Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 24
Hæf ileikakeppni DB og hl jómsveitar Birgis Gunnlaugssonar: BIRGIR ÍSLEIFUR RÆÐUR TÓNLISHNNIANNAÐ KVÖLD Birgir ísleifur Gunnarsson borgar- fulltrúi og jassaðdáandi fær heið- urinn af því að velja hálftíma prógramm fyrir hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar á hæfileika- Kolbrún Sveinbjörnsdútllr og Evelyn Adolfs- dóttir frá Grlndavík komu, sáu og sigruðu I fyrstu atrennu hœfileikakeppui Dagblaösins og hljóm- sveilar Birgis Gunniaugssonar. Sérstaklcga gerði bragur þeirra um „íshússmellumar" í Gríndavík mikla lukku. Hér eru þær ásamt Birgi Gunnlaugs- syni hljómsveitarstjóra sem átli hugmyndina að hæfileikakeppninni og hefur allan veg og vanda afhcnni. DB-mynd Hörður Vilhjáímsson. keppninni að Hótel Sögu á sunnu- dagskvöldið. Auk þess leika keppendurnir þrír listir sínar og Dansflokkur JSB kemur í heimsókn. — Það er annar riðill hæfileika- keppninnar sem fer fram á sunnudagskvöldið. Þeir sem reyna með sér á hæfileikasviðinu að þessu sinni bjóða upp á fjölbreytilegar kúnstir. Laga- höfundurinn, Geir Björnsson frá Höfn í Hornafirði, syngur eigin lög og leikur með á gítar. Grétar Hjalta- son, eftirherma frá Reykjavík, fær nokkra kunna menn til að segja vel valin orð og Bragi Henningsson ætlar að sýna listir s'mar á hjóli, ekki þó þríhjóli eða tvíhjóli, heldur einhjóli. Nokkrir byrjunarörðugleikar urðu á fyrsta keppniskvöldinu síðasta sunnudag. Því hefur nú væntanlega verið kippt í lag. Um það bil tvö hundruð áhorfendur komu til að fylgjast með keppninni. Þar komu fram þrjú atriði sem áhorfendur dæma um. Sigurvegarar urðu þær Evelyn Adolfsdóttir og Kolbrún Sveinbjörnsdóttir frá Grindavík. Þær áttu greinilega hug og hjörtu áhorf- enda því að þær hlutu hvorki meira né minna en þrjá fjórðu hluta greiddra atkvæða. Sérstaklega gerði bragur þeirra um „íshúss- meliurnar” í Grindavík góða lukku. Að sögn Birgis Gunnlaugssonar hljómsveitarstjóra má búast við því að jasstónlist skipi nokkurn sess á hæfileikakeppninni annað kvöld. Fyrst og fremst er Birgir ísleifur Gunnarsson mikill jassáhugamaður og lætur áreiðanlega ekki uppáhalds- tónlistina sína vanta á lagalistann. í hljómsveit Birgis Gunnlaugsson- ar eru nokkrir af kunnustu jassleikur um landsins sem alltaf eru til í að láta gamminn geisa. Meðal laga sem heyrast annað kvöld verðaTake Five, sem Dave Brubeck kvartettinn gerði ódauðlegt með flutningi sínum, og einnig ædar hljómsveitin að endur- taka Sverðdansinn frá síðasta sunnudagskvöldi vegna fjölda á- skorana. Fjöldi einstaklinga og hópa hefur látið skrá sig í hæfUeikakeppni Dag- blaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar. Þó er enn hægt að bæta við atriðum á nokkur kvöld. Skráning keppenda fer fram í síma 77616 í dag, á morguii og næstu kvöld þar á eftir. Þar eru einnig veitt- . ar allar nánari upplýsingar um keppnina. Sigurvegari hvers sunnudags- kvölds fær að launum máltíð fyrir tvo í Grillinu á Hótel Sögu. Sigurveg- arar sumarsins koma síðan allir saman á lokakvöldinu í september og keppa til úrslita. Sá sem hlut- skarpastur verður hlýtur að launum hálfs mánaðar sólarlandaferð að verðmæti um 240 þúsund krónur. Auk þess hlýtur hann 100 þúsund krónur í vasapeninga. — Mikið skal til mikils vinna. -ÁT- HÚSBRUNIVIÐ LANGAVATN Sumarbústaður við Langavatn brann um miðjan dag i gær. Stóðu log- arnir út úr þakinu er DB-menn bar að og skömmu seinna féll þakið. Eigandi hússins, Sigurður Bjarnason, áttatíu og tveggja ára gamall, horfði á húsið brenna úr fjarska. Kvaðst hann hafa kveikt upp í arninum og síðan farið út á tún að laga til. Varð honum síðan litið heim að húsinu og sá þá reyk leggja frá þvi. Reyndi hann að slökkva eldinn sjálfur en án árangurs og sviðnaði hár hans talsvert við það. Sigurður flutti hús þetta úr Blesugrófmni fyrir tuttugu og fimm árum og hefur dvalið þar í tómstundum undanfarin ár, m.a. haft þar hesta í útihúsi. -BH. Slökkviliðsmanninum var orðið illilega heitt í baráttunni við eldinn við Langavatn í gær og brá á það ráð að beina vænni gusu undir hjálmbarðið og kæla sig þannig i framan. A minni myndinni má sjá eiganda hússins, Sigurð Bjarnason, horfa á slökkvi starfið. DB-myndir Ragnar Th. Ferðaskrif stof ukóngamir bítast: INGOLFIÞYKIR HART AB FJÁRMAGNA SAM- KEPPNIFRÁ GUBNA —Talið að Sunna skuldi Útsýn 10 milljónir kr.