Dagblaðið - 30.08.1979, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
MMBIAÐIB
'jtgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjón: Sveiitn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson.
Rit'.«jómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítsljómar Jóhannos Reykdal. Fréttastjí rí: Ómar
Valdimarsson.
!{>róttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Rr»ai Sigurðsson, Dóra Stefénsdótt-
ir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Hönnun: Guðjón H. Pólsson. Hilmar Karisson.
Ljósmyndir: Ami Péll Jóhannsson, Bjamloifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurðsson, Sveinn Þormóösson. *
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlerfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing
arstjórf: Már E.M. HaHdórsson.
Ritstiórn Síðumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11.
Aðalsimi hlaðsins er 27022 (10 línur).
Setninb og umbrot Dagbla^ið hf., Siðumúla 12. Mynda og plötugerö: Hilmrr hf., Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., Skerfunni 10.
Verð I lausasöki: 180 krónur. Verð I áskrift Innanlands: 3500 krónur. >
Torfan er ekki friöuö
Bernhöftstorfa hefur ekki verið
friðuð, þótt menn ímyndi sér annað.
Yfirlýsing Ragnars Arnalds mennta-
málaráðherra um svokallaða friðun
hennar felur í sér fyrirvara, sem getur
hæglega eytt málinu.
Fyrirvarinn er sá, að alþingi veiti fé
til endurnýjunar Torfunnar, ella verði friðunar-
ákvörðunin endurskoðuð. Alþingi á sem sagt eftir að
fjalla um málið eða trassa umfjöllun.
Þrátt fyrir viljayfirlýsingu menntamálaráðherra
getur alþingi afgreitt málið á annan veg, til dæmis af-
greitt það alls ekki. Fjárveitinguna má láta daga uppi
eins og hver önnur þingmál.
Vitað er, að meðal þingmanna eru ýmsir harðir and-
stæðingar Bernhöftstorfu. Þar er í forustu Ólafur Jó-
hannesson forsætisráðherra, sem hefur notað húseig-
andavald til að láta húsin grotna niður.
Alveg er óvíst, að stuðningsmenn Torfunnar séu svo
öflugir á alþingi, að þeir geti beitt sér gegn öðrum eins
skriðdreka og Ólafí Jóhannessyni, fanatískum and-
stæðingi Torfunnar.
Flest bendir til þess, að Ólafur muni beita sér af
hörku gegn endurreisn Bernhöftstorfu. Ummæli hans
að undanförnu benda til, að honum sé umhugað um að
beygja Ragnar í máli þessu.
Ólafur segir blákalt, að það sé misskilningur
Ragnars, að meirihluti sé í ríkisstjórninni fyrir friðun
Torfunnar. Þessi ósvífna yfirlýsing er mjög í stíl Ólafs.
Ráðherrarnir Benedikt Gröndal, Hjörleifur Gutt-
ormsson, Kjartan Jóhannsson, Ragnar Arnalds og
Svavar Gestsson hafa allir lýst opinberlega stuðningi
við friðun. Og þetta eru fímm ráðherrar af níu.
Ólafur segir líka blákalt, að Ragnar hafí farið út
fyrir verksvið sitt með friðun Torfunnar. Hún heyri
undir forsætisráðuneytið. Samt segja húsafriðunarlög,
að menntamálaráðherra ákveði friðun húsa.
Það er einkar athyglisvert, hversu frjálslega for-
sætisráðherrann umgengst staðreyndir. Hann horfir
framhjá opinberum yfirlýsingum samráðherra sinna og
framhjá nýlegum lögum um húsafriðun.
Þetta minnir á, er Ólafur ákvað skyndilega að gerast
harðlínumaður í Jan Mayen málinu og lét málgagn sitt
ráðast að fyrri harðlínumönnum fyrir að vera of linir í
málinu.
Kannski er hann farinn að lesa Mein Kampf.
Allan áttunda áratuginn hefur Ólafur Jóhannesson
ráðið ferðinni í málum Bernhöftstorfu. Hann lét reka
leigjendur út og taka rafmagn og hita af húsunum,
svo að þau grotnuðu fyrr niður.
Þessi stefna hófst á fyrra forsætisráðherraskeiði
Ólafs og hélt áfram á því tímabili, er hann leyfði Geir
Hallgrímssyni að vera forsætisráðherra að nafninu til.
Það góða, sem Ragnar Arnalds menntamálaráð-
herra hefur nú gert í málinu, er að höggva á hnút deilna
um, hvort hann eða borgarstjórn ætti að hafa for-
göngu um friðun.
