Dagblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 10
10
BIAÐIÐ
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánason.
Ritstjómarfulitrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjórí: ómar
Valdimarsson.
íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aöstoðarfróttastjórí: Jóqas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pólsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassog, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefénsdótt-
ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Holgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson.
Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhanns*on, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Svoinn Pormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkorí: Práinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Dreifing
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.___________________________
Ekki von, að vel fari
Yfirlýsing framkvæmdastjórnar /g
Framsóknarflokksins um aðgerðir gegn
verðbólgu, vinnudeilum og harðindum
er heiðarleg tilraun til að benda á,
hvernig fresta megi vandamálunum
fram til næstu áramóta. _
Við ríkjandi aðstæður eru bráða- ' ~ ~
birgðalausnir að sjálfsögðu betri en engar lausnir. Þær
veita að minnsta kosti svigrúm, sem hugsanlega mætti
nota til varanlegri lausna. En því miður skortir póli-
tískan vilja til slíkra lausna.
Framsóknarflokkurinn vill vísitöluþak á laun, lík-
lega við 400 þúsund króna mánaðarlaun, og hleypa 3%
grunnkaupshækkun á línuna. Það er auðvitað því skil-
yrði háð, að grunnkaup haldist að öðru leyti óbreytt til
áramóta.
Flokkurinn vill fresta kjaradeilum til áramóta, bæði
þeim, sem nú standa, og hinum, sem á eftir munu
fylgja. Síðan verði stefnt að tveggja ára kjarasamning-
um um næstu áramót. Þessar tillögur eru þungamiðja
yfirlýsingarinnar.
Þá vill flokkurinn takmarka verðhækkanir, einfalda
kjarasamninga og setja skyldusparnað á hæstu laun.
Þetta eru minni háttar atriði eins og 3%-in og vísitölu-
þakið. Frysting vinnudeilna til áramóta er kjarni
málsins.
Alþýðubandalagið er sammála 3%-unum og vísi-
töluþakinu og vill setja um það sérstök bráðabirgða-
lög. Hin atriðin séu ekki vettvangur laga, heldur
væntanlega samkomulagsatriði við þrýstihópa í þjóð-
félaginu.
Draga verður í efa, að unnt sé með góðu að ná slíku
samkomulagi við einstaka hópa. Farmenn og mjólkur-
fræðingar eru ekki á þeim buxunum að fórna kjarabót-
um umfram 3%-in. Og fái þeir eitthvað umfram,
munu aðrir hópar fylgja á eftir.
Að vísu hafa farmenn lýst því yfir fyrirfram, að þeir
muni ekki láta frysta kjör sín með bráðabirgðalögum.
Þeir muni einfaldlega líta á slíkt sem ólög og ekki virða
þau. Þetta veikir hugmyndina um bráðabirgðalög í
stað samkomulags.
Ríkisstjórnin getur auðvitað reynt að sýna farmönn-
um og mjólkurfræðingum fram á tilgangsleysi svo-
kallaðra kjarabóta. Allir aðrir hópar muni fylgja á
eftir og fá að minnsta kosti hið sama. Þar með séu
kjarabæturnar orðnar einskis virði.
Reynslan sýnir bara, að í vinnudeilum eru menn ekki
næmir fyrir röksemdum af þessu tagi, þótt réttar séu.
Menn ímynda sér jafnan í vinnudeilum, að þeir séu að
ná einhverju sérstöku umfram aðra.
Segjum svo, að farmenn og mjólkurfræðingar nái
20% kjarabótum. Aðrar stéttir munu síðan ná þessum
kjarabótum líka. Þá verður verðbólgan um eða yfir
60% í stað 43%. Allir sitja þá eftir í sömu sporum og
áður. Verðbólgan ein græðir.
Reynslan sýnir meira að segja, að þeir fá oft minnst,
sem fyrstir brjóta ísinn. Eftir samninga fyrstu hópanna
verður það keppikefli hinna síðari að fá heldur meira.
