Dagblaðið - 30.08.1979, Page 28

Dagblaðið - 30.08.1979, Page 28
Lokun Dýraspítalans: Nýir menn taki vio samn- ingum við dýralækna —er tillaga yf irdýralæknis ,,Það er algjörlega rangt hjá Sigriði Ásgeirsdóttur að ég hafi verið að reyna að koma í veg fyrir að Dýra- spitalinn fengi dýralækni til starfa,” sagði Páll A. Pálsson yfirdýralæknir i morgun. Eins og kom fram i blaðinu á þriðjudaginn sakar Sigriður, sem er formaður stjórnar Dýraspítalans, Pál og Brynjólf Sand- holt borgardýralækni um að reyna að koma í veg fyrir ráðningu dýralæknis og þar með að eyðileggja spítalann. Sigriður hc fur átt í viðræðum við að minnsta kosti 4 dýralækna um þetta starf en þeir hafa allir gefizt upp. Sjálfur hef ég ekkert talað við þessa menn. Min tillaga í málinu er að tveir nýir í stjórn spitalans taki við samningaviðræðum við lækna. Þeir Guðmundur Ólafsson, formaður Fáks, og Ólafur Ragnarsson lög- maður eru báðir menn sem ég þekki að drengskap og dugnaði og ég er sannfærður um að undir þeirra stjórn mundi málið fljótlega hlaupa i liðinn. Ef þeir ræddu við Brynjólf Sandholt er ég sannfærður um að hann tæki mjög fljótlega til starfa,” sagðiPáll. -DS. Ríkið hef ur ekki afskipti af lokun Dýraspítalans: „FYRIR UTAN OKK- AR VERKSVIД „Dýraspitalinn er sjálfseignarstofn- koma i veg fyrir lokun Dýraspitalans i un og fyrir utan verksvið ráðuneytis- Reykjavik. ins,” sagði Ragnheiður Árnadóttir ,,Mér er ekki kunnugt um að nein deildarstjóri i iandbúnaðarráðuneytinu hreyfing sé í gangi um það að ráðu- er hún var spurðað þvi hvort ráðuneyt- neytið grípi til einhverra ráðstafana,”’ ið hygðist eitthvað gera til þess að sagði hún ennfremur. DS. Húllumhæ á Vörusýningunni í Laugardalshöllinni -gj£r“ Ólafur Ragnar: ’Óskamm- feilni Fryden- lunds’ „Yfirlýsing Frydcnlunds, utanrikis- ráðherra Norðmanna, um að frestun viðræðnanna sé vegna tillagna Islend- inga og viðhorfa þeirra, sýnir, að ann- aðhvori hafi Frydenlund beitt Benedikt Gröndal utanrikisráðherra óskamm- feilnum brellum eða Benedikt Gröndal hefur ekki sagt okkur alla söguna um siðustu simaviðræður þeirra Fryden- lunds,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður i morgun. Frydenlund sagði i hljóðvarpsviðtali i gær, að frestunin hefði ekki verið 'vegna aðstæðna í Noregi heldur vegna afstöðu íslendinga. „Þegar Benedikt Gröndal samþykkti frestinn, var sagt, að það væri vegna ádeilu hægri flokksins í Noregi, ósam- komulags þar og kosninga þar,” sagði Ólafur Ragnar. ,,Að mínum dómi hefðu íslendingar aldrei átt að sam- þýkkja frestun á þeim grundvelli sem Frydenlund lýsir nú. Benedikt Gróndal getur dregið þann lærdóm af óskammfeilni Frydenlunds að taka aldrei framar þátt I símaviðræðum við Frydenhmd um málið né ófonnlegum sanira'i um.” -HH. Alls kyns skemmtilegar uppákomur eru á vörusýningunni í l.augardalshöll. Landsfrægir skemmtikraftar koma fram á diskógólfinu á palli sem byggður er fram yfir salinn. I gær- kvöldi skemmti Brunaliðið við mikinn fögnuð áhorfenda. — Nú hafa rúmlega 23 þúsund manns skoðað sýninguna. Dregnir hafa verið