Dagblaðið - 28.07.1979, Side 1
5. ÁRG. — LAUGARDAGUR 28. JULÍ 1979 — 170. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Sumarleikur. Keppnin um sumarmynd DB ’79 stendur nú sem hæst. Dómnefnd valdi nokkrar athyglisverðar myndir sem birtast i dag, á forsiðu og á bls. 13. Forsiðumyndin er eftir Steinunni Guðmundsdóttur.
Jón Oddsson, réttargæzlumaður Sævars Cicielskis:
„Rannsaka þarf hvernig Geir-
f innsmálið tengdist Klúbbnum
og forráðamönnum hans”
Skýrsla fangaprestsins mikilvægt gagn um rannsóknaraðferðir
,,Ég hef ekki ástæðu til að finna að
skipan Þóris Oddssonar vararann-
sóknarlögreglustjóra til að rannsaka
umkvörtunaratriði gæzlufanga á
starfsaðferðum rannsóknardómara,
rannsóknarlögreglumanna og fanga-
varða í svonefndum Geirfinns- og
Guðmundarmálum,” sagði Jón
Oddsson hrl., réttargæzlumaður
Sævars Cicielskis. „Þórir er einn
reyndasti og menntaðasti maður á
þessu sviði.”
Jón kvaðst ætla að vel hafi verið
vandaö til þeirrar rannsóknar er fram
hefði farið en kvaðst leggja mikla
áherzlu á að málið upplýstist fyrir
haustið áður en Hæstiréttur tæki
málin til meðferðar.
„Flókin viðfangséfni og mörg
álitamál koma án efa upp við rann-
sóknina og til þeirr'a verður að taka
afstöðu. Ég býst við miklum yftr-
heyrslum og umfangsmikilli gagna-
öflun, sem þegar er haftn,” sagði
Jón.
Hann kvaðst eiga erfitt með að
fjalla um málið eins og staðan væri í
dag. ,,Þó get ég ekki látið hjá líða að
ítreka það sem ég hef oft áður sagt,
að nauðsyn beri til frekari könnunar
á þeim starfsaðferðum, sem viðhafð-
ar voru við upphaf rannsóknarinnar í
Keflavík, ekki sízt í ljósi þeirra stað-
reynda, er nú liggja fyrir í nýupp-
kveðnum dómi í handtökumálinu í
sakadómi Kópavogs. Gæti þá hugs-
anlega fengizt skýring á hvernig Geir-
finnsmálið tengdist Klúbbnum og
forráðamönnum hans.”
Varðandi skýrslu sr. Jóns Bjarman
fangaprests til ráðherra sagði Jón að
augljóst væri að hún væri þýðingar-
mikið málsgagn. ,,l henni eru mjög
alvarlegar ásakanir i garð rann-
sóknaraðila málsins. Þó ekki sé ann-
að en að þessi skýrsla fangaprestsins
liggur fyrir, hlýtur það að réttlæta
eindregnar kröfur mínar um itarlega
og óvilhalla rannsókn,” sagði Jón.
Jón benti einnig á að sú rannsókn
sem nú fer fram hefði e.t.v. aldrei
þurft að verða staðreynd, ef rann-
sóknaraðilar á. umræddum tíma
hefðu gætt þess nægilega að hafa
réttargæzlumenn sakborninganna
viðstadda við yfirheyrslur, eins og
þeir hefðu óskað eftir, og ný lög
mæltu nú fyrir um að gætt væri.
- ASt.
Hæfiieikakeppnin: I „Sækist ekki eftir bitlingi” | Sprækustu jámfákamirí
Lagaeinvaldurinnverðurtólffaldur 1-segirEiiertSchram ■ trylltum darraðardansi
— sjá bls. 6 I__________ — sjá bls. 7 I____________________________— sjá bls.15