Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979. WmBUÐtt Utgefandc Dagblaðifl hf. Framkvænndastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Valdanarsson. iþróttir Haflur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgránur Páisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Ságurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Honnun: Gufljón H. Pálsson. Lfflsmyndá: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Pormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori. Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. HaUdórsson. RHstjóm Siðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Norðmenn skóku branda Norsku ráðherrarnir, sem hingað komu til viðraeðna um Jan Mayen, skóku brandana á blaðamannafundi í Oslo í fyrradag. Þeir höfðu í hótunum við íslendinga og gáfu í skyn, að þeir væru albúnir í loðnustríð, sem íslendingar mundu hafa verra af. Þannig var ógæfulegur aðdragandi að þessum mikil- vægu viðræðum millí þjóða, sem gjarnan kalla sig frændur og bræðraþjóðir. Norðmennirnir gáfu í skyn, að óheftar loðnuveiðar kæmu til greina, næðist ekki samkomulag í þeim dúr, sem þeir vilja. Knud Frydenlund utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundinum, að hann teldi ekki líkur fyrir, að mikill árangur næðist á fundunum í Reykja- vík. Þar sem innan við 400 mílur eru milli íslands og Jan Mayen, myndast umdeilt svæði. Ef lausn fyndist ekki, yrði um „grátt svæði” að ræða, sagði ráðherrann. Þetta gæti orðið ,,bardagasvæði” loðnustríðs. íslenzkt lög um 200 mílna efnahagslög- sögu taka til þessa svæðis. Norsku ráðherrarnir kváðust mundu biðja íslendinga að framfylgja ekki slíkum lögum. Þeim tilmælum hafa íslenzkir ráðherrar alfarið neitað í blaðaviðtölum. Með þessum hætti sögðu norsku ráðherrarnir þjóð sinni, áður en þeir hófu íslandsför, að þeir mundu mæta til viðræðna í Reykjavík með brugðin sverð. Þess ber að gæta, að yfirlýsingar þeirra á blaðamanna- fundi eru býsna óvenjulegar við slíkar aðstæður, hvar sem er í viðskiptum þjóða. Nær aldrei ganga ráðamenn ríkis til viðræðna með svo hvössum hótunum í upphafi, nema helzt eigi þjóðir í stríði. Vona verður, að úr rætist og dvöl norsku ráðamannanna hér fái þá til að slíðra sverðin og mæta íslendingum með öðru en vopnum á lofti. Ekki þarf að fjölyrða um, hversu ógæfulegt yrði, ef á skylli loðnustríð milli íslendinga og Norðmanna. Þegar þessi pistill er skrifaður, er ekki enn fullreynt, hvernig viðræðunum miðar. Við köllum Norðmenn frændur og vini okkar og gerum þá jafnframt til þeirra þær kröfur, að þeir uppfylli sinn hluta af þeim tengslum. Hins vegar þekkja þeir, sem fylgzt hafa með, að Norðmenn standa jafnan fast á sínu, hver sem í hlut á. Við kynntumst þessu meðal annars í sambandi við samninga við Norðmenn um veiðar innan íslenzku markanna, eftir útfærslu fískveiðilögsögu okkar. Hvernig er staða þessara tveggja þjóða nú? Við þekkjum, að Norðmenn hafa fengið tugi milljarða króna upp í hendurnar vegna olíuverðshækkana síðustu mánuði. Á meðan berjumst við í bökkum, glímum við gífurlega olíukreppu og skerðingu þjóðar- tekna. Vafalaust mun mörgum íslendingum finnast, að Norðmönnum sæmi ekki að ganga til okkar með skekna branda, þegar um ræðir mál, þar sem bæði sómi okkar og mikilvæg efnahagsleg gæði eru í veði. Norskir ráðamenn leggja eðlilega mikið upp úr her- vörnum íslands. Þeir hafa sjálfír búið svo um hnútana, að Noregur hlýtur geisimikinn fjárhagslegan stuðning frá Norður-Ameríku vegna framlags Noregs til NATO- varna. Norðmenn viðurkenna, að varnir á íslandi eru jafnframt einn hinn mikilvægasti þáttur í vörnum Noregs. Engir hafa lagt meira upp úr nauðsyn þess, að ísland hafi bandarískt herlið og aðstöðu til eftirlits með umsvifum Sovétmanna. Margir íslendingar hafa litið á það sem sjálfsagt mál, að í þessu sem öðru séum við tillitssamir