Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 13
Hirsthmann Úrslit frá Englandi Nokkrir leikir voru háflir í ensk/skozku bikar- kcppninni i gærkvöld og urðu úrslit þeirra sem hér segir: Blackburn Rovers — Preston N.E. 1—1 Blackpool — Burnley 3—2 Bolton Wanderers — Sunderland 2—0 Bury — Oldham Athletic 1—2 Notts County — Sheffield United 0—1 Dunfermline — Partick Thistle 0—1 Morton — Berwick Rangers 4—1 Leikur Morton og Berwich var síðari leikur lið- anna en þann fyrri vann Morton 4-0 og vinnur þvi 8- 1 samanlagt. Vináttuleikir ávíðogdreif Flest liðin í Evrópu eru nú að undirbúa sig af kappi fyrir keppnistimabilin i sinum heimalöndum og nú þessa dagana er mikið um vináttuleiki á milli liða — ýmist frá öðrum löndum eða jafnvel úr öðrum heimsálfum. I gærkvöldi léku Ferencvaros frá Ungverjalandi og FC Brugge frá Belgiu vináttuleik og vann Ferenc- varos 3-0. Pogany skoraði 2 mörk og Nagy eitl. Þá léku einnig Rapid Vij og Dynamo Zagreb frá Júgóslavíu i gærkvöld i Austurriki og varð jafntefli 1-1. Derby County vann Sturm Graz fr-' Austurriki 1-0 í Baseball Ground i gærkvöld mcð inarki Gordon Hill, en laðalleikur kvöldsins var i Vínar- borg þar sem Rapid vann afar óvæntan stórsigur á Ajax frá Amsterdam í vináttuleik. Rapid sigraði 5-1 og voru öll mörk leiksins gerð i fyrri hálfleiknum. Strax á 7. mínútu skoraði Marceo fyrir Rapid og Robert Sara bætti öðru marki viö á 27. mínútu. Þrjú mörk á 15 minúlum gerðu síðan út um leikinn. Þeir Gassclich (34. mín) Pfeiler (38.) og Schachner (39). komu Rapid í 5—0 áður en Sören Lerby, Danskurinn i lifli Ajax, minnkaði muninn í 5-1 á 41. mínútu. Áhorfendur voru 22.000 og höfðu hina beztu skemmtun af enda ekki á hverjum degi sem Ajax taparsvo stórt. Evrópumet Petra Schneider bætti Evrópumet sitt í 200 metra fjórsundi i Brandenburg um helgina er hún synti á 2:14,51 sek., sem er 1.24 sek. betri tími en fyrra met henna, en það var 2:15,75. Heimsmet Tracy Caul- kins er 2:14,07 mín. þannig að Schneider er ekki langt frá því. Þá náði hún einnig bezta tímanum í 400 metra fjórsundi kvenna i ár er hún synti á 4:43,92 mín. West Ham keypti Stuart Person f rá United Stuart Pearson, fyrrum landsliðsmiðherji enska landsliðsins, skrifaði i gærkvöld undir samning við Lundúnaliðið West Ham og má þá búast við að ýmsir aðdáendur West Ham kætist, þar sem Pearson er ætlað afl drifa liflið áfram. Pearson hefur átt við mjög þrálát meiðsli að striða um langan tima og lék t.d. aðeins tvo eða þrjá leiki með Manchester United i fyrravetur. Pearsson var einhver allra skæðasti miðherjinn i ensku knattspyrnunni þegar hann átti ekki við meiðsl að striða og hann átti hvern stórleik- inn á fætur öðrum fyrír enska iandsliðið. Hann hefur verífl mjög markheppinn á ferli sinum en meiðsli æ ofan i æ hafa gert honum lifið leitt. United keypti hann á sinum tima frá Hull City. West Ham hefur að undanförnu verið á höttunum eftir Kees Kist, sóknarmanninum Hollenzka frá AZ '67, en búizt er vifl afl West Ham láti hann sigla sinn sjó eftir að hafa krækt i Pearson. ISLANDSMET Myndina hér að ofan tók Ragnar Sigurjónsson, Ijósmyndari DB í Eyjum, af tslandsmeti Sigurðar T. Sigurðssonar i Herjólfsdal fyrir helgina. Sigurður stökk lcttilega yfir 4,55 metra og munaði minnstu að hann færi yfir 4,65 metra. Má búast við mikilli framför Sigurðar ef hann leggur rækt við iþróttina, en fram til þessa hefur hann Iagt aðaláherzlu á fimleika. Rúmlega 57.000 manns voru staddir á Hampden Park, þegar leikurinn fór fram og var