Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. 3 „Terroristar” íumferðinni Þaðeru --- * hættulegir menn Spurning dagsins Bréfritarí varar við þvi að menn láti skapofsa hlaupa með sig í gönur i umferðinni. Þessir bílstjórar sýnast hinir geðprúð- ustu og spjótum bréfrítara þvi varla beint gegn þeim. DB-mynd Sv. Þ. „Mig langar til að segja ykkur frá reynslu minni af „terroristum” i umferðinni og láta ykkur svo dæma um hvað gera eigi við slíkt fólk. Um tvö atvik er að ræða; lenti ég i öðru en kona mín i hinu. Fyrra at- vikaðist þannig að ég þurfti að snögghemla vegna bifreiðar sem hægði snögglega á sér fyrir framan mig. Slíkt gerist mjög oft í umferðinni en í þetta skipti vindur sér að mér kona, titrandi af bræði og eys yfir mig vænum skammti af óprenthæfum blótsyrðum og skömmum. Þegar hún var orðin uppiskroppa með skammirnar þá benti ég henni vinsamlegast á að líklega þyrfti hún að rifja upp umferðarkunnáttu sína. Seinna atvikið átti sér stað sl. laugardag á Suðurlandsbrautinni og átti kona mín þar í hlut. Atburða- rásin var sú sama og í fyrra tilviki nema að bíllinn sem á eftir konu minni var kom upp að hliðinni á henni, svínaði fyrir hana og snar- stoppaði, þannig að hún þurfti aftur að snarhemla til að forðast árekstur. Vatt sér þá niaður um þrítugt úr bílnuni, eys yl'ir hana svívirðingum og fullyrðir að billinn hafi ekki sýnt bremsuljós o.s.frv. Konu minni varð orða vant, svo mikið brá henni við óbótaskammir mannsins, en fór siðan beint niður á lögreglustöð og bað um að bíllinn, sem er nýskoðaður og í fullkpmnu lagi, yrði athugaður þvi ekki myndi hún treysta sér til að vera á bíl sem ekki væri í fullkomnu lagi. Lögreglan brást mjög vel við og reynslukeyrði bílinn en fann ekkert athugavert og kom með þá tilgátu að liklega hefði umræddur bílstjóri verið með hug- ann við eitthvað annað en umferðina fyrir framan sig. Tók einhver hestímis- gripum á Kjalamesi? i siðustu viku fór jarpur átta vetra hestur úr girðingu að Hofi á Kjalarnesi, en eigandi hans er 12 ára stúlka. Hvarfið uppgötvaðist sl. sunnudagskvöld og komst stúikan að þvi að hesturinn hafði verið á ferli um helgina við þjóðveginn á Kjalar- nesi i nánd við Sjávarhóla. Eftir há- degi á sunnudag var hesturinn við tún á Skrauthólum er þar bar að bifreið og frá henni kom krakki eða unglingur sem beizlaði hestinn, lagði á hann og reið í norðurátt með veginum. Má telja fuilvíst að þetta hafi verið hestur stúlkunnar og hann hefur því verið tekinn i misgripum. Skorar hún á þá sem vita hvar hest- urinn er niðurkominn að hafa samband við DB. Hesturinn er rauðjarpur, frekar smávaxinn, nokkuð úfinn á hár, vel svartur á tagl og fax, klipptur og járnaður. Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Mér er spurn hvort svona „terroristar” geri sér grein fyrir því að með skapofsa sínum geta þeir hæglega komið öðrum bilstjórum það mikið úr jafnvægi að hættulegt sé annarri umferð? Ég vona að þú( sem þarna áttir hlut að máli, kunnir að skammast þín, og til að ekkert fari á milli mála, þá varst þú á ljósbrún- um Bronco með hvítum toppi með fjögurra stafa R-númeri sem byrjaði á 9. Það minnsta sem þú getur gert er að hringja til konu minnar (Jóhanna) og biðja hana afsökunar á dónaskap þínum, (sem ég efast reyndar um að þú gerir). Mér þætti vænt um að þessar línur yrðu birtar, ekki aðeins okkar vegna, heldur einnig allra hinna sem daglega Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum línu, að láta fylgja fullt nafn, heimilisfang, símanúmer (ef um það er að rœða) og nafn- númer. Þetta er lítil fyrirhöfn fyrir bréfritara okkar og til mikilla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir verða fyrir barðinu á óprúttnum „terroristum” í umferðinni. „Ökumaður” sími 30504”. á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Símatimi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum til föstudaga. Reykjavík — Grundartangi — Akrar á Mýrum — Deildartunga — Geldinga- dragi — Reykjavík Sumarferó Varóar er á sunnudaginn Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 kl. 8. Verð farmiða er kr. 7000.- fyrir fullorðna og kr. 5000.- fyrir börn. Innifalið í verði er hádegis- og kvöldverður. * Varðarferðir bjöða upp á traustar ferðir í góðum félagsskap. * IMotið tækifærið og ferðizt um fagurt landslag undir góðri leiðsögn Einars Guðjohnsen. * Allir eru velkomnir í sumarferð Varðar. * Tryggið ykkur miða. * Innrfalið í fargjaldi er hádegis- og kvöldverður. * Miðasala alla daga frá kl. 9—21 í Sjáffstæðishúsinu, II. hæð. * Pantanir teknar í síma 82900. Athugið að rúta fer frá Breiðholti, húsi Kjöts og Fisks. Seljabraut 54 kl. 7.30. Frá Sjálfstæðishúsinu Hafnarfirði kl. 7.30. Frá Sjálfstæðishúsinu Garðabæ kl. 7.40. Frá Hamraborg 1 Kópavogi kl. 7.55. Landsmálafélagið Vörður, ferðanefnd. Stuttogskýrbréf Á að friða hvalinn? Krístin Einarsdóttir: Já, það finnst mér, alla vega minnka vciðarnar. Guðlaug Halldórsdóttir: Já, það held ég, annars veit ég ekkert hverju ég áað svara. Guðný Pálsdóttir: Já, ég er með þvi að hann verði friðaður en á ég er á móti Greenpeace-samtökunum. Pálmar Sigurgeirsson: Vissulega. Ég er alls ekki með þvi að hann verði of- veiddur, það er alls ekki rétta leiðin. Georg Sigurðsson: Já, ætli það ekki. Annars má ég ekki vera að þvi að svara, ég er að flýta mér í vinnuna. Stefán Friðfinnsson: Já, það finnst mér, mér þykir vænt um hvalinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.