Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979 — 178. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
Tillögur Benedikts:
Islendingar samþykki 200
mílna útfærslu við Jan Mayen
—og fái síðar réttindi innan þeirra marka—af li Norðmanna bundinn við 90 þús. tonn
Tillögur Benedikts Gröndal
utanríkisráðherra, sem hann bar
fram á ríkisstjórnarfundi í gær,
ganga út á að íslendingar fallist á út-
færslu Norðmanna í 200 mílur við
Jan Mayen. Á móti fallist Norðmenn
á að veiða ekki yfir 90 þúsund tonn af
loðnu á þessari vertið og semja síðar
við ísiendinga um réttindi sem
íslendingar fái til að nýta auðlindir
sjávar og hafsbotns innan 200
mílnanna frá Jan Mayen.
Miklar deilur spruttu á fundi land-
helgisnefndar og ríkisstjórnar í gær,
eins og DB skýrði frá í gær. Annars
vegar voru einkum alþýðuflokks-
menn, sem vilja ganga til samninga
við Norðmenn, en hins vegar einkum
alþýðubandalagsmenn, sem ekki vilja
semja aðsinni.
Alþýðubandalagsmenn telja að
nú sc úr sögunni hættan á að , .þriðji
aðili”, svo sem Sovétmenn, fari að
veiða loðnu á þessu svæði á þessari
vertíð. Norðmenn hafi í staðinn verið
hvassari í seinni tíð og Frydenlund
utanríkisráðherra mun hafa sagt við
Benedikt að hann geti ekki stöðvað
norska sjómenn við 90 þúsund tonna
markið. Norðmenn hóti því að fara
fram yfir þetta mark. Alþýðubanda-
lagsmenn segja að íslendingar eigi að
ætlast tii að Norðmenn haldi sig við
90 þúsundin og fara ekki til samninga
fyrr en þaðsé fram komið.
Alþýðuflokksmenn telja mikla
hættu á að Norðmenn fari fram yfir
mörkin, verði annað ekki tryggt í
samningum. Því sé nú rétt að ganga
tilsamninga. -HH.
Skoðanakiinnun DB:
Heldur fleiri á
moti brugginu
— sjábls.9
©
Viskíkrabba-
meinsvaldur?
— sjá erl.fr.
bls.6og7
Hættulausgallií
DC-lOþotu
Flugleiða
— sjá bls. 5
Góðreynslaaf
iðnskólanum
á Litla-Hrauni
— sjá bls.8
•
Skattar múrara-
meistaranna
— sjábls.5
•
Neyðarúrræðið er
skreiðarverkun
— sjábls.8
Nýrflugvöllurí
uppbygginguá
Breiðdalsvík
— sjábls.9
\\\#
ITUR UPP A Sin EINSDÆMI
Leigubíllinn sá arna hefur líkast til verið orðinn leiður á að biða eftir ökumanni sinum 131—147 við Ásgarðinn. Stuðari bilsins og vélarlok skemmdust en engin óhöpp m ðu
svo hanntók á rás upp á sitt einsdæmi. Leigubilstjórinn var að fara með böggul fyrir á mönnum. Billinn var skilinn eftir i gangi og með handbremsu á sem á einhvern hátt
farþega i húsið númer 77 við Ásgarð og er hann kom út aftur sá hann á eftir bilnum. hefur látið undan.
Hafði hann þá tekið strikið og runnið á girðingu og snúrustaura við húsið númer -DB-mynd S.
25 ára hljómlistarmaður í gæzluvarðhald vegna láts Gunnlaugs Melsted:
Mar fannst á höfði hins látna
en allsendis óljóst hvort ryskingar orsökuðu dauða hans
Nú er ljóst að popptónlistar-
maðurinn Gunnlaugur Melsted, sem
lézt á mánudagsmorgun á leið úr
tónleikaferð hljómsveitarinnar Free-
port norður í land, lenti í ryskingum
nokkru áður en fór að draga af
honum.
25 ára hljómsveitarmaður sömu
hljómsveitar tókst eitthvað á við
Gunnlaug og hefur hann verið úr-
skurðaður í allt að 15 daga
gæzluvarðhald að kröfu RLR í þágu
rannsóknarinnar. Átökin urðu á
Holtavörðuheiði en Gunnlaugur lézt í
höndum lögreglu og læknis frá Borg-
arnesi er komu til móts við hljóm-
sveitarbílinn.
Eftir því sem blaðið kemst næst
fannst mar á höfði Gunnlaugs.
Dánarorsök er talin lömun i
öndunarfærum og hjarta. Hafði
hann kennt einhverra þyngsla að
undanförnu.
Hallvarður Einvarðsson,
rannsóknarlögreglustjóri, vildi ekki
staðfesta ofantalin atriði í morgun
þar sem rannsókn stæði yfir. Tók
hann fram að allsendis væri óljóst
hvort rekja mætti dauða Gunnlaugs
til ryskinganna, þær hefðu aðeins
gefið tilefni til náinnar rannsóknar.
Rannsóknarlögreglumenn héldu á
Holtavörðuheiði í morgun í vett-
vangsrannsókn.
-GS.