Dagblaðið - 28.07.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1979.
Pétur Pétursson, sá ágæti þulur,
hefur helgað Alþýðublaðinu og sögu
þess pistil í Morgunblaðinu. Mér,
undirrituðum sagnfræðingi, hefur
hann helgað annan í Dagblaðinu.
Einhvern tímann var sagt að heitast
brenni fyrsta ástin. Það er mér
ánægja að eiga orðastað við baráttu-
krata frá millistríðsárunum — og
góðan kunningja að auki — þó það
verði að segjast sem er, að nokkuð
þykir mér vera farið að slá í hug-
myndafræðina. Baráttugleðin er efa-
lítiðóskert.
Þau sumur, sem ég starfaði hjáút-
varpi, sat ég löngum í þularstofu að
skrafi við Pétur Pétursson. Vart hef
ég, fyrr eða síðar, hitt skemmtilegri
sögumann og enda áttum við sam-
eiginlegt áhugamál: Mannlífsslúður
liðinna áratuga í þessu landi. Ófáar
sögu sagði Pétur mér eins og svo
mörgum öðrum. Sumar sögur hans
voru um viðskipti stórbrotinna per-
sónuleika við fursta bankakerfísins.
Einu sinni í fyrndinni var Stefáni
Jónssyni, þá fréttamanni, fjár vant,
eins og gengur. Hann fór til banka-
stjóra, en þar var lítið um svör, hvað
þá jákvæðar undirtektir. Stefán
kastaði þá fram vísu í nafni Jóns
Pálmasonar á Akri. Stefán fékk nátt-
úrlega víxilinn með það sama. Ófáar
voru snillisögurnar af Thorolf heitn-
um Smith, þegar sá rismikli maður
lenti óvart í tímabundinni fjárþröng.
Einu sinni kom glæsilegur maður til
Péturs Benediktssonar, þá banka-
stjóra. Maðurinn bað um víxil. Það
voru engir peningar til. Maðurinn
sneri til dyra. Bankastjórinn spurði
hann þá hvað hann héti. Svarið:
Dósótheus Timótheusson. Það nafn
verður Landsbankinn að hafa í sinni
spjaldskrá, sagði þá bankastjórinn.
OgDósótheus fékk vbtilinn.
Ég held, að Pétur Pétursson haldi,
að viðskiptalífið á árum áður hafi
allt gengið einhvern veginn svona
fyrir sig. Slíkt er algengur mis-
skilningur rómantískra for-
tíðarhyggjumanna. Ég held, að Pétur
haldi, að einu sinni endur fyrir löngu
hafi eintómir andans menn og
höfðingjar setið á bankastjórastóli.
Síðan hafi allir kúnnarnir artnað-
hvort heitið Dósótheus eða kastað
fyrirvaralaust fram vísum, nema
hvort tveggja haft verið. Mannlífið
hafi verið sem himnasæng. En síðan
þá hafi allt verið á fullri ferð fjand-
ans til. Ég held að Pétri Péturssyni
finnist, að nú komi sviplaus kona of-
an úr Breiðholti og fái eða fái ekki
lán hjá sviplausum útibússtjóra við
Laugaveginn. í viðskiptum þeirra
gerist að minnsta kosti ekkert efni í
skemmtisögu. Ég held, að þetta
finnist Pétri Péturssyni vera afturför.
Ég veit, að þetta finnast mér vera
framfarir.
Það sem mér finnst Pétur Péturs-
son gleyma er að á þessum árum var
meiri fátækt, og í hennar nafni meiri
niðurlæging einstaklinga, heidur en
nú er, þrátt fyrir allt. Víst er órétt-
læti ennþá víða hróplegt, tekju- og
eignaskipting óréttlát. En í meginat-
riðum er óréttlætið nú öðru vísi en
það var þá. Og þessar breyttu
aðstæður krefjast nýs tungutaks,
nýrra baráttuaðferða. Ekki sizt fyrir
tilstilli verkalýðshreyfingar svo og
tækniframfara, og er allur þorri
launþega ekki lengur undirmálsfólk,
sem aðrir þurfa að hjálpa. Mannlífið
nú er fyrir vikið rismeira en það var
þá, guði sé lof. Nú hefur fólkefnaleg-
ar aðstæður til þess að hjálpa sér
sjálft í ríkari mæli en þá var, þó svo
enn sé víða ekki nóg að gert í slíkum
efnum. Ég held, að Pétur Pétursson
sjái enn í hillingum árin þegar Héð-
inn Valdemarsson braut stóla í Gúttó
og Ebbi var settur t tukthús. Þá voru
verkamenn og aðrir launamenn í
stórum stíl svo báglega staddir í efna-
legu tilliti, að þeir þurftu margir
hverjir á aðstoð annarra að halda til
þess að eiga fyrir nauðþurftum handa
börnum sinum. Ég meina það ekki
illa þegar ég segi að Pétur Pétursson
sjái eftir þessu ástandi efnalítils fólks
og guðum líkra bjargvætta þess í
verkalýðsforustu eða á stólum
bankastjóra. Honum finnst eflaust
að í þeirri fortíð, sem hann dýrkar,
hafi verið minni kröfugerð en meiri
innri fullnæging, meiri og safaríkari
menning. í þeirri fortíð, sem Pétur
Pétursson dýrkar, komu menn og
konur á fund í verkalýðsfélaginu til
þess að hlusta á upplestur úr fínum
bókmenntum. Nú finnst honum
ekkert slíkt gerast. Hvílík afturför!
