Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 21

Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. 21 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir unnartíl Grambke Grambke, liðið sem Björgvin Björg- vinsson leikur með i Bundeslígunni í Vestur-Þýzkalandi i handknattleikn- um, sigraði Göppingen 20—17 á laug- ardag. Þarf nú eitt stig í þeim þremur leikjum, sem liðið á eftir, til að tryggja sér áfram sæti i Bundeslígunni. Grambke lék vel og fáir betur en Björg- vin. Gunnar Einarsson og Þorbergur Aðalsteinsson eru hættir að leika með Göppingen og allar líkur eru á að Gunnar leiki með Grambke næsta leik- tímabil. Þorbergur hins vegar með liði í 2. deild á Norður-Þýzkalandi. Keppnin um þýzka meistaratitilinn stendur nú eingöngu milli Hofweier og Grosswallstadt. Hofweier, sent vann Gummersbach 17—14 á laugardag, hefur tapað stigi minna, sex stigum, og leikur á heimavelli í síðustu umferðinni við Þýzkalandsmeistara Grosswall- stadt. Ef að líkum lætur verður það hreinn úrslitaleikur. Gummersbach er ekki lengur í myndinni — hefur lapað 10 stigum — og lítið gert eftir Evrópu- leikinn við ungverska liðið Tatabanya. Þar slasaðist Joachim Deckarm. Hann hefur verið fluttur lil Þýzkalands með sjúkraflugvél á spitala í Köln og cr enn ekki kominn til meðvitundar. Dankersen vann Rheinhausen 22—9 á útivelli á laugardag, Nettelstedt vann Gensungen 17—12 og Rintheim vann Milbertshofen 18—14. Dankersen leggur nú mesta áherzlu á bikarkcppn- ina — er komið í átta liða úrslit. Þjálf- ari liðsins, Vinko Dekaris, var rekinn í siðustu viku — en um tima áður en hann fór til Dankersen i sumar voru hugmyndir uppi um að hann yrði þjálf- ari hjá Viking. Antwerpen hefuráhuga á Janusi Nokkur erlend knattspyrnufélög hafa sýnt Janusi Guðlaugssvni, lands- liðskappanum kunna i Hafnarfirði, mikinn áhuga og um helgina bættist enn eitt við. Það er eitt af kunnustu knattspyrnufélögum Belgíu, Antwerp- en. Það hefur haft samband við Janus og mun senda menn til að fylgjast með honum í Evrópulcik Sviss og íslands, sem verður í Bern 22. maí næstkom- andi — og einnig í leik íslands og Vest- ur-Þýzkalands á Laugardalsvelli siðast i maí. Antwerpen er eitt af stærstu félögum Belgíu. Völlur félagsins í hafnarborg- inni þekktu rúmar 68 þúsund áhorfend- ur — het Bosuil-stadion te Deurnc. Fé- lagið hefur fjórum sinnuin orðið Belgíu-meistari í knattspyrnu og einu sinni sigrað í bikarkeppninni. hsím. Jafntefli—von Feyenoord er nú lítil „Þetta var hörkuskemmtilegur leikur og gífurleg stemmning meðal 68 þúsund áhorfenda á leikvelli Feyenoord í Rotterdam. Við áttum mun meira í lciknum — lékum betur — en tókst ekki að nýta það til sigurs,” sagði Pétur Pétursson hjá Feyenoord í morgun. Jafntefli varð 1—I „og möguleikar okkar á meistaratitlinum eru nú sáralitlir,” sagði Pétur enn- fremur. Feyenoord skoraði eftir 20 min. Gefið var fyrir mark Ajax frá hægri — Pétur skallaði knöttinn yfir markvörð Ajax frá hægri — Pétur skallaði knött- inn yfir markvörð Ajax til Jan Peters, sem skallaði áfram í mark. Þegar 60 mín. voru af leik jafnaði Ajax og Feye- noord, drifið áfram af hrópum áhorf- enda, sótti mjög lokakafla leiksins en án árangurs. Úrslit í úrvalsdeildinni í gær urðu þessi: PEC, Zwolle—Haarlem Maastricht—Haag NAC, Breda—GA Eagles, Deventer NEC, Nijmegen—Sparla Utrecht—AZ ’67, Alkmaur Twente Enschede—PSV Roda—Vitesse, Arnheim Feyenoord—Ajax Volendam—Venlo Staðaefstuliða: Ajax Feyenoord AZ’67 Roda PSV 2-0 1- 3 3— 1 1—0 1-2 2— 2 1—0 1—1 4— 0 27 19 4 4 73—26 42 27 13 12 2 45—16 38 27 16 5 6 73—36 37 27 15 7 5 42—22 37 27 14 7 6 46—20 35 ttir Víkingur