Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGUST 1979. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjónsson. RHstjómarfulitrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Íþróttir Hallur Sfmonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atíi Steinarsson, Rragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Svorrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Karísson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamloifur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th.- Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing- arstjóri: Már E.M. Haild^rsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskrrftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. ( Aðalsimi blaðsinser 27022 (10 Knur). Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skorfunni 10. Verð i lausasölu: 180 krónur. Verð I áskrift innanlands: 3500 krónur. íslenzkur sjór við Jan Mayen Vinsældir Jan Mayen eru alveg nýjar af nálinni. Eyjan kalda þótti litils nýt fyrr en hafréttarráðstefnur Sameinuðu þjóðanna gerðu strandríkjum kleift að eigna sér víðáttumikil höf og hafsbotna. Norska rikið telur sig hafa átt Jan Mayen í 27 ár. Það „keypti” eyjuna árið 1952 af systrum Birger Jacobsen á 142 þúsund norskar krónur! Þær höfðu „erft” hana eftir bróður sinn árið 1942. Birger þessi Jabobsen var verkfræðingur og kennari, sem kom til Jan Mayen árið 1921 og sló eign sinni á hana. Enginn gerði athugasemd við þetta framtak, enda hafði enginn áhuga á eyjunni. Jacobsen tókst meira að segja árið 1933 að fá Hæstarétt Noregs til að staðfesta, að hann væri eigandi Jan Mayen. Á grundvelli þess úrskurðar „keypti” norska ríkið svo eyjuna löngu síðar. Auðvitað átti Jacobsen aldrei Jan Mayen, hvað sem Hæstiréttur Noregs hefur úrskurðað. Hinn sérvitri verkfræðingur og kennari nýtti eyjuna aldrei sem eign sína. Eignarhaldið var ímyndun. Hæstiréttur íslands gæti alveg eins úrskurðað, að íslendingar þeir, sem sóttu rekavið til Jan Mayen, eigi þessa vinsælu eyju. Þeir höfðu þessa áratugi meiri gögn og gæði af henni en Norðmenn. Tilkall Norðmanna til Jan Mayen byggist mun fremur á því, að þeir hafa um nokkurt skeið haft þar vísindamenn í vetursetu. Þannig hafa Norðmenn „nýtt” eyjuna. Eina rikið, sem getur vefengt eignarhald Norð- manna, er ísland. Jan Mayen er nefnilega á íslenzka landgrunninu. Þannig hafa íslendingar efnahagslegra hagsmuna að gæta þar nyrðra. Svo virðist sem hafréttarráðstefnur Sameinuðu þjóðanna gefí fullvalda ríki eins og íslandi rétt til afskipta af hafsvæðum umhverfis ósjálfstæðar og lítt byggðar eyjar á landgrunni hins fullvalda ríkis. Loðnuveiðar Norðmanna og úthafsflota austan- tjaldsríkja við Jan Mayen sýna, að við náum ekki full- um tökum á fiskistofnum íslenzka landgrunnsins, nema við nýtum rétt okkar við Jan Mayen. Það gætum við gert með því að lýsa sjálfir yfir íslenzkri efnahagslögsögu við Jan Mayen, með þeim fyrirvara einum, að við vildum semja við Norðmenn um sameiginlega lögsögu á svæðinu. Hér er ekki átt við hafið norðan miðlínu, heldur hafið norðan við löngu yfirlýsta 200 mílna efnahags- lögsögu íslands. Tilkall Norðmanna til miðlínu er algerlega marklaust hjal. Auðvitað yrðu Norðmenn