Friðunaratlagan getur því hafizt. Og það er enn ekki
um seinan. Þór Magnússon þjóðminjavörður hefur
sagt, að seint fari húsin í Torfunni svo illa, að þeim
mætti ekki bjarga.
Friðunarmenn verða nú að snúa sér að alþingi. Þar
dugir ekki að ná meirihluta góðviljaðra þingmanna.
Þar dugir aðeins yfirgnæfandi meirihluti, svo að Ólafi
takist ekki að svæfa málið.
Le ’íósið er þjóðminjavarðar: ,,í þessum hús-
um . . 'isaheildinni allri ofan Lækjargötunnar á
þjóðin ) merkastan byggingararf í kaupstað á ís-
landi . . u er svo komið, að í rauninni er engin slík
núsaheild v húsaröð til frá þvi um miðja síðustu öld
ncma þessi ema.”
f ......
Valkostir sovézkra kvenna:
Þátttaka í /ífs-
gæðakapp-
hlaupinu eða
bameignir
—en þeim fækkar ört í kjölfar aukinna réttinda kvenna
þvert á áætlanir stjórnvalda
Hjónin Vasya og Galina Tarasov hagslegu vandamáli, þar sem Sovét-
vinna í sömu matvöruverzluninni í ríkin sjá fram á stóraukna þörf
miðborg Moskvu. Þau búa i þægi- vinnuafls í náinni framtíð, en ekki
legri íbúð byggðri á félagslegum verður gengið lengra í að lokka kven-
grundvelli líkt og verkamannabústað- fólk á vinnumarkaðinn en nú, og
irnir hér, í suðurhluta Moskvu. Það fólksfjölgun er hættulega hæg, að
tekur þau á aðra klukkustund að
komast í vinnu daglega og álíka tíma
til baka. Á það bætist svo staða í bið-
röðum í verzlunum til að kaupa
nauðsynjar. Þau eru að safna fyrir
bíl, sem þau þurfa að greiða álíka
háu verði og á íslandi og þurfa ef til
vill að bíða lengi eftir, þegar þau hafa
safnað nægilegu fé.
Galina á engin börn, enda segist
hún hreinlega ekki hafa tíma til þess
og vera dauðuppgefm á hverju
kvöldi. Dæmi Galinu er ekkert eins-
dæmi í Sovétríkjunum, þar standa
konur frammi fyrir einföldum og
hörðum kostum: Annaðhvort frama
eða barneignum. Þessir þættir fara
ekki saman nema með miklum erfið-
leikum.
Og þar sem flestar sovézkar konur
vinna til að skapa sér betra viður- kemur fram árekstur á milli þjóð-
væri, eru þær nú orðnar nær helm- félagslegra og menningarlegra sjón-
ingur starfandi fólks í Sovétríkjun- armiða annars vegar og hins vegar
um. Af ofangreindum ástæðum leiðir timabundinna hagfræðilegra mark-
það af sér að fjölgun er orðin innan miða.
við eitt prósent.
Kynferðismismunun
Breytt staða konunnar Samt rfkjandi
fœkkar fseðingum Þrátt fyrir allt eru sovézkar konur
Fækkandi barnsfæðingar eru ekki ánægðar með stöðu sína. Sem
aðeins ein hlið þróunar í kjölfar dæmi má nefna að þrátt fyrir ótvíræð
breyttrar stöðu konunnar í Sovétríkj- fyrirmæli um algert jafnrétti í stjórn-
unum. Jafnréttisbarátta þeirra hefur arskránni frá 1977, er innan við
einnig kollvarpað hinni hefðbundnu helmingur sovézkra kvenlækna i
fjölskyldu og slagorð stjórnvalda: .toppstöðum’, þótt 69% allra lækna
„hin gullna helmingaregla” virkar séu kvenmenn. Þá eru stjórnmálin
illa á marga karlmenn. enn í höndum karlmanna, því aðeins
Þá er þessi þróun að verða að þjóð- 24,7% flokksmeðlima í sovézka
mati sumra hagfræðinga þar í landi. I
umfjöllun Sovétmanna um málið
Sovézkar konur hafa frá fornu fari átt
einna greiðasta leið til frama I listum.
Mvndin er af hinni þekktu ballettdans-
mey Maya Plisctskaya.
kommúnistaflokknum eru konur. Og
aðeins átta af 287 miðstjórnarmönn-
um eru konur.
Framundir það síðasta hafa karl-
menn verið ótvíræðir húsbændur á
heimilum sínum og konur aðallega
unnið húsverk. í skoðanakönnun í
vor, sem fjölskyldumálaráðið gekkst
fyrir, varð verulega vart við að karl-
mönnum vefðist tunga um tönn
þegar spurt var um húsbóndann á