ekki laust við að sumir íslenzku piltanna kiknuðu í hnjáliðun- um fyrirfram allan skarann, sem skipt- ist í tvo hópa. Aðdáendur Rangers fylgdu íslenzku strákunum en Celtic- aðdáendumir fylgdu að sjálfsögðu sínum piltum. Markverðirnir, sem stóðu í markinu á víxl voru engir aular, en þar voru á ferðinni varamarkverðir Celtic og Rangers og annar kappanna Þarna skall hurð nærri hælum við mark Framara. DB-mynd Hörður. DAGBLADIÐ.M1DVIKUDAGUR8.AGÚST1979. ___■_______________________________________________________ 13 WBQm i¥iií fiiiiSfeai i ~SLÆR 0DDUR ENN í GEGN? —Reykjavíkurleikamir í frjálsum íþróttum heff jast í kvöld—Þrír spretthörðustu hlauparar Skoruðu grimmt hjá landsliðsmarkverðinum \ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979. Fram og Þróttur skildu jöf n og munu leika aftur —2-2 eftir f ramlengingu í Laugardalnum í af ar slökum leik í gærkvöld þar sem hvomgt liðið verðskuldaði sigur Reykjavíkurleikarnir i frjálsum íþróttum hefjast i kvöld en þetta mót hefur undanfarin ár verið helzti frjáls- íþróttaviðburðurinn hérlendis með þátttöku erlendra stórstjarna. Nú bregður hins vegar svo við að litið er um fræg nöfn á mótinu og t.d. afboðaði kúluvarparinn Geoff Capes komu sína hingað f gærkvöldi þannig að ekkert verður af einvigi hans og Hreins eins og fyrirhugað var. Hreinn Jóhanna efst eftirfyrsta daginn á lands- mótinuígolfi íslandsmótifl í golfi hófst á Ákureyri i gærdag og reyndar verður einnig leikifl á Ölafsfirði og á Húsavík. í gær hófst keppni i meistaraflokki kvenna, 1. flokki kvenna og 3. flokki karla en i dag fara allir hinir flokkarnir í gang og munum við skýra frá stöðunni i blaðinu eins og hún er eftir hvem dag. Jóhanna Ingólfsdóttir hafði forystu eftir fyrsta daginn hjá konunum með 90 högg (46—44). Önnur var Kristín Þorvaldsdóttir NK með 91 högg (48— 43). Sólveig Þorsteinsdóttir GR var í þriðja sætinu með 94 högg (48—46) en óþekktur kylfingur, Inga Magnúsdóttir GA, var einnig á 94 höggum (47—47). í 1. fl. kvenna var Jónína Pálsdóttir GA efst á 108 höggum, Lóa Sigurbjörns- dóttir GK var á 113 og Patrica Jóns- dóttir og Margrét Guðjónsdóttir voru á 119höggum. í 3. flokki karla leiddi Tryggvi Sæmundsson GA á 93 höggum (48— 45). Jón Gunnarsson GA var annar á 96 höggum (56—46). í þriðja sæti kom Jakob Gunnarsson GR á 98 höge ’m (50—48) og reyndar varRagnar Lár einnig á 98 höggum (48—50). -GS. IR, Selfossi og Þrótti duttu í lukkupottiim var Stuart Kennedy, sem fyrir nokkrum árum var fastamaður i skozka lands- liðinu og lék t.d. flesta leiki Rangers á sl. keppnistímabili. Þrátt fyrir mikla taugaspennu tókst islenzku strákunum að sigra — skoruðu úr 13 spyrnum af 20 en skozku félagar þeirra aðeins úr 12 spyrnum. Ef vikið er aftur að úrslitaleik keppn- innar þá hafði Rangers algera yftrburði allan tímann og var aldrei neini spurning um sigurvegara og þrátt fyrir góða leiki Celtic fyrr í keppninni gegn Clydebank, sem Celtic vann 4-0 og gegn Ðundee United, sem Celtic vann einnig — 3-2 eftir að hafa verið 1-2, náði liðiö sér aldrei á strik gegn Rangers. Jóhannes átti stórgóðan leik gegn Dundee United en var lítt áberandi gegn Clydebank enda virtist svo sem samherjarnir forðuðust að gefa knött- inn á hann enda hefur Jóhannes verið að setja fram fjárkröfur að undan- förnu og er í staðinn beittur ákveðinni pressu. Eftir leikinn sögðu skozku blöðin aö þótt knattspymutímabilið væri rétt að hefjast mætti eiginlega segja að því væri lokið, a.m.k. yrði ekki skorað fallegra mark en Sandy