Dagblaðið - 22.09.1979, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979.
T
i S
L
U
Volvo 244 GL árg. 1979 m/vökvastýri, aflbremsur.
Litur gullsanseraður. Ekinn aðeins 10.000 km.
Upplýsingar í síma 43559.
RITGERÐASAMKEPPNI
í tilefni barnaárs hefur stjórn Styrktarfélags vangefinna
ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni um efnið:
Hinn vangefni í þjóðfélaginu
Veitt verða þrenn verðlaun:
1. verðlaun kr. 150 þús.
2. verðlaun kr. 100 þús.
3. verðlaun kr. 50 þús.
Lengd hverrar ritgerðar skal vera a.m.k. 6—10 vélritaðar
síður. Ritgerðirnar, merktar dulnefni, skal senda skrifstofu
félagsins að Laugavegi 11, Reykjavík, en nafn og heimilis-
fang höfundar fylgi með f lokuðu umslagi. Félagið áskilur
sér rétt til að birta opinberlega þær ritgerðir, er verðlaun
hljóta.
Skilafrestur er til 30. nóv. nk.
Óskum eftir að leigja gott
Eins manns herbergi
með húsgögnum og aðgangi að baði á tímabilinu 8. til 26.
október nk. fyrir erlendan verkfræðing. Þarf að vera á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Tilboð sendist íslenzka Álfélaginu h.f. í síma 52365 (kl.
0800—1600 á virkum dögum) eða bréflega í pósthólf 244,
Hafnarfirði.
íslenzka Álfélagið h.f.
Markll
Gæéa kassettur
á frábæru veréi
60 90
Hlgh
Energl
Ferro
Chrome
Studlo
Quallty
Kr. 1750, 2050
2100 2450
3600 4700
Gæöaprófun á MARK II kassettum I
samanburói viö allar aörar kassettur á
markaðnum llggur frammi á útsölu-
stööum.
BORGARTÚN118
REYKJAVlK SlMI 27099
SJÓNVARPSBÚDIN
Guðmundur Armann Sigurjónsson — 45 ir sem skipasmiður, 1979.
Við skulum hafa eitt á hreinu
áður en lengra er haldið: íslensk
myndlist er alls ekki illa á vegi stödd
ef á heildina er litið. Landslagshefðin
er í höndum nokkurra ötulla málara,
afstraktið lifir enn góðu lífi, tals-
verðar hræringar eru nú í fígúratífri
myndlist, listiðnaður er á uppleið,
grafík blómstrar og myndlist yngri
manna er lífleg og fjölbreytt. Helst er
að stöðnunar gæti í skúlptúr.
Hins vegar mundi naskur út-
lendingur sennilega draga þá ályktun
af þeirri haustsýningu FÍM, sem nú
stendur yfir, að islensk myndlist væri
á flæðiskeri stödd og væri ekki hægt
að lá honum það. Sýningin segir
nefnilega ekkert um stöðu myndlistar
á íslandi í dag og vafasamt er hvort
hún á sér framtið í þessari mynd.
Nokkrir harðjaxlar
Lítum á stöðuna: 45 eru þátt-
takendurnir en félagsmenn í FÍM
einu erunálægflOOog 26 þeirra senda
inn verk. Afgangurinn er utanfélags-
fólk. Hér vantar nær alla eldri af-
straktmálarana, svo og okkar bestu
landslagsmálara, listiðnað má telja á
fingrum annarrar handar, skúlptúr er
aðeins til málamynda og ekki örlar á
nýlist. Að visu líður haustsýningin
fyrir fjarveru grafikfólksins, sem
samankomið er í Norræna húsinu við
mikinn orðstír, en að öðru leyti getur
fyrirtækið vart borið hönd fyrir höf-
uð sér. Þarna eru að vísu nokkrir
harðjaxlar sem ávallt standa fyrir
sínu: Ágúst Petersen, Eiríkur Smith,
Hringur Jóhannesson, Leifur Breið-
fjörð, Magnús Kjartansson, Ómar
Skúlason og Sigrún Guðjónsdóttir —
en enginn þeirra þó með verk af
hæsta kalíber. Svo er stöku mynd
eftir aðra þekkta menn, sem hverfa í
glásinni, og verk eftir nokkra gutlara
sem ávallt láta Ijós sín skína á haust-
sýningu. Loks koma nýliðarnir en
enginn þeirra kemur á óvart.
