Dagblaðið - 06.06.1979, Page 5

Dagblaðið - 06.06.1979, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979. Allt brunnið ofan af bátnum — stýrishúsið horfið — þegar varðskipsmenn komu að Draupni. Rétt fyrir hádegið sökk Draupnir skyndilega og ekkert varð cftir nema brak á sjónum. DB-myndir RLA DRAUPNIR SOKKINN Hann var illa farinn, mótorbáturinn Draupnir KE-65, þegar varðskipið Týr kom að honum út af Snæfellsnesi á sunnudagsmorguninn. Þá hafði nær allt brunnið sem brunnið gat, eins og fram kom í DB í gær. Draupnir var tekinn í tog um tíu- leytið á laugardagsmorgun en tæpum tveimur tímum síðar sökk báturinn skyndilega og var þá ekkert eftir nema brak á yfirborði sjávar. -ÓV TVEIMUR TIMUM SIÐAR VAR Reykjavíkurskákmótið: „Geri frekar ráð fyrir að vera með” r — segir Friðrik Olafsson „Það er dálítið erfitt fyrir mig að segja til um það strax, þar sem ég veit ekki hvernig mínum tíma verður hag- að, en ég geri frekar ráð fyrir því,” sagði Friðrik Ólafsson er Dagblaðið spurði hvort hann hygðist þekkjast boð ^xáksambands íslands um að taka þátt í Reykjavíkurmótinu í skák sem verður haldið í febrúar-marz á næsta ári. ,,Ég stefni að því að tefia eitthvað á hverju ári,” sagði Friðrik, ,,og ég gæti alveg gert það hér eins og annars staðar.” Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ýmsum af sterkustu skákmönn- um heimsins verið boðið að taka þátt í þessu móti, t.d. Tal, Kortsnoj, Larsen, Timman, Hiibner og Browne. Að- spurður um líkumar á því að Tal feng- ist til að tefla á móti með Kortsnoj sagði Friðrik að FIDE hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að einstakir skákmenn verði ekki útilok- aðir frá skákmótum en Rússar hafa sem kunnugt er neitað að taka þátt í mótum þar sem Kortsnoj er meðal þátt- takenda. Sagði Friðrik að líta mætti á Reykjavíkurmótið sem prófstein í því máli. -GAJ Friðrik kynnti „lce- landic Modem” á Spáni — Spánverjar ætla að halda mót með þvífyrirkomulagi „Ég geri að sjálfsögðu mitt bezta til að útbreiða þetta kerfi, ekki sízt þar sem það vill svo til að ég er höfundur að því,” sagði Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, er Dagblaðið hafði samband við hann í gær og spurði hvort hann mundi beita áhrifum stnum sem forseti FIDE til að vinna að útbreiðslu hins svokall- aða „Icelandic Modem” fyrirkomu- lags en í Dagblaðinu í gær var sagt frá grein sem David Levy, þekktur skák- dálkahöfundur, skrifaði og taldi að þetta fyrirkomulag ætti mikla framtíð fyrir sér í skákheiminum. Friðrik sagði að hann hefði verið á Spáni um daginn og útskýrt þetta kerfi fyrir skákmönnum í Barcelona. Þeim hefði litizt mjög vel á það og hefðu nú ákveðið að halda mót með sínum beztu skákmönnum þar sem þetta kerfi yrði notað. „Það sem vakti fyrir mér,” sagði Friðrik, „var að gera skákina aðgengi- legri fyrir áhorfendur þar sem skákin er núna í dálítið þunglamalegu formi og gengur seint fyrir sig. Þetta er fyrst og fremst gert fyrir áhorfendur og skák- menn verða þvi að fóma einhverju á móti.” Þá spurði DB Friðrik hvemig honum litist á róttækari breytingar á skákinni, eins og þá hugmynd sem fram hefur komið og sagt var frá í Þjóðviljanum nýlega, sem byggist á því að skákmenn ráða hvar á 1. eða 8. línu þeir stilla þungu mönnunum í upphafi skákarinn- ar. Friðrik sagðist ekki trúaður á að slíkar hugmyndir ættu eftir að verða að veruleika. Slíkt mundi bara leiða af sér nýja „teóríu” og sömu „principin” mundu gilda eftir sem áður. Slík breyt- ing mundi því ekki þjóna neinum til- gangi þegar til lengdar léti og væri að sínu mati fyrst og fremst „breyting breytinganna vegna”. -GAJ Deila um kjör sumarmanna íFríhöfninni „Augljóst brotá samn- ingum” — segir BSRB — „ráðnir á eðiiiegum kjörum”, segir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar „Þetta er augljóst brot á samning- um um vinnutíma og brot á lögum um starfskjör launþega,” sagði Krist- ján Thorlacius, formaður BSRB, i samtali við DB í gær. Á föstudaginn kom BSRB í veg fyrir að tíu sumaraf- leysingamenn hæfu störf í Fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli þar sem álitið er aö kjör þeirra séu ekki í sam- ræmi við samninga BSRB. Einkum er sett út á tilhögun vinnutíma þessara starfsmanna. Kristján Thorlacius kvaðst hafa haft samband við Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, sem er yfirmaður Frihafnarinnar, og hefði verið ákveð- ið að sumarmennirnir tiu hæfu ekki störf fyrr en samningar hefðu tekizt um deiluefnið við stéttarfélag þeirra, Starfsmannafélag ríkisstofnana. „Það kemur ekki til greina að við höfum mislesið samninga,” sagði Þórður Magnússon, framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar. „Þessir starfs- menn voru ráðnir á eðlilegum kjör- um.” Þórður kvaðst álíta að ástæðan fyrir afskiptum BSRB væri óróleiki innan sambandsins vegna væntan- legra kosninga. -'iM ■V - •' ^ ■ ■■ • - M ....... , \ Pylsuvagn í miðbæ Kópavogs Bæjarráð Kópavogs hefur sam- bæjarsvæði Kópavogs. þykkt að veita ungum Kópavogsbúa, Hér er um tilraun að ræða sem Kristjóni Benediktssyni, leyfi til eins væntanlega mun lífga upp á miðbæ árs til þess að reka pylsuvagn á mið- Kópavogs. -JH V. Reiðhjólaskoðun f Reykjavík 1979 Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavíkur efna til reiðhjólaskoðunar fyrir börn á aldrinum 7—14 ára. Fimmtudagur 7. júní Hvassaleitisskóli kl. 09.30 Fossvogsskóli kl. 11.00 Breiðholtsskóli kl. 14.00 Árbæjarskóli kl. 15.30 Föstudagur 8. júní Vogaskóli kl. 09.30 Langholtsskóli kl. 14.00 Breiðagerðisskóli kl. 15.30 Mánudagur 11. júní Fellaskóli kl. 09.30 Hlíðaskóli kl. 11.00 Melaskóli kl. 14.00 Austurbæjarskóli kl. 15.30 Þriðjudagur 12. júní Hólabrekkuskóli kl. 09.30 Ölduselsskóli kl. 11.00 Álftamýrarskóli kl. 14.00 Laugarnesskóli kl. 15.30 Börn úr öðrum skólum mæti við þann skóla sem næst er heimili þeirra. Þau börn sem b^fa reiðhjól sín í lagi, fá viðurkenningar e i Umferðarráðs 1979. Lögreglan í Reykjavík Umferðarnefnd Reykjavfkur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.