Dagblaðið - 30.08.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
9
Svipazt um ísundlauginni íHverageröi:
„Þetta er paradísin okkar”
— fór fyrst í sund 80 áraTgamail en syndir nú daglega, 83 ára
„Ég var 80 ára gamall þegar ég steig
fæti í fyrsta sinn ofan í sundlaug,”
sagði Hjörleifur Guðmundsson, 83 ára
gamall öldungur, sem DB-menn hittu i
útisundlauginni í Hveragerði er þeir
voru á ferð um Suðurland einn sól-
skinsdag fyrir skömmu.
Sundlaugin í Hveragerði er ein
stærsta útisundlaug landsins, 50 metra
löng. Sundlaugarvörðurinn Hanna
Maria Pétursdóttir, sem er að læra
guðfræði við Háskóla íslands, sagði í
samtali við blaðamann DB að mjög
mikið væri um að aðkomufólk kæmi í
laugina og oft kæmu útlendir ferða-
mannahópar þangað og fengju sér
sundsprett i lauginni í hinu fallega um-
hverfi i Hveragerði.
Hjörleifur Guðmundsson, sem nú
Sundlaugarvörðurinn, Hanna Maria
Pétursdóttir guðfræðinemi, naut þess að
sitja i sólinni.
syndir daglega í lauginni, er vistmaður
á elliheimilinu að Ási í Hveragerði.
Hann sagðist hafa fengið slag fyrir
nokkrum árum og orðið máttlaus á
öðrum fæti. Hjörleifur sagði að eftir
að hann fór að stunda sundið væri
líðan hans allt önnur. ,,Ég væri ekki
það sem ég er núna ef ég hefði ekki
byrjað á þessari vitleysu,” sagði hann.
Sigríður Þorláksdóttir úr Kópavogi
var líka hin ánægðasta í lauginni með
rúmlega tveggja ára gömlum syni
sinum, Jóni Þór Guðjónssyni. „Þetta
er paradísin okkar,” sagði hún um
laugina.
Aðrir sundlaugargestir sem DB-
menn ræddu við tóku mjög í sama
streng um ágæti sundlaugarinnar.
Flestir reyndust þeir aðkomumenn í
Hveragerði.
- GAJ
Jón Þór Guöjónsson er eitthvað hikandi
við aö hoppa til mömmu sinnar, Sigriðar
Þorláksdóttur, en hann lét sig nú samt
hafa það á endanum.
„Eg væri ekki það sem ég er núna ef ég hefði ekki lent í þessari vitleysu,” segir Hjör-
leifur Guðmundsson, 83 ára.
DB-myndir Ragnar Th.
„Við erum núna í Olfusborgum, og við þræðum sundlaugarnar. I gær vorum við í
sundi a lrafnssi >g nú hér. Báðar laugarnar eru mjög góðar,” sagði Kristinn Bjari .,-
son sem þarna ei ásamt syni sínum Þorsteini sem er að verða 3 ára.
Fjör að færast í fasteignaviðskiptin:
Enginn auðtekinn skyndi-
gróði í fasteignasölunni
— hún er puð
ogvinna, segir
Jón Arason,
lögmaðurog
fasteignasali
„Þess eru dæmi að einstakar
ibúðir hafa hækkað i verði um allt að
60%, þegar miðað er við síðastliðið
eitt ár. Einkum á þetta við um minni
ibúðir, tveggja og þriggja herbergja,
sem eru hlutfallslega dýrastar,” sagði
Jón Arason lögmaður, sem rekur
Fasteignaval í Garðastræti 45, er
fréttamaður spurði hann hvernig
kaupin gerðust á fasteignamarkaðn
um á höfuðborgarsvæðinu.
„Þessa dagana er að aukast hreyf-
ingin í fasteignaviðskiptunum,"
sagði Jón. í því sambandi kvað hann
árstímann hafa nokkur áhrif.
„Sumarbyggingar húsa eru nú að
byrja að skila sér á fasteignamark-
aðinn og eiga eftir að gera það í
auknum mæli næstu mánuöi,” sagði
Jón Arason.
