Dagblaðið - 28.07.1979, Page 24
Krístján Ragnarsson, formaður UU:
Þorskaflinn fer langt
yfir300þús. tonn f ár
útvegsmenn ekki bundnir af 290 þúsund tonna hugmynd stjómvalda
„Strax á þríðja mánuði ársins var
mér ljóst að þorskaflinn í ár færi
langt yfir 300 þúsund tonn. Einnig að
tillögur stjórnvalda um takmörkun
þorskveiða, sem útgerðarmenn sam-
þykktu, myndu hvergi nægja til að
stjórnvöld næðu markmiði sínu þess
efnis að aflinn yrði ekki meiri en 280
til 290 þús. tonn,” sagði Kristján
Ragnarsson, formaður Lands-
sambands íslenzkra útvegsmanna, í
viðtali við DB í gær.
Þetta kom fram er hann var,
spurður hvernig útgerðarmenn
hygðust bregðast við síðustu mánuði
ársins ef fast yrði haldið við 290 þús-
und tonna hugmyndina. Miðað við
þorsk á land kominn nú, þýddi það
að mánaðarþorskafli hvers togara
yrði að vera innan við 100 tonn.
„Þetta hámark var aldrei nefnt í
þeim tillögum, sem stjórnvöld sendu
okkur og við féllumst á. Við sáum
það fyrst i fréttatilkynningu um leið
og takmarkanirnar voru birtar 26.
marz,” sagði Kristján.
í ljósi þess væru útvegsmenn ekki
bundnir af tölum, sem ekki hafi verið
nefndar við þá. Einnig væri ómögu-
legt að boða skyndilega enn frekari
takmarkanir síðustu mánuði ársins
þar sem útgerðarmenn hefðu skipu-
lagt árið fyrirfram með tilliti til boð-
aðra takmarkana í ársbyrjun. Ekki
taldi hann loku fyrir það skotið að
fallizt yrði á 20 daga veiðibann í des-
ember, likt og var í fyrra, en frekari
takmarkanir væru ekki á dagskrá af
útgerðarmanna hálfu,
Eins og nú er komið, taldi Kristján
líklegt að þorskaflinn færi upp í
svipað magn og í fyrra, 320 til 330
þúsund tonn, eða 30 til 40 þúsund
tonn umfram hugmyndir stjóm-
valda.
Er Kristján var spurður hvort ekki
væri goðgá að fara svo langt fram úr
hugmyndum stjórnvalda, sem byggð-
ar væru á tillögum fiskifræðinga,
sagði hann svo ekki vera frá sínum
bæjardyrum séð. í ljósi góðra afla-
bragða allt árið væru menn almennt
mjög bjartsýnir á að ástand þorsk-
stofnsins væri mun betra en áætlað
hafði verið.
- GS
frjálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ.
1,4% skatturá
verzlunar-
og skrifstofuhúsnæði:
Verzlunar-
ráðvillað
skatturinn
verði
kærður
„Við útkomu skattskrár hefur kom-
ið í ljós, að skattyfirvöld hafa ekki
heimilað, að þessi sérstaki skattur væri
frádráttarbær á árinu 1978. Þar sem
hér er um töluverðar fjárhæðir að
ræða, t.d. allt að 712.000 króna hækk-
un tekju- og eignarskatts af 100 milljón
króna fasteign og umdeilt vafaatriði,
vill Verzlunarráðið .hvetja þá aðila,
sem gert er að greiða þennan sérstaka
1,4% skatt að kæra þessa málsmeðferð
til skattstjóra og síðan rikisskatta-
nefndar.” Þannig segir í fréttatilkynn-
ingu Verzlunarráðs fslands er DB hefur
borizt.
Sá skattur sem hér um ræðir er 1,4%
skattur af fasteignamati verzlunar- og
skrifstofuhúsnæðis eins og það var í
árslok 1978. Fyrir síðustu áramót sam-
þykkti Alþingi að þessi skattur skyldi
innheimtur. Að mati Verzlunarráðsins
telst þessi sérstaki skattur til frádráttar
til tekju- og eignarskatts vegna tekna
og eigna á árinu 1978, þar sem skattur-
inn hefur myndað skuld hjá eigendum
þessara fasteigna í árslok 1978.
-GAJ
*
59,4% skattahækkun
íEyjum:
Fiskiðjan
greiðir 51
Lunning bátsins laskaðist og geymasýra slettist viða, en að öðru leyti stóðst báturinn þessa eldsldrn ótrúlega vel.
16 tonna fiskibátur valt í „ökuferð” í Kópavogi:
FÓLK Áni FÓTUM FJÖR AÐ LAUNA
DB-mynd Hörður.
