Dagblaðið - 30.08.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
Réttindum sovézkra kvenna fleygir
mjög fram og sumir telja að þar sé
jafnvel orðið um að ræða forréttindi
þeirra á mörgum sviðum.
heimilinu. Niðurstöðurnar hafa þó
ekki enn verið birtar.
Þrátt fyrir að konur vinni víða
fulla vinnu utan heimilis, telja margir
karlmenn eftir sem áður að konan
eigi að vinna húsverkin. Félags-
fræðingur i Leningrad hefur reiknað
út að með því vinni konan 15 til 20%
meira en karlmaðurinn á dag, og slíkt
gangi vart til lengdar.
Konur drekka nú strfar
Hvort sem það er opinber stefna
eða röð af tilviljunum hafa sovézkir
fjölmiðlar upp á síðkastið lagt um-
talsverða áherzlu á kvenleika, sem
mörgum þykir hafa farið nokkuð
forgörðum í kjölfar jafnréttis þeirra.
Þá örlar ekki á hugarfarsbreytingu í
sovézkum bókmenntum, þrátt fyrir
nýju stjórnarskrána 1977.
Staða karlmannsins er eftir sem
áður utan eldhússins og lögð er
áherzla á fórn og óeigingirni konunn-
ar fremur en framagirni. Konur
virðast þó láta þetta sem vind um
eyru þjóta og segja í staðinn skál i
tíma og ótíma. Eykst drykkjuskapur
þeirra mun hraðar en karlmanna og
eru vandræði af drykkju þeirra jafn-
vel talin meiri en af drykkju karl-
manna.
ömmurnar
hættar að passa
Eitt af því sem ögrar enn sovézkum
heimilum er að ömmurnar, eða
babúskumar, eru hættar að vilja
dvelja á heimilum barna sinna til að
gæta barnabarnanna svo móðirin
geti unnið úti. Á meðan það fyrir-
komulag var ríkjandi, hélt fjölskyld-
an nokkum veginn velli.
Nú vilja þær sjálfar vinna eins
lengi og unnt er: „Amma ól upp
dóttur mína og barnabarn mitt er alið
upp á dagvistunarheimilum, hvernig
á ég að fara að sleppa góðu starfi í
verksmiðjunni og fara að verða
amma þessa barns,” sagði fullorðin
verkakona í Volgograd nýlega i
blaðaviðtali.
Þessi afstaða .babúskanna’ kemur
þeim mun vérr niður á heimilunum
með tilliti til þess að aðeins 15% af
heimilisvinnu í Sovétrikjunum er
unnin með vélum á móti t.d. 80 pró-
sentum í Bandaríkjunum.
Verðlaunamæður
Hið opinbera er nú að bregðast við
þessari þróun á margvíslegah hátt,
m.a. með því að gefa konum frí á
launum í 56 daga fyrir fæðingu og 56
daga eftir fæðingu. Þá eru nú
greiddar verulegar barnabætur fyrir
hvert barn umfram þriðja barn. Líka
er boðið upp á ókeypis dagvistun
fyrir börn, og svo mætti lengi telja.
Það hrekkur hins vegar skammt þar
sem hjónaskilnaðarlöggjöfin er orðin
mjög frjáls og af hverjum þúsund
hjónaböndum í borgum Sovétríkj-
anna endast sex hundruð. Sú þróun
hvetur konur síður en svo til barn-
eigna.
- GS
11
AÐSPARA
Nú eru landsfeðurnir farnir að
spara eða svo er sagt. Ekki fór það
framhjá neinum, þegar gerð var
skyndiárás á sjúkrahúsafólk nú í júlí-
lok. Sú deila er til lykta leidd í bili og
ekki ástæða til að fjalla neitt að ráði
um hana í þessari grein. Nýskipaður
framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna
tók þá skynsamlegu afstöðu strax að
telja framkvæmdina ófæra nema í
samvinnu við starfsfólkið. Notalegt
að heyra svo mannlega rödd úr ríkis-
ranni. Nú, en ekki samdi Davíð þessa
frægu áætlun. Hún hefur verið til á
blaði síðan fyrir jól í fyrra. Satt að
segja hefur mér stundum dottið í hug
í sambandi við þessa áætlun setning
úr íslendingasögum, sem er á þessa
leið: „111 var þín fyrsta ganga, munu
hér fleiri á eftir fara og þó verða verst
hin síðasta.”
