Dagblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
15
HEBE—HBISWIPPMillfH 11 liM—EB—M1 nSHH
TEITUR VAR
El í NÁÐINNI
— þrír nýlidar í íslenzka landsliðshópnum gegn Hollandi
Teilur Þórðarson mun ekki leika
gegn Hollendingum í landsleiknum nk.
miðvikudag. Ekkert hefur verið við
hann rælt og landsliðsnefndin hefur
ekki talið ástæðu til að nota hann.
Þrátt fyrir að Teitur sé í sænskum
blöðum talinn einn allra hættulegasti
framherjinn þar i landi sá landsliðs-
nefndin ekki ástæðu til að kalla hann
heim i landsleikinn og hafa þó ýmsir
leikmcnn verið kallaðir heim til þess
eins að sitja á varamannabekknum. Á
blaðamannafundi, sem landsliðsnefnd
boðaði til i hádeginu í gær, var 15
manna hópur tilkynntur fyrir landsleik-
inn gegn Hollandi. Hann er þannig
skipaður:
Ársæll Sveinsson, ÍBV,
Þorsteinn Bjarnason, La Louviere,
Árni Sveinsson, ÍA,
Dýri Guðmudnsson, Val,
.lóhannes Eðvaklsson, Celtic,
Magnús Bergs, Val,
Martcinn Geirsson, Fram,
Örn Óskarsson, ÍBV,
Atli Eðvaldsson, Val,
Hörður Hilmarsson, Val,
Guömundur Þorbjörnsson, Val,
Karl Þórðarson, La Louviere,
Pétur Pétursson, Feyenoord,
Sigurlás Þorleifsson, Víkingi,
Tómas Pálsson, ÍBV.
Sextándi maðurinn í hópnum hefur
enn ekki verið valinn en valið er á milli
Guðgeirs Leifssonar og Trausta Har-
aldssonar, Fram. Guðgeir er sem kunn-
ugt er atvinnumaður með bandaríska
liðinu Edmonton Drillers.
Þrír nýliðar
Þrír nýliðar eru i íslenzka hópnum að
þessu sinni. Það eru þeir Ársæll Sveins-
son, Sigurlás Þorleifsson og Magnús
Bergs og segjast verður alveg eins og er
og með fullri virðingu fyrir Magnúsi
Bergs, að val hans kemur mjög á óvart.
Val landsliðsins er greinilega hugsað
með varnarleik í huga og allar likur eru
á að dr. Yuri llitschev noti liðsstilling-
una 5—3—2. Það er vonlaust mál að
ætla sér að sækja gull i greipar Hol-
lcndinga og þvi verður að kappkosta að
leggja alla áherzlu á vörnina en með
þessari uppstillingu þarf vart við þvi að
búast að fsland skori mark.
Liðið, sem leikur gegn Hollandi,
liggur nokkuð Ijóst fyrir. Þorsteinn
Óvænt úrslit
víðast hvar
— í enska deildabikamum í gærkvöld
Knglandsmeistarar I.iverpool
sluppu með skrekkinn í gærkvöld er
þeir fóru yfir Mersey-ána og léku við 4.
deildarlið Tranmerc Rovers. Jafntefli
varð, 0—0, að viðstöddum rúmlega
18.000 áhorfendum — met hjá Tran-
mere. Liverpool sótti án afláts allan
leikinn cn snilldarmarkvarzla Dickie
Johnson i marki Tranmere hélt smá-
liðinu á floti. Á lokamínútu leiksins
varð Ray Clemence siðan að taka fram
sparihanzkana lil að verja skalla frá
Tommy O'Neil, sem var í dauðafæri.
Fjöldinn allur af lcikjum var í enska
deildabikarnum i gærkvöld og víðast
urðu óvænt úrslit. Nú er i fyrsta skipti
leikið heima og heiman i 2. umferðinni
og kemur það mörgum af slærri liðun-
um vafalitið til góða cftir að hafa verið
í basli mcð ncðrideildarliðin í fyrri
leiknum.
Úrslitin i gær urðu, sem hér segir:
Blackburn-Nottingham ■ Forest 1 — 1
Hirsthmann
Útvarps-og
sjónvarpsloftnet fyrir
litsjónvarpstæki,"
magnarakerfi og
tilheyrandi'
loftnetsefni.
Ódýr loftnet
og gód.
Áratuga
reynsla.
Hcildsala
Smásala.
