Dagblaðið - 06.06.1979, Side 24

Dagblaðið - 06.06.1979, Side 24
' ' " Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna: „FRESTUN FARMANNAVERK- FALLS MED LÖGUM KEMUR ENNÞA TIL GREINA ff — mögulegt að hindra „allsherjaruppgjör” „Ég tel jafnvel ennþá koma til greina aö lögfesta með bráðabirgða- lögum frestun farmannaverkfallsins eða sáttatillögu i því um stuttan tíma,” sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingar- manna og forystumaður í Alþýðu- bandalaginu, í viðtali við DB í gær. Benedikt Davíðsson sagði þó að tómt mál væri að tala um þetta meðan hlutur almennra verkamanna væri ekki leiðréttur með því að láta þá fá 3Vo grunnkaupshækkun. Sú aðgerð, að stöðva farmannaverk- fallið, væri nú miklu erfiðari en hún hefði verið ef ríkisstjómin hefði strax farið rétt að. Þrjú prósentin hefðu strax átt að ganga yfir alla linuna og setja hefði átt vísitöluþak. Jafnframt því hefði átt að fara þess á leit við al- mennu verkalýðsfélögin að þau féll- ust á frestun grunnkaupshækkana til 1. desember. Hann teldi að þau hefðu orðið við þeirri málaleitan við þær aðstæður, nánast öll, en einstakir hópar kynnu að hafa tekið sig út úr. Hefði þá mátt beita lögum til að stöðva slika hópa. Almennir verkamenn hefðu átt að fá þrjú prósentin með lögum frá Alþingi meðan þingið sat. Ekki hefði verið æskilegt að ganga til samninga við atvinnurekendur upp á það eitt að fá þrjú prósentin. Það mundi bægja frá miklum vanda ef enn reyndist unnt að veita almennum verkalýðs- félögum kjarabætur sem hindruðu „allsherjar uppgjör” á vinnu- markaðinum. Benedikt min'nti á kauphækkun flugmanna og þá hækkun sem nú hefði orðið hjá verzlunarmönnum, til samræmis við yfirborganir, að því er sagt væri. Fengju verkamenn nú 3% kaup- hækkun og yröi sett vísitöluþak teldi hann enn mögulegt að þeir féllust á framlengingu samninga til 1. desember. -HH Bólar ekkiá fisk- veröinu Ákvörðun nýs fiskverðs dregst enn á langinn þrátt fyrir að það hafi verið stefna stjómvalda að nýtt verð lægi fyrir 15. maí i ljósi olíuhækkana í vor og síðan í síðasta lagi 1. j úní. Síðasti fundur í yfirnefnd verðlags- ráðs var haldinn á föstudaginn, eftir að nýjustu olíuhækkanafréttir bárust, og hefur ekki verið boðað til fundar síðan. Er það álit nefndarmanna að endur- skoða þurfi allan grundvöjl fisk- verðsins upp á nýtt vegna olíuverðsins og vandinn sé svo stór að stjómvöld verði þar að gripa inn í. Þrátt fyrir óvissuna íhuga sjómenn ekki enn neinar aðgerðir, enda telja þeir sig eiga rétt á uppbótum allt aftur til 15. maí, þegar nýja verðið kemur. -GS. Kjötið ogmjólkin: Síðasti dagur- inn á wlágaw verðinu? „Þetta verður væntanlega síðasti dagurinn sem landbúnaðarvömr verða seldar á ,,lága” verðinu,” sagði Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, í viðtali við DB. ,,Ég tel okkur hafa fengið loforð fyrir því að ríkisstjómin fjalli um verðlagsmál landbúnaðarvara í dag og nýja verðið gangi i gildi frá og með morgundeginum.” Sveinn varðist allra frétta um nýja verðið sem hann dró þó ekki dul á að „lægi á borðinu”. Hann kvað ekki unnt að tala um einhverja ákveðna prósentuhækkun varanna. Hækkunin væri mjög misjöfn, sem m.a. stafaði af því að sama krónutöluhækkun kemur á hverja verðeiningu, hvort sem hún er niðurgreidd eða ekki., ,Af því leiðir að þær vömr sem niðurgreiddar em fyrir hækka tiltölulega miklu meira en hinar sem óniðurgreiddar em,” sagði Sveinn. Það em því síðustu forvöð í dag að kaupa landbúnaðarvörurnar á „gamla verðinu”. -ASt. Það var ekki að sjá að honum Geng Biao varaforsætisráðherra Kina brygði við fisklyktina sem streymdi á móti honum þegar hann gekk inn i hraðfrystihús ísbjarnarins f morgun. í hinu nýja fiskiðjuveri á Grandagarði tóku á móti honum forráðamenn fyrirtækisins, þeir Ingvar Vilhjálmsson og Jón Ingvarsson, leiddu hann um húsið og skýrðu framleiðsluna. BH/DB-mynd Hörður. UBS. iarsL- 5/ '^rrsi i M |. Vinnuveitendur boða verkbann f rá 18. júní: Vinnumálasambandið verður ekki með —þar eru 20% af almennum vinnumarkaði „Við erum ekki með ráðagerðir um svona aðgerðir,” sagði Júlíus Kr. Valdimarsson hjá Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna í viðtali við DB í morgun. í gær samþykkti sam- bandsstjórn Vinnuveitendasambands tslands að boða til almenns samúðar- verkbanns frá og með 18. júní nk„ er nái til allrar starfsemi innan VSt. Aðilar að Vinnumálasambandi samvinnufélaganna eru SÍS, dóttur- fyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki, þ.á m. oUufélag og mörg frystihús. Júlíus Kr. Valdimarsson kvað ekki fjarri lagi að innan Vinnumálasam- bandsins væri 1/5 af hinum almenna vinnumarkaði. Verkbann VSt nær ekki til heilbrigðisþjónustu, neyðarþjónustu, farþegaflutninga, smásöluverzlana með matvörur, útgáfu dagblaða og dreifíngu áburðar og fóðurbætis. VSÍ kveðst jafnframt munu veita undanþágur eftir nánari ákvörðun á hverjum tíma. í fréttatilkynningu frá VSÍ segir að yfirstandandi vinnustöðvanir hafí nú kreppt mjög að atvinnustarfsemi í Iandinu. Stöðvun blasi víða við, markaðsstöðu tslendinga erlendis hafi verið teflt í tvisýnu og með vax- andi notkun útiendra leiguskipa aukist hættan á því að vöruflutningar á sjó færist í hendur erlendra út- gerðarfélaga. Með hliðsjón af þessum aðstæðum megi ljóst vera að Vinnuveitendasambandið geti ekki lengur látið hjá líða að beita virkum aðgerðum til þess að knýja á um skjóta lausn kjaradeilunnar í sam- ræmi við þá kjaramálastefnu, að ekki komi til grunnkaupshækkana á þessu ári, segir ennfremur í fréttatil- kynningu frá Vinnuveitendasam- bandi íslands. -GM. frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 6. JUNÍ1979. Eftir að Kristinn hætti: SAFNAÐ FYRIR TÍMANN „Fjársöfnun til styrktar Tímanum” er fyrirsögn í Tímanum í morgun. Segir þar frá að oft hafi reksturinn á blaðinu gengjð erfiðlega en síðasta ár hafí stein- inn tekið úr, svo nú sé nauðsynlegt að losa blaðið úr þeirri skuldasúpu sem það er í. Þá fyrst verði möguleiki á að breyta blaðinu og bæta eins og hugur aðstandenda blaðsins hefur staðið til. Til að koma fjársöfnuninni af stað hefur starfað undirbúningsnefnd sem í eiga sæti m.a. hinn nýi framkvæmda- stjóri Tímans Jóhann H. Jónsson, Guðmundur G. Þórarinsson o.fl. Svo sem kunnugt er lét Kristinn Finnbogason nýlega af starfi við Tímann eftir margra ára starf og kemur þessi fjársöfnun skömmu eftir að hann læturaf störfum. Síðast þegar efnt var til fjársöfnun- ar til stuðnings íslenzku dagblaði var þaðsöfnun Alþýðuflokksins A-77 árið 1977 til að bjarga Alþýðublaðinu úr skuldasúpu þeirri sem það þá var komiðí. -BH. Úrslitakeppnin íLuzem: Skin og skúrir hjá íslendingunum í 2. umferð úrslitakeppni svæða- mótsins í Bazel í Sviss, sem tefld var í gær, sigraði Guðmundur Sigurjónsson Svíann Karlsson en Helgi Ólafsson tapaði fyrir ísraelsmanninum Kagan. Griinfeld og HObner gerðu-jafntefli og einnig Wadberg og Helmers. Staðan eftir 2 umferðir er því sú að Kagan, ísrael, er efstur með 2 v„ næstir koma Guðmundur, Húbner og Wadberg með 1,5 v. Helgi, Helmers og Grtlnfeld eru með 0,5 v. og Karlsson hefur engan vinning hlotið. Þrír efstu menn vinna sér rétt til þátttöku á millisvæðamóti. í dag teflir Helgi við Húbner og Guðmundur við Wadberg. _________________-GAJ- Farmenn: Skriðurað komastá Undirnefndir farmanna unnu fram á kvöld í gær þar sem lögð var síðasta hönd á texta þann er lagður var fram fyrir samninganefnd kl. lOimorgun. Páll Hermannsson blaðafulltrúi FFSÍ sagði í morgun að ef málið yrði afgreitt yrði næsta skrefið sáttanefnd. Farmenn bæru fyllsta traust til Torfa Hjartarsonar sáttasemjara ríkisins þótt farið hefði verið fram á lausn sátta- nefndar. Með þessum fundum sagðist Páll vonast til þess að skriður kæmist á málin. -JH.,

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.