mjög reiðir,ef íslendingar gerðu tilkall til landgrunnsins umhverfís Jan Mayen. Þá eigum við bara að verða hissa á reiði þeirra. Þannig eru skákir tefldar. Fyrir Norðmenn og íslendinga skiptir mestu að úti- loka aðrar þjóðir frá fískveiðum við Jan Mayen. Norðmenn hafa staðið sig illa í þeim efnum. Þeir hafa enn ekki lýst 200 mílum umhverfis eyjuna. Við skulum því taka frumkvæðið í okkar hendur og alls ekki láta taka okkur á taugum, þót norrænir veizluvinir okkar gerist háværir. Við skulum segjast reiðubúnir til samninga við Norðmenn. Þeir geta teflt fram Jacobsen sínumi norskum hæstaréttarúrskurði frá 1933 og vetursetu-veðurfræð- ingum á Jan Mayen. Á móti teflum við fram ábyrgð okkar á öllu íslenzka landgrunninu. Norsk stjórnvöld hafa farið langt yfir strikið í frekj- unni gagnvart íslenzkum út af miðlínunni. Nú er tíma- bært að snúa vörn í sókn Það er alltaf frumkvæðið, sem gildir. Það hefði Birger Jacobsen líka sagt. Austur-Þýzkaland: Ungt fólk áhugalítið og aukning f ramleiðslu erfið Fjöldi nýrra bifreiða þýtur um götur Austur-Berlínar og veitinga- húsin bjóða upp á margbreytilega rétti á viðráðanlegu verði. Nú er einnig svo komið, að rústirnar sem voru víðs vegar um borgina frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar hverfa óðfluga fyrir nýjum íbúða- byggingum, sem svara alveg til þeirra krafna, sem gerðar eru til slíkra bygginga hvar sem er í heiminum. Þannig lýsir fréttamaður banda- ríska stórblaðsins New York Times endurkomu sinni til Austur-Berlinar eftir nokkurra ára fjarveru þaðan. Hann hefur aftur á móti eftir einum af eldri félögum í kommúnistaflokki landsins að ekki sé allt sem sýnist um ástandið þar um slóðir þó yfirborðið hafi batnað til muna og lífskjör fólks einnig. Undir niðri sé djúpstæður á- greiningur á milli þeirra sem vilja stefna að sem mestum efnahagslegum framförum og hinna sem vilja láta hina marxisku stefnu ráða ferðinni. Gamli komminn, viðmælandi fréttamannsins, sagði meðal annars: „Líttu í kringum þig hérna á þessari veitingastofu, allir þessir verkamenn sem sitja við borðin eru bygginga- menn sem starfa við fram- kvæmdirnar hér hinum megin við götuna. Ég sé þá hérna á hverjum degi drekkandi kaffi, snafs og bjór alla daga. Þeir eru sjaldnast í vinnunni. Aftur á móti afkasta þeir því sem tilskilið er. Vandinn er sá að kröfurnar um afköst eru löngu úr- eltar,” sagði kommúnistinn. Yfirmaður í einu austur-þýzku ráðuneytanna sagði við frétta- manninn: „Hérna á skrifstofunni eru tuttugíi og þrír starfsmenn en við gætum með góðu móti afkastað verkum þeirra tveir.” Annar yfirmaður stórfyrirtækis sagði að hann mætti ekki segja upp fólki nema að útvega því annað starf og þá jafnvel launað. „Jafnvel þó maðurinn verði uppvís að ítrekuðum vinnusvikum gildir sú regla.” Samkvæmt kenningum Karls gamla Marx þá var nægilegt að uppfylla helztu þarfir fólks til að það ynni störf sín af kappi og sam- vizkusemi. Slíkt hefur reynzt hin mesta firra samkvæmt reynslu KLUKKAN HEF- UR STANSAÐ Það er ákaflega erfitt að skrifa stutta blaðagrein um mikið efni, ekki síst ef efnið stendur nálægt áhugasviði greinarhöfundar. Samt langar mig að gera enn eina tilraun til að leggja orð til umræðu sem ég tel