—„Sunna hefur staðið við greiðslur til Útsýnar”—segir Guðni Þórðarson Ferðaskrifstofurnar Sunna og Út- sýn hafa að undanförnu haft með sér nokkra samvinnu í leiguflugi til út- landa. Sjá ferðaskrifstofurnar hvor annarri fyrir ákveðnum sætafjölda í leiguflugi sín á hvorn staðinn, sem þá aðeins önnur hvor þeirra flýgurá. Eftir heimildum sem Dagblaðið telur áreiðanlegar mun ferðaskrif- stofunni Sunnu hins vegar hafa geng- ið erfiðlega að inna af hendi greiðslur til ferðaskrifstofunnar Útsýnar fyrir sæti sem Sunna hefur keypt af þeim. í samtali við DB í gær sagði Guðni Þórðarson, forstjóri ferðaskrif- stofunnar Sunnu hins vegar að Sunna hafi staðið við allar sínar skuld- bindingar og að Sunna hafi staðið við þær greiðslur er henni bar að inna af hendi við Útsýn að því er hann vissi bezt. Upphæðir þær er DB hefur hlerað að Sunna eigi óuppgerðar við Útsýn eru 10 milljónir og muni ferðaskrif- stofukóngarnir Ingólfur og Guðni hittast á mánudag til að gera upp reikning Sunnu hjá Útsýn, því Ingólfi mun þykja hart að þurfa að fjár- magna samkeppnina við sjálfan sig. -BH. frjálst, nháð dagblað LAUGARDAGUR 30. JÚNt 1979. Keflavíkurflugvöllur: Nýrflug- tum tekinn í notkun — Bandaríkjamenn borga brúsann — útgjöld þeirra talin nema um hálfum milljarði Nýr flugturn verður tekinn formlega í notkun á Keflavíkurflugvelli á mánudag. Athöfnin hefst kl. 14 og verða viðstaddir Benedikt Gröndal utanríkisráðherra og Richard A. Erikson sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. í viðtali við Hannes Guðmundsson fulltrúa í varnarmáladeild kom fram að Bandaríkjamenn hafa kostaðgerð flug- turnsins að mestu leyti. Ekki gat ,Hanne.s þó upplýst hve kostnaður við flugturnsgerðina er mikill. Samkvæmt upplýsingum sem Dag- blaðið hefur aflað sér nemur útlagður kostnaður Bandaríkjamanna vegna smíði flugturnsins 1.5 milljón Banda- ríkjadollara eða rúmlega hálfum milljarði íslenzkra króna. -JH. Vandi Flugleiða: Allt sölukerf ið í endurskoðun Hvað kostar að selja hvern far- miða með vélum Flugleiða? Þetta er ein þeirra spurninga sem stjórnendur fyrirtækisins velta fyrir sér þessa dag- ana. Er rétt að vera með allar þessar söluskrifstofur í Evrópu? Helsinki, Kaupmannahöfn, tveir staðir í Sví- þjóð, Osló, Glasgow, Brússel, Amsterdam, Frankfurt, Hamborg, Luxemburg, Dússeldorf, London, Vín, tveir staðir í Frakklandi, Ítalía og Sviss. Allir þessir staðir eru i athugun og stjórnendur Flugleiða vinna nú að því, að kanna kostnað við að selja far- miða félagsins. í því sambandi hefur vaknað sú spurning hvort kannski sé ódýrara að selja miðana hjá almenn- um ferðaskrifstofum heldur en í sölu- skrifstofum Flugleiða víðs vegar um ísland og heiminn. Þetta munu meðal annars vera þau mál sem stjórnendur Flugleiða hyggjast skoða niður í kjölinn á næstu vikum. - ÓG Skemmdimará Kröfluvirkjun: Tjónið enn ekki metið ,,Það hafa ekki verið áætlaðar neinar tölur varðandi kostnað vegna skemmdanna á túrbínunni í Kröfluvirkjun,”sagði Páll Fjygenring ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðúneytinu. „Ráðuneytið bíður nú eftir frekari fréttum af málinu frá Einari Tjörva Elíassyni yfirverkfræðingi við Kröfluvirkjun og á meðan er ekkert hægt að segja um kostnaðinn.” -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.