu, þannig að allir eiga að hafa sömu mögulcika á að sigra, og er keppni þessi mjög skemmtileg fyrir áhorf- endur. Mjög kalt var í Bláfjöllum á sunnu- dag um 6 stiga frost og 6—7 vindstig og var færi mjög hart og héldust braut- irnar þar með mjög góðar, meðan á keppninni stóð. Úrslit urðu sem hérsegir: I. Ferfla-I. r ifsiofan Úlsýn keppandi Ásdis Alfreókdótfír, 2. Satúrnus h keppandi Tryggvi Þorsteinsson. 3. Spennubreytar ii/f keppandi Sigurður (iiiðmundsson. 4. (íullsniu'ii lljarni og Þórarínn keppandi Þröstur ÁmórsMin. 5. A*k'i leiknistofa keppandi Jóhann Vilbergsson. 6. Húsið byggingavörur keppandi Bryndís Ýr Viggósdóttir. 7. Vogaveg keppandi Ámi Þór Ámason. 8. Ócúlus h/f keppandi Ása Hrönn Sæmundsdótl- ir. 9. Guðni Sigfússon vélaleiga -u-ppandi Haukur Þorsleinsson. 10. Vélsmiðjan Trausli, keppandi \rnar Þórisson. Þorri. Afmælissund KR-inga 1 tilefni af 80 ára afmæli Knattspyrnu- félags Rcykjavíkur á þessu ári efnir sunddcild félagsins til mikillar sund- keppni í Sundlaug Vesturbæjar í dag. Hún hefst kl. 13.00 og taka 50 sund- menn félagsins þátt í henni — synda 2000 metra hver. Grosswallstadt Evrópumeistari Þýzkalandsmeistarar Grosswallstadt sigruðu í Evrópubikarnum — keppni meistaraliða — i gær, þrátt fyrir tap gegn austur-þýzka liðinu Rostock á úti- velli, 14—12. Grosswallstadt sigraði á heimavelli 14—10 og var aldrei í hættu með að tapa niður þeim mun. Martin Hoffmann, þýzki landsliðsmark- vörðurinn, átti frábæran leik i marki Grosswallstadt. Fyrsta tap Kínaí6ár Ungverjaland sigraði Kína 5—2 í karíakeppni i borðtennis á 35. heimsmeistaramótinu, sem nú stendur yfir í Pyongyang. Þaö var fyrsta tap Kín- verja í sex ár á þessum vettvangi. Þeir eru núverandi heimsmeistarar og hafa þrátt fyrír tapið möguleika á að halda titli sínum. Komust í úrslit í kcppninni — og leika þar ef að líkum lætur til úrslita við Ungverja. Bþróttir íþrótti Iþróttir íþrt Bikarinn hafnaði einnig hjá stúlkunum í Fram! Fram sigraði KR11-8 í úrslitaleiknum í Bikarkeppni HSI Sigurganga stúlknanna i Fram heldur áfram — í gærkvöld bættu þær enn j einni skrautfjöður í hatt sinn er þær sigruðu KR 11—8 í úrslitaleik Bikar- keppni HSÍ. Þær unnu þar sitt áttunda mót í röð og bættu bikarnum við ís- landsmeistaratignina í ár. Slikir eru yfirburðir Fram í íslenzkum kvenna- handknattleik. Fram hafði lengst af undirtökin í viðureign sinni við KR en það var þó ekki fyrr en á lokamínútunum að sigur- inn var i höfn. Fram leiddi í leikhléi 7— 5 eftir að KR hafði skorað fyrsta mark leiksins. KR náði síðan að jafna 7—7 og síðan.var staðan 9—8 en Fram skor- aði tvö síðustu mörk leiksins og sigur- inn í höfn. Guðríður Guðjónsdóttir skoraði flest mörk Fram, 5, OddnýSig- steinsdóttir 3, Sigrún Blomsterberg, Jenný Grétarsdóttir og Jóhanna Hall- Bikarmeistarar Fram 1979 DB-mynd Bjarnleifur. INGIVANN