Dagblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979.
19
Bókaútgáfa haustsins könnuð:
fíejríbækur á færrí foríög
GuAmundur Hagalfn -
AB.
nýtíi bindi af æ>isögunni.
Nú fer að líða að því að bókaforlög
bæjarins gangi endanlega frá listum
yfir þær bækur sem þau ætla að gefa
út á þessu hausti. Sum þeirra eiga
reyndar enn von á handritum frá
þekktum höfundum, en þvi lengra
sem líður á ágúst ntinnka möguleikar
á því að koma skáldverki á markað
fyrir jól. Á þessu stigi er fáar álykt-
anir hægt að draga af þeirri útgáfu
sem vitað er um á haustinu, en þó
virðist ljóst að ekki verður eins mikið
um frumsamdar íslenskar skáldsögur
og ljóðabækur og í fyrra. Samt ætlar
útgáfan í heild að verða svipuð ef
ekki meiri og virðist manni í fljótu
bragði sem hún séað færast æ meir á
færri forlög en áður. Stóru forlögin,
Almenna bókafélagið, Mál & Menn-
ing, Iðunn og Orn & örlygur, bæta
við sig, en þau minni draga úr útgáf-
af sínu forlagi aö ögn minna yrði
gefið út en í fyrra, en þó yrði AB með
mikil umsvif. Nefndi hann nýja
skáldsögu eftir Indriða G. Þor-
steinsson sem enn hefur ekki hlotið
nafn og sagði hann að skáldsögu eftir
nýjan íslenskan höfund mundu þeir
einnig gefa út, en vildi ekki nafn-
greina hana frekar. Talsvert verður
um endurminningar hjá AB, ævisaga
Agnars Kofoed Hansen, Á brattann,
skráð af Jóhannesi Helga, síðara
bindi af ævisögu Rögnvaldar Sigur-
jónssonar, Með lifið í lúkunum,
skráð af Guðrúnu Egilson. Guð-
mundur Hagalín verður með síðasta
bindi ævisögu sinnar sem ekki er búið
að gefa nafn ennþá. AB mun einnig
Norma E. Samúelsdóttir — .
í Breiðholti, Mál tSLMi iininn.
. Danbók húsmðður
með eins og endranær. Á næstunni
verða veitt verðlaun i samkeppni sem
forlagið efndi til um barnabækur og
verðlaunabókin verður síðan prent-
uð, en auk þess verða 3 bækur eftir
Astrid Lindgren gefnar út og ein eftir
Maríu Gripe.
Iðunn:
Mest af frum-
sömdu íslensku
efni
Meiri umsvif verða hjá Iðunni en
nokkurn tímann fyrr, að því er Jó-
Menningu sagði að útgáfa þeirra yrði
með mesta móti. Nefndi hann
heildarútgáfu á verkum Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar í átta bindum,
auk nýjustu bóka hans. Af frum-
sömdum skáldverkum gefur M&M út
skáldsögu eftir Sigurð A. Magnússon
sem nefnist Undir kalstjörnu og svo
bók sem heitir Næstsíðasti dagur árs-
ins eftir Normu Samúelsdóttur, en sú
bók hefur undirtitilinn Dagbók hús-
móður i Breiðholti. Tvær nýjar
Ijóðabækur gefur M&M út, — eftir
Ánton Helga Jónsson og Ingimar
Graham Grecnc, nýjasta bók hans kcmur út hjá
AB.
unni. Nú kemur bókin ekki heldur til
með að standa eins vel að vígi í bar-
áttunni við hljómplötuna eins og i
fyrra, því spáð er ca 10.000 króna
meðalverði á bók.