bikarmeistari — eftir hörkuleik við ÍR í Laugardalshöll í gærkvöld — Úrslit 20-13 „Eftir að við jöfnuðum okkur á taugum þá náðum við okkur mjög vel á strik — þá small allt saman,” sagði hinn pólski þjálfari Vikings, Bogdan Kowalczyk eftir að Víkingur hreppti bikarinn í gærkvöld. Sigraði ÍR 20—13 í Höllinni. Það var gífurleg stemmning meðal hinna 1500 áhorfenda, sérstak- lega settu áhangendur Víkings skemmtilcgan svip á leikinn með söng og hvatningarhrópum. Víkingar fögn- uðu sigrinum vel — sungu lengi vel eftir að sigurinn var í höfn. Víkingar toller- uðu Bogdan eftir leikinn, — fögnuður þeirra var mikill. Bikarinn fór að Hæð- argarði. En það fór um Víkinga í HöUinni áður en sigurinn var i höfn og það var ekki fyrr en á lokasprettinum að Vík- ingar náðu að tryggja sér sigur. ÍR-ing- ar byrjuðu mjög vel, náðu sannkallaðri óskabyrjun — komust í 4—0. Það var ekki fyrr en á 14. mínútu að Víkingur náði loks að skora — að komast á blað. Hreint ótrúlegt hvað leikmenn Vikings virtust taugaþrúgaðir, brugðust í upp- lögðum færum en Jens Einarsson i marki ÍR varði líka vel. Aðeins tíu mín- útum siðar þó náðu Víkingar að jafna — og komast yfir. Þeir breyttu stöð- unni úr 4—0 í 7—6 en ÍR náði að jafna fyrir leikhlé, 7—7. Menn bjuggust því við að Víkingur myndi sigla hraðbyri til sigurs í síðari hálfleik en rétt eins og í byrjun Ieiks þá mættu ÍR-ingar ákveðnir til síðari hálf- leiks og náðu þriggja marka forustu, 10—7. Víkingar gerðu sig seka um hreint ótrúlegar skyssur og það var ekki fyrr en á 12. mínútu að Víkinguir skoraði sitt fyrsta mark í síðari hálfleik — Árni Indriðason úr víti. Þá hafði Víkingur ekki skorað í 16 mínútur. Það var eins og losnaði um Víkinga — og mörkin beinlínis komu á færibandi, mörg hreint gullfalleg. Víkingur náði að jafna 10—10 á 16. mínútu og áfram héldu Víkingar að skora — komust í 15—10! Skoruðu átta mörk í röð! Allt gekk upp hjá Víking — á meðan allt misheppnaðist hjá ÍR. Dæmið hafði alveg snúizt við. Áhorfendur voru vel með á nótunum, og þeir fögnuðu hverju marki, en aldrei eins og þegar Eggert Guðmundsson, markvörður skoraði 19. mark Víkings. Bikarinn var í höfn — annað árið i röð, og fögnuður Víkinga mikill. Viðureign Víkings og ÍR varáreiðan- lega einn skemmtilegasti leikur vetrar- ins. Vissulega gerðu bæði lið sig sek um mistök — en hraðinn var gífurlegur. Mörg gullfalleg mörk og það kunnu áhorfendur að meta, stemmningin mikil. ÍR-ingar gerðu þá skyssu að leyfa Vikingum að ráða hraðanum og það einfaldlega réðu þeir ekki við. Annars var Víkingsliðið mikil ráð- gáta í gærkvöld. í heilar 30 minútur af leiknum — það er í upphafi fyrri hálf- leiks og síðan siðari, þá hvorki gekk né rak. Upplögð tækifæri misnotuð. Allt fór í vaskinn. Ef ekki hefði komið til snilldarmarkvarzla Eggerts Guðmunds- sonar i leiknum, sérstaklega í siðari hálfleik, þá hefðu ÍR-ingar getað náð mun meiri forustu. Þeim gafst færi á að komast 4—6 mörk yfir en Eggert beinlinis lokaði markinu — og síðan fór sóknarleikurinn að gangáeins og smurð vél. Mörg ákaflega falleg mörk, hraðinn keyrður upp — við því áttu ÍR- ingar ekkert svar. Eggert var án nokk- urs vafa maður leiksins — en það var engin spurning hver var sá óheppnasti, tvímælalaust Árni Indriðason. í síð- ustu leikjum með Víking hefur Árni hvað eftir annað brugðizt í upplögðum færum á línunni. Og sérstaklega hefur hann verið iðinn við að skjóta í stang- irnar, og þar var engin engin undan- tekning í gærkvöld. Árni skoraði að vísu tvívegis en bæði mörkin úr viti. ÍR — ekki síður en Víkingur var einnig mikii ráðgáta. Leikmenn börð- ust mjög vel upphafskafla