Sendum 1
póstkröfu.
Radíóvirkinn
Týsgötu 1 - Sími 10450
Derby-Middlesbrough 0-1
Ipswich-Coventry City 0—1
Leeds-Arsenal 1 — 1
Ipswich-Coventry 0-1
Peterboro-Blackpool 0-0
Reading-Mansfield 4—3
Stockport-Crystal Palace 1 — 1
Stoke-Swansea 1 — 1
Sunderland-Newcastle 2-2
Tottenham-Manchester U. 2—1
Tranmere-Liverpool 0—0
Larry Lloyd skoraði fyrir Forest á
53. mín. en fyrirliði Blackburn, Tony
Parkes jafnaði metin á lokamínútunni.
Derby tapar enn 0—1 þrátt fyrir að
eiga allan leikinn. Sama sagan var i
Ipswich, þar sem hcimaliðið réð alveg
gangi leiksins. Gestirnir náðu hins veg-
ar að skora einu sinni og það var nóg.
Frank Stapleton náöi forystu fyrir
Arsenal á 50. min. en Byron Stevenson
jafnaði sex minútum síðar fyrir Leeds.
Mick Flanagan skoraði sitt fyrsta mark
lyrir Crystal Palace gegn Stockport og
Palace ætti að vera öruggt áfram — á
heimaleikinn eftir.
Swansea hefur byrjað mjög vel á
keppnistímabilinu og i gærkvöldi mátti
Stoke þakka fyrir jafntefli gegn John
Toshack og Co. John Mahoney
skoraði fyrir Swansea, en hann lék
áður með Stoke, en var siðan seldur til
Middlesbrough. Denis Smith jafnaði
metin fyrir Stoke seint i leiknum.
Tottenham vann óvæntan sigur yfir
Manchester United. John Pratt og
Glenn Hoddles skoruðu fyrir Spurs í
fyrri hálfleik en Mick Thomas
minnkaði muninn fyrir United i þeim
siðari. Skozki deildabikarinn var einnig
á dagskrá í gærkvöldi og þar urðu
helztu úrslitin þessi:
Clyde-Rangers
Cowdenbeath-Dundee
Falkirk-Celtic
Meadowbank-Aberdeen
1—2
1—4
1—2
0-5
Bjamason verður í markinu, þrátt fyrir
að hann hafi ekki verið talinn nógu
góður í vor þegar hann var i toppæf-
ingu. Undarlegt val þetta. Ekki svo að
skilja að Þorsteinn sé ekki nógu góður
— hann hefur sýnt mjög góða leiki með
landsliðinu. Örn Öskarsson verður
hægri bakvörður, eða þá Trausti Har-
aldsson, verði hann valinn í hópinn.
Árni Sveinsson verður vinstra megin og
Jóhannes Eðvaldsson verður „sweep-
er”. Fyrir framan hann á miðj-
unni leika þeir Dýri Guðmundsson
og Marteinn Geirsson. Karl eða
Guðgeir verður hægra megin á miðj-
unni og auk þess verða þar þeir
Guðmundur Þorbjörnsson og Atli
Eðvaldsson. Framherjar verða þeir
Pétur Pétursson og Sigurlás Þorleifs-
V'ðþurfutn á einum kraftmiklum
manni að halda, sem geiur verið stöð-
ugur ógnvaldur varnarinnar og gefur
henni aldrei frið. Teitur er einmitt sá
maður er þarna vantar. Kemur fjarvera
hans úr landsliðshópnum mjög á óvart
einkum og sér í lagi eftir hina frábæru
frammistöðu hans gegn Sviss í vor.
Aðeins einn maður i landsliðshópnum
gæti hugsanlega tekið stöðu Teits og
það er Tómas Pálsson, ÍBV. Tómas er
mikill dugnaðarforkur en hefur þvi
miður ekki sýnt góða leiki með lands-
liöinu í þau skipti sem hann hefur
fengið tækifæri. Hann er þó mun
reyndari og þroskaðri leikmaður nú en
siðast er hann lék með landsliðinu og
verði hann með gegn Hollandi gæti
hann hugsanlega fyllt upp i skarðTeits.