Almenna
með ævisögur
Brynjólfur Bjarnason hjá Almenna
bókafélaginu sagði okkur þau tíðindi
Olafur Jónsson tekur saman nreinar sinar i bók
sem nefnist Líka lif, Iðunn i>efur út.
gefa út bókina íslandsdvöl eftir Grete
Linck, sem var kona Gunnlaugs
Schevings listmálara og segir hún frá
lífi þeirra hér, en Jóhanna Þráin^-
dóttir þýddi bókina. Hjörtur Pálsson
þýðir hins vegar bók eftir Svíann
Ahlmann, sem nefnist Á skiðum og
hestum við Vatnajökul og skrifar Sig-
urður Þórarinsson formála að bók-
inni. Ahlmann þessi var landkönnuð-
ur og tók Sigurður einmitt þátt í leið-
angri hans hér á landi.
AB mun einnig gefa út nokkrar
barnabækur, t.d. Mads og Maglalik
eftir þekktan höfund, Sven Otto S.,
en hann hlaut fyrir skömmu Hans C.
Andersen verðlaunin í heimalandi
sínu. Höfundur þessi hefur verið
þýddur á margar tungur og hefur sér-
hæft sig í bókum um börn í ýmsum
löndum. Mads og Maglalik gerist á
Grænlandi og hyggst Sven Otto S.
skrifa bók um íslensk börn.
Af þýddum bókum benti Brynj-
ólfur Bjarnason einna helst á nýjustu
bók Graham Greene, The Human
Factor, sem mundi koma út hjá
bókaklúbbinum.
Mál & Menning:
Gamlir jaxlar
og nýliðar
Þorleifur Hauksson hjá Mál &
Arni Btrnmann scgir frá Mosktuárum sínum, Mál
óL Mcnning.
Júliusson. Af öðru efni má nefna
þriðja og síðasta bindið af sjálfsævi-
sögu Tryggva Emilssonar og heitir
það Fyrir sunnan, en Árni Bergmann
ritstjóri segir frá námsdvöl sinni í
Moskvu í bók sem ber nafnið Mið-
vikudagar í Moskvu. Safn greina eftir
Magnús Kjartansson verður gefið út,
undir nafninu Eldur er bestur,
ogeinnig gefur M&M út siðara bindi
af íslenskri bókmenntasögu Kristins
E. Andréssonar.
Hvað þýddar bækur snertir nefndi
Þorleifur framhald Heinesenþýðinga
forlagsins sem Þorgeir Þorgeirsson
hefur unnið að, en í þetta sinn verður
gefin út fyrsta skáldsaga Heinesens, í
morgunkulinu. Einnig mun M&M
gefa út aftur hina sigi!Hu skáldsögu
John Steinbeck. '• -'igur reiðinnar.
Barnabækur. erður' lál & Menning
Marprét Trudeau talar hreinskilið i búk sem lúunn
gefur út.
hann Páll Valdimarsson fram-
kvæmdastjóri tjáði okkur, en honum
taldist til að alls kæmu út 90 titlar hjá
þeim í ár. Iðunn virðist einnig vera
með einna mest af frumsömdu ís-
lensku efni. Nefndi Jóhann Páll
sakamálasögu eftir Gunnar Gunnars-
son er nefndist Gátan leyst og svo
nýja skáldsögu eftir Thor Vilhjálms-
son sem enn væri óskírð. Mesta at-
Rögnvaldur Sigurjónsson — Med liflð i lúkunum,
annað bindi af ævisögu hans frá AB.
Gunnar Gunnarsson leysir gátu í nýrri bók frá Ið-
unni.
hygli kann þó að vekja bók sem heitir
Hvunndagshetjan sem hefur undirtit-
ilinn 3 öruggar aðferðir til að eignast
lausaleiksbörn og er bókin eftir Auði
Haraldsdóttur og vakti mikið umtal
er höfundur las úr henni fyrir rauð-
sokkur. Þórarinn Eldjárn verður með
nýja ljóðabók sem nefnist Erindi og
Iðunn mun senda frá sér heildarút-
gáfu af kveðskap Stefáns Harðar
Grimssonar undir nafninu Kvæði og
hefur Hringur Jóhannesson listmál-
ari myndskreytt þau. Hannes Péturs-
son skáld verður með bók um kveð-
skap Jónasar Hallgrímssonar og
Ólafur Jónsson, gagnrýnandi DB,
verður með greinasafn er kallast Líka
líf. Nú á næstunni kemur út upptaka
af tónleikum Megasar, Drög að
sjálfsmorði, með þeim textum sem
hann syngur.
