Dagblaðið - 30.08.1979, Page 4

Dagblaðið - 30.08.1979, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979. KOMSTISKAGAFJORD —|)á sprakk á bílnum ,,Ég hef aldrei orðið fyrir öðru eins. Ég hef átt fleiri sams konar dekk. Mér skilst að það sé skyldu- ábyrgð á svona dekkjum, í það minnsta er það almennt, svo að ef dekk fer innan 4—5 mánaða, eða kemur í ljós galli á dekkinu, þá er það bætt umyrðalaust,” sagði Þórhallur Ölver úr Hafnarfirði í samtali við DB. — Hann kom sárgramur á rit- stjórnarskrifstofu DB vegna þess að dekkjaumboðið harðneitaði að bæta. honum galónýtt dekk, er hann hafði meðferðis. „Þeir segja að felgan hafi skorið dekkið svona eða þá að ég hafi keyrt á sprungnu dekkinu. Hvort tveggja er algjör fjarstæða. Ég var á leiðinni norður í land til þess að selja bilinn minn og hafði auðvitað allt til alls meðferðis. Það leikur sér enginn að því að keyra á sprungnu 50 þúsund króna dekki! Ég ók á 30 milna hraða, bíilinn var nýkominn úr toppklössun og allt í fínu lagi. Ég komst norður í Skaga- fjörð og þásprakk. Þetta dekk var keypt í lok febrúar eða byrjun marz og þetta var í fyrsta skipti sem ég fór út fyrir bæinn með það undir bílnum. Mér sýnist einna helzt að dekkið hafi verið orðið fúið. Striginn, sem það er fóðrað með, hefði átt að koma í veg fyrir að það gæti rifnað svona eins og þaðgerði,” sagði Þórhallur. LADA-ÞJÓNUSTA OG ALMENNAR VÉLASTILLINGAR PANTIÐ TÍMA Í SÍMA 76650 LYKILLf Bifreiðaverkstæði Simi 76660. SmiOjuvagi 20 - Kóp. FRÁ BORGARBOKASAFNINU Breyttir afgreiðslutímar AÐALSAFN - UTLANSDEILD, Þingholtsstræti 29a. Opið mánud.—föstud. kl. 9—21, laugardaga 13—16. AÐALSAFN - LESTRARSALUR, Þingholtsstræti 27. Opið mánud.—föstud. kl. 9—21, laugardaga 9—18, sunnudaga 14—18. BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju. Opið mánud.—föstud. kl. 9—21, laugardaga 13—16. GRILLARÞÚ? Het'ur þú prót'að að grilla lambarif? Seljum núna krydduö lambarif alveg tilbúin, aðeins 870.- kr.kg. Laugalæk 2. REYKJAVIK, simi 35ó2o NAUTABRINGUR 970 KR.KG. NAUTARIF 890 KR.KG. NAUTAGRILLSTEIK 1540KR.KG. NAUTAGRILLBOGSTEIK 1540KR.KG. LAMBAGRILLSTEIK 1790KR.KG. KALFAGRILLSTEIK 1070 KR.KG. Eg get ekki betur séð en þetta dekk sé fúið, sagði vegfarandi, sem leið átti um Siðumúlann meðan á myndatökunni stóð. — Það er hroðalegt að sjá dekkið. DB-mynd Arni Páll. LITAPRUFUR Til þess að forðast rifrildi við málar- ann vegna þess að hann hafi ekki farið nákvæmlega eftir litaprufunni er ágætt að rífa litaprufuna í tvennt. Hver heldur sínum helming og þá er ekki um neitt að villast. Uppskr'rft dagsins: Gúllas i dag dag skulum við hafa gúllas á seðUnum. 1 kg gúllas olia til að steikja í (eða smjörl.) hveiti salt, pipar eftir smekk 1—2 laukar 1—2 súputeningar. Veltið kjötbitunum upp úr hveiti, sem kryddinu hefur verið blandað i. Steikið á pönnu ásamt sneiddum lauknum og sjóðið síðan í potti þar til kjötið er orðið meyrt. Hrærið afganginn af hveitinu út í sósuna. Bragðbætið með teningum og meira kryddi ef hún er ekki nógu sterk og dekkið með sósulit. Rétt áður en réttur- inn er borinn fram er gott að hella ofurlitlum r jóma út í sósuna. Borðið með kartonumús, ann- ðhvort heimatilbúinni eða úr akka. Hráefniskostnaður við þennan étt er rúmlega 5000 kr„ en ætti ð duga vel handa sex, þannig að Lostnaðurinn er um 850 kr. á nann' - A.Bj. Gengið um sýninguna íLaugardalshöll: LHadýrð ísvefh- herbergjum Litadýrð hefur haldið innreið sína í svefnherbergið. Nú sefur varla nokk- ur maður með hvít sængurföt lengur. í sýningarbás nr. 55 og 56 hjá Bjarna Þ. Halldórssyni & Co. hf. má sjá gott úrval af skrautlegum sængurfatnaði úr hreirni bómull, en straufrían engu að síður. Þar eru einnig amerísk handklæði í 23 litum. Verðið á sængurfatnaðinum, sem fæst í helztu vefnaðarvöruverzlunum landsins, er frá tæplega 12 þúsund kr. upp í um 15 þúsund, lak, koddaver og sængur- ver. Handkæðin kosta frá 2 þúsund kr. upp í 8 þúsund þau stærstu. tx Amerísku h_ndklædin eru til I 23 lit- um.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.