Skarð í vörninni
önnur staða í liðinu, sem á eftir að
valda vandræðum, er staða hægri bak-
varðar. í hópnum eru aðeins tveir
menn, sem leika þá stöðu, örn Óskars-
son og Magnús Bergs. örn er mun
fljótari en Magnús og veröur að öllum
likindum valinn en hætt er við að hann
verði í vandræðum með kantmanninn
hollenzka, Tahamata, sem bókstaflega
tætti i sig argentinsku vörnina í FIFA-
leiknum i vor. Hraði hans er geysi-
legur og aðeins Trausti Haraldsson ætti
möguleika í hann. Magnús er alltof
seinn og Órn varla nógu snöggur.
Alls hafa 28 leikmenn verið valdir i
þá fjóra landsleiki sem hafa verið á
dagskrá í sumar. Vissulega er það veik-
leikamerki að geta ekki haldið sama
kjarnanum yfir heilt sumar. Englend-
ingar undir stjórn Ron Greenwood
hafa tekið upp þá stefnu að hafa sem
minnstar breytingar á liði sinu á milli
leikja og það hefur gefið betri árangur
þar i landi en náðst hefur i mörg ár.
Miklar breytingar
Sex leikmenn sem léku gegn Sviss
verða ekki með núna. Það eru þeir
Þorsteinn Ólafsson, Janus Guðlaugs-
son, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór
Guðjohnsen, Teitur Þórðarson og
Trausti Haraldsson. Sem fyrr segir eru
þó líkur á að Trausti komi í hópinn.
Þeir Arnór og Ásgeir eiga ekki heiman-
gengt og Janus er meiddur — væri
annars sjálfkjörinn í landsliðið.
Pétur Ormslev var mjög til umræðu
á fundinum i gær og að sögn landsliðs-
nefndar komi hann sterklega til álita í
landsliðið. Að mati undirritaðs á hann
mun frekar heima í 16 manna hóp en
þeir Sigurlás og Tómas. Að sjálfsögðu
sýnist sitt hverjum en Pétur sýndi
góðan leik gegn V-Þjóðverjum i vor og
hefur átt mjög jafna leiki með Fram i
sumar. Að sögn landsliðsþjálfarans
passar Pétur ekki inn í leikkerfið og
það gerir Teitur ekki heldur.
Satt að segja virðist þetta landslið ■
ekki liklegt lil afreka en hafa ber i huga
þá staðreynd að íslenzk landslið hafa
alla jafna sýnt beztu leikina þegar sem
minnstu hefur verið búizt við af þeim.
Við skulum vona að svo verði einnig að
þessu sinni.
-SSv.
Diðrik Olafsson svifur hér á eftir knettinum eins og köttur, cn hann fór vfir eins og svo oft I leiknum.
DB-mynd Bj. Bj.
Mark Helga var eini
Ijósi punkturinn
—í afar slökum leik þegar Víkingur vann Hauka 3-0
Það var augljóst á leik beggja liða i gær-
kvöld að ekkert var i húfi fyrir Viking eða
Hauka. Haukarnir kolfallnir i aðra deildina
og Vikingar vonlitlir um UEFA sæti.
Leikurinn bar þvi öll merki leiða og áhuga-
leysis og var litt spennandi á að horfa fyrir
þá fáu áhorfendur, sem lögðu leið sina á
völlinn. Ekki spillti þó veðrið fyrir. Blanka-
logn og glampandi sólskin. Vikingur sigraði
3—0 eftir aö hafa leitt 1—0 í leikhléi. Eftir
tækifærum var þetta sanngjarn sigur en
Haukarnir áttu oft á tiðum lítið minna í
leiknum úti á vellinum. Þegar hins vegar dró
nær vitateig Vikinganna fór allt i vitleysu.
Strax á 5. minútu kom fyrsta ntark
leiksins. Var þar að verki ungur nýliði í
Víkingi, Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem
skoraði eftir að Haukum hafði mistekizt að
hreinsa frá eftir hornspyrnu. Skömmu siðar
komst Sigurlás einn i gegn en lét verja frá sér
og 10 min. fyrir hlé komst Helgi Helgason
einn inn fyrir — bókstaflega la'^oaði í gegn-
um vörnina — en örn sýndi snör viðbrögð er
hann kom í veg fyrir mark. Knötturinn fór i
stöngog út.
Kristján Kristjánsson fékk upplagt færi til
að jafna metin á 37. mín., en klúðraði
klaufalega. Rétt fyrir leikhlé bjargaði Daniel
Gunnarsson frá marki eftir skalla Sigurlásar.
