Dagblaðið - 30.04.1979, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979.
23
"——————^——■
Steinhljóð hleypir af stokkunum
Hljómplötur með Manuelu Wiesler, Julian Dawson Lyell, Gísla Magnússyni og Halldóri Haraldssyni
ur, og hefði þetta gengið sérstaklega
vel, enda frábært listafólk að verki.
Útgefendur voru að því spurðir hvort
afráðið væri að koma þessum plötum
á alþjóðlegan markað. Kváðu þeir
svo vera og væru uppi plön um að
hafa samband við útvarpsstöðvar og
erlenda dreifingaraðila en einnig
minntust þeir á það að þeir hefðu
rætt sín á milli um áskriftarfyrir-
komulag hér á landi til að tryggja
grundvöllinn. En þeir sögðust halda
ótrauðir áfram og nú væri farið að
vinna við plötu Áskels Mássonar,
Jóns Þórarinssonar og Atla Heimis
Sveinssonar.
Manuela sagðist síðan vera afar
ánægð yfir að sjá plöturnar og m undi
hún hafa þær í pússi sínu á ferða-
Iögum erlendis og reyna að koma
þeim á framfæri. Verkin eftir
Francaix, Jolivet og Boulez sagði
hún vera til á hljómplötum en verk
þeirra Atla Heimis og Þorkels væru í
fyrsta sinn á plötu. Fór Manuela lofs-
yrðum um undirleikara sinn, Julian
Dawson Lyell, sem staddur var er-
lendis.
Fjórhentur
vinskapur
Halldór sagði að það væru mjög
fáar upptökur til af „Vorblóti”
Stravinskys fyrir tvo píanóleikara en
gat um útsetningu þeirra Bracha
Eden og Alexander Tamir á Decca.
Sagði hann að þeir Gísli hefðu
hlustað mikið á þá upptöku en ekki
tekið mið af henni því það væri
ýmislegt í þeirri túlkun sem þeir gætu
ekki sætt sig við. Gat hann þess til
gamans að þeir væru nú komnir í
samband við þessa tvo Rússa og
ætluðu að senda þeim sína útsetn-
ingu. Aðspurður um það hvers vegna
þeir hefðu valið þetta verk
Lutoslawskis á móti Stravinsky sagði
Halldór að það væri ágætlega samið
og i því væri ekki ósvipaður andi og í
„Vorblótinu” — en erfitt væri að
finna góð fjórhent píanóverk. Eftir
helgina mun svo tónlistargagnrýn-
andi DB, Eyjólfur Melsted, skrifa
sérstaklega um þessar nýju hljóm-
plötur Steinhljóðs.
-A.l.
„Það er varla að ég trúi því að hún
sé komin,” sagði Manuela Wiesler og
brosti breitt er hún handfjatlaði nýja
hljómplötu sína á blaðamannafundi
Steinhljóðs í fyrradag. Viðstaddir
voru einnig þeir Gísli Magnússon og
Halldór Haraldsson píanóleikarar en
þeir fögnuðu einnig áfanga því Stein-
hljóð var líka að gefa út plötu með
leik þeirra. Jónatan Garðarsson, full-
trúi Steinars h/f, hafði orð fyrir út-
gefendum og skýrði frá því hvernig
Steinhljóð hefði orðið til. Nokkrum
forsvarsmönnum Hljóðrita í Hafnar-
firði, m.a. Jóni Þór Hannessyni og
Karli Sighvatssyni, datt á síðasta ári i
hug að slá tvær flugur i einu höggi —
að koma til móts við íslenzka tón-
listarmenn og tónskáld sem verið
hefðu utangarðs í hljómplötuútgáfu
landsins og nýta að fullu getu og tíma
upptöku stúdíósins.
íslensk verk
og erlend
Sagði Jónatan að strax hefði verið
farið að ræða við fólk á borð við
Manuelu Wiesler, Gísla, Halldór,
Atla Heimi Sveinsson, Áskel Másson
og fleiri. Seinnipart ársins 1978 hefði
verið farið að vinna að plötu með
Manuelu og skozka píanóleikaranum
Julian Dawson Lyell, þar sem þau
léku tónlist eftir Jean Francaix,
lánaði Hljóðriti alla upptökuvinnu
og listamennirnir sjálfir tóku ekkert
fyrir sinn snúð. En Jónatan tók það
fram að um leið og plötur þessar
færu að skila hagnaði yrði honum
skipt til jafns milli útgáfunnar og
listamannanna — en eins og stendur
væru aðeins gefin út 1000 eintök af
þessum tveimur hljómplötum. Voru
allir aðstandendur einnig sammála
um það að þáttur Ríkisútvarpsins í
þessu máli væru ómetanlegur og
lofuðu sérstaklega greiðasemi þeirra
Þorsteins Hannessonar og
Guðmundar Gilssonar en hlutar upp-
tökunnar fóru fram i stúdíói hljóð-
varps. Lýsti Jónatan síðan þeim
erfiðleikum sem fylgt hefðu útgáf-
unni.
Deutsche
grammofon
með í spilinu
Hefði Steinhljóð haldið að við
pressun þessara verka giltu sömu
reglur og um poppplötur og höfðu
sent frumupptökur („master”) til
London, en þar hefðu menn vísað
þeim frá og leitt þá í allan sannleik
um muninn á pressun popps og
klassískra verka sem mun t.d. felast í
því að hærri tíðni er notuð í klassík.
