Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979. 5 Skattar múrarameistara skoðaðir: Guðmundur Þengilsson með 38 milljónir —aðrir standa honum langt að baki í dag könnum við skatta tuttugu múrarameistara i Reykjavik og ná- grenni. Guðmundur Þengilsson er lang- efstur á blaði með rúmlega 38 milljónir samtals í opinber gjöld. Næstur honum er Einar S. Einarsson með 6,4 milljónir en sex af þeim tuttugu múrarameist- urum sem við könnuðum greiða innan við eina milljón i opinber gjöld. Rétt er að taka það fram, að i sumum tilfellum eru slysatrygging, líf- eyristrygging, aðstöðugjald og skattur á skrifstofuhúsnæði talsverður hluti af heildargjöldunum. Að öðru leyti ætti listinn að skýra sig sjálfur. -GAJ- Árni Guömundsson, Tekjusk Eignarsk Útsvar Bamabætur Samtals Drápuhlíð 47. Diðrík Helgason, 1.282.760 1.208.715 704.700 100.660 4.044.638 Blönduhlið 26 EinarS. Einarsson, 1.061.368 107.758 427.200 0 1.736.761 Norðurbrún 28. Guðm. Kristinsson, 2.234.231 527.195 889.400 100.660 6.404.909 Brekkuseli 31. Guðm. Þengilsson, 1.489.002 0 790.900 251.646 3.349.734 Depluhólum 5. Guðni Steingrímsson, 13.493.761 519.948 3.261.600 100.660 38.374.145 Lækjarkinn 16, Hf. Hans Blomstcrbcrg 1.810.687 88.851 751.600 100.660 4.744.867 Tunguseli 11. 0 Hjálmar Sveinbjörnsson, 0 379.100 251.646 203.473 Vitastíg 16. Jón Bergstcinsson, 57.852 0 163.200 0 244.105 Fjólugötu 19A Kárí Þ. Kárason, 1.832.705 145.961 671.800 0 2.761.240 Njörvasundi23 Njáll H. Kjartansson, 817.211 129.526 644.000 100.660 2.467.385 Selbraut 20, Seltj.n. Ólafur Pálsson, 501.525 0 391.000 0 1.189.389 Kleifarvegi 8. Ólafur G. Þórðarson, 865.287 189.641 518.600 0 1.653.755 Hlégerði 7, Kópav. Páll Þorsteinsson 667.650 135.344 433.000 553.618 1.575.904 Hjálmholti 6. Sigm. P. Lárusson, 1.149.642 206.270 742.100 0 3.151.858 Langagerði 86. Sigurbjöm Logason, 533.805 91.833 $ 612.200 0 1.722.594 Staðarseli 4. Svavar G. Svavarsson, 69.669 0 263.800 100.660 701.756 Hjaltabakka 12. Vilberg Hermannsson, 314.786 0 371.400 402.632 363.296 Blönduhlið 6. Þórður Þórðarson, 389.092 0 272.900 0 701.268 Skeiðarvogi 97 Þórír Bergsteinsson, 1.184.841 227.165 866.300 0 5.661.958 Háaleitisbraut 18. 19.129 0 371.800 0 636.865 Grafiðímiðaldanístir íBerufirði Mun fleiri nístir en haldið varí fyrstu „Þetta er mun meira en við bjugg- umst við. Rústirnar eru að minnsta kosti 30, jafnvel fleiri,” sagði Guðmundur Ólafsson sem stjórnar fornleifauppgreftri að Gautavík á Berufjarðarströnd. Ásamt Guðmundi og öðrum mönnum frá Þjóðminjasafni eru við uppgröftinn 5 Þjóðverjar, prófessorar við háskól- ann í Múnster og nemendur hans sem talsvert langt eru komnir í námi. Þjóðverjarnir hafa verið hér i 2 vikur og verða í eina í viðbót en íslend- ingarnir eru búnir að vera 3 vikur og verða2 í viðbót. „Rústirnar í Gautavík eru frá miðöldum, að öllum líkindum, þær elztu frá 14. öld. En aldursgreining er erfið enn sem komið er og þær gætu verið eldri. Við höfum einbeitt okkur að 3 rústum í sumar og eru þær á þremur svæðum sem við höfum skipt landinu í. f því sem við köllum fyrsta svæði, og er mjög stórt, eru 15 rústir, á öðru eru svo 8— 10 rústir en á því þriðja er óákveðinn fjöldi enn sem komið er. Þjóðverj- arnir byrjuðu á tveim rústum en hættu fljótlega við aðra því hin var svo flókin og spennandi. Við aftur byrjuðum að grafa í rúst þar sem við héldum að undir væri naust. En í ljós kom hringlaga bygg- Þessa mynd tók Dagbjartur Jónsson fljótlega eftir að uppgröftur f Gautavfk hófst. ing sem reist hefur verið úr múrsteini. Þessi bygging gæti verið frá 15. öld þó erfitt sé að segja til um þaö að svö stöddu. Við höfum ekki hug- mynd um hvað þetta gæti hafa verið. Hringurinn sjálfur er um 2 metrar í þvermál en utan um hann eru 3 hringir sem hlaðnir hafa verið úr grjóti og jafnvel torfl. Undir þessari byggingu er svo önnur sem við erum ekki farnir að