Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979. 13 kemur i annarra manna hús er að takastí hendureða kyssa gestgjafann, eftir þvi hve vel þið þekkizt. Því næst ferðu úr skónum til þess að setjast að kaffi og fagurlega skreyttum tertum, kökum og brauði. Ég hef tekið eftir þvi að íslendingar borða sex máltiðir á dag. Maður vaknar og fær sér morgunmat; morgunkaffi, hádegis- mat, eftirmiðdagskaffi, kvöldmat og siðan miðnætursnarl. Það er ekki möguleiki á því að verða svangur. Ég er enn að velta þvi fyrir mér hvernig íslendingum tekst að halda sér svona grönnum. Ef þú ferð í matarboð, máttu búast við að fá hvalkjöt, lambakjöt, svið, hrossakjöt eða fisk á diskinn. íslend- ingar drekka líka ófitusneidda mjólk og láta sykur í kartöflurnar. Það hefur orðið að reglu á heimili minu hér á íslandi að segja mér ekki hvað ég er að borða fyrr en ég hef lokið máltiðinni...” „Ég hef ekki séð neinn borða jafn mikið af osti og hér er gert. Og ég sem hélt að fjölskylda min heima borðaði mikiðaf honum. Þaðerekk- ert í samanburði við hérna og við sem búum í næstu borg við ostaverk- smiðju i Bandarikjunum. Við skipti- nemarnir höfum lika tekið eftir þvi að á íslandi fær fólk sér ekki brauð með smjöri, það fær sér smjör með brauði.” „Það er mjög gott að búa í þessum bæ, sérstaklega ef þér finnst lykt af fiski góð,” skrifaði einn neminn um sjávarútvegsbæ, þar sem hann dvaldi. Einn af nemunum, frá Michigan, skrifaði i bæjarblaðið sitt. í grein- inni, sem er mjög skemmtileg, segir m.a., í lauslegri þýðingu: „Fyrsti siðurinn sem við lærðum var að fara úr skónum um leið og komið er og að segja takk fyrir mat- inn eftir hverja máltíð. Og þá er það tungumálið. íslenzkan er eitthvert erfiðasta mál i heimi vegna málfræð- innar. Það getur verið hægt að segja nafnorð á Jólf mismunandi vegu eftir þvi hvort það er karl-, kven- eða hvorugkyns, eða i eintölu eða fleir- tölu. Kannske á fleiri vegu, — ég er i öllu falli mjög rugluð.” Síðar i greininni segir neminn um verðbólguna: „Okkur var sagt að skipta ekki öllum peningunum okkar i einu vegna þess að við gætum tapað Þarna er fröken Sviss og fröken USA að dansa at hjartans ánægju. DB-myndir Bjarnleifur.j Nýkomnu ársnemarnir, talið frá vinstri, Faulo Barragan frá Brasilfu, Silva Boschetti frá Sviss, Jocelyne Faivre frá Frakk landi, David C. Wodthe og Kim Engelkes bæði frá Bandarikjunum. á því. Það er ekki óalgengt að nem- endur hér verði blankir. Allt er mjög dýrt, — en hafið engar áhyggjur. Ég skal færa ykkur gjafir — það ódýr- asta og jafnframt eitt af því algeng- asta, sem til er á íslandi, — nefnilega hraunmola.” Efst í íslenzku Á „opna kvöidinu” í Bústöðum var mikið spjallað og síðan dönsuðu allir sem vettlingi gátu valdið eftir dynjandi diskómúsik og í blikkandi ljósum. Við fréttum af ekkju austur á Éiðum sem tekið hafði skiptinema, eftir að hennar eigin níu börn voru uppkomin og farin að heiman. Neminn, sem var stúlka, var við nám á Eiðum. Hún gerði sér lítið fyrir og varð efst á jólaprófinu i isienzku! Geri aðrir betur eftir aðeins hálfs árs dvölílandinu. Ekkjan átti tvö börn búsett í Svíþjóð og Noregi, sem hún hugðist heimsækja. Henni líkaði svo vel við skiptinemann sinn að hún bauð honum með sér í ferðalagið. Nokkrir nemar dvöldu á sveita- bæjum, bæði í Dalasýslu og í Miðfirði. Ekki bar á öðru en að þeir kynnu vel við sig og sveitafólkið kunni vel við þá. Skiptinemasamkoman í Bústöðum var mjög frjálsleg. Krakkarnir virtust ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja hvorir aðra. Einn islenzkur piltur, sem hafði ekki komið á slíka samkomur: „Ofsalega eru þessir útlendu krakkar hressir og óþvingaðir. Allt öðruvísi en islenzkir krakkar.” Við bjóðum nýju nemana velkomna og kveðjum þá sem nú eru að halda heim á leið. A.Bj. * SPYRNA Kvartmíluklúbburinn heldur kvart- mílukeppni á brautinni í Kapellu- hrauni sunnudaginn 2. sept. kl 2. 1 keppninni verða margir bílar sem ekki hafa sézt áður og þar á meðal verður einn með hina víðfrœgu HEMICHRYSLER vél. . ..—....... Stjornm.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.