Dagblaðið - 01.10.1979, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBHR 1979.
Skákmótið íRíó:
Hiibnernáði
fyrstasæti
Staðan á skákmótinu i Rio ’ ■
Janeiro er nú þannig að þrirþjkktir
stórmeistarar hafa nú tekið loiiistu
en Húbner frá Vestur-Þýzkalandi er
þó með eina biðskák sem líkleg þykir
honum til sigurs. Húbner er með
fjóra vinning ásamt þeim Petro jan
frá Sovétrikjunum og Portisch frá
Ungverjalandi.
Mesta alhygii hclui frámmistaða
Brasiliumannsins Jaime Sunye vakið
á mótinu i Rio. Hann cr nú með þrjá
og hálfan vinning og aðeins háll'um
vinningi lægri en þcir sem i forystu
eru. Sunye er alls óþekktur skák-
maður og hefur engan alþjóðlcgan
skáktitil. Eina ástæðan fyrir að hann
fékk tækifæri til að keppa á mótinu i
Rio er að Brasilia heldur millisvæða-
mótið að þessu sinri Sunye hefur
þegar gert jafntefli \ ið Petroxjan og
Timman frá Hollandi, báðir þekktir
stórmeistarar.
Torre frá Filippseyjum og
Smejkal frá Tékkóslóvakíu eru með
þrjá vinninga eftir sex umferðir.
MONDALE AFHEND-
IR PANAMA LAND
Walter Mondale varaforseti Banda-
rikjanna mun i dag afhcnda Panama-
sljórn formlega land það sem Banda-
ríkjastjórn hefur ráðið frá opnun
Panamaskurðarins. Er það fyrsta
skrefið i átt til þess að Panama ráði að
fullu og öllu yfir skurðinum og ná-
grcnni hans. Á það að vcrða árið 2000.
Mikill viðbúnaður er í Panama og
haft strangt auga með andstæðingum
stjórnarinnar, sem telja hana hafa
verið of eftirgefanlega við Bandaríkja-
ntenn í samningum um skurðinn.
Mondale varaforseti mun nota
tækifærið og ræða við Ijölmarga
sljórnmálalciðtoga frá Mið- og Suður-
Amerikuríkjunum, sem komnir eru til
Panama vegna afhendingar landsins
við skurðinn.
Hann sagði i gær að hann mundi
biðja leiðtoga rikja i þessum heims-
hluta að bíða með að fella dóm sinn á
deilurnar um Sovéthermennina á Kúbu
þar til Cárter Bandaríkjaforseti hcfði
flutt ávarp sitt í sjónvarpi i kvöld.
Þessi kona berst fyrir jafnrétti kynjanna eins og fleiri en það sem gerir baráttu
hennar sérstæða er að hún er félagi i sjómannasamtökunum dönsku en þar hafa
konur ekki verið fjölmennar hingað til. Hún telur sig og kynsystur sfnar ekki
njóta sama réttar til atvinnu og karlar.
Leggið af hat-
ur og blóðs-
úthellingar
sagði Jóhannes Páll II í velheppnaðri heimsókn sinni til írlands
Jóhannes Páll páfi II. lýkur í dag
heimsókn sinni á írlandi og heldur
þaðan til Boston i Bandaríkjunum
þar sem búizt er við að allt að ein
milljón manna muni taka á móti hon-
um Boston er ein af höfuðstöðvum
kaþólskra þar vestra.
Á ferð sinni um írland hefur páfi
hvað eftir annað hvatt landsmenn og
þá sérstaklega kaþólska að láta af
blóðsúthellingum, hryðjuverkum og
hatri. Hefur hann minnt á að kristnir
menn eigi ekki að vinna að málum
sínum með ofbeldi. Sérstaklega hefur
páfi vakið athygli kaþólskra biskupa
á írlandi á að þeim beri að hvelja fólk
sitt tii að beita friðsamlegum
aðferðum.
í gær lofaði páfi írum að hann
mundi skora á þjóðir heimsins að
berjast fyrir friði, er hann flytur
ræðu sína fyrir allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna á þriðjudaginn
kemur.