mikla nauðsyn að halda áfram. Þetta er auðvitað umræðan um verkalýðshreyfinguna og stöðu hennar í þjóðfélaginu. Þrjú skilyrði Ég vil í upphafi benda lesendum á það, hvað þessi umræða, eða það litla sem minnst er á verkalýðs- hreyfinguna er veigalítið og hvers konar kveikju þarf til að koma umræðum í gang. Það er raunar furðulegt aö for- senda þess að viðbrögð fáist eru þessi þrjú. Sá sem reifar málin verður að vera sjálfstæðisflokksmaður i fyrsta lagi. í öðru lagi þarf að nota Kjallarinn Hrafn Sæmundsson stílbrögð Vilmundar í textanum og í þriðja lagi má viðkomandi helst ekki vera starfandi í verkalýðs- hreyfíngunni. öll þessi skilyrði uppfyllti Sigurður Líndal, enda komu viðbrögð, þó að þau létu raunar nokkuð ásér standa. Alþýðusambandið gaf út greinar- gerð undir nafni hagfræðings síns og ritstjóri Þjóðviljans skrifaði snjallan pistil með heimspekilegu og bók- menntalegu Ivafi sem varla sést í dag- blöðum síðan Magnús Kjartansson flutti sig til á víglínunni. Einhverjir minni spámenn gripu víst penna en dæmigerð fagleg viðbrögð má segja að hafi orðið þeg- ar stéttarfélag nokkurt neitaði að hlíta leiðsögn Sigurðar út í Viðey, í mótmælaskyni. Sóknarleikur og varnar Það verður ekki sagt að þessar r Enokunarherrar f verkalýðsforystu Að verzla með vinnuafl 1 þeim umræðum, sem orðið hafa um starfsaðferðir á vinnumarkaði, hef ég látið þau orð falla, að verk- fallsrétturinn eins og honum er nú beitt valdi því, að hugtakið frjálsir samningar verði merkingar- og marklaust. Með beitingu hans sé stofnað i hættu ómældum verð- mætum, sem séu ekki í neinu hlutfalli við þá hagsmuni, sem verkfallsmenn hafi af framgangi krafna sinna. Samningar, sem gerðir séu við aðstæður, sem jafna megi til fjár- kúgunar, séu sjaldnast haldnir, enda oftast ógerlegt, og rof þeirra naumast talið siðferðilega ámælisvert. HaFi og allar ríkisstjórnir, hvort sem þær eru kenndar við orðin vinstri eða hægri gengið á gerða samninga eða raskað þeim með öðrum hætti. Við þessi ummæli hefur Jóhannes Siggeirsson hagfræðingur Alþýðu- sambands íslands gert m.a. þessa at- hugasemd í Dagblaðinu 25. júní sl.: ,,f kjarasamningum er samið um verð vinnunnar. f samningum gera Kjallarinn Sigurður Líndal menn hver öðrum tilboð og ef menn ná ekki saman, verður ekki af kaupum. Ef hafnarverkamenn fá ekki þau laun, sem þeir eftir atvikum geta sætt sig við, þá vinna þeir ekki. Hvaða lausn býður S.L. uppá? Ég spyr í fullri alvöru: Er það fjárkúgun að neita að vinna undir slíkum kringumstæðum?” Og í Þjóðviljanum 16. júní sl. segir Engilbert Guðmundsson: „Því að það má hverjum manni ljóst vera að án verkfallsréttar eru frjálsir kjarasamningar merkingar- og marklausir. Kjarasamningar eru einfaldlega samningar um kaup og sölu á vinnuafli. Ef seljandi vörunnar (þ.e. launþegar í þessu tilfelli) hefur fyrir- fram skuldbundið sig til að afhenda vöruna án tillits til þess hvert verð kemur fyrir, þá gefur það auga leið að kaupandanum (vinnuveitanda) er þar með raunverulega gefið sjálf- dæmi um kaupin.” Einokunar- viðskipti á vinnumarkaði Ekki þarf að deila um það, að í kjarasamningum sé samið um verð vinnunnar. — En hver er raunveru- V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.