Jardine skoraði í úrslitaleiknum. Að sögns Ólafs Brynjólfssonar sem sá leikinn úti, fékk Jardine knöttinn í eigin vítateig og tók þegar á rás upp völlinn. Þrátt fyrir stöðugar tilraunir leikmanna Celtic, sem voru oft 3 og 4 áeftir honum, til að stöðva hann tókst það ekki og hann hætti ekki fyrr en komið var í vitateig Celtic. Þar lét hann þrumuskot ríða af og knötturinn söng í netinu. Stórkost- legt mark. Piltarnir úr áðurnefndum liðum, þ.e. Fylki, ÍR. Sclfossi og Þrótli eru væntanlegir heini á morgtin en auk þessara liða voru Víkingur, Valur og ÍK öll með sína 3. flokka i Skotlandi. sumar. Var ekki að sjá á leikmönnum að þeir væru að berjast fyrir því að komast í bikarúrslit. Með slíkri spila- mennsku hefur hvorugt liðanna nokkurt erindi í úrslitaleikinn gegn Val eða Akranesi, sem fram fer stðar i mánuðinum. Framlengingin hófst með látum en þau vörðu aðeins í örstutta stund. Strax á 2 mínútu hennar eða á 92. mínútu virtist Pétri Ormslev augljós- lega hrint í vítateignum en Róbert dæmdi ekkert og var það a.m.k. í annað skipti sem hann sleppti að því er virtist augljósri vitaspyrnu í leiknum. í fyrra skiptið sló Marteinn Geirsson knöttinn innan vítateigs — greinilega óviljandi þó — og þar var ekkert nema um vítaspyrnu að ræða. Annars er ekki úr vegi að fjalla dá- litið um þá hliö leiksins sem snýr að dómaranum, án þess að um neins konar hneyksli hafi verið að ræða. Guðmundur Steinsson úr Fram varð oft illilega fyrir barðinu á varnar- mönnum Þróttar og a.m.k. tvívegis fékk hann slæmt spark án þess að dæmt væri. Guðmundur hefur hins vegar sjálfur komið sér í þessa klípu því sífelldur leikaraskapur hans út af engu hefur gert það að verkum að dómarar eru hættir að dæma á brot, jafnvel augljós brot, þegar hann á í hlut. Ógerningur er fyrir dómara að sjá hvort um alvarlegt brot er aö ræða eður ei þegar leikaraskapurinn ræður rikj- um. Þá var óþarfi hjá dómara leiksins að bóka Ásgeir Elíasson fyrir saklaust brot en sleppa síðan Daða Harðarsyni algerlega við tiltal hvað þá annað, er hann braut mjög illa á Pétri Ormslev seint í leiknum. -SSv. Handbolti fyrir bömin Dagana 13.—26. þessa mánaðar hyggst Handknattleiksdeild Hauka gangast fyrir handknattleiksnámsskeifli fyrir börn á aldrinum 6—10 ára og verður þetta framlag deildarinnar til barnaársins. Námskeiflifl mun fara fram á útivellinum við Haukahúsið efla í íþróttasal hússins eftir því hvernig viðrar og er öllum börnum í Hafnar- firði, félagsbundnum jafnt sem ófélagsbundnum heimil þátttaka. Úti- völlurinn við Haukahúsið verður sér- staklega útbúinn í þessu augnamiði og m.a. verður leikið á litlum völlum og notuð mörk af hæfilegri stærð. Þá hafa einnig verið keyptir litlir knettir fyrir börnin, en venjulegir keppnisknettir hafa reynst börnunum erfiðir í með- förum af skiljanlegum ástæðum. Undir lok námskeiðsins verður síðan haldið mót á meðal barnanna og mun það þá verða fyrsta handknattleiksmót sinnar tegundar hér á landi. Lokadag námskeiðsins 26. ágúst, verður efnt til sérstaks Haukadags og eru þá foreldrar eindregið hvattir til að koma með börnum sínum og sjá þau í æfingum og leik. Þá verður Haukahúsið opið og foreldrum og öllum veluonurum félagsins boðið að koma og íylgjast með. Veitingar munu verða á boðstól- Þátttökugjaldinu hefur verið mjög i hóf stillt. Aðeins kr. 1000. Þátt- tökutilkynningum skal komið á fram- færi í Haukahúsinu, sem verður opið alla vikuna og skal þátttökugjaldið greiðast við innritun. Allar nánari upplýsingar gefa ísleifur Bergsteinsson