Kjarni málsins er sá, að ég held að
Pétri Péturssyni skjótist af sömu á-
stæðum og rómantískum mönnum
skýzt oft. Fjarlægðin hefur gert hans
fjöll heiðblá. Því hvað sem segja má
um verkalýðsforustu og aðferðir
hennar á árinu 1979, þegar umbjóð-
endur hennar eru ekki undirmálsfólk
nema að litlum hluta, þá er það auð-
vitað fyrst og fremst hennar verk, að
þessi tíð er af og kemur vonandi
aldrei aftur.
Þessi fortið á sér einnig annað
baksvið, sem heldur ekki er skemmti-
legt. Gróðabrall — sem er annað en
heilbrigður atvinnurekstur — og
okkur Pétri Péturssyni þykir senni-
lega ámóta lítið til koma, er ekki nýtt
á íslandi. Það er ekki skilgetið af-
sprengi þessa framsóknaráratugs,
þó vissulega hafi það magnazt vegna
efnahagslegrar óstjórnar sem lýsir sér
helzt í óðaverðbólgu. Þetta gróða-
brall er jafngamall íslenzkri iðn-
byltingu um aldamótin síðustu. Þetta
gróðabrall hefur mestan part verið
fjármagnað af bankastjórunum sem
lánuðu Stefáni og Dósótheusi. Sam-
tryggingarkerfi hefur áratugum sam-
an skipt með sér þessum skömmtun-
arstjórastöðum. Og sú saga er öll
heldur óskemmtilegri heldur en
skemmtisögurnar sem Pétur Péturs-
son segir gjarnan af Stefáni og
Dósótheusi.
En ég held, og vil rökstyðja
nánar, að á skuggahlið þessarar sögu,
samhengi íslenzkrar eignastéttar og
bankavalds, beri Pétur Pétursson
ekki skynbragð. Slíkar almennar
hugmyndir um efnahagsmál falla
utan við heimsmynd skemmti-
sögunnar.
Rómantík og
brjóstvit
Pétur Pétursson er á móti raun-
vaxtastefnu, sem mér skilst hann telji
ekki vera I samræmi við verkalýðs-
baráttu millistríðsáranna. Hér hefur
mannvitið verið látið víkja fyrir
brjóstvitinu, hér er talað með líffæri
sem er fyrir neðan háls, vinstra
megin, ofarlega, en heldra líffæri,
sem er ofan við hálsinn, er hvílt á
meðan. Pétur sér það, að þegar
raunvextir komast á þurfa heiðurs-
menn eins og Stefán og Dósótheus,
og ékki ófáir aðrir, sem hann hefur
satihúð með, að greiða hærri vexti
fyrst í stað. En málið er það að Krist-
inn Finnbogason, eigendur Kóka-
kóla, Eimskips og Flugleiða þurfa
líka að borga hærri vexti. Og varla
þykir Pétri Péturssyni það verra —
þó ég svo sem hafi ekki hugmynd um
það.