Þetta skilja í rauninni allir, nema þeir, sem eiga í
vinnudeilu hverju sinni.
Ástandið er afleitt, jafnvel þótt ríkisstjórninni tækist
að knýja fram kjarafrystingu til áramóta með góðu eða
illu. Verðbólgan verður samt um 43%, meiri en efna-
hagslífið þolir.
Þar við bætast svo harðindin, sem vafalítið munu
leggja þungar byrðar á opinbera sjóði og skattgreið-
endur. Og í olíuverðhækkunum erum við alls ekki búin
aðbíta úr nálinni.
Við höfum ríkisstjórn, sem virðist ekki geta náð
neinu raunhæfu samkomulagi um að stjórna. Við
höfum stjórnarandstöðu, sem virðist ætla að freistast
til að spiUa fyrir í vinnudeilum. Og við höfum þrýsti-
hópa, sem eru einkar skammsýnir.
Við slíkar aðstæður er ekki von, að vel fari.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979.
Kjallarinn
AÐ EI6NAST
EÐÁ SAFNJV
Stöð cftir Ragnar Kjartansson — eitt af listaverkum i eigu Reykjavikurborgar.
Það vita vist flestir að Listasafn
íslands á stærsta safn myndlistar á
landinu. En hvað skyldu margir vita
að næststasrsta safnið er í eigu
Reykjavíkurborgar? Síðast þegar ég
vissi, átti borgin hátt á þriðja
hundrað myndverk eftir allan þorra
íslenskra myndlistarmanna, Kjarvals-
safn þar að auki og svo nokkra tugi
myndverka á almannafæri, þ.e.
myndastyttur. En það merkilega er
að borgin hefur aldrei átt og á ekki
enn stefnuskrá um kaup, notkun og
umhirðu þessara verka, nema hvað
safn Kjarvals á sér reglugerð og
fastan samastað. Eiginlega er ekki
hægt að segja að um skipulega söfn-
un hafi verið að ræða fráborgarinnar
hendi gegnum árin og flest verk hefur
hún eignast með happa- og glappaað-
ferðinni. Ýmsa embættismenn hefur
vantað eitthvað fallegt á vegg hjá sér,
borginni voru gefin verk, styrkja
þurfti einhvem pólitískan vildarvin í
listamannastétt eða þá að listaverk
voru tekin upp i opinber gjöld, —
þannig hefur nú gangurinn verið.
Þrýstihópar
staösetja
Ekki var ástandið ýkja ólíkt hvað
myndastyttur snerti. Voldugir ein-
staklingar og þrýstihópar höfðu oft
meira að segja hvaö kaup og stað-
setningu opinberra listaverka snerti
heldur en borgarstarfsmenn — hvað
þá heldur listmenntaðir einstakling-
ar. Og ekki var heldur farið eftir vilja
listamannanna sjálfra, sbr. Sigurjón
Ólafsson og merina góðu. En þótt
engin meginstefna væri nokkum tíma
mótuð varðandi kaup og notkun
listaverka hjá borginni, lentu þessi
mál með tíð og tima í höndum valin-
kunnra manna, þeirra Páls Líndal og
Hafliða Jónssonar. Páll gerði tillögur
að kaupum á listaverkum fyrir borg-
ina, en leitað var á náðir Hafliða
þegar staðsetja þurfti myndastyttur.
Nú er slíkt einræði meingallað, en
sem betur fer vom þarna smekkmenn
að verki sem tóku tillit til skoðana
annarra, bæði listamanna og list-
áhugafólks, og margt var velgert í tíð
þeirra.