Var þá Ieitað á náðir CBS í Hollandi
og var gengið frá plötunum þar, m .a.
í samvinnu við dótturfyrirtæki
Halldór Haraldsson, Manuela Wiesler og Gísli Magnússon skoða frágang á
umslögum.
„ Við byrjuðum árið 1979 með
Ayds og þannig ætlum
við að halda áfram ”
Liz og Joanna Lawrence eru mæðgur. Hvorug þeirra var feit en báðar
máttu við því að missa fáein kíló. Þær voru báðar ákveðnar I því að byrja árið
1979 fallega grannar. Svo að þær tóku að fækka við sig hitaeiningum í byrjun
desember og héldu matarlystinni i skefjum með aðstoð Ayds — líka um jólin!
Og þær nutu máltíðanna með hinum i fjölskyldunni. Hvernig fóru þær að
þessu?
Liz: „Ég þurfti að losa mig við 3—4 kiló. Þessi fáu aukakiló voru nóg til
þess að ég var svolítið feitabollulcg i bikinibaðfötunum mínum þegar ég heim-
sótti systur mína í Kaliforníu síðasta sumar. Ég ákvað þvi að prófa Ayds.
Ástæðan til þess aö mér geðjast svo vel að Ayds er sú að mér finnst gaman að
borða og ég vil njóta máltiðanna með fjölskyldunni. Ayds hjálpar mér að borða
minni skammta og forðast fitandi fæðu.”
Joanna: „Ég er nýbyrjuð að vinna sem Ijósmyndafyrirsæta
ég varð að losa mig við 7—8 kfló til þess að passa i nr. 10,
sem er það númer sem fyrirsætur nota. Það krefst
heilmikillar orku að þjóta um á milli Ijósmyndara og maður
verður að borða almennilega.
Og það er einmitt það sem Ayds
gerir —
það hjálpar mér að borða
almennilega.”
„Þetta er sko allt á hreinu,” segir Karl Sighvatsson sem stjornaði upptökum.
André Jolivet, Pierre Boulez og
íslenzku tónskáldin Atla Heimi
Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson,
en þá hefðu þeir Gísli Magnússon og
Halldór Haraidsson verið búnir að
æfa og flytja píanóversjón af
„Vorblóti” Stravinskys. Var ákveðið
að taka þetta verk upp ásamt öðru
fjórhentu píanóverki, „Tilbrigði um
stef eftir Paganini” eftir pólska tón-
skáldið Lutoslawski.
Strax þá hefði verið farið að ræða
það hverjir skyldu standa að jæssari
útgáfu og hvernig ætti að fram-
kvæma hana fjárhagslega.
Enginn
á kaupi
Hljóðriti taldi sig fyrst og fremst
upptökufyrirtæki en ekki útgáfu og
þá komu Steinar h/f til sögunnar og
buðust til að sjá um útgáfu og
dreifingarhliðina. Duttu menn þá
niður á heitið Steinhljóð fyrir þennan
sérstaka flokk af hljómplötum. Síðan
Deutsche Grammofon, sem ætti að
tryggja tóngæði. Við þetta tafðist út-
gáfan og tókst ekki að koma plötun-
um á jólamarkað. „Kannski sem
betur fer,” sögðu þeir Jón Þór og
Karl Sighvatsson, „þær hefðu
drukknað þá.” Aðspurð um það
hvernig upptökurnar hefðu tekizt
sögðust þau Manuela, Gísli og
Halldór ekki enn hafa heyrt plöt-
urnar og iðuðu í skinninu að
komast heim og skella þeim á fóninn.
Þeir Jónatan, Jón Þór og Karl
sögðust að vísu ekki vera hlutlausir
aðilar i málinu en létu þó í Ijós þá
skoðun að þeir væru mjög ánægðir
meðárangurinn.
Á alþjóða-
markað
Karl var að því spurður hve langan
tíma upptökurnar hefðu tekið. Sagði
hann að u.þ.b. 30 tímar hefðu farið í
hverja plötu, miðað við 150—200
tíma sem stundum færu í poppplöt-
Hvernig Ayds verkar
Það er álit margra \isindamanna að þegar
blóðsykurinn minnkar, segi heilinn: „Ég er svangur!”
Augljóslega gerist þetta oftast skömmu fyrir venjulegan
matmálstíma en það getur lika gerzt á milli mála. F.f þú
horðar eitt eða tvö Ayds (gjarnan með heitum drykk
sem hjálpar þér að mclta það) hálftíma fvrir rnáltið,
eykst blóðsykurinn og matarlystin minnkar.
Hvers vegna
Ayds verkar
Ayds hjálpar til að hafa
hemil á matarlystinni. Það
hjálpar til að borða hita-
einingasnauða fœðu og
forðast fitandi mat. Það er
eina leiðin til að grennast
og halda áfram að vera
grannur. Og — vegna þess
að það tekur tíma að venj-
ast nýjum matarsiðum —
fæst Ayds i pökkum sem
innihalda fjögurra vikna
birgðir. Hver skammtur
inniheldur 25 hitaeininaar.j
esss^síswiv'íe.ft'í!"^'rsFiMmA snn