Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979.
7
Komið hefur í ljós að vistmenn á
elli og hressingarhæli í Kolding í
Danmörku hafa selt ýmis lyf þau sem
þeir höfðu fengið til fíkniefnaþræla í
nágrenninu. Við rannsókn lög-
reglunnar hafa þeir sem stundað hafa
þessa sölu skýrt svo frá að þeir hafi
aðeins þurft að síma til lækna sinna
og biðja þá um hin ýmsu lyf. Nefnd
eru lyfin Ketogan og Dobicin. Ekki
eru allir þeir sem orðið hafa uppvísir
að sölu á elliheimili, heldur öryrkjar
eða ellilífeyrisþegar í heimahúsum.
Munu margir þeirra hafa haft drjúg-
ar tekjur af sölunni. Að sögn danskra
blaða hefur ekki verið upplýst hve
margir hafa drýgt tekjur sínar með
þessum hætti en þeir eru a.m.k.
tuttugu.
í tengslum við þetta mál hefur
komið í ljós að heilsuræktarstöð ein í
Kolding var ekkert annað en miðstöð
þjófa, sem stunduðu stuld úr
verzlunum í nágrenninu. Fengu þeir
húsmæður.i lið við sig en keyptu
síðan af þeim vörurnar. Nærri
fjörutíu manns sitja inni vegna þessa
máls en eitt hundrað og fimmtíu eiga
kærurívændum.
Danmörk:
Þannig lokuðu fiskibátarnir höfninni i Helsingör hinn 10. mai i fyrra. Meöal
annars lokuðust þrjár ferjur inni vegna aðgerða fiskimannanna.
Fiskimenn
sektaöir
fyrirhafn-
ariokun
Þrjátíu og níu danskir fiskimenn
voru nýlega dæmdir fyrir þátt sinn í
því að Íoka höfninni í Helsingör i maí
í fyrra. Fengu þeir allt að jafnvirði
sjötíu þúsund islenzkra króna í sekt.
Tólfþeirra voru frá Borgundarhólmi
en alls munu rúmlega fimm hundruð
fiskimenn hafa tekið þátt í mót-
mælaaðgerðum sem í því voru
fólgnar að loka höfnum viðs vegar
um Danmörk.
Kröfur fiskimannanna voru þær
að danska ríkisstjórnin semdi við ná-
grannaþjóöirnar um fiskveiðiréttindi
og tryggði dönsku fiskimönnunum
við Eystrasalt og Noröursjó örugg
mið en létu ekki fom fiskimið þeirra
hverfa undir efnahagslögsögu ná-
grannarikjanna.
Auk hinna rúmlega fimm
hundruð fiskimanna, sem mega
vænta dóms fyrir aðgerðir sínar eru
einnig í gangi mál gegn tuttugu og
fimm forsvarsmönnum þeirra sem
taldir eru hafa haft forustu í
aðgerðunum. Fiskimennirnir létu
ekki af aðgerðum sínum fyrr en þeim
hafði verið lofað að unnið yrði að
málum þeirra. Aðgerðirnar stóðu
aðallega í byrjun maí I fyrra.
Gallar í
Boeing 747
Gallar hafa fundizt í álhlutum í
stéli Boeing 747 þotna að sögn
talsmanna flugmálayfirvalda í
Bandaríkjunum. Engin þota af
þeirri gerð hefur þó enn verið
stöðvuð.
Sobhuza annar, konungur I Swazilandi sem er i Afríku, er orðinn áttræður. Sobhuza
konungur mun vera elzti ríkjandi þjóðhöfðingi nú á timum. Á myndinni sést hann
kanna lið hermanna sinna og striðsmanna.
Erlendar
fréttir
REUTER
UTSJDNVARPSTIKI
DECCA LITSJÓNVARPSTÆKJUM
MÁ TREYSTA
eru heimsþekkt fyrir myndgæði og góðan
hljóm.
eru búin in-line myndlampa.
eru samansett úr einingum fyrir mynd og tal
og eru þvi sérlega auðveld i viðhaldi.
nota aðeins 130-200 watta orku eftir stærð.
eru búin 3ja watta RMS hátalara með tónstilli
fyrir bassa og diskant.
eru þrautprófuð i heilan sólarhring áður
en þau fara frá verksmiðju, auk þess sem
nákvæmt eftirlit er haft með framleiðslunni á
öllum stigum.
eru til frekara öryggis yfirfarin og stillt áðuren
þau eru afhent úr verzlun okkar.
eru framleidd af einum alreyndasta
framleiðanda heims, en Decca verksmiðjurnar
hófu framleiðslu sjónvarpstækja á
árinu 1938.
fást með 20“, 22“ og 26" skjám.
3ja ára ábyrgö á myndlampa -12 mánaða ábyrgð
á öðrum hlutum tækisins.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum -
Hagstætt verð.
ÚTSÖLUSTAÐIR ÚTI Á LANDI:
AKRANES Verzlunin Bjarg
BORGARNES
Kaupfélag Borgfiröinga
STYKKISHÓLMUR
Haraldur Gíslason
ÍSAFJÖRÐUR
Verzl. Kjartan R. Guömundss.
BOLUNGARVÍK
Verzlun Einars Guöfinnssonar
BLÖNDUÓS |
Kaupfélag Húnvetninga
SIGLUFJÖRÐUR
Verzlunin Rafbær
AKUREYRI Raftækni
HÚSAVlK
Bókaverzl. Þórarins Stefánss.
EGILSTAÐIR
Verzlunin Skógar
SEYÐISFJÖROUR Stálbúðin
ESKIFJÖRÐUR flafvirkinn
STÖÐVARFJÖRÐUR
Verzl. Guðmundar Björnssonar
HÖFN HORNAFIRÐI
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
HELLA Verzlunin Mosfell
VESTMANNAEYJAR Stafnes
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 _
ATH. VEROIN, SEM BIRTUST! AUGLÝSINGU FRA FÁLKANUM í GÆR 7. ÁGÚST VORU EKKIRÉTT.
DAGBLAÐIÐ.