Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979.
Umbólu-
setningar
vegna
ferðalaga
íslendinga
„FÓLK ER YFIRLEITT
OF SEINT Á FERDINNI”
— segir Heimir Bjamason læknir
„Það eru engar skyldur á
bólusetningu í algengustu sólarlanda-
ferðir suður að Miðjarðarhafi en við
brýnuni fyrir fólki að hafa
mænusóttarbólusetningu í lagi,”
sagði Heimir Bjarnason, sem nú
gegnir störfum borgarlæknis, er
Neytendasíða Dagblaðsins hafði
samband við hann og spurðist fyrir
urn hvaða bólusetningum íslendingar
þyrftu áað halda áður en haldið er tii
útlanda.
Að sögn Heimis á mænusóttar-
bólusetning samkvæmt lögum að
vera ókeypis. í spjaldskrá Heilsu-
verndarstöðvarinnar er að finna allar
upplýsingar um mænusóttar-
bólusetningar. Mænusóttar-
bólusetning er gerð á mánudögum frá
kl. 16.30—17.30.
„Síðan ráðleggjum við þeim sem
spyrja taugaveikibólusetningu,”
sagði Heimir, ,,og þeim sem fara til
Afríku frá baðströndunum
ráðleggjum við kólerubólusetningu.
Þessar ferðamannabólusetningar eru
framkvæmdar virka daga nema
miðvikudaga frá kl. 16 til 17,” sagði
Heimir. Hann bætti við, að mjög
lítið væri um skyldur gagnvart
Evrópulöndum. Rúmenía mun þó
gera kröfur um bólusetningu gagn-
vart kóleru. Þær bólusetningar sem
helzt er um að ræða eru við kóleru,
bólusótt og gulusótt, sem er landlæg
i hitabeltislöndunum.
Þau lönd sem gera kröfu til
bólusetningar við kóleru og bólusótt
eru ekki á hinu hefðbundna
ferðasvæði íslendinga en þó mjög
víða. Heilsuverndarstöðin veitir allar
nánari upplýsingar um það í síma
22400. Hér er einkuin um að ræða
lönd í Afríku og hitabeltislóndu
Heimir sagði að það fólk sem
ferðaðist utan hins hefðbundna
ferðasvæðis í Evrópu ætti tímanlega
að hafa samband við Heilsuverndar-
stöðina og fá upplýsingar um þær
bólusetningar sem krafizt er í þeim
löndum sem það ferðast til.
Heimir lagði áherzlu á að fólk
væri yfirleitt of seint á ferðinni þvi
að í þeim tilfellum sem þyrfti að
bólusetja við taugaveiki og kóleru
þyrfti að bólusetja tvisvar og ef vel
ætti að vera þyrftu 4—6 vikur að líða
á milli bólusetninga. Heimir sagði að
ef fólk hefði verið á síðustu stundu
með þetta hefðu þeir látið nægja að
láta líða viku á milli bólusetninga en
æskilegast væri að 4—6 vikur liðu á
milli.
-GAJ-
Mikill skorturá mjólkurvörum:
RÆTIST ÚR EFTIR
7-10 DAGA
— segir Guðlaugur Björgvinsson
stöðvarstjóri
Sigríður hringdi:
Ýmir hefur ekki fengizt i verzlun-
um eftir að verkfalli mjólkurfræð-
inga lauk. Hvernig stendur á því?
Hvenær eigum við von á að fá ýminn
aftur?
Svar: DB hafði samband við Guð-
laug Björgvinsson stöðvarstjó : MS
í Reykjavík vegna þessa máls. Hann
sagði það rétt að ýmir hefði ekki
fengizt í verzlunum eftir að verk-
fallinu lauk. Þar væri þó ekki um að
kenna verkfalli mjólkurfræðinga
heldur farmannaverkfallinu. „Það
hefur ýmislegt farið úr skorðunum
við þetta verkfall. Það er umbúða-
skortur og hráefnisskortur. Það
vantar meira og minna þessar
mjólkurvörur, sem í eru sett einhver
innflutt aukaefni sem hefur vantað
vegna verkfallsins,” sagði Guð-
laugur. „Þannig eru aðeins til tvær
tegundir af jógúrt og svipaða sögu er
að segja af ísnum.
í jógúrt eru notaðar alls konar
sultur sem fluttar eru inn,” sagði
Guðlaugur. Hann saeði varðandi
skortinn á ými að pat væri um að
kenna dósaskorti en bætti þvi við að
hann gerði ráð fyrir að þessi mál yrðu
komin í lag innan 7—10 daga. „Við
hefðum verið komnir með nýjan
drykk á markaðinn ef verkfallið
hefði ekki komið til,” sagði
Guðlaugur. Hér er um að ræða
nokkurs konar eplajógúrtdrykk.
Sagði Guðlaugur að allt væri klárt til
framleiðslu á drykknum nema eplin
vantaði.
-GAJ-
EFLA ÞARF NEYT-
ENDASAMTÖKIN
Kona 1 Hlíðunum hringdi:
Mér hefur virzt a' ‘'’vtendasam-
tökin okkar væru e . liflegri nú
undanfarna mánuði en aorg ár þar á
undan. Sumir segja að fyrst hafi
hlaupið kippur i samtökin eftir að
tómatamálið kom upp í fyrra, en á
það verður að minna að fyrir þann
tíma gerðu samtökin margt gott. En
sem sagt, þau virðast hafa tekið betur
við sér að undanförnu.
Ég vona að þessi jákvæða þróun
samtakanna haldi áfram og fagna
sérstaklega samstarfinu sem komizt
hefur á milli Vikunnar og Neytenda-
samtakanna. Þar hafa samtökin loks
fengið lausn á erfiðu útgáfumáli sinu.
Og auðvitað eru neytendasíður
blaðanna, einkum þó Dagblaðsins,
til gífurlegra bóta. Þetta er síða sem
ég veit að er lesin upp til agna.
Enn má gera betur. Ríkið þyrfti að
styrkja Neytendasamtökin fjárhags-
lega og setja þyrfti lög um hlutverk
þeirra í þjóðfélaginu.
Ekki er krafizt neinna bólusetninga fyrir sólarlandaferðirnar en mænusóttarbóiusetning þarf að vera i lagi.
EGGJASURMJOLK
— svalandi sumarréttur
Að sumarlagi og þegar heitt er í
veðri er gott að borða eitthvað kalt
og svalandi. 1 dag birtum við
uppskrift að eggjasúrmjólk sem er
ákaflega góður réttur. Hana er
upplagt að hafa í hádeginu á heitum
sumardegi með brauði.
Uppskriftin er fyrir 6—8 manns.
2 lítrar súrmjólk 396 kr.
150 gr sykur30kr.
3 egg 250 kr.
2 appelsínur 140 kr.
Byrjað er á því að hræra eggin og
sykurinn saman. Súrmjólkinni er
siðan bætt út i og loks er safinn úr
appelsínunum kreistur út í. Að
lokum er allt þetta hrært áfram í
hrærivélinni i um það bil 3—4
mínútur. Þetta er ákaflega fljótlegur
réttur og hentar mjög vel sem aðal-
réttur í hádeginu á heitum sumardegi.
Réttur þessi verður að teljast heldur
ódýr, 102 kr. á mann ef við reiknum
með að hann dugi fyrir 8 en 136
krónur á mann ef reiknað er með að
þessi uppskrift dugi aðeins fyrir 6.
-GAJ-
m------------►
I.ítrinn af súrmjólk kostar 198
krónur.