við Norðmenn. Margir töldu vafa- laust, að við útfærslu fískveiðilögsögu okkar ættu Norðmenn að njóta „frændseminnar”, þótt umdeilt væri að vonum. Við viljum sýna Norðmönnum skilning og ætlumst til hins sama á móti. Jámbrautir höfuðstoð samgangnanna —mikilvægur liður f baráttu fyrir bættum lífskjörum í þessu fjölmennasta ríki heims í fyrra var lagningu tveggja aðaljárnbrauta lokað í Kína og þær teknar í notkun. I Önnur þeirra er X iarigl'an-Tsong- qing-járnbi autin Tra Xiang’an i Húbei-fylki til Tsongqing í Sitsúan- fylki, sem lokið var i júní. Þetta er þriðja aðaljárnbraut í Kína í austur- vestur. Hin er hin 800 kílómetra langa Zhitseng-Lízhú-lína, frá Zhitsen í Húbei-fylki til Liúzhú, í sjálfstjórnarhéraðinu Gúangxí Zhúang. Þessi önnur aðaljárnbraut i áttinar norður-suður í Kína, sem opnuð var til umferðar 26. desember, liggur samhliða Beijing-Gúangzhú (Peking-Kanton) línunni, fyrstu aðal- járnbrautinni í norður-suður. Við lagningu þessara tveggja nýju járn- brauta þurfti að yfirstíga marga erfiðleika, því að á Ieiðinni eru mis- gengi í jarðlögum, vatnsgrafnir hellar, neðanjarðarár, foksandar og mjúk jarðvegslög. Hinar nýju línur bæta dreifingu járnbrauta í Kína. Þær munu gegna mikilvægu hlutverki við að flýta þróuninni í átt til betri lífskjaa. Til þess að bæta samgöngurnar milli Norðvestur-Kína og annarra ÓLÍK VIDH0RF í KJARAMÁLUM Það er von til þess, að mönnum hafi orðið tíðrætt um kjaramálin að undanförnu. Ekki er nein leið til þess, að unnt sé að gera þeim tæm- andi skil hér, hins vegar verður vöng- um velt yfir afmörkuðu sviði‘þeirra, sem sumir telja einn meginþátt verð- bólgunnar. Fyrir nokkrum mánuðum bárust þær fréttir utanlands frá, að á undan- förnum 10—15 árum hefðu almenn laun i Vestur-Þýzkalandi ekki hækkað nema um sárafá mörk, yfir allan tímann litið, hins vegar hefði kaupmáttur launanna hækkað á sama tima um mörg hundruð pró- sent. Þessi frétt vakti þvi miðuralltof litla athygli, en rifjaðist hins vegar upp nýlega við staðhæfingar Vinnu- veitendasambands íslands þess efnis, að á nokkrum árum hefðu almenn laun íslendinga, í krónum talið, hækkað um 900 prósent en kaup- mátturinn þó aðeins aukizt um örfá prósent. Horft í vestur en haldið í austur Hér skal enginn dómur lagður á sannleiksgildi siðarnefndu stað- hæfingarinnar. Hún gefur hins vegar tilefni til umhugsunar um það hvers vegna launþegasamtök hér á landi og að því er virðist, studd af ýmsum öðrum áhrifaöflum fara í kjaramál- um sínum í gagnstæða átt við þá, sem samtök launamanna í nágrannalönd- unum fara yfirleitt. Hérlendis hefur það verið keppikeflið um áratuga- skeið að hafa krónufjöldann i launa- umslögunum sem allra hæstan án til- lits til kaupmáttarins. í nágranna- löndunum hefur stefnan hins vegar yfirleitt verið sú, að kaupmátturinn væri sem allra mestur, burtséð frá því hver „krónu”fjöldinn væri. Hér er auðvitað um gerólíkar stefnur að ræða og brýna nauðsyn ber til að menn átti sig á því i ríkari mæli en verið hefur, hvað að baki býr. Hver hefur þróunin orðið í nágranna- löndunum? Það er alkunnugt, að i þeim lönd- um, þar sem kaupmáttarstefnan hefur ráðið ferðinni í kjaramálunum, hefir kjaramálastéfnan verið hugsuð og mótuð af forystumönnum jafn- aðarmanna, sem farið hafa með for- ystu í launþegasamtökunum og jafn- framt verið á oddinum fyrir geysiöfl- ugum jafnaðarmannaflokkum, sem gjarnan hafa farið með landsstjórn. En þótt þeir hafi verið i stjórnarand- stöðu hafa þeir yfirleitt rekið ábyrga kjaramálastefnu, sem verið hefur stefna kaupmáttaraukningar fremur en aukins „krónu”-fjölda. Þessa staðreynd getur hvarvetna að líta, hvort heldur menn vilja horfa til Noregs, Svíþjóðar eða Vestur-Þýzka- lands. Það fylgir svo að sjálfsögðu sögunni, að vitaskuld hafa jafnaðar- mannaflokkar þessara landa notað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.