grafa upp ennþá. Líklega höfum við ekki tima til þess i sumar en við höldum áfram næsta sumar, hvað sem verður með Þjóðverjana,” sagði Guðmundur. -DS. VIÐSKIPTARAÐHERRA REYNIR NÝJAR LEIÐIR Fjárvöntun ríkissjóðs er öllum kunn. Talað hefur verið um að nú vanti 5—7 milljarða i kassann, svo fjármálaráð- herra haldi jöfnu er upp verður staðið eftir árið. En ráðherrarnir láta ekki deigan síga og reyna sifellt nýjar fjáröflunarleiðir. Þar sem vitað er að aukin skattheimta er óvinsæl verður að reyna nýjar leiðir. Það hefur viðskiptaráðherra nú reynt. Til hans sást nýverið í Tívolí í Kaup- mannahöfn, þar sem hann spilaði allt hvað af tók á spilakassa hins fræga skemmtistaðar. Ekki er vitað hver útkoman var, en tilraunin er virðingarverð. Nýi hafnarstjórinn íKeflavík: „Gústi hæfastur til að hella upp á könnuna” „Það er kunnugt að starfslið hafnarinnar ver mikiu af sínum tima í kaffidrykkju. Það er því mjög mikil- vægt að kaffið sé gott. Gústi hefur tvímælalaust mesta reynslu af þessum umsækjendum í að hella uþp á könnuna. Þessu hefur ráðherrann greinilega gert sér grein fyrir, þótt hafnarnefnd sæist yfir það.” Þetta innlegg i umræðu Keflvik- inga um veitingu embættis hafnar- stjóa þar i bæ á dögunum kemur frá Ólafí Björnssyni, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, og birtist i Suður- nesjatíðindum. Ragnar Arnalds veitti Ágústi Jóhannessyni hafnarstjóra stöðuna en hafnarstjórn mælti með tveimur öðrum umsækjendum. Ágúst hefur aldrei starfað við höfnina, en gengur með flokks- skírteini í Alþýðubandalaginu upp á vasann. „Mér sýnist að ráðherrann hafi með þessu vali á hafnarstjóra lagt höfuðáherslu á vellíöan starfsmanna hafnarinnar, eins og vænta mátti af manni meö hans lífsskoðun,” segir ÓlafurBjörnsson. „Ég tel að menn hafi ekki reynslu í starfi nema þeir hafi gegnt því," segir nýi hafnarstjórinn í Suðurnesja- tiðindum, er hann er spurður hvort ekki hafi verið gengið fram hjá hæfari mönnum við stöðuveitinguna. „Það væri ýmislegt hægt að segja um þaö sem þyrlað hefur verið upp I sorpblöðum, en ég legg mig ekki niður við að svara þvi,” segir hafnar- stjórinn ennfremur. -ARH Hættulaus galli finnst íDC-10 þotu Flugleiða: r ÞARFINOKKRA DAGA VIÐGERÐ —til að koma ívegfyrir vatnsleka í farþegarými „Þegar allar DC-10 þotur voru kyrrsettar í Bandaríkjunum fram- kvæmdu Douglas-verksmiðjurnar lagfæringar sem þær töldu nægilegar til að koma í veg fyrir vatnslekann í farþegarýminu, en reynslan hefur sýnt að ekki var nægilega aðgert þótt dregið hafi verulega úr lekanum,” sagði Leifur Magnússon, flug- rekstrarstjóri Flugleiða, í viðtali við DB í gær. Allnokkrir hafa komið að máli við blaðið og skýrt svo frá að vatn hafi dropið á þá um borð i „tíunni”, einkum nálægt dyrum. Sagði Leifur þetta stafa af galla í einangrun í þessari og nokkrum öðrum þotum, sem framleiddar voru um svipað leyti. Einnig hefði loft- streymi um borð áhrif þar á. Tók hann skýrt fram að leki þessi væri aigerlega hættulaus hvað öryggi vélarinnar snerti og væri öllum við- komandi flugmálayfirvöldum kunnugt um eðli hans. Þá sagði hann að verksmiðjurnar mundu endanlega lagfæra málið jafnskjótt og Flugleiðir sæu sér fært að missa vélina úr rekstri í þá þrjá til fjóra daga, sem talið er að viðgerð taki. Það yrði sennilega með haustinu, að lokinni sumarumferð- inni. -GS Fegrið heimilið með USTGLERl _ blýlagt gler í ótal mynstrum og TDvaliö i svalahurðir, forstofu- hurðir, útihurðir og alls konar elugga til skrauts og nytja. Vtoumglereftirpöntunumrneð stuttum afgreiðslufresti - Hnng ið eða komið vestur á Granda og kynnið ykkur liti, mynstur og verð. Gerum föst verðtilboð. Athugið: Blýlagt gler má tvöfalda i verkíjjniðju eða setja fyrir mnan tvöfalt gVr. ' Nýjung: Úrval af fallegum ljtea- krónum með blýlögðu LIST- GLERI LISTGLER ^^^^&widagarð^^mi29412.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.