Dagblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
Suður-Afríka:
Stjómarflokkurinn
tapar í kosningum
— kjósendur virðast ekki hrif nir af hugmyndum um aukin réttindi svertingja
Þjóðernissinnaflokkurinn í
Suður-Afriku, sem þar fer með völd
varð fyrir verulegu áfalli í tvennum
aukakosningum, sem þar fóru fram í
gærkvöldi. Frambjóðendur hans töp-
uðu verulegu atkvæðamagni, þó svo
að þeir héldu báðir velli. Úrslitin eru
túlkuð þannig, að kjósendur hafi
misst verulega trú á stjórnarflokkn-
um við hneykslið sem Múlder upp-
lýsingamálaráðherra fyrrum var pott-
urinn og pannan í en varð meðal
annars til þess að Vorster fyrrum for-
sætisráðherra og forseti varð að segja
af sér.
Einnig er talið, að hugmyndir
Pieters Botha núverandi forsætisráð-
herra um breytingar á kynþáttalög-
gjöfinni falli ekki í góðan jarðveg hjá
hvítuni almenningi.
Hinar nýju tillögur forsætisráð-
herrans hafa aðeins verið kynntar i
almennum orðum og hann hefur ekki
látið neitt uppi um einstök atriði.
Aftur á móti hefur Botha sagt, að
Suður-Afríka yrði að horfast í augu
við langvinna innanlandsstyrjöld ef
ekki væri tekið meira tillit en nú er til
hagsmuna allra þeirra sem í landinu
búa. Hefur hann gefið í skyn, að
jafnvel sé rétt að afhenda svertingj-
um, sem eru átján milljónir af
tuttugu og þrem milljónum íbúa
landsins, meiri landsvæði. Þá innan
hinna svonefndu sjálfstjórnarsvæða
þeirra.
Andstæðingar frambjóðenda
Þjóðernissinnaflokksins voru úr
hægri sinnuðum flokki í öðru kjör-
dæminu, sem hneigist til enn harðari
stefnu í kynþáttamálum en Þjóðar-
flokkurinn í öðru tilvikinu. Í hinu
kjördæminu var frambjóðandinn úr
Frjálslynda flokknum.
AÐ KÍKJA FYRIR HORNIÐ
Ekki fer milli mála að vissara er
að líta varlega fyrir horn og þá ekki
sízt þegar menn eiga í stríði, eins og
þessir hermenn Kúrda i íran sem sjást
á myndinni að ofan. Heimildum ber
ekki saman um hvort nefnd þeirra
sem er í Teheran til að reyna að finna
leið til að koma á vopnahléi í bar-
dögum milli Kúrda og stjórnarhersins
i vesturhéruðum landsins, hafi tekizt
að ná samkomulagi.
Innanríkisráðherra írans. sagði í
gærkvöldi að samkomulag hefði
tekizt en leiðtogar samtaka Kúrda
sögðu að samkomulagsgrundvöllur
sá sem ráðherrann sagði frá væri
fjarstæðukenndur og útilokað að
nefnd Kúrda hefði gengið að hon-
um. Meðal annars var sagt að Kúrdar
hefðu fallizt á að leyfa írönskum her-
mönnum að fara inn í borgina
Mahabad og taka að sér yfirstjórn
allra öryggismála. Einnig var sagt að
leiðtogar Kúrda yrðu ekki sóttir til
saka fyrir verk sín í andstöðunni við
stjórn Khomeinis. Sá síðastnefndi
hefur aftur á móti lagzt gegn öllum
samkomulagsumleitunum við Kúrda.
Ekki er kunnugt um nein átök i Kúr-
distan síðasta sólarhringinn.
Erlendar
fréttir
Tíð salmonellu
sýking í
brezkum
sjúkrahúsum
Kona dó á sjúkrahúsi í Englandi úr
þeim sjúkdómi, sem salmonella-
bakteríur valda. Á sjúkrahúsi þessu í
Sandwell, West-Midlands, Bretlandi,
hefur í verulegum mæli orðið vart sjúk-
leika sem talinn er salmonellu-sýking.
Er þetta níunda dauðsfallið í þessum
mánuði, sem stafar beinlínis af matar-
eitrun, sem komið hefur upp á sex
sjúkrahúsum i Englandi.
Playboy eykur
við veldi sitt
Playboy fyrirtækið bandaríska hefur
keypt stærsta spilavítið í London. Er
það þá orðið mesta fyrirtæki sinnar
tegundar i Bretlandi.
