Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979.
þeirra í Austur-Þýzkalandi sem og
annars staðar í veröldinni.
Tilraunir með að veita fólki
umbun erfiðis síns með sérstökum
bónusum og akkorðstöxtum hafa
lengi verið í gildi í Austur-
Þýzkalandi. Slíkar aðferðir hafa að
vissu marki gefið góða raun en þykja
nú ekki skila tilaetluðum árangri, auk
þess sem verulegrar andstöðu gætir
nú gegn bónusvinnuskipulagi í
Austur-Þýzkalandi og víðar.
Marxismann skortir þá hvatningu
sem þarf til að einstaklingurinn finni
hjá sér hvöt til að auka afköst sín,
segja andstæðingar kommúnismans.
Flokksmenn í Austur-Þýzkalandi
hafa aftur á móti áhyggjur af því að
ekki virðist fært að fá almenning þar
til að auka afköst við vinnu. Sagt er
að nokkurs tvískinnungs gæti meðal
umræður, sem Sigurður Líndal kom
af stað, hafi verið mjög málefnalegar
eða frjóar. Fyrir utan grein Árna
Bergmanns, sem var í háum gæða-
flokki, þá voru skoðanaskiptin
nokkuð á Vilmundarplaninu. Menn
voru í sóknarleik og varnarleik og
auðvitað endaði allt með jafntefli
eins og venjulega.
Það voru engin spil lögð á borðið
en niðurstaða þeirra sem vörðu
verkalýðshreyfinguna virtist helst
vera sú að verkalýðshreyfmgin hefði
bara ekki meiri völd, þess vegna
gengi baráttan ekki betur. Að vísu
má segja að þegar byrjað er að tala
um að eitthvað gangi ekki nógu vel
þá sé það viðurkenning á því að ein-
hverju sé ábótavant.
En við skulum aðeins líta á um-
mæli forsvarsmanna verkalýðs-
hreyfingarinnar um völdin.
Það virðist nú stundum að verka-
lýðshreyfingin hafi dálitil völd. Hún
getur til að mynda sett útflutnings-
bann á allan útflutning landsmanna
svo eitthvað sé nefnt.
Hins vegar virðist hún ekki hafa
vald til að vemda verkakonu, sem er
meðlimur hennar, þegar þessi kona er
rekin að ósekju úr vinnu hjá einka-
aðila og traðkað á henni. Þá er vald
verkalýðshreyfmgarinnar orðið lítið
og takmarkast nánast við hugsanlega
aðstoð „skrifstofunnar” til að út-
vega konunni aðra vinnu. Þetta atvik
kom upp í verkalýðsbaráttunni í
fyrra og núna nýlega var farand-
verkamaður rekinn úr vinnu fyrir
ungs fólks. Það vilji að greitt sé
eftir afköstum en sé jafnhliða á móti
því að spenna við vinnu sé aukin með
bónuskerfum.
Lítið mun lengur tekið mark á alls
konar slagorðum, þar sem fólk er
hvatt til að herða sig og stjórnvöld
eru mjög hikandi við að hækka þau
mörk sem sett eru um afköst fólks í
hinum ýmsu framleiðslugreinum.
Minningar frá uppreisninni árið 1953
eru enn ferskar í hugum ráðamanna.
Þá hófu byggingaverkamenn í
Austur-Berlín verkfall sem úr varð
hrein uppreisn, sem ekki varð bæld
niður nema með aðstoð sovézkra
herja í landinu. Voru byggingaverka-
mennirnir að mótmæla nýjum
reglum um afköst sem settar höfðu
verið.
Þessir upprennandi Austur-
Þjóðverjar, sem enn dvelja á barna-
heimilum, munu, ef að líkum lætur,
ekki láta Karl gamla Marx blekkja sig
til að afkasta meiru bara hugsjónar-
innar vegna.
þær sakir að benda á aðbúnað þessa
réttlitla fólks. Slík atvik gerast oft og
miklu oftar en fram kemur opinber-
lega og þá stendur verkalýðshreyfing-
inoftastágati.
Ekki með
landnáminu
En þessum einföldu dæmum á
forusta verkalýðshreyfingarinnar
auðvelt með að svara. Vald verka-
lýðshreyfingarinnar er varðað lögum
og reglum, segja þeir. Kannski muna
elstu menn þó eftir því að landnáms-
mennirnir komu ekki með þessi lög
hingað til lands. Það varð að berjast
fyrir hverjum stafkrók.
í þessari staðreynd felst kjarni
þeirrar gagnrýni sem ég hef reynt að
bera fram. Klukkan hefur stansað.
