Dagblaðið - 08.08.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979.
(i
Utvarp
23
Sjónvarp
I
Útvarpkl. 19.35:
Glaðningur til
óperuunnenda
Óperuunnendur ættu að fá eitthvaö
við sitt hæfi í útvarpi í kvöld en þá
verður óperutónlist flutt í klukku-
stund.
Fyrst leikur Fílharmoníusveitin i
Berlín forleikinn að Valdi örlaganna
"eftir Verdi. Stjórnandi er Herbert von
Karajan.
Næst er aría úr Don Carlos eftir
Verdi. Placido Domingo syngur undir
stjórn Sinfóníuhljómsveitar Lundúna.
Claudío Abbado stjórnar.
f atriði merktu c. syngur Mirella
Freni aríu úr Beatrice di Tenda eftir
Bellini. Það er Sinfóníuhljómsveit
Vínarborgar sem leikur með. Gian-
franco Masini stjórnar.
Fílharmoníusveitin í Vin leikur for-
leikinn að Brúðkaupi Fígarós eftir
Mozart í fjórða atriðinu. Það er
Claudio Abbado sem stjórnar.
Síðan kemur Werner Hollweg og
syngur aríu úr Idomeneo eftir Mozart.
Fílharmoníusveit Lundúna leikur með.
Stjórnandi er Charles Dutoit.
í lið merktum f syngur Hermann
Pray aríu úr ( isi van tutte eftir
Mozart. Fílharmc usveitin í Vín leikur
með, stjórnandi ev Karl Böhm.
Dietrich Fisher-Dieskau syngur
næst aríu úr Berenice eftir Hándel.
Bach-hljómsveitin i Múnchen leikur
með. Karl Richter stjórnar.
Síðasta atriði í óperudagskránni í
kvöld er úr Carmen eftir Bizet. Það eru
Teresa Berga.nza og kór og Sinfóníu-
hljómsveit útvarpsins í Múnchen sem
flytja. Stjórnandi er Rafael Kubelik.
-ELA.
r--------------------------^
NYR MYNDAFLOKKUR - sjónvarp kl. 20.35:
BARNIÐ HANS PÉTURS
JON MÚU MÆTT-
UR TIL STARFA
Jón Múli Árnason útvarpsþulur er
nú kominn til starfa hjá útvarpinu á
nýjan leik eftir að hafa verið veikur í
sex mánuði. Jón Múli mun ekki starfa
nú sem morgunþulur, heldur verða á
dag- og kvö'Jvöktum. Eru eflaust
margir sen; fagna því að heyra þessa
gamalkunnu rödd aftur hressa og káta
lúr þularstofunni við Skúlagötuna.
-ELA
Marianna og Pétur, aðalpersónur
myndaflokksins Barnið hans Péturs.
Þá er Jón Múli Árnason mættur aftur til starfa hjá útvarpinu, hress og kátur.
— skemmtilegir þættir fyrir alla fjölskylduna
Barnið hans Péturs nefnist sænskur
myndaflokkur í fjórum þáttum sem
hefur göngu sina í sjónvarpinu i kvöld
kl. 20.35.
Bókin Barnið hans Péturs hefur
komið út í íslenzkri þýðingu og var les-
in í útvarpi árið 1975. Sagan er eftir
Gun Jacobsen og er óhætt að mæla
með þessum myndaflokk fyrir alla fjöl-
skylduna.
Maríanna og Pétur eru skólasystkin,
þau eru 16 ára og verða fyrir því að eiga
barn saman. Foreldrar Maríönnu flytja
til höfuðborgarinnar í atvinnuleit og
Maríanna skilur barnið eftir hjá Pétri.
Pétur verður því að taka að sér uppeldi
á ungabarni við mjög erfiðar heimilis-
aðstæður.
Peter Malmsö leikur Pétur og Linda
Krúger leikur Maríönnu. Þeir sem lesið
hafa bókina bíða án efa spenntir eftir
miðvikudeginum, enda er sagan bæði
skemmtileg og raunaleg. Þátturinn er
um 50 mínútur.
- ELA
gf\ '
'i - """"MM
Þaö hafa veriö reyndar margar adferdirnar við aö fljúga. Hér reymr einn vid fótknúna flugvél.
NÝJASTA TÆKNI0G VÍSINDI - sjónvarp kl. 21.25:
Hjólað yfir Ermasund
,,Það verða tvær myndir, sem sýnd-
ar verða i þættinum Nýjasta tækni og
vísindi í kvöld,” sagði Sigurður
Richter, umsjónarmaður þáttarins, í
samtali við DB.
,,Sú fyrri er bandarísk og fjallar hún
um hafrannsóknir. í Kaliforníu er
rannsóknarstöð sem nefnist Scripps og
eru hafrannsóknir stundaðar þar.
Höfin þekja um 70% af yfirborði
jarðar og þar er að finna mikla fæðu og
jarðefnaauðlindir,” sagði Sigurður.
„Hin er brezk og hef ég nefnt hana
Hjólað yfir Ermasund. í þeirri mynd
segir frá nýlegu afreki Banda-
ríkjamannsins Brian Allen. Hann flaug
í fyrsta sinn yfir Ermarsund í flugvél
sem eingöngu er knúin af vöðvaafli.
Inn í myndina er síðan fiéttað fyrri
tilraunum til að fljúga með eigin afli en
það hefur oft verið reynt áður,” sagði
Sigurður. Þátturinn Nýjasta tækni og
visindi er á dagskrá kl. 21.25 og er í
tæplega hálftíma.
-ELA.
ELÍN
ALBERTS
DÖTTIR.
LADA-ÞJÓNUSTA OG
ALMENNAR VÉLASTILLINGAR
PANTIÐ TÍMA í SÍMA
76650
H
F
Bifreiðaverkstæði
Simi 76650. SmWjuvegi 20 - Kóp.
LYKILL
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í 132
kV sæstreng yfir Gilsfjörð og Þorskafjörð.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, frá og
með miðvikudeginum 8. ágúst 1979, gegn óaftur-
kræfri greiðslu kr. 1000.- fyrir hvert eintak.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 4. september
kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess
óska.
Raf magnsveitur ríkssins.