Deyfð
133 verk alls, færri en oftast áður.
Nú er á engan hátt að sakast við
sýningarnefnd því hún hefur lagt nótt
við dag við að dekstra menn til að
sýna. Hvað veldur þessu ástandi?
Inntökureglur FÍM, t.d. sú staðreynd
að á fimmta tug myndlistarmanna
stendur utan við félagið, sumir af
fúsum vilja, aðrir ófúsir? Hinar tíðu
einkasýningar félagsmanna sem hafa
það í för með sér að þeim er sárt um
að lána verk á samsýningar?
Klofningur innan félagsins? Eða eru
menn cinfaldlega orðnirleiðir á sam -
krulli af þessu tagi og vilja finna nýj-
an sýningargrundvöll? Það er ekki
gott að segja hvað af þessu á best
við. En það liggur í augum uppi að
þegar fjórðungur félagsmanna fæst
ekki til að taka þátt i helstu maní-
festasjón félagsskapar þá er eitthvað
að. Hvað er til ráða? Það mætti
halda haustsýningar annað hvert ár
og fara þess á leit við ákveðinn fjölda
félagsmanna að þeir mynduðu kjarna
sýningar hverju sinni með eins konar
miní-einkasýningum.
í hugmynda-
bankann
Utan um þann kjarna mætti koma
öðrum félagsmönnum fyrir, svo og
utangarðsmönnum. Og félagið ætti
fyrir alla muni að taka upp á því
aftur að bjóða einum gesti til sýning-
arinnar og velja hann af betri og
þekktari sortinni. Það mætti koma
upp verðlaunum til að örva menn til
þátttöku, efna til funda um málefni
myndlistarmanna og myndlist, sýna
kvikmyndir, hafa sýnikennslu i ein-
hverjum greinum, bjóða
„einvöldum” að velja hluta
sýninganna o.s.frv. Vona ég að nú-
verandi stjórn fari nú í hugmynda-
bankann, hefji skjótt hjálparstarf og
bjargi félaginu.
Það er vafasamt að draga á-
lyktanir um stefnur og strauma af svo
broguðu úrtaki sem þessi haustsýning
er en þó fannst mér alhyglisvert hve
sterk ítök figúratíf list á í hugum
yngri þátttakenda — og reyndar hjá
sumum eldri mönnum líka. Gæti það
bent til þess að slík hreyfing sé að rísa
upp og komi til með að breyta við-
horfum hér á næstu árum. Við skul-
um sjá hvaðsetur.
Ólm hryssa
En meðal þess sem ég hafði ekki
séð áður og hafði ánægju af að skoða
á haustsýningunni vil ég nefna mynd-
ir Brynhildar Óskar Gísladóttur,
teikningar Egils Eðvarðssonar með
sínum finlegu töktum og blendingi af
erótík, íróníu og persónulegum
igrundunum og svo oliupastel Hrings
Jóhannessonar að norðan. Kristján
Jón Guðnason er samur við sig í
ljóðrænum borgarmyndum og vildi
ég feginn sjá meira eftir hann, og
Leifur Breiðfjörð og kona hans,
Sigriður Jóiiannsdóttir, vinna af
þeirri fágun og natni sem þau eru
þekkt fyrir. En sterkasta myndheild
sýningarinnar held ég að hafi verið
þrenna Magnúsar Kjartanssonar sem
slær frá sér í allar áttir eins og ólm
hryssa og það er ómögulegt að
standa hlutlaus gagnvart henni. Fyrir
slíka vakningu er maður innilega
þakklátur, eftir allt sem á undan er
gengið.
Eirikur Smith — Fjöruspekúlantar, 1977.
h 4
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
FIM á flæðiskeri
Magnús Kjartansson — Þrjú verk, blönduð tækni, 1978.
^ ...................---------- -------------------------------------- ^
Merkja- og blaðasala Styðjið fatiaða
Sjalf sbjargar er a morgun Sjátfsbjörg landssamband fatlaðra