í sambandi við þessi ummæli og
að marggefnu tilefni vil ég taka fram
að ég er ekki óvinur verkalýðs-
hreyfingarinnar og þaðan af síður
forustu hennar. Þvert á móti ber ég
hag verkalýðshreyfingarinnar sér-
staklega fyrir brjósti og ég er
meðlimur hennar. Við verðum ein-
faldlega að binda þær vonir við
verkalýðshreyfinguna að hún setji
klukkuna aftur í gang. Að hún skilji
að hefðbundnar leiðir eru ekki lengur
færar.
Þetta eru stór orð, sem ég vona að
skiljist þó að ég vilji halda mig innan
venjulegra mannasiða í textanum. Og
ég ætla að reyna að rökstyðja þau í
örstuttu máli.
Hafnarverkamaður
Það er engin launung að innan
launþegahreyfingarinnar er mikill
mismunur kaups. Ef við tökum
dæmi um verkamann, sem vinnur við
höfnina, hjá Eimskip, og hins vegar
margnefndan Sigurð Líndal, sem
kennir'úti í Háskóla og tekur laun sín
hjá ríkinu og er í hærri jaðri þeirra
launa þar sem menn skammta sér
ekki sjálfir, þá munar þarna miklu.
Þarna er um að ræða óeðlilegt launa-
misræmi. Þó er þetta ekki það alvar-
legasta í þessu dæmi.
Hitt er alvarlegra að meðan
Sigurður getur skrimt af sinni dag-
vinnu, getur hafnarverkamaðurinn
það ekki. Það er sama hvernig á
málið er litið.
Þarna vildi ég víkja þeirri
spurningu til forsvarsmanna verka-
lýðshreyfingarinnar, hvernig á því
stendur að eftir öll góðærin og þá
staðreynd að íslendingar framleiða
Verkalýöshreyfingin veröur aö setja
klukkuna aftur í gang og skilja, að hefð-
bundnar leiðir eru ekki lengur færar.
meiri peninga en flestar aðrar þjóðir,
þá skuli hafnarverkamaður ekki get-
að brautfætt sig með dagvinnu einni.
Ég er ekki að áfellast einn eða
neinn, en ég spyr: Hefur ekki verið
sofið á verðinum á síðustu tímum?
Ekki hefur verkalýðshreyfinguna
skort vald í kaupgjaldsmálunum og
hún hefur stundum notað þetta vald
óspart til að hækka tölustaflna á
launaseðlunum. Það breytir hins veg-
ar ekki þeirri staðreynd að kaupmátt-
ur dagvinnukaups er neðan við lág-
markslífsframfæri.
Verkalýðshreyfingin hefur sem
sagt tekið sér vald til að knýja fram
kaupbreytingar sem á undanförnum
árum hafa oft ekki leitt til kaupmátt-
araukningar. En hún hefur ekki tekið
sér vald til að standa vörð við bakdyr
peningakerfisins þar sem fjármagnið
streymir út hindrunarlítið. Vald til
þess hefur verkalýðshreyfingin
raunar ekki lagalega séð í dag, en hún
hafði heldur ekkert vald í upphafi.
En hún barðist fyrir því og á sínum
tíma var hún oft talin fara út fyrir
verksviðsitt.
Önnur frumþörf
En ég ætla ekki að skilja við
hafnarverkamanninn alveg strax.
Það er nefnilega önnur frumþörf sem
hann getur ekki fullnægt. Hann þarf
að hafa húsaskjól. Eins og málin
standa i dag hefur þessi ófaglærði
verkamaður nánast enga möguleika
að komast í húsnæði.
í þessu sambandi væri hægt að
rekja afskipti verkalýðshreyfing-
arinnar af húsnæðismálum. Það er
þó ekki rúm til þess hér en á það má
minna að þrátt fyrir það að lífeyris-
sjóðirnir hafi verið gerðir að smá-
bönkum fyrir húsbyggjendur hefur
það ekki leyst neinn vanda og mjög
líklega aukið hann.
Upp úr þessu hefur verkalýðs-
hreyfingin svo haft einn kolsvartasta
blettinn í mannlegum samskiptum
launafólks. Hér á ég við þá staðreynd
að lífeyrisþegar, sem sjóðirnir áttu að
sjá fyrir framfæri hafa allan tímann
liðið skort vegna þessarar sérstæðu
„bankastarfsemi”.