Síðari hálfleikurinn var mun skárri en allt
spil vantaði þó á köflum og var mest um
hugsunarlausar sendingar. Einkum voru
Haukarnir skæðir með að senda knöttinn frá
sér án þess að lita við og finna næsta sam-
herja. Kristján var oft óvaldaður á vinstri
kantinum en fékk sárasjaldan knöttinn. Þá
það gerðist skapaði hann yfirleitt mikla
hættu. Björn Svavarsson hægöi leikinn alltof
mikið niður með því að stöðva sóknirnar og
Staðan í 1. deild
Staðan í 1. deildinni að leik Vikings og
Hauka loknum er nú þessi:
Valur 15 8 4 .3 30- -17 20
Vestmannacyjar 15 8 4 3 24- -11 20
Akrancs 15 8 3 4 24- -15 19
KR 15 7 4 4 23- -21 18
Víkingur 16 6 4 6 26- -23 16
Keflavík 15 5 6 4 19- -16 16
Fram 15 3 8 4 22- -20 i4
Þróttur 15 5 4 6 19- -25 14
KA 15 3 4 8 17- -30 10
Haukar 16 1 3 12 10- -36 5
Markahæstu menn: mörk
Sigurlás Þorleifsson, Víkingi 10
Atli Eðvaldsson, Val 8
Sveinbjörn Hákonarsson, Akranesi 7
PéturOrmslev, Fram 7
jafnvel leika til baka eins og hann gerði oft.
Boltinn var ekki látinn vinna.
Þessi lýsing getur allt eins átt við Viking
en sóknir þeirra voru þó mun beittari og
hvað eftir annjð fengu þeir ágæt færi til að
skora en klúðruðu öllu á klaufalegan hátt. í
upphafi siðari hálfleiks fengu þeir Lárus og
Sigurlás báðir færi til að skora áður en
Vignir Þorláksson, vinstri bakvörður, fékk
bezta færi Haukanna i leiknum. Hann komst
óvænt einn inn fyrir en lét Diörik verja frá
ster. Vel gert hjá Diðrik.
Síðan fékk Sigurlás dauðafæri en skaut i
hliðarnetið og Valur Helgason bjargaði á
linu hjá Haukunum áður en Helgi Helgason
skoraði annað mark leiks'ns og jafnframt
það fallegasta. Hann fann engan samherja
rétt utan vítateigs og lét þrumuskot riða af.
sem hafnaði i horninu á Haukamarkinu án
þess að Erni Bjanasyni tækist að verja, þrátt
fyrir góða tilburði.
Þriðja mark Vikings kom 5. mín. siðar.
Magnús Þorvaldsson komst inn í sendingu
gaf strax fram á Sigurlás Þorleifsson sem var
á auðum sjó. Hann komst inn i vitateig,
hristi þar af sér varnarmann og sendi
knöttinn i netið.
Lokakaflann gáfu Vikingarnir tveimur
ungum nýliðum tækifæri og stóðu þeir sig
þokkalega þann tíma, sem þeir voru inni á.
Beztir hjá Vikingi voru Helgi Helgason,
Ómar Torfason og Lárus Guðmundsson.
Hjá Haukum Daniel Gunnarsson og Kristján
Kristjánsson.
-SSv.
Glæsilegt met
hjá Guðrúnu
— þeytti kringlunni yf ir 50 metra
Guörún Ingólfsdóttir settl i gærkvöld nýtt
glæsilegt met i kringlukasti er hún þeytti
kringlunni 50.88 metra á innanfélagsmóti hjá
Ármanni i gærkvöld. Kastseria Guðrúnar
var mjög góð. Fyrsta kastið mældist 45.44
T’”'
Guðrún Ingólfsdóttir.
km, þá kom ógilt kast, síðan tvivegis i röð
45,90 m, síðan metkastið og loks ógilt aftur.
Gamla metið var 46.60 metrar og það er svo
sannariega ekki á hverjum degi, sem kastmet
eru bætt um rúma fjóra metra i einu.
Árangur Guðrúnar sýnir það að hún gæti
kastaö 55—60 metra i hagstæðum vindi.
Þá setti Sigurborg Guðmundsdóttir einnig
met í 400 metra grindahlaupi — hljóp á 61,6
sek. en eldra metið var í 61,7 sek. sett á
Kalott keppninni fyrr í sumar. Telpnasveit
Ármanns setti í gær nýtt met í 4 x 100 metra
hlaupi og hljóp á 53,6 sek. en eldra metið var
54,3 sek. Frábært veður var til keppni í gær-
kvöld — blankalogn og sólskin.
