Dagblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG.— LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 — 207. TBL. ** RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. '' __ ONNUR AÐALVEUN í JÚNÍ EYÐILAGfMST —þegarbilun varðvið samkeyrslu aðalvélaeftir klössunog breytingará Akureyrí —sjábls.5 Ljósmyndasamkeppni Dagblaðsins þetta árið erlokið: „Dauð kindí Hekluhrauni" varð Sumarmynd DB1979 ..Fjöruleikur" nefnist myndin, sem dómnefndin i Sumarmyndasamkeppni Dagblaðsins kom sér saman um að cetti skilið titilinn „Sumarmynd ágúst- mánaðar". Myndasmiður er Hlynur Ólafsson. Miðstrœti 13 Vestmanna- eyjum. Með vali ágústmyndarinnar er Ljós- myndasamkeppni Dagbiaðsins lokið að þessu sinni. Dómnefndin tók slðan júní-. júlí- og ágústmyndirnar til athugunar og komst að þeirri niður- stöðu að júnímyndin „Dauð kind í Hekluhrauni" hlyti titilinn „Sumar- mynd DB 1979". Hana tók Philippe Patay til heimilis að Hörpugötu 13 1 Reykjavík. Hann hlýtur I verðlaun fuUkominn Vivitar VI litmynda- stœkkara að verðmœti 275 þúsund krónur. Með þessu tœki er unnt að stœkka bæði svart/hvltar myndir og litmyndir. önnur verðlaun hlaut Hlynur Ólafsson fyrir ágústmyndina „Fjöruleik". Hann hlýtur I verðlaun þrettán daga háfjallaferð — að verðmæti 130 þúsund krónur — með Úlfari Jacobsen. í þriðja sæti lenti júli- myndin, sem Guðjón Bjarnason, Dalalandi 9 i Reykjavík tók. Hann hlýtur I verðlaun sex daga ferð um há- lendið með Úlfari Jacobsen. Verðmæti hennarer sextíu þúsund krónur. Ágætis þátttaka var i samkeppninni um ,,Sumarmynd 1979". Auk verðlaunamyndanna bárust margar á- gætar myndir, sem sumar hverjar hafa þegar birzt i Dagblaðinu. Fleiri fylgja i kjölfarið næstu laugardaga. — End- ursending mynda er þegar hafin. Myndirnar, sem hlutu fyrstu og þriðju verðlaun, eru birtar í opnu biaðsins í dag. -ÁT- ► „Fjöruleikur” var valin ágúst- myndin í Ijósmyndasamkeppni DB. Hún lenti í öðru sæti sem „Sumarmynd 1979” Höfundur: Hlynur Ólafsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.