beggja hálf- leikja. Sérstaklega var vörnin sterk og í markinu var Jens Einarsson góður. Með yfirveguðum leik náðu ÍR-ingar góðu forskoti. En leikmenn stóðu sig ekki nógu vel — Víkingar keyrðu að vísu mjög út á móti en leikmenn misstu knöttinn klaufalega frá sér. Skutu úr vonlitlum færum og sóknirnar urðu allt of stuttar. iR-ingar gerðu þá skyssu að láta Víkinga halda uppi hraðanum, í stað þess að reyna að dempa tempóið. Og afleiðingin var hrun — hreint ótrú- legt hrun. Virðist alveg furðulegt, að lið skuli ná að vinna upp gott forskot, IR komst í 10-7, fá ekki mark á sig í 14 mínútur og síðan á 10 mínútum þá fá á sig átta mörk án þess að ná að svara fyrir sig. ÍR-ingar skoruðu síðustu 16 mínútur leiksins aðeins þrjú mörk en fengu á sig 13. Að vísu kom berlega í ljós að Víkingar eru í mun betri þjálf- un, snerpa þeirra var mun meiri — við þetta réðu ÍR-ingar ekki. En ÍR gerðu þó mikil mistök að reyna að halda í við Viking, einmitt þar sem Víkingar eru sterkastir — miklum hraða. Þeir Karl Jóhannsson og Jón Her- mannsson dæmdu leikinn — alveg þokkalega. Þeir dæmdu þrjú víti á ÍR og fjögur á Viking. Ráku fjóra Víkinga útaf og tvo leikmenn ÍR. Mörk Víkings skoruðu: Steinar Birgisson 5, PáU Björgvinsson 4, Sig- urður Gunnarsson 3, Ólafur Jónsson 3, Árni lndriðason 2 og þeir Skarphéðinn Óskarsson, Eggert Guðmundsson og Erlendur Hermannsson 1 mark hver. Hjá ÍR skoraði Brynjólfur Markússon mest, 5 mörk, Guðjón Marteinsson og Guðmundur Þórðarson 3 mörk hvor, Sigurður Svavarsson 2 mörk. H.Hallsi Tómas Árnason, fjármálaráðherra, afhendir Páli Björgvinsson, fyrirliða Vikings, i bikarínn. DB-mynd Bjarnleifur. Stuðningsmenn Vík- ings stórkostlegir — sagði Bogdan Kowalczyk, þjálf ari Víkings „Áhangendur Víkings voru hrcint því að Vikingur væri á toppnum stórkostlegir — stóðu dyggilega á bak úrslitaleiknum við Val og því helur við liöið. Þrjú mörk Víkings má rekja verið svolítið erfitt að halda leikmönn- beint til þeirra,” sagði Bogdan Kowalczyk, hinn pólski þjálfari Víkings, eftir aö bikarínn hafði hafnað að Hæðargarði — félagsheimili Vikings annað árið i röð. „Strákarnir voru mjög taugaóstyrkir í byrjun en eftir að þeir náðu því úr sér þá léku þeir mjög vel — þá small allt saman. Skýringin á hve illa við byrjuð- um er alls ekki vanmat á ÍR. ÍR er sterkt lið og okkur hefur alltaf gengið erfiðlega að sigra ÍR,” bætti Bogdan við. ,,En allt okkar prógram miðaði að um áfram í toppformi. Þábætti ekki úr skák að við urðum að keyra stanzlaust á sömu mönnum, höfum í vetur misst Viggó Sigurðsson og Ólaf Einarsson auk þess að Sigurður Gunnarsson hefur verið meiddur seinni part vetrar. Nú tekur við að skipuleggja næsta vetur og það getum við ekki fyrr en liggur fyrir frá HSÍ röðun leikja, og hvernig íslandsmótið verður keyrt næsta vetur. En eitt er víst — við komum betur undirbúnir fyrir næsta vetur en íslandsmótið i ár,” sagði Bogdan. En hvernig var þér innanbrjóst þegar ÍR hafði náð hinu góða forskoti og ekkert gekk hjá Viking — ósigur virlist blasa við, spurði blaðamaður DB. Þá brosti Bogdan, og sagði —,,ég var alltaf viss um að Víkingur myndi sigra, við vorum líkamlega betur þjálfaðir og með mun meiri snerpu. Ég einfaldlega einbeitti mér að finna hvað var að. Og jú einu máttu bæta við. Dómararnir dæmdu mjög vel og mig langar að þakka leik- mönnum, eiginkonum þeirra svo og dómurum þeim sem hafa dæmt leiki okkar i vctur og síðast en ekki sízt langar mig að þakka áhangendum Víkings — þeir voru stórkostlegir.” H. Halls. Bikarmeistarar Vikings 1979 DB mynd Bjarnletfur TCRg®

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.