Dagblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 3
DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
3
Ætlar dr. Kristján aðgefa kost á sér áfram?
ff
Hann gefi strax
ákveðin svör”
<|UAm(o
Laugavegi 54
Lýðræðissinnaður borgari skrifar:
Að undanförnu hafa farið fram
nokkur blaðaskrif ásamt umræðum
manna á milli um það, hvort forseti
íslands, dr. Kristján Eldjárn, myndi
gefa kost á endurkjöri sér til handa til
síns virðulega embættis á komandi
sumri.
Ekki er óeðlilegt að almenningur
ræði jafnforvitnilegt mál og það
hvort núverandi forseti verður áfram
i embætti eða hvort nú verður kosið,
enda staðreynd að dr. Kristján Eld-
járn hefur verið talaður til af for-
mönnum tveggja stærstu stjórnmála-
flokka landsins, þ.e. Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokknum til framboðs
síðast þegar kosning átti að fara að
fara fram og varð hann við tilmælum
um sjálfkjör þó það að ýmissa dómi
sé brot á almennu lýðræði, þar sem
eðli málsins samkvæmt ætti ævinlega
að kjósa forsetann þótt aðeins einn sé
í framboði, enda meiri styrkur fyrir
forseta að kanna a.m.k. á 4 ára
fresti, hvaða stuðnings hann nýtur
hjá fólkinu í landinu, en ekki leitað
um það efni eftir áliti „pólitikusa’
þó forsætisráðherrar séu eða for
menn fjölntennra stjórnmálaflokka.
Kosning forseta á hiklaust að
spegla þjöðarviljann og þá ekki síður
en prestskosningar en í þeim er kosið
þó einn sé í boði, enda að sjálfsögðu
gert til þess að kanna vilja fólksins
þ.e. að fullnægja lýðræðinu.
„Staðreynd að dr. Kristján Eldjárn hefur verið talaður til af formönnum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins, þ.e.
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, til framboös siðast þegar kosning átti að fara fram og varð hann við tilmælum um
sjálfkjör.”
áform sín í sambandi við forsetaemb-
ættið, en láti ekki „pólitikusa” ráða
fyrir sig um ákvarðanir hvar í flokki
sem þeir standa.
Hringið
í síma
27022
milli kl 13
og 15,
eða skrifið
Svörin vekja furðu
Nú hafa blöð spurt dr. Kristján um
það hvort hann muni gefa kost á
endurkjöri sér til handa, auk þess
sem nokkrir menn sem til greina
koma hafa svarað blöðum og það að
sjálfsögðu vegna þess, að almenning-
ur i landinu vill um þessi mál vita og á
raunar rétt að fá um þau réttar upp-
lýsingar, a.m.k. ef farið er að reglum
lýðræðis. Svar forseta íslands, dr.
Kristjáns Eldjarns, vekur því miður
nokkra furðu. Hann lætur hafa eftir
sér að hann muni tilkynna ákvörðun
sina ekki seinna en um áramót, þ.e.
fáum mánuðum áður en framboðs-
frestur er úti. Mörgum þykir gæta
nokkurs stærilætis i þessu svari, jafn-
vel túlka sumir svarið með þeim
hætti að almenningi komi það ekkert
við hvort forseti fer í framboð eða
ekki.
Undirbúningur að forsetakosningu
tekur mikinn tima, og eins vill fólkið
fá að sjá og meta þá sem í boði verða
en ekki láta „pólitíkusa” ráða fyrir
sig hver verður þjóðhöfðingi landsins
næsta kjörtímabil, eða að „pólitikus-
ar" taki nú til að dekstra núverandi
forseta til framboðs, sem að bestu
manna yfirsýn er honum ógeðfellt og
raunar hefur hann óbeint gefið í skyn
að hann muni leggja niður embætti
að loknu þessu kjörtímabili.
Er það ekki, a.m.k. siðferðilegur
réttur fólksins í landinu, að forseti
sem kosinn er af almenningi virði
hann þess að gefa skýr svör cn ekki
hálfkveðna vísu.
Svo mikið traust hafa íslendingar
sýnt dr. Kristjáni Eldjárn, að þeir
eiga það inni hjá honum að hann gefi
strax ákveðin svör um framtíðar-
Finnst þér Karl
Bretaprins sætur?
Helga Björnsdótlir afgreiðslumær:
Nei, alls ekki, mér finnst hann Ijóturog
vildi sko alls ekki vera gift honum.
Aðalbjörg Karlsdóttir afgreiðslumær:
Mér finnst hann ágætur, en ég mundi
samt ekki vilja hann.
Erna Lúðviksdóttir nemi: Alveg
ágætur. Þó held ég að ég vildi ekki gift-
ast hohym. Ég myndi ekki einu sinni
hafa lyst á að kyssa hann.
Erla Lúðviksdóttir nemi: Já, já, hann
er ágætur. Ég myndi samt ekki vilja
vera gift honum, ég held ég myndi
heldur ekki vilja fara með honum út ef
hann byði mér.
Ragnar Bentsson nemi: Ég veit það nú
ekki. Ætli hann sé ekki alveg ágætur.
Þórir Hallgrimsson nemi: Net, pao
finnst mér ekki. Ég hef nú bara séð.
hann á myndum, hann er kannski alveg
sæmilegur.