Dagblaðið - 30.04.1979, Page 34

Dagblaðið - 30.04.1979, Page 34
34 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. GUNNAR ÞÓRÐARSON — Hljóðritun diskóplötunnar hans fer að hluta fram i Ked Hus stúdíóinu í London. Þar var einmitt plata Amii Stewart, Knock On Wood, hljóðrituð að hluta — hjá Geoff Calver. Gunnar Þórðarson gerir diskóplötu Söngvarar diskóplötunnar verða Jóhann Eiríksson, Ragnhildur Gísla- dóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Jóhann semur einnig tvö eða þrjú laganna á plötunni. Gunnar semur annars sjálfur megnið af tónlistinni. Meðal annars verður á plötunni gamalt lag eftir hann, Þú og ég. Þá verður þar einnig lag Sigfúsar Halldórssonar, Vegir liggja til allra, átta. „Fyrst ætlaði ég að nota lagið Sveitin milli sanda eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, en svo kom í Ijós að Brunaliðið hyggst verða með það lag á næstu plötu sinni,” sagði Gunnar. „Ég söðlaði því um og valdi lagið hans Fúsa.” Næsta I verkefni Gunnars Þórðarsonar,' eftir að hann hefur lokið við upptökustjórn á plötu Ljósanna j bænum, er diskóplata! Upptökur á henni hefjast eftir um það bil hálfan mánuð i Red Bus stúdíóinu í London. „Ég er þegar byrjaður að vinna að þessari nýju plötu, semja lög og ýmis- legt fleira,” sagði Gunnar er hann ræddi við Dagblaðið um diskóplötuna. Grunnhljóðfærin verða tekin upp í Red Bus, þar sem Geoff Calver vinnur. Síðan verður söngnum og nokkrum auka- hljóðfærum bætt við hérna heima. Platan ætti síðan að öllu forfalla- lausu að koma út í júli.” TRESMIÐIR 2—3 trésmiðir óskast til starfa úti á landi. Uppl. í síma 94—3183. íslenzk diskóplata hefur ekki verið gerð áður, ef frá er talin Reykinga- platan sem út kom i jan. Þá hafa nokkrar hljómsveitir og söngvarar haft eitt og eitt diskólag á plötum sínum. Til dæmis er lagið Fyrsti kossinn eftir Gunnar Þórðarson á síðustu plötu Ruthar Reginalds. -ÁT- Agnetha undirbýr framtíð- inaán ABBA Agnetha Fáltskog, ABBA- söngkonan sem nýlega tilkynnti að hún hygðist skilja við mann sinn, Björn Ulvaeus, er nú þegar farin að velta fyrir sér framtiðinni án ABBA. Áður en langt um líður er væntanleg á plötumarkaðinn Agnethas Greatest Hits — plata með vinsælustu lögum Agnethu. Í vetur hljóðritaði söngkonan nýtt lag eftir sjálfa sig, Nár Du Tager Mig I Din Favn. Það verður að finna á nýju plötunni ásamt lögum sem hún flutti áður en ABBA varð til. — Agnetha varð fyrst þekkt i byrjun þessa áratugs er hún söng lagið Hvis Tárer Var Guld sem varð geysivin- sælt í Svíþjóð. ,,Ég hef þörf fyrir að semja lög," segir Agnetha. „Hver veit nema ég eigi eftir að semja lög á heila plötu áður en langt um liður — Reyndar liggur mér ekkert á en þaðer ákaflega góð tilfinning að vita að maður getur horftð að einhverju ákveðnu eflir að ABBA verður lögð niður.” Sumrinu ætlar Agnetha Fáltskog að eyða i sænska skerjagarðinum — án hinna þrigga — og hvíla sig fyrir heimsferð hljómsveitarinnar í haust. „Skoðun mín á þessari hljóm- leikaferð er tvíbent,” segir hún. „Það er ákaflega gaman að hitta alla aðdáendurna aftur og skemmta þeim. Á hinn bóginn verður þessi ferð ákaflega erfið og mér hefur aldrei þótt sérlega skemmtilegt að ferðast.” ÚrEXTRA BLADET Strax í fyrsta flokki.... x NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 MARGIR STÓRVINNINGAR «qe MIÐI ER MÖGULEIKI Vinningur til íbúöarkaupa aö verömæti 10 milljónir. SIMCA MATRA RANCHO bifreiö að verðmæti 6,5 millj. 8 bifreiöavinningar á 1,5 milljónir hver. 25 utanferöir á 250 og 500 þúsund hver og 465 húsbúnaöarvinningar á 25, 50 og 100 þúsund krónur hver. Dregið veröur í 1. flokki 3. maí. Sala á lausum miöum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Mánaðarverö miöa er kr. 1000 en ársmiöa 12000. Reykjavík er dauð Lifi Stormsveitin! Ný hljómsveit ~ Storms\eitin - er risin úr öskuslonni, stofnuð .i rústum hljómsveitanna Reykjavíkur og Rokkóperu. Þrátt fyrir storma- samt nafn er hljómsveitin ekki stofnuð með neinum látum, fer þess í stað rólega af stað og kemur sennilega ekki fyrir almenningssjónir fyrF en eftir þrjár til fjórar vikur. „Við komum fyrst fram á hljóðfærakynningu hjá verzluninni Tónkvísl fyrir nokkrum dögum,” sögðu liðsmenn Stormsveitarinnar er Dagblaðið hitti þá að máli fyrir helgina. „Reyndar vorum við þá auglýstir sem hljómsveitin Reykjavík en við viljum taka það skýrt fram að sú hljómsveit á ekkert skylt við Stormsveitina.” Stormsveitarmennirnir Björn Thoroddsen, Einar og Eyjólfur Jóns- sýnir störfuðu þó með Reykjavik á meðan hún var og hét. Úr Rokkóperu koma þeir Ágúst Ragnarsson og Hjörtur Howser. Sjötti maðurinn, Brynjólfur Stefáns- son, er nýliði í poppinu. DB var þó trúað fyrir því að eitt sinn hefði hann verið viðloðandi Stellu bjútí, hver svo sem sú sómakona var. Enn sem komið er leikur Stórm- sveitin eingöngu frumsamda tónlist. Allir meðlimirnir sex semja lög, hver STORMSVEITIN — glæný hljómsveit á íslenzka poppmarkaðinum. Hún verður tilbúin með danslagaprógrammið sitt eftir nokkrar vikur. í sínu horni. Þeir segjast ætla að koma frumsarnda efninu á framfæri í bland við hressilega erlenda tónlist sem er vinsæl hverju sinni. „Við ætluni að halda okkur frá diskótónlist en leika þess i stað gott rokk í anda Toto og slíkra hljómsveita,” segja Stormsveitar- liðarnir. „Alla vega stefnum við að því fyrst og fremst að engum eigi eftir að leiðast á böllunum hjá okkur.” -ÁT-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.