Nóg um það. Hitt er alvarlegra og
snertir okkur öll og það er, að í al-
vöru er meiningin að draga til muna
úr heilbrigðisþjónustunni, ef það á
að fækka starfsfólki Ríkisspítalanna
um 3—4 hundruð manns á þann veg
að ráða ekki að nýju í störf, sem
losna. Þetta hlýtur að hafa í för með
sér skerta þjónustu við sjúkt fólk. Er
ekki hægt að spara annars staðar
fyrst? Þannig spyr til dæmis Sigurvin
Einarsson fyrrverandi alþingis-
maður, og mættu fleiri láta frá sér
heyra um það.
Við höfum enn ekki náð lengra en
svo í þeirri þjónustu, að fólk hefur
þurft að bíða tímum saman eftir að-
gerð, þótt allir viti, að sú leið er bæði
erfið og þjáningarfull. Á þetta fólk
kannski að bíða enn lengur? Eða á
sparnaðurinn að koma niður á öldr-
uðum, vangefnum eða geðsjúkum?
Er þjónustan við þá ekki þegar i lág-
marki? Á að pína áfram sömu þjón-
ustu með auknu álagi á starfsfólk?
Ég fullyrði, að þá grípa stéttarfélög
til varnaraðgerða. Eða er þetta allt
saman kjaftæði til að friða fjármála-
ráðherra, með einu áætlunarplaggi
enn? Á að fækka ráðnu starfsfólki en
halda þjónustu gangandi með auka-
vöktum? Vita hugmyndafræðingarn-
ir í Arnarhvoli ekki, að slík þjónusta
er bæði dýrari og verri, því að fólk er
oft orðið þreytt, þegar umsamin vakt
er úti?
Það væri afar fróðlegt að fáað sjá,
hve mikill kostnaður er af auka- og
extravöktum í sjúkrahúsum yfirleitt.
Það skyldi þó aldrei vera, að það
borgaði sig fyrir alla að ráða meira af
afleysingarfólki en fækka aukavökt-
um? Það er enginn vafi á, að það má
hagræða ýmsu betur á sjúkrastofn-
unum, en það gera ekki skrifborðs-
menn, sem ekkert þekkja til vinnunn-
ar og eru of hrokafullir til að hlusta á
þá, sem leysa vinnuna af hendi. Það
þarf að hlusta á fulltrúa allra starfs-
stétta, og þetta svið er svo viður-
kennt, að því, sem á að breyta,
verður að breyta rólega, annars hlýzt
verra af.
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
Margir vonsviknir
Nú er blessuð stjórnin okkar orðin
ársgömul. Margir bundu miklar
vonjr við hana, enda var því óspart
haldið fram fyrir kosningar, að auð-
velt væri að leysa þann vanda, sem
við blasti, ef til þess væru valdir réttir
menn. Og hvað nú? Vandinn sýnist
fara vaxandi, og nú eru margir von-
sviknir og hóta jafnvel að kjósa Geir
næst þegar þeir fá að kjósa. Ósam-
lyndið á stjórnarheimilinu er jafnvel
farið að fara i taugarnar á traustustu
stuðningsmönnum stjórnarflokk-
anna og það svo, að ekki einu sinni
þeir eru sanngjarnir i garð stjórnar-
innar.
Olíuvandinn er ekki stjórninni að
kenna, og stjórnin hefur margt vel
gert. Ég minni til dæmis á ýmislegt í
félagsmálapakkanum svonefnda.
Kjósendur geta alls ekki firrt sig
ábyrgð af ríkisstjórninni. Þetta kusu
þeir. Þeir kusu hóp af súkkulaði-
drengjum, sem ekkert þekkja til lífs-
baráttu, og trúðu, að þeir mundu
leysa gífurlegan þjóðfélagsvanda. Og
drengirnir hafa haldið áfram sínum
stjörnuleik, og nú er almenningur
vonsvikinn og þreyttur.
Efnahagsráðstafanir verður að
gera í haust og í vetur, en ef þær eiga
að ganga út á það að rýra enn kjör
þeirra, sem verst eru settir, verka-
manna, sem vinna lengstan vinnudag
í Vestur-Evrópu, þá lízt mér ekki á.