Ég sé enga ástæðu til að draga
neitt undan í þessu efni. Allra síst
núna, þegar verkalýðshreyfingin
hefur tækifæri í höndunum til að
leysa þessi tvö mál á tiltölulega
stuttum tíma með aðstoð vinveittra
stjórnvalda og þeirrar breytingar á
peningakerfinu sem verið er að koma
í framkvæmd í sambandi við verð-
tryggingarmálin, en sú breyting er
svo sannarlega ekki til komin vegna
baráttu verkalýðshreyfingarinnar.
Og nú er greinin orðin allt of
löng.
Ég hef tekið hérna dæmi um
hafnarverkamann. Hann er þrátt
fyrir allt ekki sá verst setti í þjóð-
félaginu. Það eru þúsundir annarra
sem hafa. miklu minna. Þeir eru
kannski ekki allir formlegir meðlimir
verkalýðshreyfingarinnar en þeir eru
fólk engu að síður. Þeir eru minnstu
bræðurokkar. , „
Hrafn Sæmundsson,
prentarí.
II
✓
\
legur samningsaðili? — Hver er
seljandinn?
Áður en því er svarað, verður að
hafa eftirfarandi staðreyndir í huga:
að í reynd kemst enginn hjá því að
vera í stéttarfélagi, m.a. vegna for-
gangsákvæða í kjarasamningum; að
stéttarfélögin hafa einkarétt á að
semja um laun og önnur starfskjör;
að ákvörðun um beitingu verkfalls er
í þeirra höndum; að öllum, sem eru
innan sama félags eða sambands, sem
að verkfalli stendur, er skylt að taka
þátt í því; að kjarasamningar, sem
þannig eru gerðir, hafa áþekkt gildi
og ófrávíkjanleg lög, sem meðal
annars felur í sér, að engum er
heimilt að bjóða vinnu sína á lægra
verði en kjarasamningar greina.
Þetta felur einfaldlega í sér, að
verðleggjandi vinnunnar og handhafi
verkfallsréttarins er ekki laun-
þeginn, heldur stéttarfélag — eða
stéttarfélagasamband — hans.
Afleiðingin verður sú, að það hefur
eins konar einkasölu á vinnuafli
þeirra, er til félagsins teljast — eða
með öðrum orðum einokunar-
aðstöðu í þessum viðskiptum.
Þessi einokunaraðstaða er í reynd
að mestu eða öllu leyti í höndum
forystuliðsins, þar sem stéttarfélögin
lúta almennt fámennisstjórn, sem
oftast hefur öll tögl og hagldir. Hún
ræður yfir fjármagni félagsins, sem
oft er verulegt, hún hefur starfslið sér
til fulltingis og síðast en ekki sízt: hún
hefur aðstöðu til að afla sér þekking-
ar á refilstigu kjarasamninganna.
Þessi fámenna forysta hefur þá
aðstöðu til áróðurs og áhrifa, að
óbreyttir félagsmenn mega sín harla
lítils.
Athugasemdir þeirra Jóhannesar
Siggeirssonar og Engilberts
Guðmundssonar sýna ljóslega, að
þeir rugla saman þeim grundvallar-
réttindum hvers einstaklings að
ráðstafa vinnuafli sínu og þessari
einokunaraðstöðu launþega-
forystunnar. Afleiðingin verður sú,
að athugasemdir þeirra eru að mestu
útí hött.
Sjálfsagður ráðstöfunarréttur
hvers manns á vinnuafli sínu — sem
þeir Jóhannes og Engilbert eru að
ræða um — veldur engum vanda,
heldur sú lögverndaða einokunar-
aðstaða, sem verkalýðsforystan hefur
á verðlagningu vinnuafls. Hún veldur
því, að fráleitt er að kenna kjara-
samninga við frelsi, og þá þeim mun
síður, þegar forystulið launþegasam-
takanna beitir aðstöðu sinni þannig,
að jafna má við fjárkúgun, eins og
t.d. mörg smáhópaverkföll og út-
flutningsbannið 1978 sýna.
Allt sem hér er sagt gæti að sjálf-
sögðu átt við verkbönn — að breyttu
breytanda — ef þeim væri beitt eins
og verkföllum. En til þess hefurekki
komið ennþá, svo að ekki er ástæða
til að orðlengja um þau.
Samtök fá-
mennra hópa
Ráðstöfunarréttur manna á vinnu-
afli sínu veldur fyrst vanda, þegar
honum er beitt sameiginlega eins og
Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendi-
verksmiðjunnar hefur bent á í fyrir-
lestri, sem birtur er í Tímariti lög-
fræðingaá. h. 1978.
