Dagblaðið - 22.09.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979.
Chrysler kókosbollan vann
Ólafur Vilhjálmsson hitar slikkana
(spyrnudekkin) undir Chrysler kókos-
bollunni vel upp með hressilegu reyk
spóli. DB-myndir Ragnar Th.
„Það verður að kalla jiessa keppni
Chrysler-keppnina,” sögðu gárungarn
ir þegar keppendur tóku að mæta t
hauslkeppni Kvartmíluklúbbsins. Það
kom ncfnilega i ljós að flestir keppend-
urnir voru á Chryslcr-bílum.
Chryslerkapparnir hafa margir
hverjir unnið á fullu við að fullgera bila
sina og búa þá undir keppni i allt
sumar. Meðal Mo-par bilanna (Mo-
par = Chrysler) voru tveir með hina við-
frægu Hemivél og lentu þeir sinn i
hvorum flokknum. Annar þeirra,
Kjartan Kjartansson, lenti í Street Alt-
erd flokki með sinn bíl en það var
Challenger með 426 kúbika Hemivél.
Hinn keppandinn, Guðjón Þorvalds-
son, keppti i Modified Standard flokki
en bill hans var Plymouth Belvedere
GTX og var hann einnig með 426'
Hemivél. Hemivélarnar eru svcipaðar
dýrðarljóma, einkum í huga Chrysler-
manna, enda hafa þtvr slaðið sig vel og
jafnan skilað eigcndum sinum nógu af
heslöflum. I ru \íst vel llestii sem lorð-
ast að lenda við hliðina á Hcmibil á
götuljósum.
Keppnin byrjaði ekki fyrr en klukk-
an hálffimm og var það vegna þcss að
BÍKR var með rallycross keppni þenn-
an satna dac. Byrjaði sú kcppni klukk-
an hálflvð og var lokið þegar kvart-
milan hxrjaði. Veður var hálfleiðinlegt,
þungskýjað og mikill raki i lofti. Flestir
bilarnir i keppninni voru langt Irá
sinum beztu timum og má án efa kenna
um rakanum i loflinu og kuldanum.
Þegar kalt er verða dekkin undir bilun-
um harðari og þá er meiri hætta á að
þeir spóli og missi þannig dýrmæt
■sekúndubrot.
Að þessu sinni voru einungis tvcir
keppendur i þessum flokki. Ólafur
Grétarsson, íslandsmethafinn i flokkn-
um, kom frá Akureyri og keppti hann
við Guðstein Eyjólfsson. Guðsteinn
varð að láta í minni pokann fyrir Ólafi í
miðsumarskeppninni en núna var hann
búinn að rifa alla óþarfa hluti af CBX
Hondunni. Dugði það Guðsteini til sig-
urs þvi hann vann Ólaf á 12.04 sck.
gegn 12.26sek.
Rallbilarnir stóðu sig að vanda vel i
þessum flokki og að þessu sinni var það
,lón Ragnarsson sem vann. Jón keppti
á Renault með 1400 cc. fjögra strokka
vél og lckk hann goti forskot á hira bil-
ana vegna þcss hvcrsu lilil vélin hans er.
Bezti tími Itans var 17.32 sck. cn bezti
timinn i llokknum var 15.34 sek. og
álti Kristján Bragason þann tima.
Kristján keppti á Dodgc Coronet með
383 kúbika vél.
í úrslitaspyrnunni í þessum flokki
lentu þeir Einar Egilsson og Guðjón
Þorvaldsson saman. Guðjón missti
Hemi GTX inn upp í spól og missti þar
dýrmætan tíma en hann þurfti að vinna
upp hálfrar sekúndu forskot sem Einar
fékk. Einar lét hins vegar ekki að sér
hæða og hélt sínu striki. Ók hann 350
Camarónum sinum af mikilli snerpu og
öryggi, til sigurs. Einar hclur staðið sig
mjög vel i sumar, sigrað tvisvar í kvarl-
milukeppni og verið í öðru sæli i þeirri
þriðju. Bezti timi Einars i þessari
keppni var 14.12 sek. en timamctið átli
Guðjón Þorvaldsson scm fór miluna á
13.30 sek.