GRETTIS- BELTIÐ13. SINN — þegar hann sigraði í Islandsglímunni í gær Ingi Þór Yngvason hreppti Grettis- beltið i þriðja sinn er hann sigraði í Íslandsglímunni i íþróttahúsi Kennara- háskóla Íslands í gær. Eins og svo oft áður þá áttust þeir bræður við í úrslita- glímunni og Ingi lagði tvíburabróður sinn. Pétur. Keppt var með nýju fyrirkomulagi, ■ tslá’ arkeppni og glimdu menn 'vivegis. Ásamt þeim bræðrum úr Mývatnssveit þá komust i undanúrslit Ingi með Grettisbeltið eftir sigurínn I gær. DB-mynd Bjarnleifur. þeir Guðmundur Ólafsson og Ólafur Ólafsson — 16 ára piltur sem vakti mikla athygli. Mikið efni þar á ferð og áreiðanlegt að Grettisbeltið á eftir að falla honum í skaut síðar. Ólafur Ólafsson glimdi við inga í undanúslit- um og Ingi hafði aðeins betur eftir mjög jafna viðureign þar sem piltur sótti ekki siður. Pétur Yngvason sigraði Guðmund fremur auðveldlega og þeir bræður áttust því við í úrslita- glímunni. Þar sigraði Ingi á sannfær- andi hátt og Gretlisfceliið féll því í hans hendur. Guðmundur Olafsson hreppti þriðja sætið eftir sigur gegn Ólafi Ólafssyni. FYLKIR VANN KR — og Fram sigraði Þrótt á Reykjavíkur- mótinu íknattspyrnu Fylkir vann fremur óvæntan sigur gegn Reykjavíkurmeisturum KR í Reykjavíkurmótinu í gær, 1—0. Hörður Antonsson skoraði eina mark leiksins i síðari hálfleik með hörku- skoti. Annars settu veðurguðirnir mikinn svip á leikinn, norð-austan hvassviðri kom í veg fyrir allan fót- bolta. Fylkir úr 2. deild hefur staðið sig mjög vel i Reykjavíkurmótinu og greinilegt að Fylkir verður sterkt í 2. deild i sumar. Á laugardag léku Fram og Þróttur á Melavellinum. Fram sigraði 2—0, þeir Pétur Ormslev og Guðmundur Steins- son skoruðu mörk Fram. Staðan í Reykjavíkurmótinu er nú: Valur 4 4 0 0 10—3 9 Lokahóf HSI I.okahóf Handknattleikssambands íslands verður í kvöld i Sigtúni. Hefst kl. 20.00 Á hófinu verða afhent verðlaun til hinna ýmsu flokka, sem þegar hafa sigrað í íslandsmótinu og bikarkeppninni. Fram 5 3 2 0 9—5 8 KR 6 3 1 2 10—6 8 Fylkir 5 2 1 2 6—6 5 Þróttur 5 1 1 3 6—7 4 Vikingur 4 0 2 2 3—8 2 Ármann 5 0 1 4 2—11 1 Á morgun leika Valsmenn við Vikinga og sigur i þeim leik myndi nánast gulltryggja Reykjavikur- meistaratitilinn að Hlíðarenda. Depailler ók hraðast Frakkinn Patrick Depailler sigraði í grand prix kappakstrinum í Madríd í gær með nokkrum yfir- burðum. Var með 21 sek. betri tíma en Caríos Reuteman, Argentínu, og meðalhraði hans var 154.449 km. Hcimsmeistarinn Marío Andretti, USA, var þríðji. í stigakeppninni er Depailler efstur ásamt landa sínum Villeneuve með 20 stig. Ville- neuve varð sjöundi i gær, en náði mestum meöal- hraða á hríng, 161.329 km. Laffite og Reuteman hafa 18 stig, Schecktar 16 og Andretl 12. Schalkc og Borussia Mönchcngladbach gerðu jafntefli i 1. deild i V-Þýzkalandi á laugardag, 1—1. Það var eini leikurínn i deildinni