Kjarninn er sá, að hversu svo sem
við kunnum að hafa gaman af
skemmtisögum, þá verðum við fyrst
að beita almennum rökum, sem eru
ekki persónuleg í eðli sínu. Árum
saman hafa vextir verið langt undir
verðbólgustigi. Það hefur þýtt, að
verðmæti þeirra, sem leggja fjármuni
til hliðar, rýrna og fuðra upp. ÞaC
þýðir, ef við beitum höfðinu og lát-
um hjartað á meðan sinna þeirri
starfsemi sem því er ætlað, að æ
færri leggja peninga í banka, nema
þeim sé beinlínis gert skylt að leggja
fyrir. Það þýðir aftur, að æ minna
verður til þess að lána þeim, sem lán
vilja. Það þýðir enn að eftirsóknin
eftir lánsfé, þar sem lántakandi veit
mæta vel, að hann er að eyða fjár-
munum hinna, sem leggja fyrir,
verður óeðlileg. Völd þeirra, sem
skammta þeim fjármagn, verða
einnig óeðlileg. í skjóli þessa ástands
hefur vaxið upp heil forréttindastétt,
sem í samspili við óprúttna
skömmtunarstjóra, hefur getað
ráðstafað eignum annarra í skjóli
þenslu, öðru nafni verðbólgu, fært
eignir í stórum stíl til. Auðvitað er sá
hópur orðinn óþyrmilega stór, sem
hefur beinan hag af þessu ástandi.
Það er hin eiginlega forréttindastétt.
Kjallarinn
VilmundurGylfason
Sá hópur hefur einnig orðið vand-
ræðalega stór, sem telur sig hafa
hagnazt á þessu ástandi. Yngra fólk
telur gjarnan, sem þó er skuggaleg
sjálfsblekking, að það hafi byggt
yfir sig með verðbólgu. Um einhverja
kann þetta að vera svo, en um allan
fjöldann ekki.
Rómantísku sögurnar Péturs
Péturssonar eru auðvitað góðra
gjalda verðar. En þar gleymist hin
skuggalegri hliðin. Þar gleymast þær
botnlausu fjármagns- og eigna-
tilfærslur, sem átt hafa sér stað i
skjóli þessa ástands.
Raunvaxtaleiðin er auðvitað engin
endanleg lausn íslenzkra efnahags-
mála. Því hefur enginn haldið fram.
En til þess að hægt sé í alvöru að
huga að öðrum umbótum, svo sem
hvernig skuli skattleggja eignir og á-
góða, þá þarf starfsvettvangur að
vera hreinn og beinn. Raunvaxta-
stefnan er því heilbrigð fyrsta aögerð
fleiri fiskiskipa, þó svo flotinn sé
sannanlega allt of stór til þess að
veiða það aflamagn, sem hægt er að
taka úr sjó. Lúðvík, af brjóstviti
sínu, heldur framtilfinningarökum
um Neskaupstað. En hann reynir
ekki að hugsa um, að hagsmunir
heildarinnar eru aðrir en hagsmunir
Neskaupstaðar í þessu tiltekna máli,
alveg eins og hagsmunir heildarinnar
eru aðrir en hagsmunir tiltekinna ein-
staklinga í vaxtamálum. Það kemur
honum ekki við.
Áratugum saman höfum við rekið
óhagkvæman og niðurgreiddan
landbúnað. Þessi óhagkvæmi land-
búnaður hefur auðvitað stórlega
dregið niður lífskjör allra annarra,
eins og hvert barn skilur. Aftur og
aftur koma hálfgrátandi kallar í út-
varpið og bera á borð rök eins og
þau, að árhundruðum saman hafi
landbúnaðurinn borið uppi manna-
byggð á íslandi, svo það sé ekki til of
mikils mælzt þó svo nú séu höfð svo-
lítil hlutverkaskipti í þessum efnum.
Þetta eru tilfinningarök, og þau ber
út af fyrir sig ekki að vanmeta. En í
nafni tilfinninga eins og þessara eru
lífskjör á íslandi miklum mun lakari
en þau þyrftu að vera. Það er kjarni
málsins. Og mig hefur raunar oft
undrað, hvers vegna baráttumenn í
launþegafélögum, eins og til dæmis
Pétur Pétursson, snúa sér ekki í
rikari mæli að slíkum málum. Land-
búnaður, þar sem framleitt væri í
samræmi við þarfir og einhver
öryggisviðbót að auki, væri margfalt
meiri kjarabarátta fyrir opinbera
starfsmenn heldur en hundrað
sinnum þrjú prósentin sem unnust I
vetur.
Alþýðublaðið
Pétur Pétursson hafði áður
skrifað í Morgunblaðið, sem nú
langvinni taprekstur varð til þess, að
slík fyrirtæki urðu að leita í náðar-
faðm bankakerfisins. Það hafa verið
skuggaviðskipti, hin hliðin á
sjiemmtisögum Péturs Péturssonar.