Stjórnleysi
En þar sem engar reglur lágu fyrir
um þessi mál, var áhrifamönnum í
lófa lagið að sniðganga þessa tvo
heiðursmenn ef mikið lá við. Ein-
kennilegustu verk voru keypt bak við
tjöldin til að bjarga pólitískum sam-
herjum fyrir hom og misjafnlega inn-
blásin útiverk fóm aö birtast á ólík-
Aðalsteinn Ingólfsson
En siðan Páll hætti störfum hjá
borginni hefur algjört stjómleysi rikt
hvað listaverkakaup snertir og sér-
viska í staðsetningu myndverka fer
vaxandi, sbr. verk Gerðar Helga-
dóttur í Austurstræti. Hinir ýmsu
borgarfulltrúar taka það nú upp hjá
sjálfum sér að kaupa þau verk sem
þeim líst vel á, fyrir þakkláta borgar-
búa — og með fullri virðingu fyrir
þessum fulltrúum þá em þeir margir
þekktir fyrir annað en góðan smekk.
Setja þarf reglur
Nú síðast varð embættismaður hjá
borginni svo hugfanginn af málverki
eftir nemanda í MHÍ að hann var
ekki í rónni fyrr en það var keypt.
Það er sannarlega mál að þessu
handahófi linni. Borgin verður að
gera sér grein fyrir því að hún á mikið
safn af listaverkum og þá ábyrgð
Hún gæti byrjað á því að merkja
styttur bæjarins, sem margar hverjar
valda innlendum sem erlendum
miklum heilabrotum. Vel á minnst,
hvar em flest listaverk borgarinnar
geymd? Jú, þeim er dreift um borgar-
skrifstofur og þar geta menn séð þau
þegar þeir borga ýmis gjöld eða kvarta
undan skólplögninni. Á mörgum
þessara staða er skipt um verk meö
nokkuð reglulegu millibili. Nú hefur
verið minnst á það að borgin þyrfti
að stofna sérstakt safn, kannski i
tengslum við Kjarvalsstaði, utan um
þessa listaverkaeign. Á þessu hafa
margir borgarfulltrúar sjálfsagt
brennandi áhuga, ef að líkum lætur.
Sjálfum finnst mér ekki tímabært að
hugsa svo stórt, fyrr en eignin nálg-
ast fyrsta þúsundið og á meðan eru
verkin ágætlega geymd á opinberum'
skrifstofum þar sem fjöldi fólks ber
þau augum daglega. En með þeim
þarf að fylgjast og það verk gæti
ofangreind nefnd einnig tekið að sér.
Borgarbúar eiga heimtingu á því að á
þessum málum sé tekið með festu og
þeirfáieitthvaðgott fyrir þá peninga
sína sem þegar er eytt til listaverka-
kaupa. Annars vakna þeir við vond-
an draum eftir nokkur ár og upp-
götva að borgin þeirra hefur komið
sér upp landsins besta safni af meðal-
skussum.
^ „Annars vakna þeir viö vondan draum
eftir nokkur ár og uppgötva að borgin
þeirra hefur komið sér upp landsins bezta safni
af meöalskussum.”
Safn ekki
tímabært
legustu stöðum. Sjálfur man ég
gjörla dag einn er ráðamenn við eina
borgarstofnunina vissu ekki fyrr en
menn birtust til að mæla út svæði
fyrir framan húsið. Aðspurðir
sögðust þeir ætla að fara að koma
fyrir styttu sem vel tengdur lista-
maður vildi láta setja þar upp eftir
sjálfan sig.
verður hún að axla með þeim hætti
sem tíökast í siðuðu samfélagi. Það
væri góð byrjun að setja reglugerð
um listaverkaeign borgarinnar og
síðan ætti að veita ákveðinni upphæð
til kaupa listaverka á ári hverju í stað
þess að snapa úr öðrum sjóðum og
ætti sú upphæð að fylgja verðbólg-
unni. Næsta skrefið yrði væntanlega
að stofna listanefnd sem gæti saman-
staðið af borgarfulltrúum, listmennt-
uöu fólki í þjónustu borgarinnar og
öðrum einstaklingum. Sú nefnd ætti
að fjalla um öll listaverkakaup
borgarinnar og sömuleiðis mætti leita
til hennar þegar ákveðið væri að
kaupa styttur og koma þeim fyrir á
almannafæri og einnig yrði henni
falið að hafa umsjón með öllum þeim
listaverkum sem borgin þegar á.