vegna leikja í þýzku bikarkeppninni. dórsdóttir 1 mark hver. Hjá KR skor- aði Karólína mest — 5 mörk. Fram hlaut því bikarinn og síðan fékk Jóhanna Halldórsdóttir veglegan bikar frá fyrsta Iandsliðshóp kvenna — hún var kosinn bezti leikmaður íslands- mótsins, af þeim stöllum. Dómararnir hlutdrægir — sagði Ingólfur Óskarsson þjálfari ÍR eftir ósigur sinna manna „Eitt er alveg Ijóst — áhorfendur fengu áreiðanlega eitthvað fyrir peningana. Þetta var ákaflega skemmtilegur leikur,” sagði Ingólfur Óskarsson, þjálfari ÍR, þar sem hann sat vonsvikinn inn í búningsklefum eftirósigurinn gegn Viking. „Við hættum að spila þegar við komust í 10—7. Sex eða sjö sinnum þá köstuðu strákarnir knettinum í lúk- urnar á Vikingum eftir 10—15 sekúndur. Þá fannst mér dómararnir spila stóra rullu — þeir voru beinlínis hlutdrægir. Einmitt á þessum kafla er við vorum yfir þá komust við í hraða- upphlaup og fremsti maður okkar var stoppaður, brotið á honum. Þá átti ekki að dæma neitt nema víti en við fengum bara aukaköst. Þá var það afdrifaríkt einmitt á þessum kafla er við tókum aukakast á réttum stað og leikmaður okkar stóð óvaldaður á linu með knöttinn að dómararnir flautuðu og heimtuðu að aukakastið yrði tekið aftur. Það var hrein vitleysa. En ekki þar fyrir — Víkingar eru með mjög gott lið og þeir eru vanari að spila svona úrslitaleiki. Þannig kom ákaflega lítið út úr ungu mönnunum hjá okkur — þá skortir enn reynsluna. En ég er sannfærður að ÍR getur náð langt — ef strákarnir halda vel saman að æfa vel,” sagði Ingólfur Óskarsson að lokum. H. Halls. Hreinn sigur- vegariílowa Hreinn Halldórsson sigraði á frjáls- íþróttamóti í Des Moines í lowa í Bandarikjunum á föstudag. Varpaði kúlunni 19.89 metra eða nokkru frá sínu bezta i ár. Ekki var getið um aðra keppendur í fréttaskeyti Reuters frá mótinu. Steve Scott, USA, sigraði i mílu- hlaupi á mótinu — hljóp á 3:55.26 mín. og hinn 22 ára nemi við háskólann í Kalifomiu bætti mótsmetið verulega — það var 4:00.22 mín. sett fyrir tveimur árum af íranum Niall O’Shaughnessy. Á móti í Philadelphia hljóp Richard Edwards 100 m á 10.42 sek. en annar varð Willie Turner á 10.42 sek. Wayne Walker sigraði i langstökki — stökk 7.56 metra. Borg vann Connors Bjöm Borg vann auðveldan sigur á Jimmy Connors i gær í úrslitaleik mikils tennismóls i Las Vegas i USA. Borg sigraði 6—3 og 6—2 og hlaut 50 þúsund dollara í fyrstu verölaun. Connors, sem sigraði á þcssu móti 1976 og 1977 hlaut 25 þúsund dollara en verðlaun námu samtals 250 þúsund dollurum. Magdeburg bikarmeistari Magdeburg sigraði Dynamo Berlín í úrslitaleik austur-þýzku bikarkeppninnar í knattspymu í gær. 1—0 eftir framlengdan leik. Júrgen Seouin skoraði eina mark leiksins á 101, minútu. Áhorfendur voru 50 þúsund en leikurínn fór fram i Austur-Berlín.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.