Kennir El Cor-
dobes barnið
Bandariskur lögmaður er kominn til
Madrid á Spáni til að sækja þar mál á
hendur nautabananum heimsfræga E1
Cordobes. Kona ein vestra heldur því
fram að nautabaninn sé faðir að eins
árs gömlu barni hennar.
Davíð herðir
enn á sér
Fregnir af fellibylnum Davið, sem
fer hamförum í Karabiska hafinu eru
óljósar þar sem samband hefur rofnað
við þau svæði í Dominika og Martin-
ique sem orðið hafa fyrir barðinu á
honum. Vitað er þó að tré rifnuðu þar
upp með rótum, símastaurar fóru um
koll auk annarra skemmda. Veður-
fræðingar segja að Davíð eigi enn eftir
að herða á sér og skora á allt fólk að
reyna að koma sér í öruggt skjól. í
morgun var fellibylurinn að koma yfir
Jómfrúareyjaf og Puerto Rico.
Tító fékk kulda-
legar móttökur
Titó forseti Júgóslaviu kom i gær-
kvöldi til Kúbu en þar hefst ráðstefna
hinna svonefndu hlutlausu ríkja eftir
næstu helgi. í dag hefjast viðræður
hans og Castrós þjóðarleiðtoga á
Kúbu um viðfangsefni
ráðstefnunnar.
Að sögn l'réttamanna var Titó
tekið kurteislega en kuldalega þegar
hann sté út úr flugvél sinni á flug-
vellinum við Havana. Er þetta í
fyrsta skipti sem hann kemur til
Kúbu. Þar var Castró mættur í gær.
Hann kyssti Titó á báðar kinnar en til
þess var tekið að venjubundið faðm-
lag að loknum kossunum féll niður.
Kúba og Júgóslavía eru bæði
áhrifamikil í hópi hinna hlutlausu
ríkja. í samtökunum eru nú áttatíu
ríki þriðja heimsins.
Mörg málefni verða tekin til
umræðu á fundinum í næstu viku.
Vitað er að miklar deilur munu
standa um hverjir verða eigi fulltrúar
Kampútseu. Er þar um að ræða þá,
sem taldir eru ráða þar ríkjum í
augnablikinu eða fulltrúa Pol Pots,
sem réði þar áður en stundar nú
skæruhernað gegn núverandi stjórn-
völdum.
Annað atriði verður að likindum
nokkuð umdeilt en það eru tillögur
Kúbu um nýja skilgreiningu á hvaða
riki hafa skuli aðild að samtökum
hinna hlutlausu. Er talið að hug-
myndir Kúbu muni verða sumum
fulltrúanna erfiður biti í háls. Vilja
Kúbumenn halla sér enn meir en gert
hefur verið að Sovétríkjunum.
MORÐINGJAR MOUNTBATT-
r r
ÞAR SEM RIGNIR
HANDSPRENGJUM
ENS ENN TALDIR AIRLANDI
Ciífurleg leit stendur stöðugt yfir að
morðingjum Mountbattens lávarðar og
að sögn yfirvalda í írska lýðveldinu eru
þau bjartsýn á að takast muni að hafa
hendur í hári þeirra innan skamms.
Ekki er þó búizt við að neinn verði
handtekinn strax í dag að því er
aðstoðarforsætisráðherra írlands,
George Colley, sagði við fréttamenn í
gærkvöldi. Hann sagði að yfirvöld
teldu sig vita bæði hverjir hefðu framið
verknaðinn og að þeir væru enn innan
landamæra irska lýðveldisins. Ríkis-
stjórn landsins telur morðin á Mount-
batten lávarði og þeim þremur, sem
með honum voru í bátnum, þegar hann
sprakk i loft upp ámánudaginn var
mikið áfall fyrir sig og hefur heitið
hverjum þeim sem upplýst getur málið
mikilli þóknun.
Stjórnin í Washington skoraði enn
einu sinni á ísrael að hætta árásum
sinum á Líbanon og sagði einnig að
palestínskir skæruliðar ættu að hætta
árásum sínum á ísraela og banda-
menn þeirra í Líbanon hina svo-
nefndu kristnu hægri menn. Sam-
kvæmt heimildum í Tel Aviv hafa
þrjátíu skæruliðar fallið í loftárásum
ísraela undanfarna tíu daga. Hann
mun ekki vera í þeirri tölu maðurinn
á myndinni hér að ofan, sem verið er
að grafa upp úr húsarústum eftir eina
loftárásina. Honum koma hvorki að
gagni góð orð deiluaðila né annarra
þvi hann var steindauður er að var
komið enda ekki við því að búast að
menn lifi af þegar heilu húsþökin'
falla ofan á þá.