Dagblaðið - 30.04.1979, Síða 39
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 30. APRIL 1979.
<§
»
Útvarp
Sjónvarp
(-------------------r--------------------------\
MAÐUR BORGAR BARA FELAGSGJALDK)
—útvarp annað kvöld kl. 19.35:
Hin félagslega deyfð
Verkamenh vinna það langan vinnutima að þeir hafa hvorld tima né orku til að
taka þátt í félagsstörfum. DB-mynd Sv. Þorm.
Að kvöldi fyrsta maí, dags verka-
lýðsins, verður á dagskrá útvarpsins
þáttur í umsjón Krtstínar Mántylá
skrifstofustjóra Alþýðusambands
íslands og Hauks Más Haraldssonar
blaðafulltrúa samtakanna. Þátturinn
nefnist Maður borgar bara félagsgjald-
ið. Kristín var spurð um efni hans.
„Þemað er sá langi vinnutími sem
fólk hér vinnur. Hann hefur ýmsar
afleiðingar eins og félagslega upplausn
en við ætlum ekkert að fjalla um það
atriði. Það sem við ætlum að fjalla um
er afleiðing hans á félagsstarfsemi.
Sem sagt félagsleg deyfð.
Við byrjum þáttinn á viðtölum við
verkafólk og menn frá verkalýðssam-
tökunum. Viðtölin eru frá landinu
öllu, sum gömul og önnur ný en öll um
sama efni. Þá berum við saman þessa
hluti i skáldsögum ogí veruleikanum.
Einhver tónlist verður í þættinum en
ekki er ennþá fullráðið hver hún
verður,” sagði Kristín.
Sú félagslega deyfð er Kristín talar um
er meiri en líklega flestir telja. Verka-
lýðsfélögum hefur reynzt erfitt að fá
fólk á vinnustöðum til þess að taka þátt
í hinum ýmsu verkefnum fyrir félögin
og jafnvel að taka þátt í launadeilum.
Sérstaklega hefur þetta átt við um kon-
urnar. Þykir mörgum karlmanninum
það sýna að konur kæri sig ekkert um
jafnrétti í raun, þær vilji láta karlana
hafa fyrir hlutunum fyrir sig. En vinna
kvenna er oft á tíðum mun meiri en
karla, þar sem heimilisstörf dæmast
samkvæmt gamalli venju meira á kven-
fólk. Það hefur því ennþá minni tíma
og orku til félagsstarfa en karlmenn-
irnir, sem sumir hafa þó lítið af hvoru
tveggja. En þó allir tali um að nú eigi
að stytta vinnutímann og æ styttri
vinnuvika sé lögboðin gerist ekkert i þá
átt að minnka vinnu. Bæði efnahags-
lífið og líf fjölskyldunnar krefst orðið
þess að bæði hjónin vinni svo gott sem
myrkranna á milli og geri ekki annað.
DS.
V__________
(----------
KVÖLDVAKA:
útvarpannað
Mamma
j
Diddúar
kvöid ki. 2i.oo syngur einsöng
Dóra Stefánsdóttir
Fyrsti liður kvöldvökunnar í útvarp-
inu annað kvöld er að Margrét
Matthíasdóttir syngur íslenzk lög. Er
þetta í fyrsta sinn sem Margrét syngur í
útvarpið en hún hefur undanfarin ár
sungið með Skagfirzku söngsveitinni
ásamt því sem hún hefur sungið í
kirkjukór í fjöldaára.
En fjölskylda Margrétar er ekki með
öllu óþekkt í heimi sönglistarinnar.
Margrét er gift Hjálmtý Hjálmtýssyni
sem nýlega söng í sjónvarpssal og eiga
þau saman 7 börn. Þekktust þeirra er
Sigrún sem alþýða manna kallar
Diddú. önnur dóttir þeirra Margrétar
og Hjálmtýs heitir Jóhanna Steinunn
og stundar hún nám i Menntaskólanum
við Hamrahlíð. f kringum hana er búið
að stofna hljómsveit og hún syngur inn
á sjónvarpsauglýsingu fyrir ferðaskrif-
stofuna Útsýn. Margrét var spurð að
því hvort hin börnin væru ekkert að
leita sér frama á söngbrautinni.
„Nei, ekki eins og er. En héma í
gamla daga, á meðan þau voru lítil,
sungu þau stundum öll saman í barna-
tímanum í útvarpinu.”
Hjálmtýr er nýkominn frá London
þar sem hann söng með Polýfónkórn-
um um helgina og Diddú fór þangað út
um helgina til að halda áfram söng-
námi sínu.
En lögin sem Margrét ætlar að
syngja annað kvöld eru eins og áður
sagði öll íslenzk: eftir Hallgrím Helga-
son, Skúla Halldórsson, og er það
frumflutt lag, Sigvalda Kaldalóns og
Sigurð Þórðarson. DS.
r
Margrét Matthíasdóttir hefur sungið
einsöng með Skagfirzku söngsveitinni
undanfarin ár, auk þess sem hún
syngur í Fríkirkjukórnum. Annað
kvöld fáum við að heyra i henni í fyrsta
sinn í útvarpi.
DB-mynd Hörður.
J
Pólar h.f.
EINHOLTI 6
39
Vöm-og brauðpeningar- Vöruávísanir
Peningaseðlar og mynt
Gömul umslög og póstkort
FRÍMERKI
Allt fyrir saf narann
Hjá Magna
Laugavegi 15
Sími 23011
Náttfata-
markaöur
Ingólfsstræti 6
Nýjar vörur
daglega
Peysur og barnafatnaður brjöstahaldarar, yfir-
stærðir í undirfötum og margt margt fieira.
Látið ekki happ úr hendi sleppa.
Túlípaninn
Ingólfsstræti 6.
BARÁTTUHÁTÍÐ
Sameining 1. maí - gegn kjaraskerðingu
Kl. 14 Kröfuganga frá
Hlemmi.
Kl. 15 Útrfundir á Hallæris-
plani. Sætaferðir á
innifund.
Kl. 16 Innifundir í Sigtúni.
Sérstök barna-
skemmtun á 2. hæð.
Kl. 20 Dansiball i Hreyfils-
húsi.
ONYX-LAMPAR
NÝKOMNIR
P0STSENDUM
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
sími 84488