„Fólk átti fótum fjör að launa, en
það var lán í óláni, að báturinn valt
fljótlega af vagninum,” sagði Runólfur
Guðjónsson, í viðtali við DB, eftir að
16 tonna fiskibátur laskaðist skömmu
fyrir sjósetningu Kópavogsmegin við
Nauthólsvík síðdegis í gær.
Runólfur er eigandi fyrirtækisins
Flugfisks, sem hafði nýlokið smíði
bátsins úr plasti, fyrir kaupendur á.
Reyðarfirði. Báturinn er metinn á um
49 milljónir króna.
Er dráttarbíll var að slaka vagninum,
með bátnum niður brekkuna fyrir ofan
sjósetningaraðstöðuna, slitnaði drátt-
arvírinn með fyrrgreindum af-
leiðingum.
„Báturinn stóðst þessa eldskírn
ótrúlega vel, skrokkurinn er heill, en
lunning laskaðist og geymasýra
skvettist víða,” sagði Runó:f'ir. Tjónið
nemur þó líklegast mUljónum.
Þetta er stærsta smíði fyrirtækisins
til þessa en það smíðaði bátana, sem>
sigruðu i Sjóralli DB og Snarfara í
fyrra og í ár.
-GS.
Ragnar Arnalds
gaukaði starfiað
flokksbróður sínum:
Alþýðubandalagsskírteini
haldbetra en starfsreynsla
„Svona fara þeir að í
Alþýðubandalaginu, flokknum sem
hvað mest hefur gagnrýnt pólitískar
embættisveitingar,” sagði Kefl-
víkingur við DB. TUefnið var veiting
sttíðu hafnarstjóra í Keflavík, sem
Ragnar Amalds samgönguráðherra
afgreiddi formlega i gær.
Umsækjendur voru fjórir.
Hafnarnefnd mælti með tveimur
þeirra í starfið, én Ragnar gekk fram
hjá báðum og lét 64 ára gamlan
flokksbróður sinn, Ágúst Jóhannes-
son, fá starfið. Sá hefur aldrei
starfað við höfnina, eftir því sem við-
mælendur DB sögðu.
Annar þeirra sem hafnarnefnd
mælti með er Ingólfur Falsson, en
hann er 39 ára. Hann hefur starfað
við höfnina síðan 1964, er bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Keflavík
og stjórnarformaður í Far’manna- og
fiskimannasambandi tslands, svo
eitthvað sé nefnt. DB fékk staðfest að
margir áh 'famenn í Alþýðubanda-
laginu á Suðumesjum töldu eðlUegast
að Ingólfur fengi stöðuna vegna
reynslu hans. Víst má þvi telja að eitt-
hvað muni krauma í flokki sam-
gönguráðherrans vegna ákvörðunar
hans, ef marka má hljóðið í viðmæl-
endum blaðsins í gær.
„Ég sé að frá og með næstu
mánaðamótum fæ ég nýjan yfir-
mann, en mig furðar dálítið að
ráðherrann skuli b .. 1; i umsagn-
ar hafnarstjómar, en einhverra hluta
vegna ekki tekið tillit til hennar,”
sagði Ingólfur Falsson. „Mér er
kunnugt um að umsóknirnar lágu á
skrifborði Ragnars Amalds í a.m.k.
hálfan mánuð. Ég vil ekki trúa öðru
en ráðherra hafi komizt að þeirri
niðurstöðu, að maðurinn sem hann
valdi sé sá hæfasti. Þvi verð ég að
una.”
-ARH.
milljón
Skattskrá Vestmannaeyja hefur
verið lögð fram. Álögð gjöld á 2244
einstaklinga nema 2 milljörðum 24
(milljónum. Álögð gjöld á 134 félög
nema 607 milljónum 377 þúsundum.
Heildarálagning í Eyjum er samtals 2
milljarðar 631 milljón 478 þúsund í ár.
í fyrra var heildarálagningin 1
milljarður 650 milljónir 830 þúsund og
er hækkunin 59,4%.
Af einstaklingum greiðir Sigurður
Þórðarson útgerðarmaður hæst gjöld,
12 milljónir 160 þúsund. Annar í
röðinni er Sigmundur Andrésson
bakarameistári sem greiðir 12 milljónir
6 þúsund og þriðji er Emil Andersen út-
gerðarmaður með 7 milljónir 658
þúsund.
Af fyrirtækjum greiðir Fiskiðjan hf.
hæst gjöld, 51 milljón, 415 þúsund.
Vinnslustöðin hf. greiðir 34 milljónir,
294 þúsund og Fiskimjölsverksmiðjan
hf. greiðir 31 milljón, 80 þúsund.
-GM.