Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979.
DB á ne ytendamarkaðí
Þetta er ekkert sérlega lystug samloka, þótt hún værl „nýsmurð” og alls ekki
skemmd að neinu leyti.
DB-mynd Bjarnleifur.
CimÍXmA
bmjono
gleymclist
Á dögunum ætlaði blm. Neytenda-
síðunnar að fá sér samloku með roast
beef og remúlaði. Ekki í frásögur
færandi og sendillinn var sendur eftir
brauðinu. Samlokan var frá Brauð-
bæ og blm. fékk vatn í munninn við
tilhugsunina um gómsætar og ljúf-
fengar sneiðarnar, sem voru lunga-
mjúkar viðkcmu.
En þegar til átti að taka var ekki
allt sem sýndist. Gleymzt hafði að
smyrja sneiðarnar með smjöri, kjötið
var ólystugt að sjá, tvær smálufsur
og smáklina af remúlaði til þess að
halda sneiðunum saman.
Blm. fór með samlokuna út í búð
og hélt í einfeldni sinni að þarna
hefðu orðið einhver mistök og vildi
fá aðra samloku, betur smurða.
Stúlkan í „kjötinu” sagði: „Allar
samlokurnar eru svona. Það hefur
aldrei verið kvartað yfir þessu
brauði. Það er alveg nýsmurt.” Blm.
hafði þá orð á að ekkert smjör væri á
sneiðinni. Þá svaraði stúlkan að
bragði að ekki væri það hún sem*'
hefði smurt brauðið. Það hlaut þó að
liggja alveg ljóst fyrir og óþarfi fyrir
hana að hafa orð á því!
Það vantar ekki hótfyndnina gagn-
vart viðskiptavininum!
í rauninni er hið ágæta fyrirtæki
Brauðbær að bregðast viðskiptavin-
um sínum með því að láta svona sam-
lokur frásérfara.
-A.Bj.
LAUSSTAÐA
Dósentsstaða (hlutastaða) i lyflækningum með innkirtlasjúkdóma sem undirgrein i læknadeild
Háskóla Islands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 7. september nk.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa
unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik.
Menntamálaráðuneytið, 3. ágúst 1979.
LEÐURSANDALARNIR
KOMNIR
AFTUR
Litur: Ljósbrúnn
Verð aðeins
7.600.
Laugavegi 11 Rvík, sfmi 21675,
og Vestmannaeyjum, sími 1826.
Mánaðarúttektin:
Sex manna fjölskylda
fékk 161 þúsund
„Mér þykir þú heldur segja mér
gleðifréttir,” sagði Dagný H.
Vilhjálmsdóttir, Álfhólsvegi 78
Kópavogi, er við tilkynntum henni,
að hún væri hinn heppni vinningshafi
mánaðarúttektarinnar fyrir
júnímánuð. Dagný er jafnframt tólfti
vinningshafmn okkar.
Dagný er húsmóðir sex manna
fjölskyldu og í hennar hlut kom
161.664 kr. úttekt, sem hún getur
tekið út í verzlun að eigin vali. Svona
á stundinni var hún ekki tilbúin að.
segja til um hvar hún kysi að verzla.
Upphæðin sem Dagný fékk er sú
upphæð sem reyndist meðaltals-
eyðsla þeirra sex manna fjölskyldna
sem sendu okkur upplýsingaseðla
fyrir júnímánuð.
Dagný hefur verið mjög sam-
vizkusöm að senda okkur inn
upplýsingaseðla. Einnig hefur hún
oft skrifað okkur línu með seðlinum,
sem jafnan hefur verið birt hér á
síðunni.
„Við vorum rétt í þessu að koma í
bæinn úr ferðalagi um Vestfirði. Það
var í mörgu að snúast áður en við
lögðum af stað og ég rétt náði að
henda júníseðlinum i póstkassann
áður en við lögðum af stað,” sagði
Dagný. Greinilegt var að hún var
mjög fegin yfir að hafa ekki látið
það undir höfuð leggjast. Það munar
um minna en hátt í tvö hundruð
þúsund króna framlag til heimilisins.
Langoftast hefur vinningurinn
komið í hlut Reykjavíkur-
fjölskyldna, enda þær tiltölulega
flestar í hópi þeirra sem senda inn
seðla. Hins vegar hefur einnig komið
vinningur í hlut fjölskyldna á Egils-
stöðum, Mosfellssveit, Hafnarfirði,
Seltjarnarnesi, Akranesi, Hornafirði
og Kópavogi. Er Dagný og fjölskylda
hennar önnur Kópavogsfjölskyldan
sem hlýtur mánaðarúttektina. —
Dregið hefur verið úr innsendum
upplýsingaseðlum.
-A.Bj.
Þá er komið að því að fylla út júlíseðilinn. Nú erum við að byrja annað árið okkar í heimilis-
bókhaldinu. Nokkrir hafa verið með ailt árið, en margir hafa sent okkur seðla af og tii, og enn
aðrir byrjuðu á miðju ári og hafa verið með síðan.
Við hvetjum alla til þess að taka þátt í bókhaldinu með okkur. Með því móti stuðla menn að
upplýsingamiðlun, — og venja sjálfa sig í leiðinni á að gefa nokkurn gaum að verðlaginu.
A.Bj.
Upplýsingaseðill
til samanburöar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvað kóstar heimllishaldið?
Vinsamlegást sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í
upplýsingamiðlun meðal alménnings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærð og yðar.
Kostnaður í júlímánuði 1979.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
m hkí v
Fjöldi heimilisfólks
JJi