Dagblaðið - 01.10.1979, Síða 5

Dagblaðið - 01.10.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1979. Það er óneitanlega dálítið subbulegt að sauma fyrir en þá er maður farinn að sjá hilla undir unaðslega máltíð! Keppirnir okkar eru bústnir og búsældarlegir. Það er vinnuhagræðing i þvi að hafa þá stóra og skipta þeim með millisaum. Einn varð meira að segja svo stór að hann þurfti tvo millisauma. < DB-myndir Hörður. Það er bráðnauðsynlegt að hafa meðferðis íiát fyrir blóðið. Allt annað er afhent i plastpokum og einungis nauðsvnlegt að hafa kassa eða bala undir öll herlegheitin til að auðvcldara sé að bera. DB-mynd Árni Páll. Lifrarpylsan Liframar okkar reyndust allar mjög litlar. Vanalega eru þær i kring- um 500g á þyngd en voru nú allar ná- lægt 450 g. Æðarnar eru teknar úr lifrunum sem eru hakkaðar i hakka- vél. Mjólk er blandað út i og er mjög mismunandi hve mikla mjólk fólk notar. Við notuðum 1,7 1 út i jiessar fimm lifrar. Við látum einnig kjöl- kraft í lifrarpylsuna. Út i þctta magn létum við þrjár kúfaðar matskeiðar af Maggidufti. Þá er að láta rúgmjöl- ið út i. Sami háttur er hafður á með þetta deig og blóðmörinn. Hrærið mjöli saman við þangað til trésleif rétt stendur upprétt i miðju deigsins. Við notuðum 900 g af rúgmjöli i lifrarpylsuna. Mörgum kann að þykja það heldur lítið en þegar upp var staðið fengum við um 7 kg af lifrarpylsu. Hún var reyndar dálítið laus í sér en alveg sér- staklega bragðgóð. Við fengum alls 10 kg af blóðmörnum. Hann var kannski í það stinnasta en einnig alveg sérlega bragðgóður. 21/2—3tíma suða í gamia daga var slátur jafnan soðið i marga klukkutima. í gamalli bók eftir Helgu Sigurðardóttur segir að sjóða eigi blóðmörinn í 4—5 klukkustundir. Þetta er mesti óþarfi. Alveg er nóg að sjóða slátur 2 l/2—3 klst. Þá er suðutiminn reiknaður frái því að suðan er vel komin upp i pottinum. — Slátrið er látið út i sjóðandi vatn. Biðið þar til suðan er aftur komin upp á vatninu með að setja næsta kepp út i. Þá hleypur blóðið strax i stað þess að siast út um saumgötin. Nauðsynlegt er að stinga i keppina fljótlega eftir að þeir eru komnir í pottinn til þess að hleypa úr þeim lofti. Þáspringa þeir ekki. Að sjálfsögðu á að salta í pottinn og verður það að fara eftir smekk hvers og eins hve mikið salt hann notar. Til þess að skera úr um hvort komið sé nóg salt í pottinn er hægt að smakka á soðinu. Svolítill „Bjartur" í okkur öllum Það leynist sennilega svolítill „Bjartur í Sumarhúsum” í okkur öllum. í það minnsta fannst mér þreytan hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar ég gekk frá um það bil 17 kg af beinlausum mat auk fimm sviðahausa, fimm hjartna, tiu nýra. 13 stk. saumuðum vambakeppum og 2,2 kg af mör í frystikistunni. Allt þetta mikla matarmagn hafði kostað tæpar 12 þúsund kr. Á heimilinu eru sjö manns og ef við deilum með þeirri Uppskrift dagsins f 11 * Hér kemur svo hin hefðbundna upp- skrift að blóðmör og lifrarpylsu: Blóflmör: 1 litri blóð 2 dl vatn 1/2 msk. salt 300 g haframjöl 400—500 g rúgmjöl 500 g mör vambir. Við vorum dálitið klaufaleg i byrjun því við gle.vmdum iláti undir blóðið og þvi varð að láta það i plastpoka. Til allrar hamingju komst það í fötu hcima fyrir án þess að pokarnir gæfu sig. DB-mynd Árni Páll. Lifrarpylsa: 450 g lifur (ein lifur) 100 g nýru (tvö nýru) 3 dl mjólk eða kjötsoð 1/2 msk. salt 100 g hafragrjón lOOghveiti 200—300 g rúgmjöl 300—400 g mör vambir. - tölu í alla upphæðina kemur út um 1700 kr. á mann. Það verður að teljast mjög vel sloppið því þetta er í fjölmargar máltíðir og mun endast langtframá veturinn. í rauninni er langbezt að æ'la sér í það minnsta einn og hálfan dag til sláturgerðarinnar. Daginn svm- áð er í slátrið er bczt að hreinsa sambirnar, sníða og sauma keppina og geyma þá síðan í saltvatni á köldurn stað til næsta dags. Þá er gott að taka daginn snemma og búa til blóð- mörinn og lifrarpylsuna. Þannig er hægt að hafa þetta i kvöldmatinn seinni daginn og cngin spenna er þá i sambandi við sláturgcrðina. Margir vinna úti fullan vinnudag og verða því að eyða helginni i þclta verk. Þá er hcntugast að verða sér úti um slátrið á föstudag, þegar haldið cr heini úr vinnu, og eyða laugar- deginum i sláturgerðinni. Ekki er nokkur vafi á að það borgar sig fjár- hagslega. A.Bj. ✓ enn bætum vid þjómistuna Meó nýrri áætlunarleió milli Noregs, Svíþjóóar og 5 staóa á íslandi stuólar Eimskip markvisst aó betri tengingu vió Noróurlöndin um leió og vióskiptavinirnir njótaenn fullkomnari flutningaþjónustu. Siglingaleióin REYKJAVÍK ÍSAFJÖRÐUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRI HÚSAVÍK BERGEN GAUTABORG MOSS KRISTIANSAND Aflió ykkur nánari upplýsinga hjá okkur í síma 27100 eóa hjá umboósmönnum okkar úti á landi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.