Launabilið vex jafnt og þétt. Og þó
einstaka menningarviti telji það bera
vott um menntamannahatur að vilja
draga úr því, þá hefur það ekki við
nein rök að styðjast.
Verkafólk hefur alltaf kunnað að
meta það menntafólk, sem hefur bar-
izt með því fyrir betra lífi, og það
fagnar því að finna það enn i röðum
yngra fólks. En „vinnufælinn”
dekurlýð, sem heimtar allt handa sér
og fyrir sig, skiljum við ekki, og það
skiptir engu máli, hjá hvaða flokki
dekurlýðurinn hefur sogið sig á
spena.
Verkalýðshreyfingin á vanda fyrir
höndum i haust. Eigum við samleið
eða ekki? Um það verður spurt. Á nú
fyrst og fremst að sameinast um að
lyfta þeim, sem verst eru settir, eða á
að nota þá til að lyfta hinum? Verka-
lýðshreyfingin getur ekki haft uppi
gagnrýni á þá, sem vinna að misrétti í
þjóðfélaginu, ef slíkt misrétti
blómstrar innan hennar eigin veggja.
Við verðum að reka það orð af
okkur, ef verkalýðshreyfingin á að
vera það sterka afgerandi afl i þjóð-
félaginu, sem hún á og verður að
vera.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
formaður Sóknar.
Peningamir okkar
Það eru til menn, og þó undarlegt
megi virðast ekki síður ungir menn,
sem hafa öðlast þá fullvissu að þró-
uninni verði að snúa við.
Það er ekkert samheiti yfir þessa
tegund fólks. Stundum er það kallað
frjálshyggjufólk, ungir athafnamenn
eða það er skilgreint sem glæst von
framtíðarinnar um aukið „frelsi”
einstaklingnum til handa.
Silfurskeiðar
Gengi þessara fulltrúa „frelsisins”
fer nokkuð eftir ytri aðstæðum í
þjóðfélaginu á hverjum tíma. Einföld
hugmyndafræði þeirra fellur vel að
þvi ástandi, þegar búið er að dýrka
hagvöxtinn um of og fjármál þjóðar-
innar hafa verið reyrð í illleysanlegan
hnút.
Margt af þessu fólki er fætt með
silfurskeiðar í munninum. Oft er það
önnur og jafnvel þriðja kynslóðin frá
þeim athafnamönnum sem spiluðu úr
stríðsgróðanum og unnu sig upp í
þeim jarðvegi sem gaf mikla upp-
skeru og blómlegt athafnalíf eftir þá
tæknibyltingu sem varð í landinu í og
eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar.
Þessi nýja kynslóð hefur yfirleitt
ekki þá persónulegu reynslu sem
dugar til að skilja sögulegt samhengi
hlutanna og hún hefur engan sið-
ferðislegan grunn að standa á. Margt
af þessu fólki er fætt og alið upp í
þeim hugmyndaheimi að taumlaus
samkeppni sé æðst gæða mannsins
og þeir „hæfu” eigi að lifa af — hinir
eigi að deyja.
Matur
sjúklinganna
Þessar fullyrðingar mínar eru ekki
út í bláinn. Staðreyndirnar liggja
allar fyrir í ályktunum og prentuðu
máli, sem mætti kalla „Báknið
burt”, eins og einn prentgripurinn
var látinn heita.
Við skulum nú líta aðeins á grund-
völl hugmyndafræðinnar.
Báknið, það er samneyslan í þjóð-
félaginu. Báknið er maturinn sem
sjúklingarnir eta á spítölunum. Bákn-
ið er skólaganga æskunnar. Báknið
er lífeyrir gamla fólksins og báknið er
margt fleira sem greitt er úr sameigin-
legum sjóði.
Þessi sameiginlegi sjóður eru skatt-
arnir okkar í einni eða annarri mynd.
Það eru þeir og aðrar kvaðir sem á að
leggja niður. Það er svo sem ekki
skrýtið að hugmyndafræðin falli í
góðan jarðveg hjá „skattpíndri”
þjóð.
En svona einfalt er málið því miður
ekki.
Það sem verið er að biðja um er
grundvallarbreyting á þjóðfélaginu.
Tilfærsla fjármuna. Þjóðartekjur á
að færa frá samneyslu og yfir i einka-
neyslu.
