Dagblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 8
Vantar 3-4ra herb. íbúð
Fyrirtæki í Hafnarfirði vantar til leigu 3—
4ra herb. íbúð fyrir starfsmanna, góðri
umgengni heitið og fyrirframgreiðslu ef
óskað er. Upplýsingar í síma 53354 eftir kl.
16.
BÚSTJÖRA
vantar fyrir svína- og alifuglarækt í nágrenni Reykjavíkur.
Húsnæði á staðnum.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir þessu starfi leggi nöfn og síma-
númer inn hjá auglýsingaþjónustu DB, sími 27022, fyrir 5.
september.
H—5000
Hjúkrunarfræðingar
Stöður eru lausar til umsóknar strax á lyflæknis-
deildum.
Hlutavinna kemur til greina.
Einnig er deildarstaða laus í skurðstofu.
Hjúkrunarfræðing vantar á uppvakningar-
deild í hlutavinnu.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu hjúkrun-
arforstjóra milli kl. 11 og 15.
St. Jósepsspítalinn Landakoti.
Tilsölu
BMW 316 árg. '78
Renault 16 TL t . árg. '76
Renault 16 TL automatic árg. '79
Renault 12 TL árg. '77
Renault 12TL árg. '75
Renault 12 station árg. '75
Renault 12 árg. '73
Renault 5 L árg. '78
Renault 4 sendibíll árg. '74
Renault 4 sendibíll árg. '76
Renault 4 sendibíll árg. '77
Renault 4 sendibíll (lengri) árg. '77
Renault 4 sendibíll (lengri) árg. '79
Fíat 128 árg. '77
Kristinn Guðnason hf.
ifreiða- og varahlutaverzlun,
Suðurlandsbraut 20, sími 86633.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
„Það verður litið að marka þessa mynd þar sem hún sýnir eiginlega úrelt vinnubrögð en við erum farnir að binda eiginlega
allt hey,” sagði Eyþór Olafsson, bóndi á Seiðflöt, við DB-menn. Með honum á myndinni eru Halldór Ingi Eyþórsson, 7 ára,
Sigurður Olafur Eyþórsson, 10 ára, og Sigurlaug Guðmundsdóttir, 12 ára.
DB-mynd Ragnar Th.
Suðurland:
r
Krafanorskrasjómannaeftirfrestun samningaviðræðna:
200 mflur strax
og svo samninga
— góð loðnu veiði í Barentshaf i kemur í veg fyrir stríðsástandi milli
stjórnarogsjómanna
Formaður sanuaka úigerðarmanna norskum bátum þar loðnuveiðar á unarinnar við Jan Mayen.
i Noregi, Per Færvik, segir í viðtaii ný. Það er skoðun Færviks að norska
við Verdens gang i fyrradag, að þar t>á upplýsir hann að góð loðnu- rikissijórnin eigi nú þegar að l'æra
sem samningaviðræðum íslendinga veiði í Barentshat'i nú sé eina ástæðan fiskveiðilögsögu við Jan Mayen út i
og Norðmanna uni Jan Mayen haft fyrir því að ekki skapaðist algert 200 mílur og setjast siðan að samn-
vcrið frestað sé skoðun útgerðar- striðsástand á milli sjómanna og ingaborði með íslendingum.
manna sú að tafarlaust eigi að leyfa rikisstjórnarinnar vegna veiðistöðv- -SJ,Osló/GS
NÝTING Á HEYJUM
ÓVENJULEGA GÓD
„Þetta eru mjög góð hey enda hefur
þetta verið óvenjulega góð tíð undan-
farið, logn og sérstök veðurbliða,”
sagði Eyþór Ólafsson bóndi á Seiðflöt í
Rangárvallasýslu er DB-menn hittu
hann að máli þar sem hann var á kafi í
heyskapnum ásamt fjölskyldu sinni.
Eyþór rekur félagsbú með bróður sín-
um Tryggva og eru þeir með 20 kýr,
130 fjár og töluvert af geldneyti.
Eyþór sagði að þeir bræður hefðu
ekki hafið slátt fyrr en um miðjan júli
sem væri um þremur vikum seinna en
venjulega.
Þeir bræður sögðu að nýtingin væri
afskaplega góð, heyið væri mjög gott.
Þannig að þótt magnið væri á einstaka
bæ eitthvað minna en venjulega sunn-
anlands þá væru gæði heysins slik að
bændur ættu ekki að þurfa að kvíða
vetrinum.
Heyskapur á Suðurlandi hefur víða
verið mjög góður og metheyskapur
mun vera i Skaftafellssýslum. - GAJ
H jálparstof nun kirkjunnar og Rauði kross íslands:
Landssöfnun til aðstoðar
f lóttafólki úr SA-Asfu
Fjársöfnun Hjálparstofnunar
kirkjunnar og Rauða kross íslands til
aðstoðar flóttafólki í SA-Asíu hófst
26. ágúst og stendur til 9. september.
Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur
og mánuði flutt ítarlegar fréttir af at-
burðum austur þar og vandamál
flóttamanna á þeim slóðum eru því
landsmönnum öllum kunn að svo
miklu leyti sem hægt er að kynnast
neyð úr fjarlægð.
Að baki landssöfnuninni sem
Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði
kross íslands beita sér fyrir til hjálpar
þessu fólki liggja þær staðreyndir að
það er aðkallandi að aðstoðin berist
eins fljótt og kostur er og hins vegar
að við íslendingar getum með sam-
eiginlegu átaki veitt aðstoð sem um
munar.
Hjálparstofnanir á Norðurlöndum
og í N-Evrópu efna á sama tíma til
landssafnana vegna þessa flóttafólks
og er það von manna að verulegt fjár-
magn safnist þessa daga.
Hér á landi geta menn komið fram-
lögum til skila í söfnunarbauka, sem
verða víða, eða með því að fara i
banka, sparisjóði eða pósthús og
leggja þar inn á gíró nr. 46000, sem er
gíróreikningur söfnunarinnar.
Sóknarprestar, Rauða kross deildir
um allt land og skrifstofur Hjálpar-
stofnunarinnar og Rauða krossins í
Reykjavík taka jafnframt við fram-
lögum. Söfnunarlista sem nota má
við safnanir á vinnustöðum geta
menn fengið á skrifstofum Rauða
kross íslands og Hjálparstofnunar
kirkjunnar í Reykjavík.
Gefi annar hver íslendingur að
jafnaði tvö þúsund krónur verður út-
koman rúmlega 240 milljónir króna
þegar upp er staðið.
Menn eru því eindregið hvattir til
að láta ekki sitt eftir liggja. Það gefur
enginn of lítið nema sá sem gefur
ekkert og er það von þeirra sem að
söfnuninni standa að þeir sem ekkert
gefa verði sárafáir.
- GAJ