Keðjuverkandi
markaður
„Allar hreyfingar á þessum mark-
aði eru keðjuverkandi. Langflestir
sem selja hafa í huga að kaupa ann-
að, ýmist stærra eða minna, annars
staðar o.s.frv.
Nokkur samdráttur hefur orðið í
ibúða- og húsabyggingum á síðast-
liðnu einu ári," sagði Jón. „Auk þess
hefur óvissa í þróun verðlags- og
efnahagsmála ekki verið minni að
undanförnu en löngum áður. Óvissan
veldur þvi ævinlega að menn halda
að sér höndum í fasteignaviðskipt-
um, enda þótt þeir hafi í raun ætlað
að hefjast handa um kaup eða sölu.
Framboð og eftirspurn ráða ævin-
lega nokkru um fasteignaverð.
Jón Arason: Hæpin fullyrðing að
fasteignasalar sprengi upp fasteigna-
verðið.
Myndin af fasteignaverði á sennilega
eftir að skýrast verulega á næst-
unni,” sagði Jón Arason.
Fáir tolla lengi
— Hvað viltu segja um þá lífseigu
staðhæfingu að fasteignasalar
sprengi upp verð á fasteignum?
„Það er hæpin staðhæfing að ekki
sé meira sagt,” sagði Jón Arason.
„Þess kunna að þekkjast einhver
dæmi, en þaðeru undantekningar.
Eftir þau liðlega 15 ár sem ég hef
verið i fasteignaviðskiptum eru ekki
margir þeir sömu og voru þegar ég
byrjaði. Margir hafa reynt við þetta í
þeirri trú að auðtekinn sé skyndi-
gróði á þessu sviði. Menn komast
fljótt að þvi að svo er ekki og leggja
þá upp laupana eftir bitra og stund-
um dýrkeypta reynslu. Fasteignasala
er puð og vinna.
Þegar sannleikurinn rennur upp
fyrir þeim hafa þeir stundum gripið
til óheppilegra viðskiptahátta. Þeir
taka að gylla vonir fólks með þvi að
nefna óraunhæft verð og allt of hátt
þegar ráðgjafar er leitað.
Þetta hefur ekki áhrif á raunveru-
legt ogendanlegt verð fasteignar. Slik
ráðgjöf ber þvi ekki tilætlaðan
árangur og hefur aðeins erfiðleika
fyrir umbjóðendur i l'ðr með sér,”
sagði Jón Arason.
Aldrei of mikið
aðhald
Hann vildi í þessu sambandi geta
þess sem hann taldi skoðun hinna
grónari i faginu. Hún væri sú að
aldrei væri of mikið aðhald að þeim
sem stunduðu fasteignaviðskipti.
Vandaðir viðskiptahættir væru alger
forsenda fyrir umboðsmennsku í
fasteignaviðskiptum. Æði oft væri
verið að fjalla um næstum aleigu
fólks. Það yrði því að gera afdráttar-
lausar kröfur til þeirra sem trúað er
fyrir svo miklum hagsmunum ein-
staklinga.
„Þvi miður hefur maður sé slæleg-
an frágang samninga um fasteigna-
viðskipti á fimmtán ára starfsfcrli og
stundunr hryggilegan,” sagði Jón.
Hann bætti við: „Ég hefi lagt að
fólki mínu að gefa fasteignasala
einkaumboð i fasteignaviðskiptum.
að minnsta kosti fyrsl'um sinn. Það
hlifir fólki við talsvérðu ónæði og
firrir fólk mismunandi raunhæfum
ráðleggingum.
.1 á. ég er ekki í vafa um að nú eru
að fara af stað niciri hreyt'ingar i fast-
cignaviðskiptum en verið hal'a um
talsvert skcið,” sagði .lón Arason
lögmaður og fasteignasali að lokum. '
- BS
5NANAUST
JOAVEGI Ö6 R
ÍSBT Fr. t!
Fasteignaumboðið
Pðsthússtræti 13
simi 14975
Maimir Láruuon 76609
27750
V 27750 !
sVaSTEIOKJl;
' HtTSIÐ
ta-klarWrS !
,„33 «660 iAOALFASTEIGNASALAH
^ wntaf' ^ J Vesturgötu 17, 3. h»ð,
fasteigna
Ihölun
HÚSEIGMIR
---&SKIP
g4433