Iðunn er með mikið af barnabók-
um eins og venjulega. Páil H. Jóns-
son, sem fékk í fyrra verðlaun fyrir
bókina Berjabít, sendir frá sér
Agnarögn sem er um afastelpu. Gefið
verður út leikrit Guðrúnar Helga-
dóttur, Óvitar, og ennfremur gefur
Iðunn út aftur fyrstu Dórubókina
eftir Ragnheiði Jónsdóttur, en
dótturdóttir hennar, listakonan með
sama nafni, myndskreytir bókina.
Iðunn verður einnig með fjölda
þýddra bóka, — fasta liði eins og Ali-
stair MacLean, en af öðru má nefna
sjálfsævisögu Margrétar Trudeau
sem er nafnlaus í bili, bók eftir Bente
Clod er nefnist Uppgjör og vakti
mikla athygli í Danmörku og af
.öðrum konum skal nefna nýjustu
bók Deu Trier Mörch, Kastaníugöng-
in, sem Ólöf Eldjárn þýðir og verk
sem nefnist Afhjúpun eftir banda-
ríska konu, Susan Isaacs, og var
mikið umtöluð þar í landi á síðasta
ári.
örlygur Hálfdanarson hjá Erni og
örlygi vildi ekki að svo stöddu segja
frá bókum síns forlags en væntanlega
verður hægt að geta þeirra eftir helg-
ina.
- AI
c_ Þjónusta Þjónusta Þjónusta
c
Önnur þjónusta
j
Mótahreinsivél
Leigjum út mótahreinsivél
okkar fyrst um sinn á nýjum og
sérlega hagstæðum kjörum.
ORKA HF.,
Siðumúla 32, sími 38000.
Plasl.es lil PLASTPOKAR O 82655
BYGGING iAPLAST
PRENTUM AUGLÝSINGAR Á PLASTPOKA ^
VERÐMERKIMIÐ) \R OG VÉLAR
O 82655 RiisIjm IiI PLASTPOKAR
Tökum að okkur að hreinsa hús o.
fi. með háþrýstidælu áður en málað
cr. Notum bæði vatn og sand.
Önnumst alla aðra hliðstæða
málningarþjónustu.
Kristján Daðason
málarameistari.
Kvöldsfmi 73560.
c
Viðtækjaþjónusta
j
Margra ára viðurkennd þjónusta
SKIPA SJÓNTARPS SJÓNVARPS7
LOITNET LOFTNET VIÐGERÐIR
SJONVARPSMIDSTOÐIN SF.
Siðumúla 2 Reykjavík — Simar 39090 — 39091
LOFTNETS
VIÐGERÐIR
/9i
Útvarpsvirkja-
meistari.
Sjónvarpsviðgerðir
í heimahúsum og á verkstæði, gerum við allar gerðir
sjónvarpstækja, svarthvit sem lit. Sækjum tækin og
sendum.
Sjónvarpsvirkinn
Arnarbakka 2 R.
Verkst.sími 7I640, opið 9—19, kvöld og helgar 71745
til 10 á kvöldin. Gevmið augl.
LOFTNET
Trtax
v
önnumst uppsetningar á útvarps- og sjónvarps
loftnetum fyrir einbýlis- og fjölbýlishús.
Fagmenn tryggja örugga vinnu og árs ábyrgð.
MECO hf., sfmi 27044, eftir kl. 19 30225.
Sjónvarpsviðgerðir
Heima eða á verkstæði.
Allar tegundir.
3ja mánaða ábyrgð.
Skjárinn, Bergstaóastræti 38.
Dag-. kvóld- og helgarsimi
•21940.