Slík fyrirtæki, sem stjórnmála-
flokkarnir ráku til skamms tima,
beint eða óbeint, þurftu auðvitað á
að halda mikilli verðbólgu og lágum
vöxtum. Hagsmunir stjórnmála-
flokka, sem réðu fyrir bankakerfi,
fóru óvart saman við hagsmuni alls
kyns braskaralýðs, hvað sem liður
fornum eða nýjum skemmtisögum.
Þetta gerði stjórnmálaflokkana
innlyksa í vafasömum viðskiptum.
Þessi taprekstur í útgáfustarfsemi er
efalítið ein helzta skýringin á því
lokaða samtryggingakerfi flokkanna,
sem ríkti hér í smáu og stóru.
Þegar ný blaðstjórn tók við rekstri
Alþýðublaðsins fyrir ári, var sú
stefna mörkuð að reka lítið og ódýrt
flokksmálgagn, meðan verið væri að
koma því á réttan kjöl og leggja ekki
út í nein tvíeggjuð fjármálaævintýri,
en sníða stakkinn algerlega eftir
vexti. Þetta hefur tekizt. Stjórnmála-
flokkur, sem berst fyrir því að
afnema niðurgreiðslur í landbúnaði
til hagsbóta fyrir bæði landbúnað og
neytendur, getur ekki rekið niður-
greitt blað. Það fer ekki saman.
Þetta þykir okkur skipta máli,
hvað sem líður fortiðarsýnum Péturs
Péturssonar, sem hvort sem er eru
meira eða minna brenglaðar. Á þeim
árum, sem Pétur Pétursson vísar nú
til með velþóknun og segir sögur af
þeim heiðursmanni Leifi Haraldssyni
til bragðbætis, réðust kommúnistar
að jafnarmönnum fyrir það smáræði
að hafa stolið Alþýðuhúsinu hvorki
meira né minna. Alþýðuhúsinu, þar
sem Pétur Pétursson reikaði milli
hæða i rómantísku fári, þar sem
hann át og naut menningarlegrar ná-
vistar við andans tröll, hafði verið
stolið í heilu lagi. Sumum fannst það
nú satt að segja ekki nógu heillandi!
Og sumir yfirgáfu skútuna og gengu í
lið með ákærendunum.
Kjarninn er sá, að nú segja menn,
að langvarandi taprekstur, svik við
aðra í launamálum, vandræði og
leiðindi sem slíkum fyrirtækjarekstri
er samfara, dragi smám saman úr og
eyðileggi að lokum innra siðferðis-
þrek stjórnmálasamtaka. Eg óska
þess, að sú tíð gangi aldrei aftur yfir
Alþýðufiokkinn.
• Langvinnur taprekstur leiddi til skugga-
viðskipta. Hagsmunir stjórnmálaflokka,
sem réðu fyrir bankakerfí, fóru óvart saman
viö hagsmuni alls kyns braskaralýðs, hvaó
sem líður fornum og nýjum skemmtisögum.
í áttina að framtíðarlandi betri lífs-
kjara og aukins réttlætis.
í skjóli verðbólgu brenglast verð-
mætamat, einfaldlega vegna þess að
lausar eignir standa fyrir allt önnur
verðmæti í árslok en þær gerðu í árs-
byrjun. Þess vegna þróast skattsvik
og önnur efnahagsleg óáran í slíku á-
standi.
Pétur Pétursson telur, að
raunvaxtastefnan sé ekki í samræmi
við verkalýðsbaráttu millistríðs-
áranna, þegar Héðinn braut stólinn
og Ebbi fór I tukthús. Ég hef fundað
víða undanfarið ár, meðal annars við
höfnina í Reykjavík. Þar sýnist mér,
að raunvaxtastefna njóti bæði
stuðnings og skilnings. Og af ofur
eðlilegum ástæðum. Þar vinna menn
með skammarlega lág laun. Þessir
menn fjárfesta ekki mikið, þeir vilja
hins vegar gjarnan leggja fjármuni til
hliðar. Þessir menn hafa horft á fjár-
muni sína fuðra upp. Það eru aðrir
en þeir, sem hafa gengið inn i
bankana, fengið peningana þeirra
lánaða, greitt þá til baka á 1/2 verð-
mæti og byggt verzlunarhallir eða
keypt skip í millitíðinni. Slikt á ekk-
ert skylt við heilbrigð viðskipti. Slíkt
er helvítis brask — hvað sem
rómantík Péturs Péturssonar líður.
