Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. GOLFTEPPI ^ fyrir y —stigahús—skrifstof ur AXMINSTER Grensásvegi 8 — Sími 82499 - Smurbrauðstofan BJORNINN Njúlsgötu 49 — Sími 15105 fótstiginn, skurðarlengd 180 cm., plötuþykkt 1.25 mm. Uppl. ísíma 84481 Genf: komuna til Tókió fyrir nokkrum dögum en þangað fór hún með foreldrum sinum i opinbera heimsókn. Auk heimsóknarinnar og viðræðna við stjórnendur Japans situr Jimmy Carter forseti fundi æðstu manna vestrænna iðnríkja um orkuvanda, sem haldin er nú i Tókió. Siðan ætlar hann að halda I opinbera heimsókn til Suður-Kóreu gamla bandamanns Bandaríkjanna í þessum heimshluta. En það er nóg að gera hjá manni sem gegnir störfum forseta Bandarikjanna og þvi hefur forsctinn hætt við að eyða þremur dögum á llonolulu eins og ráð hafði verið fyrir gert á heimleiðinni. í stað þess heldur hann beint til Washington þar sem orku- vandinn og önnur óáran hrúgast upp á borðum forsetans og bíður þar einhverra töfraúrræða hans og ráögjafanna. LAUSSTADA Siaöa æfingakcnnara i raungrcinum og / cða stærðfræöi við Æfinga og tilraunaskóla Kcnnaraháskóla islandscr laus til umsóknar. Laun samkvæmt iaunakcrfi starfsmanna rikisms Umsókmr nu*ð 'ipplvsingum um namsfcril ogstörf skulu hafa borist mcnntamála ráðuncytinu Hverlisgotu ft. Kcykjavik. Ivric 25. juli n.k Umsóknareyöublöð fást i ráðu neytinu. Menntamálaróduneytið, 26. júní 1979. Blikksmíðahnífur til sölu. Nicaragua: Boðað til neyðar- fundarí þingi —sterkur orðrómur um að útnef ndur verði nýr þjóðhöfðingi í stað Anastasio Somoza Þing Nicaragua heldur skyndifund í dag og sterkur orðrómur er um að tilnefndur verði nýr forseti landsins í stað Anastasio Somoza, sem nú virðist algjörlega heillum horfinn. Ekki mun hagur hans hafa batnað er nýr sendiherra Bandaríkjastjórnar 'kom til höfuðborgarinnar Managua i gær. Heitir hann Lawrence Pezzulo og tekur við af sendiherra sem ekki þótti hæfur til neinna sáttaumleitana milli Somoza og sundinista vegna náinna tengsla við hinn fyrrnefnda. í Washington sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins að nýi sendiherrann bæri þau boð til Somoza einræðisherra um að skorað væri á hann að segja af sér. Þrátt fyrir að Somoza sjálfur og fylgismenn hans hafi þráfaldlega neitað orðrómi um að hann ætli að leggja niður völd þykja sér- fræðingunum í Mið- Ameríkumálefnum vangaveltur um slíkt sífellt líklegri. I gær tók forseti Panama á móti fimm manna sendinefnd frá sandinistum, sem berjast gegn Somoza. Nú er farið að nefna fimm- menningana útlagastjórn sundinista. Er Panama eina ríkið, sem viður- kennt hefur hópinn sem slíkan. Svo virðist að allar tilraunir þjóðvarðsliðs Somoza til að hrekja skæruliða á brott brotni á harðri mótspyrnu þeirra. Að sögn talsmanna skæruliða hafa í það minnsta fimmtán þúsund manns fallið í átökunum í Nicaragua það sem af er. Hverjir eru sandinistar, af þvi fer tvennum sögum. Sumir segja að þeir séu útsendarar knmmúnista en aðrir að þeir séu þjóðernissinn..r af ýmsu tagi, sem vilji frelsa þjóð sina undan ógnarstjórn Somoza. Tengsl sundinista við Kúbu og Panama eru þó viðurkennd. hvaða lærdóma sem menn vilja svo draga af þvi. E. N. Lampar Skeifan 3 B. Kennarar 3—4 kennara vantar að grunnskóla Akraness. Einnig vantar tónlistarkennara. Umsóknarfrestur til 10. júlí. Skólanefnd. Allar viðgerðir bíla og stillum bílinn með fullkomnustu tækjum. Pantið tíma í ta'ma. Einnig bjóðum við Ladaþjónustu LYKILL Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smiðjuvegi 20 - Kóp. Ekki samkomulag hjá OPEC ríkjum — Saudi Arabíu heimilað að hafa lægra verð á olíunni til að koma í veg fyrir enn alvarlegri klof ning olíuf ramleiðsluríkja Ríkjunum þrettán, sem undan- farið hafa fundað í Genf tókst ekki að ná samkomulagi um nýtt verð á olíu og þar með eru samtök oliusöluríkja OPEC við það að springa þó svo á síðustu stundu hafi lei 1. að halda þeim saman með málamiðlun. Er hún í því fólgin að Saudi-Arabíu er heimilað að selja olíuna á hærra verði en öðrum ríkjum OPEC samtakanna. Verð á olíu frá olíufram- leiðsluríkjunum mun hækka að meðaltali um 35% frá og með 1. júli næstkomandi. Verður þá verðið frá Saudi-Arabíu, að sögn eins fulltrúa þeirra á Genfarfundinum, 18 dollarar hver tunna í stað 14.55 dollarar hingað til. Lýbía og Alsír hafa þegar tilkynnt að þau muni selja oliu sína á hæsta verði eða 23,5 dollara tunnuna og búist er við því að Nígería og Iran muni fylgja í kjölfarið. Qatar og Ara- bisku furstadæmin eru talin líklegust til að halda sig við Iægri kantinn í verðlagningunni og selja sína oliu á um það bil 20 dollara tunnuna. Saudi-Arabía hefur verið andvíg hærra olíuverði alveg síðan tók að mestu fyrir olíusölu frá íran við byltinguna þar í landi. Sam- komulagið um þetta tvíhliða verð- fyrirkomulag verður staðfest formlega i dag en það á að gilda í þrjá mánuði og verður svo endurskoðað á OPEC fundi í september næst- komandi. REUTER Tókíó: Frakkar leggja fram flóttamannatillögur Fulltrúar Frakka á ráðstefnu iðnríkja i Tókio hafa lagt fram tillögur til lausnar flóttamanna- vandamálinu í Suðaustur-Asíu. Vilja þeir að ríki heims auki mjög móttöku víetnamskrá flóttamanna og verði þá farið eftir höfðatölureglunni þannig að fjölmennustu ríkin og hin efn- uðustu taki tiltölulega flesta flótta- menn á sína arma. Búizt er við harðri andstöðu gegn þessum tillögum Frakka á fundinu Sérstaklega munu Vestur-Þjóðver og Japanir vera henni andvig Báðar þjóðirnar eru sagðar fúsar að auka fjárhagslega aðstoð sína vi flóttamennina en vilja aftur á m engan veginn taka við fleiri af hi svonefnda bátafólki, sem ti þúsundum saman hefur komið Malasíu, Hong Kong og fleiri ríkji þessum heimshluta frá Vietnam.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.