Til skýringar á því hvað þetta sjón-
armið er í sjálfu sér langt frá almennu
'raunsæi, má minna á það að forustu-
ríki hins „frjálsa” framtaks, Bancla-
ríkin, hafa smám saman verið að
fjarlægjast þessi sjónarmið. Einfald-
lega vegna þess að þau standast ekki.
Ungt fólk á íslandi sem fætt er
með silfurskeiðar i munninum eða
hefur ánetjast þessum barnaskap, vill
ganga þær leiðir sem forustumenn
„frelsisins” telja nú ófærar.
Gljáfægð ásýnd
En af hverju er ég að skrifa um
þetta? Er nokkur hætta á ferðum þó
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
að ungir íhaldsmenn leiki sér að
orðum?
Það er þvi miður hætta á ferðum.
Sú hætta felst í því að allt of stór
hópur fólks hefur komist í þá stöðu i
efnahagsmálum að það vill fórna
sameiginlegum hagsmunum almenn-
ings til að vernda sérhagsmuni sína.
Hættan felst einnig í því að allt of
stór hópur fólks er orðinn sljór af
áratuga áróðri gegn samneyslunni.
Þetta fólk hefur kannski ekki þurft
að nota þess’a samneyslu hvað varðar
heilsugæslu og tryggingar og sjón-
deildarhringur þess hefur smam
saman afmarkast af húsinu og bíln-
um og taumlítilli einkaneyslu.
Við þetta fólk er ekki hægt að
segja annað en það að dagurinri í dag
er ekki varanlegur. Á morgun geta
persónulegar aðstæður verið breytt-
ar. Þá fer fólk að skilja gegnum
óæðri líffæri. Þá fær maturinn á
spítölunum annað gildi og þetta fólk
verður líka gamalt. Þá fær hin gljá-
fægða ásýnd frelsisins aðra mynd og
hrjúfari. Þá standa menn frammi
fyrir þvi að þreifa sjálfir á því nakta
grundvallarhugtaki frjálshyggjunnar
að lifa eða deyja. Þá minnkar visast
áhuginná frumskógarlögmálinu.
Hreppaflutningar
Ég talaði áðan um þær grundvall-
arbreytingar sem nú eru predikaðar.
Það er í sjálfu sér ekki útilokað að
leggja niður skattana og samneysluna
i núverandi mynd. En sú einkaneysla
sem þá yxi að sama skapi yrði stjórn-
laus. Þá kæmi aftur til í íslensku
þjóðfélagi ölmususjónarmiðið,
hreppaflutningarnir og niðurlægj-
andi fyrirgreiðsla. Útkoman yrði enn
meiri ójöfnuður, þar sem litill hópur
einkaaðila fengi ennþá meira en nú.
Þessir aðilar myndu geta borgað fyrir
sig á sjúkrahúsunum og lagt sjálfir
skólpið frá einbýlishúsum sinum og
sent börnin í einkaskóla.
En haldið þið að ástandið yrði
betra fyrir allan almenning? Það held
ég áreiðanlegaekki.
Að iðrast
eftir dauðann
Mér finnst rétt að reifa þessi mál
núna vegna þess að sú upplausn sem
ríkir í fjármálum þjóðarinnar getur
hrundið af stað geðshræringu sem
tengist hvorki veruleika néskynsemi.
Eitt dæmi um þá sefjun sem reynt
er að koma á meðal fólksins er linnu-
laus áróður gegn þeim þjóðum sem
reynt hafa þjóðfélagstilraunir sem
gera öllum þegnunum kleift að búa
við öryggi og sæmilega efnahagslega
velmegun. Þessar þjóðir eru undir
kapítalísku hagkerfi og sjálfsagt er
„einkaneysla” peningamannanna
ekkiminni þar en annars staðar.
En fólkið í þessum löndum hefur
sjálft borið gæfu til að hafa hönd i
bagga á stjórnmálasviðinu og hefur
valið sér forustumenn í stjórnmálum
og verkalýðshreyfingu sem hafa ekki
viljað eða þorað að gefast upp þó að
á móti hafi blásið hjá þeim eins og nú
gerist um alla Vestur-Evrópu.
Við eigum því miður allt of lítið af
slíku forustufólki og þess vegna er
hér bent á þær hættur sem fram und-
an eru.
Almenningur ætti að hafa í huga
að það getur verið of seint að iðrast
eftir dauðann.
Hrafn Sæmundsson
prentari.
✓