í síma 52451, Þorgeir Haraldsson í síma 51050 og Sigurður Sverrisson í síma 53419. Foreldrar leyfið börnum ykkar að vera með — krakkar mætið öli! Handknattleiksdeild Hauka. —5 piltar úr Fylki, Nú, sem stendur eru fjölmörg íslenzk knattspymulið i keppnis- og æfinga- ferðum erlendis eins og DB skýrði frá fyrir nokkru. M.a. fóru 3. flokkar fjöl- margra liða til Skotlands og er okkur kunnugt um að a.m.k. 7 lið, sem sendu lið til Skotlands til æfinga og keppni. Fjögur þessara liða komustheldur bctur í feitt á laugardaginn eða öllu heldur 5 útvaldir piltar. Þá var háður úrslita- leikur Dryborough Cup bikarkeppn- innar á milli Celtic og Rangers. Rangers vann þann leik örugglega 3-1 en Jóhannes Eðvaldsson var ekki i liði Celtic en hafði leikifl alla leiki liðsins í keppninni fram að úrslitaleiknum. Hvað um þafl víkjum aftur að strák- unum. Fimm piltar, þeir Hörður Guðjónsson og F.ggert Helgason úr Fylki, Hallur Eiríksson úr IR, Emil Ásgeirsson frá Selfossi og Kristján Jónsson úr Þrótti voru valdir i sam- eiginlegt islenzkt lið til þess að keppa við 5 pilta úr unglingaliði Celtic i vita- spyrnukeppni, sem fram fór fyrir leik Rangers og Celtic og i leikhléi. Fram og Þróttur skildu jöfn, 2—2, eftir framlengdan leik i undanúrslitum bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvellinum i gærkvöldi i einum alleiðinlegasta leik sumarsins. Keyrðu leiðindin þó fyrst um þverbak i framlengingu leiksins en þá gerflist nákvæmlega eitt minnisvert atvik. Áhorfendur, sem voru upphaf- lega nokkuð margir, voru farnir að tinast af vellinum og þeir sem eftir voru •hefðu líkast til sofnað ef ekki heffli komið til kvöldnepjan, sem hélt mönnum vifl efnið. Satt að segja hélt maður að þessi lið gætu ekki sýnt jafn- slakan leik og raun bar vitni. Frá upphafi til enda var ínntakið i leiknum sendingar mótherja á milli og niður- staðan varð þar af leiðandi eitt allsherjar hnoð. Til að bæta gráu ofan á svart átti Róbert Jónsson dómari slakan dag, en hann á þó í raun hrós landsins hlaupa ífyrsta skipti saman hefur verið að ná sér á strik afl undan- förnu og fyrír skemmstu kastaði hann 20,69 metra á móti á Húsavik. íslands- met Hreins er 21,09 metrar, sett fyrir rúmum tveimur árum i Sviþjóð. Þótt Capes komi ekki til að glima við Hrein i kúlunni er ekki rétt að segja að lítið verði um erlenda keppendur, en veru- lega fræg nöfn eru ekki á dagskrá. T.d. mun allt italska kastlandsliðið eins og það leggur sig koma hingafl til keppni, en ítalir eiga prýðilega kastlandsliði á aö skipa. M.a. er i þeirra hópi spjót- kastarí, sem hefur kastaö vel yfir 80 metra og mjög góður sleggjukastari auk tveggja 20-metra manna i kúlunni. Keppnin í kvöld hefst með sleggju- kastinu en því miður eigum við enga frambærilega menn í þeirri grein, þannig að búast verður fastlega við því að ítalirnir hirði öll verðlaun þar án fyrirhafnar. Síðan mun kúluvarp karla hefjast og þá langstökkið. Kúluvarpið verður að vanda ein af stórgreinunum og verður fróðlegt að sjá Hrein í keppni við þá ítölsku. Á sama tíma hefst langstökkið en ekki vitum við nákvæmlega hvort þar verða einhverjir útlendingar. Rússar ætluðu að senda 3—4 keppendur á mótið en gáfu ekki upp í hvaða greinum þeir myndu keppa. Þó er vitað að stúlkan í hópnum, Elena Kowaleva, hefur kastað kringlu rúmlega 50 metra bezt. Kl. 19.40 er síðan gert ráð fyrir að 100 metra hlaupið hefjist og þar mætast í fyrsta skipti þeir Oddur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson og Vilmundur