Eins og þegar er rakið leggur
íslenzk vinnulöggjöf launþegum þá
skyldu á herðar að hafa samstöðu um
lágmarks verðlagningu á vinnuafli
sínu, þannig að einstaklingsfrelsis
gætirlítt eðaekki.
En jafnvel þótt þessu yrði breytt
og frjáls samstaða launþega kæmi í
stað lögþvingunar, er visast, að fá-
mennir hópar sérhæfðra manna
byndust frjálsum samtökum um
vinnustöðvun með einhverjum hætti í
því skyni að ná óeðlilega háum
launum. Eins og margsinnis hefur
verið bent á veitir sérhæfing og
verkaskipting í nútíma þjóðfélagi
slíkum hópum sérstaka aðstöðu til að
ná fram kröfum sínum.
Gegn slíkum aðgerðum stendur
þjóðfélagið algerlega máttvana,
nema ríkið hafi í þjónustu sinni
kunnáttumenn, sem bundnir séu
vinnuskyldu áþekkri þeirri, sem er í
her.
Til þeirra mætti því grípa, ef efnt
væri til aðgerða eins og að framan er
lýst.
Að vernda laun-
þega f yrir f or-
ystumönnum sínum
í skjóli einokunaraðstöðu sinnar
knýr verkalýðsforystan viðsemjendur
sína atvinnurekendur — og í reynd
einnig rikisstjórnir — til þess að
ganga að samningum um verðlag á
vinnu, sem fela í sér að skipt er verð-
mætum, sem eru ekki til, og allir vita,
að slíkir samningar geta ekki staðizt.
Eru samningarnir frá 22. júni 1977
glöggt til marks um það, en þrívegis
hefur verið hróflað við þeim með
lagasetningu.
Afleiðingunum hefur Jón
Sigurðsson lýst í áðurgreindum fyrir-
lestri sínum efnislega á þessa leið:
Slík samningsgerð kalli þegar á milli-
færslur til mótvægis, venjulega eftir
einhverjar þrengingar í rekstri fyrir-
tækja og örðugleika í stjórnmálum.
Verðbólgan breiði síðan yfir allar
aðgerðir með geysilegum eigna-
tilfærslum frá þeim sem eiga peninga
eða óverðtryggðar bréfaeignir til
þeirra, sem skulda í innlendri mynt,
en eigi jafnframt eignir, sem haldi
verðgildi.
f þessari samningastefnu felist, að
verkalýðsforystan afsali sér geysi-
miklu valdi. Kjarasamningar, sem á-
samt skattalögum ættu öðru fremur
að ákvarða tekjuskiptinguna í þjóð-
félaginu, geri það ekki i reynd, heldur
sé valdinu til að ákvarða veigamikinn
hluta hennar — þann, sem fólgirin sé
í áðurgreindri eignatilfærslu —
skákað til bankastjóra og stjórna
lánasjóða, sem veiti hin eftirsóttu
lán; jafnframt séð stuðlað að óarð-
bærri fjárfestingu, sem rýrir lífskjör.
Ekki eigi þó verkfallastefnan alla
sök, en verkalýðsforystan beri þó
sinn hluta.
Allt hlýtur þetta að vera forystu-
mönnum launþega deginum Ijósara.
— En hvert er þá markmið þeirra?
Það getur ekki verið annað en að efla
stjómmálaáhrif sín, hvað svo sem
hagsmunamálum launþega líði. Er þá
um leið fengin skýring á því, hvers
vegna þeir sækjast jafnt stíft og raun
ber vitni eftir aðild að sjóðssjórnum
af ýmsu tagi og þar með aðstöðu til
að skammta fjármagn. — Annað mál
er svo það, að sjaldnast bera þeir
annað úr býtum en sýndarvöld.
Nú er það ljóst, að ekki verða
gerðar neinar grundvallarbreytingar
á skipan mála á vinnumarkaði í
náinni framtíð, enda óvist, að laun-
þegar teldu sér hag í því. Jafnljóst er,
að verkfallsréttur verður ekki af-
numinn, enda þarf hann ekki að vera
vandamál, ef honum er beitt af hóf-
semd og skynsemd. Það hefur hins ,
vegar ekki verið gert undangengin ár,
og því er nauðsynlegt að setja honum
skorður og skilja betur en gert hefur
verið milli kjaramála og stjórnmála.
— Og þetta ber að gera, ekki sízt til
að vernda launþega fyrir forystuliði
sínu.
Sigurður Líndal,
prófessor.
Q Nauösynlegt er að setja verkfallsréttinum
skorður og skilja betur milli kjaramála
og stjórnmála, ekki sízt til aö vernda launþega
fyrir forystuliöi sínu.