Pólverjar unnu
Pólverjar unnu Rúmena 3—0 í vináttu-
landsleik sem fram fór í Varsjá í gærkvöld.
Grzegorz Lato skoraði á 31. mín., Trelecki á
76. mín. og Boniek á 84. mín. Áhorfendur
voru aðeins 10.000.
Þá léku Danir og Finnar vináttulandsleik í
Helsinki og lauk honum 0—0. Danska
unglingalandsliðiö sigraði síðan það finnska
i Kokkola 2—0 í gærkvöld.
Fimmta mark Péturs!
„Það var hreint ferlegt að tapa stigi
gegn þessu liði,” sagði Pétur Pétursson
í morgun er við höfðum samband við
hann. Pétur var greinilega ekki
ánægður með jafnteflið gegn
Maastricht, en það lið er enn án sigurs i
úrvalsdeildinni hollenzku. „Við
pressuðum allan leikinn en ekkeri
gekk. Siðan skoruðu þeir þvert gegn
gangi leiksins en síðan tókst mér að
jafna eftir góðan undirbúning Danans
Ivan Nielsen — þurfti ekki annað en
ýta boltanum yfir linuna. Við fengum
mörg færi og t.d. komumst við — égog
Jan Peters — einir í gegn en mark-
vörðurinn varði skot hans. Auk þess
fengum við þrjú dauðafæri sem ekki
nýttust.”
Pétur helur nú skorao fimm mörk i
35. tbl. 41. árg. 30. ágúst 1979.
fjórum leikjum með Feyenoord og
greinilegt er að hann er eitt stærsta
nafnið í hollenzkri knattspyrnu.
Excelsior, liðið sem Árni Sveinsson lék
með í fyrra, notaði tækifærið og skauzt
í efsta sætið með stórgóðum sigri yfir
Haarlem á útivelli, 5—1.
Annars urðu úrslitin Hollandi í gærkvöld: þessi í
Go Ahead Eagles-NAC Breda 4—0
Arnhem-Ajax 1 — 1
Haarlem-Excelsior 1—5
AZ ’67-Sparta 2—1
Utrecht-Den Haag 0—0
Feyenoord-Maastricht 1 — 1
Roda-PSV Eindhoven 1—3
Twente-NEC Nijmegen 2—1
Willem II—PECZwolIe 1 — 1
Staðan að 4 umferðum loknum er Go Ahead 4 2 0 2 7—4 4
þessi: Utrecht 4 12 1 3—4 4
Excelsior 4 3 10 10—3 7 Willem II 4 12 1 3—4 4
Feyenoord 4 2 2 0 7—3 6 Roda 4 112 4—5 3
Ajax 4 2 2 0 6—4 6 Maastricht 4 0 3 1 4-5 3
AZ ’67 4 3 0 1 6—4 6 Sparta 4 10 3 5—5 2
PSV Eindhoven 4 2 11 9—5 5 NEC Nijmegen 4 10 3 4—7 2
Den Haag 4 2 11 3—2 5 PEC Zwolle 4 0 2 2 1—4 2
Vitesse Arnhem 4 2 11 4—4 5 NAC Breda 4 0 13 2—8 1
Twente 4 2 11 3—4 5 Haarlem 4 0 13 4—12 1
Hartford til Everton
Everton keypti í gærkvöld Asa
Hartford frá Nottingham Forest fyrir
400.000 sterlingspund og kemur sala
þessi geysilega á óvart því Forest keypti
Hartford fyrir aðeins tveimur mán-
uðum frá Manchester City og þá á
500.000 pund. Það er ekki verðbólgan í
Englandi. Hartford átti afl gangast
nn<ti- .101,1. . -.urkMildi en afl
henni loldnni '<úi /■ »ifl undirritun
Verö kr. 850.
KjóHinn fyrir
haustbrúðina
mm
Astm spyr ekki
að aldri, nýr
greinaflokkur. *
,Þrýsting tek ég
ekki nærri mér."
Rætt við Kjartan Jóhannsson,
sjávarútvegsráðherra.
Aó endurnýja
borðstofuborð
og fjóra stóla
P/akal
ELLEA
NÝ FRAMHALDSSAGA: HVERS VEGNA MORD?
»•3
9*