Vilhjálmsson. Þeir hafa keppt tveir og tveir saman en aldrei allir þrír í sama hlaupinu og verður gaman að fylgjast með árangri þessara þriggja spretthörðustu hlaupara íslands. Síðan er á dagskránni 800 metra hlaup karla og verðum við að treysta á Jón Diðriksson í þeim efnum. Jón hefur verið mjög sprækur að undan- förnu og t.d. setti hann glæsilegt met í 1000 metra hlaupi í Þýzkalandi í síð- ustu viku er hann bætti 21 árs gamalt Islandsmet Svavars Markússonar um 9/10 úr sekúndu. Jón hljóp á 2:21,4 en gamla metið var 2:22,3 mín. Þá verður 1500 metra hlaup kvenna á dagskrá og síðan 400 metrar kvenna en kvöldinu lýkur með kringlukasti karla ,og 400 metra hlaupi karla. Það ættu að geta orðið mjög skemmtilegar greinar báðar tvær. Óskar Jakobsson bíður nú aðeins eftir „stóra” kastinu og verði heppilegir vindar í kvöld má búast við Dregiðhjá Haukum Dregið hefur verið i happdrætti knattspyrnufélagsins HAUKA. vinningsnúmer eru innsigluð hjá bæjar- fógetanum í Hafnarfirði og verða birt þegar skil hafa verifl gerð. Vinsamlegast gerið skil hið allra fyrsta, svo hægt sé að birta vinnings- númerín sem fyrst. Radíóvirkiim Týsgötu 1 - Simi 10450 því að hann sverfi allverulega að hinu 5 ára gamla meti Erlendar Valdimars- sonar, sem er 64,32 metrar. í 400 metra hlaupinu munu þeir allir hlaupa saman á ný, Sigurður, Oddur og Vilmundur. Vilmundur á bezta tím- ann þessara þriggja en Oddur, sem ekki hefur nema nokkrum sinnum hlaupið 400 metra hlaup, náði 47,4 fyrir stuttu og ætti að veita Vilmundi mjög harða keppni og e.t.v. sigra hann. Þessir kraftakarlar, frá vinstri; Óskar Jakobsson, Hreinn Halldórsson og Guðni Halldórsson, verða allir i sviðsljósinu á Reykjavikurleikunum I kvöld. Útvarps-og sjónvarpsloftnet fyrir litsjónvarpstæki,' magnarakerfi og tilheyrandi' loftnetsefni. Odýr loftnet og gód. Heiidsala Smásala. Sendum i póstkröfu. Þjálfarar! Körfuknattleiksráð Akraness óskar að ráða þjálfara á komandi hausti. Upplýsingar í síma 93—2384. skilið fyrir að þrauka allan þennan tíma. Þessi úrslit i gærkvöld gera það að verkum afl liöin verða að mætast á nýjan leik og er ekki vitað hvenær sá leikur verður. Fyrri hálfleikurinn var afar slakur og það voru aöeins mörkin, sem voru minnisverð. Á 11. mín. tók Pétur Ormslev aukaspyrnu úti á hægri vængnum og gaf vel fyrir þar sem Gunnar Orrason skallaði óáreittur í markið af markteig, 1—0. Á 30. mínútu jöfnuðu Þróttarar eftir að bókstaflegahafasvæftvörnFram. Páll fékk sendingu inn i eyðu og skoraði á gönguhraða framhjá Guðmundi Baldurssyni í markinu. Fyrsta kortérið í síðari hálfleik bar af hvað skemmtanagildi snerti og á 66. mínútu skoraði Marteinn laglega með skalla eftir undirbúning Péturs og Hafþórs,, en sú dýrð stóö ekki lengi. Þróttarar jöfnuðu á 79. mínútu eftir mikinn darraðardans í vítateig Framara og var það Úlfar Hróarsson sem rak endahnútinn á sóknina og jafnaöi. Hvorugt liðið komst í raun nálægt því að skora í leiknum utan þessa og framlengingin var eitthvað það allra slakasta sem boðið hefur verið upp á í Ljótt tap gegn Svíum íslenzka drengjalandsliðifl i knattspyrnu beið í gær stóran ósigur fyrir jafnöldrum sinum frá Sviþjóð á Norðurlanda- mótinu, sem fram fer i Udde- valla þessa dagana. Svíamir sigruðu, 6—2, eftir að hafa komizt í 3—0 í upphafi. Bæði mörk íslands skoraði Ólafur Þór Magnússon úr Keflavik en það dugði skammt þar sem Sviarnir bættu við þremur mörkum og unnu mjög sannfærandi. í dag mætir ísland Dönum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.