út sex vinningar í gestahappdrættinu, sem er eitt hið glæsilegasta sem hér hefur verið boðið upp á, 500 þúsund kr. ferðavinningur á dag. Númerin, sem eru á aðgöngu- miðunum, sem upp hafa komið eru þessi: 826—2707—8398—15414— 16152 og 21997, sem dregið var út í gærkvöldi. Myndin sýnir þrjár af stúlkunum úr Brunaliðinu syngja af miklum innileik. -A.Bj./DB-mynd: R.Th. Læknar kynna sér tölvur vestra: IBM BÝDUR EN RÍKIÐ BORGAR Tölvufyrirtækið IbM á íslandi hefur boðizt til að skipuieggja hálfs- mánaðar ferð tveggja íslcnzkra iajkna frá rikisspitölunum um þver og endilöng Bandarikin. Ætlunin er að kynna framfarir i tölvutækni og hvaða verkefni á sviði læknisfræði unnt er að láta töivur leysa. Gunnar M. Hansson deildarstjóri söludeildar IBM sagði í samtali við DB að ef þetta boð yrði þegið mundu ríkisspítalarnir greiða allan kostnað, en ÍBM sæi um skiputagið, útvegaði hótelafslátt o.fl. Ferðin væri fyrir- huguð um miðjan september nk. og mundu íslenzku læknarnir líklega slást i hóp iækna frá meginlandi Evrópu sem einnig eru að kynna sér tölvutækni vestra. „Það hefur ekkert formlegt boð borizt um þetta en spurzt fyrir um málið,” sagði Páll Sigurðsson, for- maður stjórnarnefndar rikisspital- anna, i samtali við DB. Hann kvað tölvukaup ekki vera á dagskrá hjá rikisspítölunum. Þau væru ekki á fjárhagsáætlun. GM. frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST1979. sjónum og tilbúinn — segirJón Baldvin Hannibalsson, væntanlegur ritstjóri Alþýðublaðsins „Ég er nýkominn í land, hress og til- búinn, en ekki er endanlega búið að ganga frá hvort ég verð ráðinn,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson, í viðtali við DB í gær er hann var spurður hvort hann væri að taka við ritstjórn Alþýðu- blaðsins. Jón Baldvin var á Reykjavikurtogar- anum Snorra Sturlusyni i sumar og . . .: „merkilegast þótti mér að lifa aflahrotuna með mína velferðar miðaldrasjúkdóma,” sagði hann. Ekki vildi Jón að svo stöddu neinar yfirlýsingar né tjá sig um neinar hugmyndir sínar varðandi blaðið þar sem hann hefði ekki enn fengið endan- legt svar um ráðningu. Nú er enginn ritstjóri við blaðið, eða síðan Árni Gunnarsson lét af því starfi þegar hann fór á þing, svo væntanleg ráðning Jóns Baldvins kann að þýða að blása eigi nýju lífi í blaðið. -GS. Veggspjald Vikunnar ólöglegt? „Okkur var bent á Vikunnar, sem dreift er á Alþjóðlegu vörusýningunni, kynni að vera brot á banni við áfengislöggjöfinni og þvi öfluðum við okkur eintaka og erum að kanna málið frá öllum hliðum,” sagði William Möller, fulltrúi lögreglustjóra I Reykjavík i viðtali við DB í morgun. Sagði hann hugsanlegt að líta á spjaldið, sem birtir niðurstöður könnunar blaðsins á léttvínstegundum á markaði hér, sem umræðu blaðsins um málið. Umræða um áfengi væri ekkibönnuð. Einnig mætti líta á spjaldið sem vínauglýsingu, þar sem birtar eru áber- andi myndir af vörumerkjum léttvins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort upplagið verði ef til vill gert upptækt.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.