í þessum flokki eru að jafnaði allir
sprækustu bílarnir og sprækastur í
haustkeppninni var 426 Hemi Chall-
engerinn hans Kjartans. Kjarlan
brenndi sig þegar hann var að vinna við-
sjóðheila vélina eltir eina spyrnuna og
tók vinur hans, Guðjón Árnason, við
akstrinum. Challengerinn náði bezla
tima keppninnar þegar hann fór braut-
ina á 12.34 sek. en féll úr keppninni
þegar vélin drap á sér í upphafi einnar
spyrnunnar. Sigurvegarinn i SA-flokki
varð Ólafur Vilhjálmsson en hann
mælti i keppnina á Mo-par kókosboll-
unni sinni. Kókosbollan er reyndar
Triumph og er Ólafur búinn að dunda
við það siðastliðið ár að troða í hann
340 kúbika Chryslervél. Vélin er kraft-
niikil og stór enda fór það svo að vél-
arsalur kókosbollunnar bólgnaði út og
þó aðallega upp á við við aðgerðina.
Ólafi gekk vel að slá keppinauta sina úr
keppninni, hvern á fætur öðrum, cn
bezti tirrii kókosbollunnar var 12.52
sek. Garðar Skaftason og Leifur
Rósenbergs skiptu með sér öðru sælinu
og var það vegna misskilnings sem kom
upp í stjórnstöðinni meðan á keppninni
slóð.
Mikillar óánægju hefur gælt nteð
sænsku reglurnar sem keppl hefur
verið eftir í kvartmíluakstri i sumar og
er þvi fyrirhugað að breyta þeim litil-
lega fyrir vetrarkeppnina sem haldin
verður um miðjan október.
Þn \crða scttir upp lágmarkstímar
scnt bilarnir \ crða að ná til að komast i
aðalkeppnina en allir bilarnir sem ná
lágmarkstimanum fá siðan að taka þátt
í aðalkeppninni enda þótt þcir verði
stundum að aka stakir eftir braulinni.
Önnur veigamikil breyting er sú að
sænska forskoiskcfið \crður lagt
niður en i stað þess kcnnir ameriska
kerfið og cr með þcssu vona/l til að
keppni vcrði jalnari og þar mcð mcira
spennandi.
Jóhann Kristjánsson.
Guðjón Þorvaldsson sýndi mikil tilþrif I MS-flokknum og á þessari mynd, sem tekin var við endamörkin, sést
að hraði bils hans hefur verið frekar i meira lagi.
Ein af fyrstu spyrnunum var sú örlagarikasta en þar lentu þeir Guðjón Árnason á Hemi Challengernum og
Ólafur á kókosbollunni saman.
Ámi Ámason:
TRYGGIR SER TITILINN -SS~
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja-
víkur hélt rallycross keppni sama dag
og kvartmilukeppnin var haldin i
Kapelluhrauni og tókst sú keppni
með ágætum. Margir keppendur
mætlu til leiks og var keppnin spenn-
andi og fjörug að vanda. Sigurvegari
í keppninni varð Árni Árnason og
hefur hann með þessum sigri tryggt
sér íslandsmeistaratitilinn í rally-
crossi. Keppendur fá stig fyrir hverja
keppni sem þeir taka þátt i og þeim
mun fleiri slig sem þeim gengur
betur. Árni mun nú vera langstiga-
hæstur rallycrossmanna og er sem
fyrr sagði búinn að tryggja sér titilinn
þrátt fyrir að ein keppni sé eftir á
keppnistímabilinu. -JAK.
Árnl hefur keppt i hvltum VW f sumar og sjá má i þessari mvnd aD hann neytir allra bragða til að komast
fram úr keppinautum sinum. DB-mynd RagnarTh.
Þjónusta
Þjónusta
Þjónusta
Margra ára viðurkennd þjónusta
SKIPA- SJÓNV’ARPS-
LOFTNET LOFTNET
Mvttsk TramlcitMa
l'yrir lit og svari hvii
W sjOnvarpsmisstOðin sf. :
Stðumúla 2 Roykjavfk — Sfmar 39090 — 39091
SJONVARPS
VTÐGERÐm
LOFTNETS
VTÐGERÐIR
Útvarpsvirkja-
meistari.
Sjónvarpsviðgerðir
i heimahúsum og á verkstæði, gerum við allar gerðir
sjónvarpstxkja, svarthvit sem lit. Sxkjum tækin og
sendum.
Sjónvarpsvirkinn
Arnarbakka 2 R.
Verkst.sími 71640, opið 9—19, kvöld og helgar 71745'
til 10 á kvöldin. Geymið augl.
Sjónvarpsviðgerðir
Heima eöa á verkstæöi.
Allar tegundir.
3ja mánaða ábyrgð.
Skjárinn, Bergslaðastræti 38.
Dag-. kvöld- og helgarsími
21940.