Milljón manns mun hafa tekið á
móti páfa þegar hann kom til írlands
og hundruð þúsunda hafa fylgt hon-
um eftir. Nærri fjögur hundruð
blaða- og fréttamenn fylgja páfa eftir
og til dæmis um þá áherzlu sem
fréttamiðlar leggja á að fylgjast mcð
honum má nefna að The New York
Timexmun láta fjörutíu blaðamenn
fylgja honum.
Miklar varúðarráðstafanir eru
gerðar i Bandarikjunum fyrir komu
páfa og vitað cr að búið er að hand-
taka nokkra sem sent hafa hótunar-
bréf þar sem þeir hafa sagzt munu
vinna honum miska.
Otyggisráðgjafinn
og Frankenstein
Hin opinbera fréttastofa Kúbu,
Presna Latina, hefur líkt Zbigniew
Brzezinski, öryggisráðgjafa Carters
Bandaríkjaforseta, við skáldsagna-
persónuna Frankenstein.
Fréttastofan fjallaði i gær um deil-
una milli Bandaríkjamanna og Kúbana
um sovézkt herlið á eyjunni. Þar sagði
meðal annars að Brzezinski væri ekki
nægilega vel upplýstur til að geta gefið
forsetanum ráð.
„Ráðgjafi Carters virðist hafa
gleymt sögunni um dr. Frankcnstein,
sem skapaði ófreskju úr líkömum
dauðra manna og ætlaði að láta hana
vinna fyrir sig,” sagði í tilkynningu
Presna Latina. „Raunin varð hins
vegar sú að ófrcskjan snerist gegn
Frankenstein sjálfum."
Bandarísk stjórnvöld hafa ásakað
Sovétmcnn um að hafa á Kúbu 2-3000
manna árásarlið, sem þar hal'i verið
síðustu fjögur ár. Castro forseti Kúbu
neitar þessum ásökunum staðfastlega
og segir Brzezinski rugla Bandaríkja-
forseta í eigin hugarburði.
Fréttastofa Kúbu komst þannig að
orði um þessa deilu, að Brzezinski hafi
nú flækt Carter i net óútskýranlegs og
fjarstæðukennds hugarburðar.
Andstaðan gegn nýtingu kjarnorkunnar dvínar ekki og nýlega héldu andstæðingar hennar mikinn útifund I New York. Talið
er að um það bil tvö hundruð þúsund manns hafi komið á fundinn.
Schmidt og Gis-
card ræða orku-
og efnáhagsmál
Valery Giscard d’Estaing forseti
Frakklands heldur til Bonn þar sem
hann hyggst ræða við Helmut
Schmidt kanslara Vestur-Þýzka-
lands. Helzta umræðuefnið verður
alþjóðamál og orkumálin. Sam-
eiginleg mynt og gjaldeyriskerfi
Efnahagsbandalagslandanna og
hvernig bæta á stöðu dollarans
verður ofarlcga á baugi í viðræðum
þjóðarleiðtoganna.
Aðstoðarmenn Frakklandsforseta
sögðu i gær að rætt yrði um hug-
myndir um fundi leiðtoga ríkja Efna-
hagsbandalagsins og oliulandanna
við Miðausturlönd. Efnahagsbanda-
lágslöndin eru mjög háð olíu frá
arabarikjunum. Alþjóðaorkumála-
stofnunin hefur varað við miklum
orkuskorti, ef ekki verði gripið i
taumana til að koma á varanlegum
orkusparnaði i vestrænum iðnrikj-
um.
Orðrómur er um að OPEC rikin —
það eru þau ríki sem flytja út olíu —
vilji hækka olíuverð. Helmut
Schmidt kanslari ræddi við Miller
fjármálaráðherra Bandaríkjanna i
síðustu viku. Niðurstaða fundar
þeirra var sú að slík hækkun mundi
fara mjög illa tncð efnhagslíf Vestur-
landaefúr yrði.