Þegar Pétur Pétursson skrifar á
móti raunvöxtum, og þykir slíkar
kenningar eiga skylt viðþekktabrask-
ara í heimsbókmenntum, þá þykir
mér hann vera rómantískur kall, sem
beitir fyrir sig brjóstvitinu, en er hins
vegar gersamlega skilningsvana um
allt sem heitir almenn efnahagsmál.
Slikir kallar hafa, því miður, of lengi
haft of mikil áhrif í íslenzkum efna-
hagsmálum. Lúðvík Jósepsson hefur
krafizt lægri vaxta, þótt slíkt sé á-
vísun á meira brask. Lúðvík krefst
virðist bókstaflega vera orðið blað
allra landsmanna, rótarlega
skammargrein um Alþýðublaðið.
Það finnst honum verá ómerkilegur
snepill, aðeins fjórar síður. Hann
saknar þeirrar tíðar millistríðsár-
anna, þegar Alþýðublaðið var
stærra, starfsliðið fjölmennara. Þá
voru í kringum blaðið andans menn
eins og Magnús Ásgeirsson, Vil-
mundur landlæknir og fleiri raunar.
Þá var hægt að fara þangað I kaffi og
segja skemmtisögur af viðskiptum
borgara og bankastjóra.
Nú er þetta ómerkilegur snepill,
óþekktir strákar sem í hann skrifa.
Og þá flytja betri borgarar sig
auðvitað yfir á Morgunblaðið og rita
I það, eins og æskudraumur þeirra
stóð til.
Sannleikurinn er sá, að þessi efni,
Alþýðublaðið og raunvextir, eru
náskyld. Allt frá 1919, nema ef vera
skyldi nokkur ár á velmektardögum
Finnboga Rúts, hefur Alþýðublaðið
verið rekið með tapi. Alþýðublaðið
hefur ekki í gegnum tíðina notið
ómældrar velvildar auglýsenda,
hvorki einkaaðila eða samvinnu-
hreyfingar. Fjármálasaga þessa
blaðs hefur verið hörmungarsaga.
Allt of margir einstaklingar hafa
bitra reynslu af því að hafa starfað á
Alþýðublaðinu. Laun komu seint og
illa. Gárungi sagði mér að í eina tíð,
þegar vandræði hafi verið á Alþýðu-
blaðinu, hafi Guðmundur í. komið
og sturtað úr hattinum sínum, hvað
sem það átti nú að þýða eða fyrir-
stilla. Lengi var þessu blaði haldið á
floti með samskotum. En launa-
kröfur og kröfur blaðalesenda jukust
og það voru auðvitað takmörk fyrir
því, hverju var hægt að safna. Þessi
Að standa
ístað
Pétur Pétursson var baráttukrati á
árum áður. Ég vildi að hann væri það
enn. Nú finnur hann það Alþýðu-
flokknum til foráttu að Alþýðu-
blaðið sé lítið — minna en það var
áður — og að flokkurinn berjist fyrir
raunvöxtum — sem hann gerði ekki
áður.
Ég hef leitazt við að útskýra, að
hvort tveggja er afsprengi nýrra
tíma. Þó svo mannlífsins dýpstu rök
breytist eflaust ekki mikið i aldanna
rás, þá breytast aðstæður engu að
síður. Þessai aðstæður hafa breytzt.
En af hverju er Pétur Pétursson
Alþýðuflokknum svona reiður? Pétri
Péturssyni finnst Alþýðuflokkurinn
hafa versnað frá því hann var í hon-
um. Ég met þetta öðru vísi. Alþýðu-
fiokkurinn hefur vissulega breytzt,
af þeirri einföldu ástæðu að þjóð-
félagið hefur breytzt. Ég meina það
heldur ekki illa, þegar ég segi, að
Pétur Pétursson staðnaði fyrir ára-
tugum og vildi að Alþýðuflokk-
urinn, og þá væntanlega þjóðfélagið,
staðnaði með honum. En þjóðfélag
getur ekki staðið kjurt — og ekki
stjórnmálaflokkur heldur. Það er
stöðug þróun — og mikið af henni
má kalla framfarir.
Ég hef ævinlega samúð með
náttúrlegum íhaldsmönnum sem dá
fortíð sína og sjá hana í hillingum.
En slíkum mönnum er ævinlega hætt
við að sjá aðeins það se'm þeir vilja
sjá. Slikir fortíðarórar geta vissulega
verið gagnlegir, en oftast skemmti-
legir — en menn verða helzt að hafa
svolítið víðari sjóndeildarhring, svo-
lítið fleiri viðmiðanir.