Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979. 5 Rockville svæðið: Bandaríkjamenn ráða utan girðingarínnar —ekki veríð talin ástæða til þess að giiða af ðll bannsvæði, segir Hannes Guðmundsson í vamarmáladeikl —Ný reglugerð í smíðum sem afmarkar sérstök bannsvæði „Bandaríkjamönnum var afhent ákveðið land , til umráða, en þeir munu ekki hafa girt alveg að mörkum þess,” sagði Hannes Guðmundsson fulltrúi í varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins. í Dag- blaðinu í gær sagði blaðafulltrúi varnarliðsins að yfirráðasvæði Rockville radarstöðvarinnar næði út fyrir girðingu stöðvarinnar, ótilgreint þó. „Það fer ekki hægt aðsegjatil um hve viðfeðmt þetta svæði er utan girðingar, nema bera saman uppdrætti,” sagði Hannes. „Það hefur ekki verið talin á- stæða til þess að girða af öll bannsvæði hersins.” Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum að hermenn hafa grennslast fyrir um mannaferðir. í því tilfelli, sem komið hefur þessum umræðum af stað, þ.e. er tveir íslendingar voru teknir utan girðingar Rockville gerðust þeir ekki brotlegir gagnvart varnarliðinu. Allt þetta svæði er eign íslenzka ríkisins, þrátt fyrir það að það hafi verið afhent varnarliðinu til afnota. íslenzka ríkið á einnig svæðið í kringum herstöðvarnar, en varnar- máladeild hefur það svæði til umsýslu. Það hefur fram að þessu ekki þótt ástæða til þess að fylgjast sér- Radarkúla innan Rockville radarstöðvarinnar á Miðnesheiði. DB-mynd Ragnar Th. staklega með mannaferðum þarna af hálfu ráðuneytisins. Nú er hins vegar í smíðum ný reglugerð. í þeirri reglugerð verða bannsvæði afmörkuð og auglýst sér- staklega. Sú reglugerð ætti því að verða bót á því ástandi, sem nú ríkir. Auglýst verður leyfileg umferð á þessu svæði en sumt er í umsjón varnarliðsins en annað undir stjórn íslenzkra flugmálayfirvalda. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða að þessi reglugerð sjái ^dagsins ljós,” sagði Hannes. -JH. ðvænt hlið á sjórallinu: Dansleikurí Akraborginni íkvöld í tilefni af sjóralli DB og Snarfara verður haldinn dansleikur í Akra- borginni í kvöld á vegum veitinga- hússins Óðals. En fyrr um daginn verður farið með rútubilum (mætt á Austurvelli kl. 14 í dag) og ferðast dálítið um Skagann. Komið verður i bæinn kl. 21 og þá fara allir heim og skipta um föt og gera sig klára fyrir dansleikinn. Kl. 22.30 leggur svo Akra- borgin frá bryggju með allt dansliðið innanborðs. Siglt verður út á Sundin og slegið upp stórdansleik. Dansað verður fram eftir nóttu þar til Akraborgin skilar mannskapnum í land á nýjan leik. Aðgöngumiðar afgreiddir i Óðali. -GM. Hríseyingarþreyttir ábiðeftirferjunni Hríseyingar eru nú oðnir þreyttir á að bíða eftir ferju þeirri sem Seyðfirðingar eru að smiða handa þeim og leysa á samgönguvanda eyjar- skeggja. Upphaflega var um það samið að ferian yrði tilbúin' til afhendingar um mánaðamótin maí-júní, en við það var ekki staðið. Forráðamenn Hríseyinga fóru austur á Seyðisfjörð og féllust þar á að ferjan yrði afhent í miðjum júlí nk. Nú er hins vegar komið á daginn að ekki mun ferjan koma þá. Hefur fyrir- tækið sem smíðar hana m.a. farið fram á frest vegna sumarleyfa starfsfólks, en Hríseyingar vilja ekki una því. Telja þeir sig illa svikna af þessum viðskiptum. Hafa sumir á orði að útlit sé fyrir að ferjan komi ekki fyrr en um næstu jól en það mundi valda eyjar- skeggjum miklum samgöngu- erfiðleikum. -ASt/VS, Hrísey. Auglýsing frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins til fram- leiðenda og innflytjenda niðurlagðs lag- metis. Af marggefnu tilefni vill Heilbrigðiseftirlit ríkisins benda fram- leiðendum og innflytjendum niðurlagðs lagmetis um allt land á, að þeir gæti þess að gæði, pökkun og merking umbúða niðurlagðs innlends og innflutts lagmetis, sem boðið er til sölu,sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara ásamt áorðnum breytingum. Samkvæmt ákvæðum reglugerðar 250/1976 gerir Heilbrigðiseftirlit rikisins eftirfarandi kröfur um pökkun, geymslu og merkingu umbúða niðurlagðs lagmetis: 1. Nafn og heimilisfang framleiðanda eða pökkunarfyrirtækis skal vera skráð á umbúðirnar. 2. Á umbúðunum skal koma fram, að um niðurlagt lagmeti sé að ræða. 3. Á pökkunarstað skal skráð á umbúðirnar dagsetningu pökkunar- dags og siðasta söludags, þannig að kaupendur sjái nefndar dag- setningar greinilega. 4. Umbúðirnar skulu eingöngu myndskreyttar i samræmi við innihald. 5. Á umbúðunum skal geta nettóþyngdar vörunnar og að auki fisk- þyngdar, þar sem það á við. 6. Nafnsog ákveðins eiginleika vörunnarskal getið með greinilegum bókstöfum svo auðvelt sé fyrir kaupendur að taka eftir þeim, þeg- ar sala fer fram. 7. Á umbúðirnar skal skráð innihald vörunnar (innihaldslýsing). Þar skulu koma fram aðalefni hennar svo sem fita, prótein, kolvetni, vitamín og steinefni, upp talin i minnkandi magni. Auk þess skal næringargildi vörunnar gefið upp miðað við 100 gr. Magn leyfilegra aukefna skal getið á umbúðum. 8. Á umbúðum niðurlagðs lagmetis skal standa: „Geymist í kæli (undir 4° C)”, þar sem litið er á niðurlagt lagmeti sem viðkvæm matvæli. Almennt er talið að niðurlagt lagmeti hafi um það bil 6 mánaða geymsluþol sé það geymt í kæli (undir 4° C), þó vill Heilbrigðiseftirlit ríkisins vekja athygli þeirra sem hlut eiga að máli á þvi að ákvörðun á timalengd milli pökkunardags og síðasta söludags verður að byggjast á geymsluþolsrannsóknum framkvæmdum af viðurkenndum opin- berum rannsóknaaðilum. Heilbrigðiseftiriit ríkisins beinir þeim tilmælum til allra heilbrigðis- nefnda að fylgjast náið með að ofangreindum kröfum sé framfylgt. Geymið auglýsinguna. Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Ef þú vissir það ekki þá veiztu það núna að við höfum 58 uppstillt hjónarúm í verzlun okkar. nPllpÉliÉÍI ■ Komduog skoðaðu þau Bíldshöfða 20 - S.,81410-81199 Sýningahöllin - Ártúnshöfða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.